Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 13
þessu samhengi en Bjarni og Bjössi úr Mínus að- stoðuðu hann með hljóðfæraflutningi á útgáfu- tónleikunum í Þjóðleikhúsinu ekki fyrir svo alls löngu. „Þetta eru strákar sem hafa verið að spila harð- kjarna-rokk og þeir voru tilbúnir að fara að gera þetta sem ég er að gera,“ segir Bubbi og bætir við að þetta efni sem þeir voru að spila hafi alls ekki verið auðvelt. „Ég held að þetta hafi verið algjört „hell“ fyrir þá. En þeir gerðu þetta og gerðu þetta rosalega vel og fyrir vikið komu al- veg nýir vinklar og nýr tónn í tónlistina.“ Auk þess að spila efnið af nýju plötunum tóku þeir einnig vinsæl og klassísk Bubbalög í restina, lög eins og Blindsker, Svartur afgan, Fjöllin hafa vakað og Hiroshima. „Þetta var algjörlega ný upplifun að syngja þetta með þessa tvo stráka með sér. Þetta var alveg mergjað. Þetta finnst mér líka vera galdurinn að því að vera frjór, það er að vera óhræddur að fara yfir hvaða þröskuld sem þú ert með í höfð- inu. Við erum öll full af þröskuldum, en málið er að stíga yfir þessa þröskulda og yfir á ný land- svæði. Það er „skerí“ en það er alveg ógeðslega gaman. Þú hoppar bara út í og þú verður að synda eða þú sekkur.“ Íslensk músík Bubbi hefur verið mjög duglegur í að vinna með yngra tónlistarfólki í gegnum tíðina en auk Mín- us-gengisins hefur hann t.d starfað með botn- leðju, Ensími og Heru. „Þá hittast tveir pólar,“ segir Bubbi um slík verk- efni, „og fyrir vikið fara nýir og ferskir straumar um tónlistina mína. Mér finnst það skipta gíf- urlega miklu máli að skoða þessa ungu tónlist- armenn sem eru að spila.“ Hann segist hlusta mjög mikið á íslenska músík og hann játar fúslega að honum þykir meirihlut- inn af því sem hefur verið gefið út á und- anförnum árum vera miður gott. Að vera nógu djöfull forvitinn og fordómalaus 13 VIÐTALIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.