Tíminn - 25.02.1971, Page 8

Tíminn - 25.02.1971, Page 8
TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971 isIÍ«FRÉTTIIt Náttúruverndarfrumvarpið var í gær til umræðu á Alþingi Tillaga þingmanna Vestfjarðakjördæmis: RAFORKUÞÖRF VESTFIRÐ- INGA VERÐIFULLNÆGT — með aukningu vatnsaflsvirkjana N áttúru verndarráð á að hafa veru- legt sjálfstæði til eigin ákvarðana i I i i j j s l — sagði Steingrímur Hermannsson í ræðu sinni um frumvarpið EB-Reykjavík, miðvikud. Náttúruverndarfrumvarp- ið var í dag til 1. umræðu á fundi í efri deild Alþing- is og spunnust um það miklar umræður sem stóðu út allan fundartímann. Var umræðum síðan ferstað, en þá voru tveir þingmenn enn á mælendaskrá. Gylfi Þ. Gísla- son, mennta- málaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu og sagði m.a. að í frumvarp- inu væri miðað að því, að tengja Náttúru verndarráð meira en áður vio ýmis áhugamannafélög um náttúruvernd og yrði náttúru- verndarþing • tengiliðurinn. Samkvæmt frumvarpinu yrði kosið í ráðið á þinginu, sem kallað skyldi samaii eigi síðar en einu ári eftir áð lögin í frv. tækju gildi. Þá sagði ráð- herrann að meginviðfangsefni Náttúruverndarráðs yrði að koma í veg fyrir mengun vat l ' og andrúmslofts. Enn- fremur gat ráðherrann þess, að samkvæmt frumvarpinu yrðu virkjanir og önnur mannvirki, hönnuð í samráði við Náttúru- verndarráð. Steingrímur Ilermannsson tók næstur til máls og fagn- aði framkomu þessa máls og gat þess. að eftir því hefði verið beðið með nokkurri óþreyju síðan það var sýnt á sío'asta þingi. Síðan sagði Steingrímur m.a.: • „Ég hef hins vegar kynnt mér nokkuð þær breytingar sem gerðar hafa verið á frv. frá því í fyrra og get ég ekki á mér setið að fara nokkrum orðum um þær. Mér sýnast breytingarnar fyrst og fremst miða að því að draga úr sjálf- slæði Náttúruverndarráðs, og harma ég það. Þetfa er gert með tvennu móti fyrst og fremst. í 32. gr. frv. er svo kveðið á nú, að allar ákvarð- anir Náttúruverndarráðs um friðun eða friðlýsingu komi síðan til framkvæmda. að menntamálaráðuneytið liafi l«gt samþykki sitt á þær. Ég tel þetta miður. Mér finnst það skiljanlegt, að mennta- málaráðuncytið og ráðherra vilji hata ákvörðunarvald, þeg- ar mótmæli koma við till. Nátt úruverndarráðs, enda var svo ráð fyrir gert í því frv., sem sýnt var hér í fyrra, og sömu- leiðis ef um mjög fjárfrekar aðgerðir er að ræða. Hins vegar tel ég, að þetta muni tefja mjög ýmsar frainkvæmd- ir Náttúruverndarráðs og það harma ég. Ég tel, að Náttúru- vemdarráð, sem valið er sam- kvæmt ýtarlegum reglum þessa frv. og við verðum að gera ráð fyrir, að í sitji liinir færustu menn, eigi að hafa verulegt sjálfstæði til eigin ákvarðana. Að öðru leyti er dregið úr áhrifum Náttúru- verndarráðs með því að svipta það þeim tekjustofni, sem því var ætlaður til ráðstafana í náttúruverndarmálum. í fyrra frv. var ráð fyrir því gert að settur yrði á fót nátt- úruverndarsjóður og til hans rynnu nokkrar tekjur, eins og nánar var þar fram tekið. Það má að vísu deila um það, hvort þeir tekjustofnar, sem þar var lagt til, að rynnu til sjóðsins væru eðlilegir eða ekki, en ég hefði talið æskilegra, að kanna það betur, hvort aðrir stofnar væru réttari og jafn- vel að bæta við þær tekjur, sem þar er gert ráð fyrir, frem ur en að svipta Náttúruvernd- arráð þessum sjálfstæða fjár- hag. Þetta sýnist mér, að þing- menn ættu að athuga, áður en þetta frv. er afgreitt héðan sem lög. ÁKVÆÐI SEM ORKA TVÍMÆLIS Þar sem ég efast um það, að ég fái tækifæri til þess að ræða um þetta mikilvæga mál aftur hér, þá langar mig jafn- framt til þess að fara fáeinum orðum um nokkur ákvæði frv., sem mér virðast orka nokkuð tvímælis. í 4. gr. er ákvæði um náttúruverndarþing, sem ég fagna og tel rétt spor. Hins vegar vil ég vekja athygli á því, að verulegar breytingar munu áreiðanlega verða í ná- inni framtíð meðal þeirra fjöl- mennu aðila, sem um náttúru- vernd fjalla. Ég hygg, að þeim muni fjölga og fleiri koma þar til mála, og sýnist mér nokk- uð vafasamt að binda þátttöku í náttúruvernd á