Tíminn - 25.02.1971, Side 3
FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971
TÍMINN
MARGI AÐ-
KOMUFÚLK
A HÖFN
í vetur er mikill fjöldi að-
komumanna á Höfn í Horna-
firði á mælikvarða Hornfirð-
imga. Talið er, að aðkomufólk
ið sé um 150 talsins. íbúar
Hafnar eru aðeins rúmlega 900.
svo áðkomufólkið er margt
hlutfallslega. Aldrei áður hef
ur jafn margt a'ökomufólk ver
ið þar á vetrarvertíð, en þó
jafnan eitthvað. Flest fólkið
kemur annars staðar að af
Austfjörðunum, bæði úr ná-
grannasveitum Hafnar í Aust
ur-Skaftafellssýslu og einnig
af fjörðunum og ofan af Hér-
aö‘i. Húsnæðisvandi'æði eru
nokkur í Höfn, þegar svona
margt aðkomufólk fcemur sam
tímis á staðinn, en iblóminn í
hópi aðkomufólksins eru 11
; stúlkur, sem vinna í frystiihús
inu, og búa þær á hótelinu.
Annars eru aðkomumennirnir
dreifðir um vinnustaði staðar
ins,. og vinna í frystihúsinu, við
saltfiskverkun, við sfldina sem
er eftir, vió1 loðnuvertíðina og
svo á bátunum, sem gerðir eru
út í vetur á vetrarvertíð frá
Höfn í Hornafirði. Myndin hér
með er af stúlkunum, sem hafa
komið til þess að vinna á Höfn
í vetur. (Tímamynd Kári).
DRYKKJAR-
VATNIÐ
RANNSAKAÐ
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
í morgun. birtist í Tímanum
frétt um að drykkjarvatn í sam
býlishúsinu nr. 26-28-30 við Háa-
leitisbraut væri grugguigt. Starfs
menn Heilbrigðiseftirlitsins tóku
í morgun sýnishorn af kalda vatn
inu í húsinu, næstu húsum og í
nágrenninu. Einnig var tekið sýnis
horn í Gvendarbrunnunum, vatns-
bóli Reykjavíkur. Vatnið verður
ranansakað og er fyrstu niðurstöðu
þeirrar rannsóknar að vænta á
föstudag. Eftir því, sem næst verð
ur komizt hafa starfsmenn Vatns
veitu Reykjavíkur ekki enn kynnt
sér mál þetta. í fréttinni misritað
ist nafn eins íbúa hússins. Átti
það að vera Hannes Pálsson, en
ekki Halldór.
Alþingi
Framhald al 1? 8.
eru í greinargerð með frv. frá
því í fyrra taldir ein mikil-
vægasta friðunaraðgerð, sem
framkvæmd hefur verið hér á
landi og meira að segja rætt
um það, að þjóðgarðar, a.m.k.
tveir, þurfi að vera í hverj-
um landsfjórðungi. Staðreynd-
in er sú, að það cr alls ekki
nóg að friðlýsa land með því
að gera það að þjóðgarði, og
raunar getur það verið hættu-
legt, ef jafnframt er ekki séð
fyrir því, að aðstaða vaxandi
fjölda manna, sem í þjóðgarð-
ana hljóta að leita, sé stórlega
bætt og tryggð.“
Fleiri þingmenn tóku þátt i
umræðu, þar á meðal Einar
Ágústsson, og verða ræðu
hans gerð skil í blaðinu á
morgun.
Vinnuveitendasambandiö segir nei
Vinnumálasamband Samvinnuféiaganna enn að kanna málið
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Vinnuveitendasamband íslands
hefur nú tilkynnt Alþýðusambandi
íslands bréflega, að það geti ekki
fallizt á kröfu 20 manna viðræðu
nefndar verkalýðshreyfingarinnar
um, að atvinnurekendur bæti laun
þegum upp þá 2,6% skerðingu,
sem orðið hefur á launagreiðslum
samkvæmt þeim samningum, sem
gerðir voru í fyrra, vegna að-
gerða ríkisvaldsins. Vinnumála-
samband Samvinnufélaganna hafði
í dag ekki tekið endanlega afstöðu
til óska viðræðunefndar Alþýðu-
sambandsins, en mun væntanlega
gera það alveg á næstunni.
Eins og fram hefur komið í
Tímanum. fór 20 manna vi'ö'ræðu
nefnd á fund með fulltrúum Vinnu
veitendasambandsins og Vinnu-
málasambandsins fyrir nokkru og
lagði þar fram ósk sína um, að
þau 2,6%, sem hér um ræðir, yrðu
greidd launþegum með hækkun á
grunnkaupi. Tóku samtök vinnu
veitenda sér síðan frest til þess
að taka afstöðu til þessara óska
verkalýci'shreyfingarinnar.
