Tíminn - 25.02.1971, Page 2

Tíminn - 25.02.1971, Page 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971 Bandarískur hljómsveitarstjóri og búlgarskur fiðluleikari með Sinfóníusveitinni i kvöld George Cleve og Stoika Milanova . Bandaríski hljómsveitarstjórinn George Cleve stjórnar Sinfóníu- hljómsveit fslands á tónleikum hcnnar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 21:00. Einlcikari verðiir búlg- arski fiðluleikarinn Stoika Milan- ova. Á efnisskrá tónleikanna er Oberon forleikur eftir Weber, fiðlukonsert í e-moll eftir Mendels- sohn og Sinfónía nr. 9 í C-dúr eftir Schubert. Hljómsveitarstjórinn George Cleve fæddist í Vínarborg árið 1936, en fluttist til Bandaríkjanna 4 ára gamall. Hann stundaði alhliða tónlistamám við Mannes tónlistar- skólann í New York. Á árunucn 1954 til 1963 var hann nemandi og aðstoðarhljómsveitarstjóri hjá Pierre Monteux og stjómaði öll- um helztu tónleikum, sem fluttir voru í hljómsveitarstjóra-skóla Pierre Monteuxs í Hancock í Maine Bandaríkjunum. Árið 1965 bauð (Tímamynd GH) George Szell honum að stjórna MENGUNARRÁÐSTEFNA HALDSN UM HELGINA EJ—Reykjavík, miðvikudag. i Landvernd, sem gangast fyrir ráð- | stefnunni, í samvinnu við Rann- Á laugardag og sunnudag verður | sóknarráð ríkisins, Náttúmverad- í Víkingasal Hótel Loftleiða ráð- arráð og Eiturefnanefnd. Tilgang- stefna um mengun. Verða þar flutt ur ráðstefnunnar er að vekja at- yfir 20 erindi um mengun í ýms-1 hygli almcnnings á mengunarvanda um myndun. Það eru samtökin Tilefnið er... í Tímanum á laugardaginn er gerð sú fyrirspurn hvert sé hið gefna tilefni til yfirlýsingar þeirr ar, sem birtist í Mbl. s. 1. föstu dag, um að undirritaður hafi sfcrif að „Rabbið“ í Lesbók Mbl. 14. febrúar s. 1. sem einstaklingur en ! ekki sem fulltrúi stúdenta. Ástæð . an er sú, að á miðvikudagskvöld t ift kom að máli við mig formáður i Félags stúdenta í Heimspekideild og tjáði hann mér að sú hugmynd hefði skotið upp kollinum að þarna hafi ég gengið úr einstakl- injgnum til að túlka skoðanir stjórnar FSH. Mér hafði ekki til hugar kom 10 að slíkur misskilningur gæti risið, enda sendi stjórn félagsins frá sér athugasemd um hluta þessa máls fyrr í vetur. En þar sem ég ér embættismaður FSM, eins og fram kemur í greininni, þótti mér rétt að undirstrika að ,,Rabbið“ skrifaði ég sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi einhverra stúd entasamtaka. Haukur Ingibcrgsson. málum og benda á þá þætti þeirra, sem þarfnast rannsókna eða að- gerða hérlendis. Hákon Guðmundsson, yfirborgar mála deildar Norræna rannsóknar- ráðsins, NORDFORSK. Fyrri daginn verða auk þess flutt erindi um rannsóknir á loft- mengun á íslandi, geislamengun, gerlamengun í vatni, mengun frá efnaiðnaði, mengun. vatnsbóla og öflun neyzluvatns, olíumengun í sjó. efnamengun í sjó og mengun frá sorþi Ög' nölfæsum. Síðari clag- inn verða flutt erindi um jarðvegs- hljómsveitinni í Cleveland og var hann um skeið aðstoðarhljómsveit arstjóri Cleveland hljómsveitarinn- ar. Fastráðinn stjórnandi hefur hann verið vi® Sinfóníuhljómsveit- ina í St. Louis 1967/68 og aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Winnipeg 1968—70. Fiðiuleikarinn Stoika Milanova er fædd í Búlgaríu og er 25 ára gömul. Hún er af tónlistarfólki komin. Faðir hennar er fiðluleik- ari og hjá honum stun aði hún nám við Tónlistarskólann