Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 5
KBvihITDAGUR 24. febrúar 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Hérna, smakkaffu. Þetta er hreint ekki svo vitlaust. Lögfræðiugar tveir voru að ræða um lckrfræði. Samræðurn- ar gengn slitrótt, því báðir voru kenndir og famir að gerast Mökkir. Eftir stundarþögn segir þó annar: „Þa'ð verð ég nú að segja, að alltaf þykir mér vænzt um refsi réttinn — næst konunni minni“, bætti hinn þá við, klökkum rónri. — M ættir heldur að vera hreykmn yfir, að ég skuli þora að koma heim með svona eink- ranrir. Hollenzkur bóndi var á ferða- lagi í Bandaríkjunum og hann ræddi um heilsufari®. — Læknirinn minn sagði, að ég þyrfti á meiri hreyfingu að halda, sagði Bandarikjamaður- inn, — í staðinn fyrir að nota bilinn, ætti ég að hjóla. — Það er skrýtið, sagði Hol- lendingurinn, en eins og kunn- ugt er, hjóla allir í Hollandi, — Læknirinn minn sagði mér að hætta a0 nota hjólið og ganga heldur. Þegar ég var ungur og innan- búðar í matvöruverzlun, kom 4 eða 5 ára snáði inn í búðina og sagði: „Manni, viltu lána mér krónu?“ „Hvað ætlarðu að gera við hana?“ spurði ég. ,,Ég ætla að kaupa mér kara- niellur fyrir hana“, sagði hann. Hann fékk aurana og keypti fyrir þá karamellur. „Hvenær fæ ég svo pening- ana aftur?“ spurð'i ég. ,,Þú ert búinn aið fá þá,“ anz- aði sá litli. DENNI DÆMALAU5I — Þótt þú sért slæm að slá, geturðu þó svei mér slegið á góða slaði, eða hitt þó heldur! Fyrir rúmum tíu árum fæddi frú Tiesse í París fyrsta barn sitt, dóttur, sem hlaut nafnið' Patricia. Á sama andaraki fædd- ist í Teheran íranski krónprins- inn, Reza. Frú Tiesse las um það í blöðunum og þar sem svona hittist á, ákvað hún að senda keisarafrúnni í íran skeyti og óska henni til ham- ingju með prinsinn. Farah Diba fékk skeytið og svaraði í sömu tnynt og síðan hefur Tiessefjöl- skyldan elskað og dáð írönsku keisarafjölskylduna fram úr hófi. Tiessehjónin haía öH þessi ár klippt allt um keisarafjöl- skylduna út úr blöðum og límt inn í bækur, og nú er þetta orð- ið heilmikið safn. Patricia litla hefur sjálf í mörg ár séð um innlímingarnar. Svo kom að þvi fyrir rúmu ári, að Patricia las í blaði, að krónprinsinn væri væntanlegur til Parísar. Þá skrifaði hún íranska sendiráð- inu og skýrði málið og bað um að fá að koma og sjá prinsinn við móttökuna. Þetta endaði með því, að Farah Diba lét halda sérstaka veizlu í sendi- ráðinu fyrir Patriciu og bauð henni til Teheran í sumar. Þang- að fór hún og þar var haldin mikil afniælisveizla fyri>- hana og Reza og öllum vinum hans boðið. Daginn eftir var svo þjóð hátíðardagurinn í íran og veizi- an hélt áfram og þetta var lík- ast ævintýri úr Þúsund og einni nótt fyrir Patriciu. Hún dvaldi í keisarahöllinni í nokkra daga og bílstjórar fjölskyldunnar voru til reiðu að sýna henni borgina og allt það merkileg- asta. Þær Farahnaz prinsessa urðu góðar vinkonur og Reza prins viH endilega að Patricia komi aftur til Teheran næsta sumar, þegar hann er í sumar- fríi. Þegar Patricia lagði af stað heim úr ævintýrinu, sagði prins inn við hana: — Það er leiðin- legt, að þú skulir ekki vera strákur, en ég hlakka samt til að sjá þig næsta sumar. Mynd- in var tekin, þegar Patricia heilsaði upp á draumaprinsinn sinn í fyrsta sinn. — ★ — „Lifi la Marianne!" hrópuðn Frakkar, þegar þeir geystust fram til Verdun, Marne og Sed- an, til að jafna um keisarann í fyrri heimsstyrjöldinni. En 25 ár liðu og Maginot féll á einni nóttu og sem tákn Frakklands féll la Marianne svo mikið í áliti að ráðizt hefur verið í að breyta henni. Styttan af Marianne sýndi konu me»ð grískan vanga- svip og íklædda efnismikiHi skikkju, og einhverju gamal- dags höfuðfati, en sú nýja la Marianne er greinilega Brigitte Bardot, eftir myndinni að dæma. Það ætti að vera óhætt að hafa hana að vemdardýr- lingi í stríði og það myndi ekki hvaða land sem er hætta sér gegn öðru, sem hefur á að skipa svona öflugri brjóstvörn... □ — Maður verSur að fylgjast með tízkunni, segir Liz Taylor, sem er búin að seúda alla pelsana sína til feldskera, til að láta framlengja þá í midistídd. Þetta hljómar eins og frúin sé hagsýn, en varla er hægt að segja það, því Liz á 3 zobelpelsa, 4 minkapelsa, 2 hlébarðapelsa og 11 af öðrum skepnum, en sá verðmætasti þeirra allra er úr Kojah-mink og kostaði margar milljónir. Talið er, að kosta munu rúma milljón að gera úr honum midipels. En vissulega værd dýrara að kaupa nýjan. ★ -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.