Vinnuveitendasambandið hefur
nú svarað þessum óskum neit-
andi, og lýst því jafnframt yfir,
að það telji kjarasamningana frá
því í fyrra í fullu gildi til enda
loka samningstímans. Verkalýðs
Framhald á 14. síi.'u.
Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. og
N Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630.
Það þarf talsvert til að standa
fremst á þýzkum sjónvarps-
markaði.
Tæknileg fullkomnun, glæsi-
bragur og úrval ólíkra gerða
segja sitt.
Nordmende þýðir að njóta þess
bezta.
Óskirnar fá menn uppfylltar þar
sem úrvalið er mest.
Verð frá kr.* 18.500.00
Útborgun kr. 5.000.00
Eftirstöðvar á 10 mán.
3
AVIÐA
JHBsjl
Jafnaðarhugsjónin
og hinir öldruðu
Ingvar Gíslason, alþingis-
maður, ritaði mjög athyglis-
verða grein um kjaramál aldr-
aðs fólks í Tímann sl. þriðju-
dag. Á undanförnum áratug-
um hafa verið stofnaðir margir
lífeyrissjóðir í landinu á þröng
Ium grundvelli í stað þess að
efla einn sjóð, sem flestir eða
allir landsmenn ættu aðild að.
í nágrannalöndunum hefur átt
sér stað gagnger endurskipulagn
ing lífeyriskerfisins og þar hefur
hagur ahlraðra stórbatnað með
v auknum kaupmætti launa, en á
| sl. áratug hefur kaupmiáttur
launa vaxið um 20—40% á
| sama tíma og kaupmáttur tíma-
i kaupsins hefur staðið í stað hér
% og eins og áður liefur verið sýnt
fram á hér í blaðinu, þá rýrn-
aði t.d. kaupmáttur ellilífeyris
Tryggingastofnunarinnar frá
1967 til ársloka 1970 um 9.6%.
Það má til sanns vegar færa
að það sé vandasamt verk að
sameina hina fjölmörgu líf-
eyrissjóði, sem mjög eru mis-
jafnir að uppbyggingu og fjár-
hagsgetu í einn sjóð. Það verð
ur naumast gert með góðu sam-
komulagi nema ríkissjóður
komi myndarlega til móts við
þá og tryggi öllum lífeyrisþeg-
um verulega bætt kjör með
slíkri sameiningu.
Margir eru þeir ellilífeyris-
þegar, sem ekki hafa átt þess
kost að greiða í sérstakan líf-
eyrissjóð stéttar sinnar meðan
Iþeir þjónuðu þjóðfélaginu.
Kjaramismunur er af þessum
sökum mjög mikill meðal aldr-
aðs fólks hér á landi, en í ná-
grannalöndunum hefur verið
stefnt að kjarajöfnuði og kerfið
miðað við það, að öllu öldruðu
fólki séu tryggðar lágmarkslíf-
eyrisgreiðslur, sem séu í því
horfi, að aldrað fólk geti lifað
sæmilega og án erfiðleika á líf-
j eyri sínum.
I ÓlíScar aðstæður
Um þetta sagði Ingvar Gísla-
son m.a.:
„Það gæti verið fróðlegt að
ræða frekar tekjumismuninn
hjá aldraða fólkinu, til þess að
sýna betur fram á, hvílíkt haf-
djúp ranglætis og ójafnaðar
ríkir í hinu svokallaða vel-
fcrðarþjóðfélagi. Við höfum
mitt á meðal okkar aldrað fólk,
verkamenn, bændur, sjómenn,
iðnaðarjneun o.s.frv., — fólk,
sem hefur slitið sér út á strit-
vinnu allt sitt iíf, — sem ekki
hefur aðrar peningatekjur til
framfæris sér í ellinni en 4.900
kr. á mánuði. Svo er annað
fólk, kannski á næstu grösum,
kannski náskylt hinu fyrra.
eða vina- og kunningjafólk,
sem nýtur ríflegs lífeyris úr
Iífeyrissjóði auk hins almcnna
lífeyris. í fyrra dæminu er
aldraða fólkið dæmt tii örbirgð
ar og efnalegs ósjálfstæðis, en
í síðara dæminu nýtur fólkið
viðunandi tekna, er efnalega
sjálfstætt og getur dregið sig í
hlé frá störfum með sæmd og
kvíðalaust.
f þessum dæmum er ekki
fyrir að fara neinum mann-
dómsmun. En hér gerir
þjóðfélagið sér mannamun.
Framhald á 14. sföu.