í Sofíu. Hún stundaði framhaldsnám hjá David Oistrak í Moskvu á árunum 1964—1969. Milanova tók þátt í alþjóðlegri fiðlukeppni sem háð var í Brussel 1967 og kennd er við Elísabetu Belgíudrottningu og vann 2. verðlaun. Fyrstu vehðlaun hlaut hún í Carl Flesch fiðlukeppn inni í London á siðastliðnu ári. Hún hefur haldið tónleika mjög víða og leikið með hljómsveitum. dómari, formaður Landverndar, tnengun, áhrif mengunar á villt setur ráðstefnuna kl. 10 á laugar- daginn. Að setningu lokinni flytja tveir erlendir sérfræðingar yfir- litserindi, en þeir eru Robert E. Boote, formaður náttúruverndar- nefndar Evrópuráðsins, og Nils Mustelin, deildarstjóri mengunar- Sáttafundur í nótt SJ—Reykjavík, miðvikudag. Sáttafundur í togaradeilunni hófst kl. 14 í dag. Hlé var gert í kvöld, en fundinum verður hald- ið áfram í nótt. Frá skrifstofu Framsóknarflokksins Vegna jarðarfarar Sigtryggs Klemenzsonar, seðlabankastjóra, verður skrifstofa Framsóknar- flokksins lokuð kl. 13—15 í dag, fimmtudag. dýr, áhrif mengunar á plöntur, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og mengun, löggjöf og reglur og meng un og lífsgæði. Inn á milli verða umræður og fyrirspurnir til ræðumanna. Ráðstefnunni á að ljúka um kvöldmatarleytið á sunnudag. Þrír hljóta sár af menn bruna- völdum sprengingar SJ-Reykjavík, miðvikudag. Á tíunda tímanum í kvöld, varð sprenging í sfcúr vio húsið Rauðagerði 52 í Reykjavík. Einn maður brenndist allmikið og tveir aðrir nokkuð, voru þeir fluttir á Slysavarðstofuna. Menn- irnir voru að vinna við logsuðu, en ekki var fullkunnugt um orsak- ir sprengingarinnar né meiðsl mannanna þriggja þegar blaðið fór í prentun. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrarj Jóhann Snorrason og Margeir Steingrímsson. vgoaaáoe œ ia n M ABCDEFGH Hvítt: Taflfélag Reykjavfknri Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 22. leikur hvíts: Rc3—e2 Framkvæmdastjóri Fióttamannastofnun- arinnar væntanlegur Prins Sadruddin Aga Khan framkvæmdastjóri Flóttamanna stofnunar S.Þ. mun koma hing að til lands 17. — 18. april n. k. á vegum ríkisstjórnarinnar og Flóttamannaráðs íslands í 'Tilefni af landssöfnuninni „Flóttafólk 71“, sem fram fer á öllum Norðurlöndum 25. apríl. Sadruddin prins tók fyrst þátt í störfum fyrir flóttafólk árið 1959 er hann sá um sér- stök verkefni Flóttamannastofn unar S. Þ. vegna undirbúnings Flóttam anna ársins. Sadruddin prins gegndi stö&ú varaframkvæmdastj. Flótta- mannastofnunarinnar frá 1962 —1965, en stöðu framkvæmda- stjóra stofnunarinnar tók hann l. janúar 1966, og var endur- kjörinn til 31. desember 1973. Þess má geta að Sadruddin Aga Khan prins er nú mjög til umræðu sem hugsanlegur fram kvæmdastjóri S. Þ. er U Thant dregur sig í hlé. FUF í Reykjavík Um helgina: RAÐSTEFNA UM VELFERÐARMAL Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík efnir til Velferðarráð stefnu á sunnudaginn, 28. febrú ar. Ráðstefnan verður í Glaumbæ uppi og hefst fcl. 14. Fjallað verður um velferð aldr aðra og um almannatryggingar. Framsögumenn verða: Gunnar Gunnarsson. deildarstjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavífcur, og Tómas Karlsson, ritstjóri. Að framsöguerindum loknum verða alniennar umræður, en í lok ráðstefnunnar verður afgreidd ályktun ráðstefnunnar. Ráðstefna þessi er öllum opin, og er ngt fólk sérstaklega hvatt til að mæta