Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 20
20 HOBBÍ- HORNIÐ TÖLVULEIKUR Það ættu allir að vera farnir að kannast við japanska fyrirbærið Su- doku en á undanförnum misserum hafa vinsældir þessarar talnaþrautar farið eins og eldur um sinu um allan heim. Hún er meira að segja farin að ógna því plássi sem krossgátur hafa löngum átt í flestum dagblöð- unum. Þennan leik er núna hægt að spila í nýjum PSP-tölvuleik en Sony Com- puter Entertainment var nefnilega að gefa út tölvuleikinn Go! Sudoku, og hann er aðeins fáanlegur á PSP. Framsetning leiksins er mjög fersk og flott og hentar bæði byrjendum og reyndum spilurum. Leikurinn inniheldur 1.000 glænýjar þrautir og svo þegar leikmaður hef- ur rúllað öllum þeim þrautum upp er minnsta mál að hlaða niður af netinu fleiri þrautum. Erfiðleikastigin eru fjögur og svo eru ýmsir aðrir „fítusar“ eins og mis- munandi tímamörk, hreyfanlegir bakgrunnar, hressandi tónlist og mjög skemmtilegir hljóð-effektar og síðast en ekki síst býður leikurinn upp á multiplayer-keppni. Í Go! Sudoku er fullkomin kennsla og þjálfun, ásamt hjálparkerfi þar sem byrjendur fá 5 tækifæri til að setja töluna inn – en eftir það eru leikmenn á eigin vegum. Þá byrjar leikmaðurinn fyrir alvöru að rækta í sér rökhyggjuna. GO! SUDOKU TALNAÞRAUTIN VINSÆLA Á PSP Keilan er með elstu íþróttagreinum í heimi og keiluhallir hafa alltaf verið vin- sælir samkomustaðir í Bandaríkjunum og vinsæll vettvangur fyrir unglingadeit. Fyrsti vísirinn að keilusal á Íslandi var í Camp Knox í vest- urbænum á stríðs- árunum þar sem tvær keilubrautir voru í einum bragganum. Keiluhöllin í Öskju- hlíð var svo opnuð 1. febrúar 1985 og var fyrsta hús sinnar teg- undar hér á landi. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á aðstöðunni og fyrir nokkrum árum var opnaður Sportrokkbarinn á staðn- um og farið að bjóða upp á diskókeilu um helgar og á miðvikudagskvöldum. Diskókeilan með hrífandi diskóljósum og dynjandi stuðtónlist breytir boðinu í keilu- dansleik. Enda alveg tilvalið sport að sameina bjórdrykkju, diskóljós og keilu. Ásta sem vinnur í Keiluhöllinni segir að það sé alltaf mjög mikið að gera um helgar. „Það er mjög gaman í diskókeilunni, það eru diskó- ljós, blacklight-ljós, diskókúla og við slökkv- um ljósin og spilum alls konar stuðtónlist.“ Keiluhöllin er með sex brautir við Sportrokk- barinn og þar má vera með bjór. „Það er mjög vinsælt um helgar og oftast biðlisti. Það er líka hægt að panta fyrir hópa og það er mjög mikið um að fyrirtæki panti. Þá er það fólk al- veg frá 17 ára og upp í sextugt sem kemur í þessum hópum,“ segir Ásta og bætir við að annars séu bara alls konar fólk í diskókeilu. „Það er líka rosalega mikið um að fólk biðji um diskókeilu þegar hún er ekki í gangi, en það eru aðallega unglingar sem biðja um hana“ segir Ásta. Ekki svo vitlaust í skammdeginu að fara á Sportrokkbarinn og kíkja í diskókeilu og fá smávegis diskóljós beint í æð. HOBBÍHORNIÐ! DISKÓKEILA: HRESSILEGUR KEILUDANSLEIKUR Daníel Ágúst gaf út sólóplötuna Swallowed a Star hér á landi í október. Hann gaf sér ekki tíma þá til að halda útgáfutónleika en spilaði á Airwaves- tónlistarhátíðinni sem var haldin í lok október. Hann lætur verða af því núna 14. desember í Óper- unni að halda sérstaka tónleika í tilefni af útgáfu plötunnar. Platan hefur fengið glimrandi fínar viðtökur. „Já, og alveg frábæra dóma. Svo er líka fólk að koma til mín og lýsa yfir ánægju sinni með þetta. Þá verð ég extra glaður fyrir utan það að vera ánægður með að platan er komin út. Ég er mjög ánægður með gripinn í sjálfu sér. Ég þarf ekkert mikið klapp á bakið en það er ekkert verra í skammdeginu,“ segir Daníel Ágúst og hlær. Leitin mikla Swallowed a Star hefur verið í vinnslu síðastliðin fimm ár sem þykir kannski heldur langur tími. „Í sjálfu sér var ég ekki lengi að vinna diskinn. Ég vann í honum í skorpum og það var frekar langt á milli þeirra skorpa. Hann var eiginlega tilbúinn fyrir tveimur árum,“ segir Daníel Ágúst en þá hófst leitin mikla að einhverjum sem vildi gefa tónlistina út. „Ég fór að reyna að finna þessu afkvæmi mínu heimili. Það skildu ekki allir hvað ég var að fara með þessu. Það fór mesta púðrið í það að koma fólkinu í plötuiðnaðinum í skilning um þetta tónlist- arbrall.“ En þú hefur alveg haft trú á þessu? „Já, maður verður hafa trú á því sem maður er að gera, annars getur maður bara gleymt þessu,“ segir Daníel Ágúst og lýsir plötunni sem hvorki klassík né poppi,“ hún er kannski ekki mjög grípandi við fyrstu hlustun en hún er persónuleg og tilfinningarík.“ Tilfinningabatterí Daníel Ágúst lofar mjög sérstakri kvöldstund í Óper- unni. Mr. Silla mun hita upp og hljómsveitin Rass hefur verið fengin til að enda þetta með stæl. „Mig langaði að sjóða saman eitthvað skemmtilegt fyrir þessa tónleika. Mr. Silla er kjarnastelpa sem er frekar hlédræg í fasi en syngur frá hjartans rótum. Rass er mjög hressandi, íslenskt ádeilupönk og ég verð með mitt tilfinningabatterí á sviðinu.“ Með Daníel Ágústi spilar fimm manna strengjasveit og fyrir utan það sem fólk á eftir að heyra þá lofar hann mikilli sjónrænni veislu. „Ég gerði vídeó með Gabríelu og fleirum til að myndskreyta lögin á tón- leikum. Það er tileinkað myndefni við hvert einasta lag. Fyrst átti það að vera staðgengill hljómsveitar á sviðinu en svo komst ég að því að það er pínu fá- tæklegt, einmanalegt og kalt á sviðinu án hljóm- sveitar.“ Daníel Ágúst heldur til London daginn eftir tón- leikana í Óperunni og fleiri tónleikar eru fyrirhug- aðir í París, Antwerpen og Texas en platan hans kemur út hjá One Little Indian í febrúar á næsta ári. DANÍEL ÁGÚST GLEYPTI STJÖRNU Texti Hanna Björk Mynd Frosti Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.