þingi með lögum og varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að hafa þetta opnara, þannig að í þinginu megi fjölga með reglugerð. í kaflanum um aðgang al- mennings að náttúru landsins og umgengni eru fjölmörg atriði, sem nauðsynlegt er að ihuga mjög vandlega. Ég er í grundvallaratriðum sammála þeirri stefnu, sem þarna er tekin upp, að bæta eigi um gengni almennings fyrst og fremst með verulegri fræðslu eins og Náttúruverndarráði er ætlað að hafa með höndum. Þessu fagna ég. En ég tel raunar, að ábyrgð á náttúru- vernd af hálfu almennings fá- ist ekki fyrr en sú fræðsla er orðin ærið víðtæk. Hins vegar eru engu að síður sett hér ýms ákvæði um bann við óhreink- un umhverfis og spillingu þess, sem ég satt að segja sé ekki, hvernig framkvæma á. T.d. er í 14. gr. orðað þannig: „Bannað er að saurga vatns- ból eða spilla vatni, hvort held ur er rennandi vatn í ám og lækjum eða í stöðuvötnum og brunnum.“ Skyldi hann vera nokkur, sá bæjarlækur í þessu landi, sem ekki er spilltur að einhverju leyti af manna eða dýra völdum? Elliðaárnar hér í Reykjavík, bæjarlækurinn okkar, er mjög verulega spillt- ur og veit ég ekki, hvernig úr því verður bætt þannig að eng- in spilling verði af. Ég held, að það sé vafasamt að setja ákvæði eða bannákvæði í lög, sem ljóst er, að ekki er fram- kvæmanlegt. Ég held, að það væri rétt í þessu sambandi að ákveða nán- ar um meðferð vatns í reglu- gerð, sem gefin verði út í anda þessara laga, en ég sakna þess, að ekki eru nema við einstöku grein ákvæði um reglugerð. Einnig vaknar sú spurning í sambandi t.d. við það ágæta ákvæði, sem ekki er nýtt, að bannað er að fleygja frá sér rusli á víðavangi. Ég las það í greinargerð með frv. frá því í fyrra, að um það muni hafa verið rætt að setja ákveð- in refsiákvæði eða sekt- ir við slíkri umgengni, en frá því hafi verið horfið. Er það rétt? Víða erlendis, þar sem við ferðumst, jafnvel með þjóð vegum, sjáum við smekkleg skiltí, sem gefa til kynna að ákveðnar sektir eru ákveðnar við t.d. því að varpa úrgangi úr bifreiðum og þess háttar, sem mjög, því miður, tíðkast hér á landi, þrátt fyrir ákvæði, sem hafa verið í lög- um og banna slíkt- Væri ekki þarna e.t.v. nokkur tekjustofn fyrir Náttúruverndarráð og rétt að athuga, hvort einhverj- ar sektir ættu ekki að koma hér til viðbótar. Að vísu skal tekið fram, að í 37. gr. frv. er gert ráð fyrir sektum eða varð- haldi við brotum á þessum lögum, en ekki kemur þó fram, hvernig þetta er ákveð- ið í reglugerð eða á annan máta. Vera má, að til þess sé ætlazt, að þar komi eitthvert sektarákvæði í þessu sam- bandi. f 16. gr. er hreyft mjög nauð synlegu máli um nauðsynleg hreinlætistæki á friðl. svæð- um, sem mjög er ábótavant hér á landi og ég fagna því; að það þarf að gera mjög mikið og myndarlega átak. Hins vegar sakna ég þess. að þetta skuli ekki vera betur fram tekið i sambandi við þjóðgarða. sem Framhald á bls 3 EB—Reykjavík, miðvikudag. ic Allir þingmenn Vestfjarða- kjördæmis hafa nú lagt fyrir Sam einað Alþingi tillögu til þings- ályktunar um, að hið fyrsta verði ákvörðun tekin um aukningu vatns aflsvirkjana á samveitusvæði Vest fjarða og að því stefnt að fram kvæmdir verði hafnar eins fljótt og framast er auðið. ★ Þingmennirnir leggja til, að stærð virkjananna verði miðuð við, að nægileg raforka fáist frá vatnsaflsvirkjunum til þess að fullnægja raforkuþörf á orku- svæðinu, og þá tekið tillit til lík legrar aukningar á raforkuþörf næstu tíu árin og jafnframt séð fyrir nægilegri raforku til upphit unar húsa. — Jafnhliða þessum athugunum verði svo kannaðar óskir sveitarfélaga um þátttöku í virkjunarframkvæmdum með það fyrir augum, að stofna sameignar fyrirtæki ríkisins og sveitarfélag- anna á samveitusvæðinu. í greinargerð með tillögunni kemur fram að verulegur skortur er á raforku fyrir Vestfirðinga — og verður nú að mæta nær allri raforkunotkun þar vestra meo' keyrslu dísilvéla. „Er aukningin ajm.k. 1,5 gwh á ári, og vex þá olíukostnaður um 2,5 millj. kr. á ári, verður þá á næsta ári um 10 millj. kr., og því