og ræó'a velferðarmál aldraða fólksins í landinu. FUF í Reykjavík. n i i l Gunnar Tómas Þegar páfar kveðja, setjast kardí- nálar á rökstóla til að velja eftir- manninn, og gengur stundurr? í brös- um, þótt allt fari fram með sikipu- legum hætti samkvæmt venju rétt- trúnaðarins. Við Islendingar höfum ekki haft neitt af páfum að segja síðan um miðja sextándu öld, þótt fyrir hafi komið að innan einstakra greina jþjóðfélagsins hafi sprottið upp menn með páfalega til'burði. Nú hefur einn slíkur páfi kvatt opin- berlega, þótt enn sé í fuliu fjöri, og hyggst halla sér á lárviðarlaufin. Þessi ágæti maður er sjáltfur Krist- inn E. Andrésson, sem í áratugi var einskonar bókmenntalegur ægiskelf- ir í landinu, og safnaði um sig rót- tækum höfundum eins og svertingja kerling glerperlum, og tefldi þeim síðan fram á vettvang þjóðmála og listar með slikum giæsibrag, að ín heidur ungt fólk að það beri vott um gáfur að tileinka sér öreiy f->c og sérstakan talanda. 1 síðasta eintaki Tímarits Máis og menningar kveður Kristinn og segir m.a.: „Það getur ekki héðan af orðið neins að sakna þó að óg láti af ritstjórn tímarits- ins, . . .“. Þetta er næsta mæðuleg kveðja mikilsmetins og virðingar- verðs manns, sem Kristinn var og er. Hinu er ekikd að neita, að páfa- garðurinn er nú næsta eyðilegur yfir að Mta, og sú endurnýjun, sem byltingafólkið reynir ætíð að skipu- leggja, hefur að mestu runmið út 1 sandinn. Nú eru flest hin rauðu ljón orðin öldruð. Svo er um Jó- hannes úr Kötlum, Gunnar Benedikts son, Guðmund Böðvarsson og Hall- dór Stefánsson. Einn sagði hrein- lega bless; sjálfur yfirsnillingurinn Halldór Laxness og leitar nú víða vegu að nógu liressum Eyjólfi. Dagar kardinálanna. Engu er líkara en nokkrir félagar i Rithöfundafélagi Islands ætli nú á farardögum Kristins E. Andrésson- ar að taka upp einskonar samvirka forustu, sem endurreisi hinn forna páfagarð bókmenntanna. Hafa þeir sýnt tilburði í þá átt að setja menn og stofnanir undir aga og skikk sam- kvæmt öreigaformúlunni frá kreppu- árunum. Nefna má í þvi sambandi þá Einar Braga, Thor Vilhjálmsson og Sigurð A. Magnússon, ritstjóra Samvinnunnar. Alyktun sú sem barst Timanum, frá Rithöfundafélagi 's- lands, varðandi tillögu Rithöfunda- þings um gestaprófessorserr.bættið hefur á sér ýms einkenni þess, að þeir þrír hafi um hana fjatlað, enda er lögð áherzla á það, að menn eigi ekki að vera að ergja prófessora, held ur styðja þá í því að komið verði á fót nýrri stofnun handa einhverjum þeirra, og mun þeirri stofnun ef- laust fylgja sérherbergi, sími, rit- vél og skrifstof-upía, en slíkt stendur náttúrlega bókmenntunum fnamar. En séu þetta kardinálamir sem ætíia sér að ráða nokkru í hinum gamla páfagarði Kristins E. Andréssonar, þá gleyma þeir því að Kristinn stóð alltaf með bókmenntunum, minna með sjálfum sér. Auk þess lét hann öðrum eftir að yrkja. Það er þvi varla við því að búast að kardinál- arnir ætli sér sjálfir embætti páf- ans. Hins vegar ættu þeir að geta ráðið miklu um hver hinn nýi páfi verður, Hvitur reyfcur úr strompi gefur heiminum til kynna þegar nýr páfi hefur verið kjörinn í Vatikan- inu. Enn hefur ekki sézt rjúka úr neinum strompi í Reykjavik, hvorld á Háskólanum né Rúblunni. Þvl er ekki um annað að gera en fara að dæmi kaþólsfcra og bíða. Svarthöfðl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.