tii viðbótar kemur kostnaður við aukningu dísilvéla. Athuganir til undirbún ings virkjana á Vestfjörðum hafa farið fram undanfariii ár. Rafvæð irfgarnefnd Vestúr-Barðastrandar- sýslu og Rafveita Patrekshrepps, hafa látið gera áætlun um 600 kw virkjun við Víðivatn, sunnan Patreksfjarðar, og tvær virkjanir samtals 2400 kw. í Suðurfossá á Hauðasandi. Rafveita ísafjarðar hefur unnið að aukningu vatnsmiðlunar fyrir onkuver sitt í Engidal, og í athug un er frekari aukning orkuöflun ar við ísaf jörð. Rafmagnsveitur ríkisins hafa gert athugun á aukningu miðlun ar fyrir Mjólkárvirkjun og við- bótarvirkjun þar. Veður eru hörð á Vestfjörðum, og háspennulínur hafa brotnað og truflanir orðið á orkufiutningi frá Mjólkárvirkjun af þeim sökum. Veturinn 1967—1968 var Mjólk- árvinkjun þannig samibandslaus við notendur í 6 daga samfleytt vegna línubrots í stórviðri. Vegna landfræðilegra aðstæðna og veðráttu er því æskilegt að skipta orkuvinnslunni á fleiri orbu ver. þannig að veður og aðrar truflanir í einu orikuveri valdi sem minnstum truflunum hjá notend um. Iðnaður og allt daglegt lf£ manna krefst ótrúflaðrar raforku. Rafmagnsleysi er mjög dýrt not- endum, óþægindi og hætta eru því samfara. Virkjun sunnan Am arfjarðar yki verulega öryggi not enda á öliu veitusvæðinu og sér staklega sunnan Arnarfjarðar, en yfir fjörðinn er 9 km langur sæ- strengur, en öll vatnsorkuverin norðan til í firðinum. Vaxandi áhugi er á húsahitun með raforku á Vestfjörðum eins og víða um landið, og er eðlilegt að taka strax upp hitun húsa með raforku á veitusvæði Vestfjarðar virkjunar, þar sem jarðhiti hefur ekki reynzt fáanlegur fyrir hita veitur. Næg ortka er fáanleg úr vatnsföllum á Vestfjörðum til að fullnægja orkuþörf til húsahitun ar og iðnaðar um lamga framtið, en hefja þarf framkvæmdir við næsta virkjunaráfanga nú á þessu ári og athuganir til imdirbúnings virkjana lengra fram í tímann. Orkuvinnsla á svæðinu er á veg um þriggja aðila: tveggja sveitar félaga og Rafmagnsveitna rfkis- ins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun ir rafveitna sveitarfélaganna hef ur fullt samstarf til nýtingar orku veranna ekiki tekizt. Hluti sveitar félaganna í orkuverum og dreif ingu raforku er svo stór, að eðli legt virðist að stofna eitt sameign arfélag með heimili og alla fram kvæmda- og fjármálastjórn á Vest fjörðum, t. d. á ísafirði, til þess að annast þessar grundvallarfram kvæmdir og þjónustu. Má í þessu sambandi minna á tillögur Sambands ísl. sveitarfé- laga um verkaskiptinigu ríkis og sveitarfélaga, en þar er lagt til, að orkuöflun verði í höndum sam- eignarfyrirtækja ríkis og sveitar félaga, eins og nú er háttað Lands virkjun á Suðvesturlandi og Lax árvirkjun á Norðurlandi.“ Endurskoðuð verði lög um ættaróðul og ættarjarðir EB—Reykjavík, miðvikudag Ólafur Jóhannes son lagði í dag fyrir sameinað þing, tillögu til þingsályktunar, þar sem farið er fram á að endur- skoðuð verði lög nr. 102 frá 1962 um ættaróðul, ættarjarðir, crfðaábúð og sölu þjóð- og kirkjugai'ða. Skulu síðan niðurstöður endurskoðunarinnar lagða fyrir næsta reglulegt Al- þingi. — Það er mikil þörf á að endur skoða ákvæði lösgjafarinnar um ættaróðui og ættarjarðir. segir flutningsmaður i greinargerð með tillögunni. — Ákvæðin eru sum hver nokk uð óljós, og þarf nauðsynlega að gera þau skýrari. Sum ákvæðanna geta og tæplega talizt sanngjörn. Þá er þar einnig að finna ákvæði, sem virðast höggva nærri eignar réttarákvæði st j órnarskrárinnar. í framkvæmdinm munu nokkur ákvæði laganna hafa orðið dauður bókstafur og er þó eigi víst, að ails staðar sé fullt samræmi í fram kvæmd. Það er því ástæða til að kanna, hver framkvæmd löggjaíar innar hafi verið í raun og vera og að hve miklu leyti iaí'i náðst sá tilgangur sem upphafiega vakti fyrir lögejafanuri með þessari lagasetningu. Af öllum bessum ástæðum er að dómi flutnings- ma:.ns börf a því að taka lög þessi til rækilegrar könnunar og endur skoðunar. Því er þessi þingsálykt unartillaga flutt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.