Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 14. marz 1971 Hlutur landbúnaðar í þjóðarbúskapnum Dauflegar sáttahorf- ur í Laxárdeilu Sáttafundunum f Laxárdeil- unni í síðustu viku lauk án ár- angurs. Iðnaðarráðherra lagði fram sáttatillögu, er fól í sér að jarðgöngin að nýju virkjuninni yró*u þrengd, stöðvarhúsið minnkað og aðeins einni véla- samstæðu komið fyrir þar í stað tveggja og hæð stíflu lækkuð í 20 metra úr 23. Laxárvirkjunarstjórn hafði bundið hendur sinar með sam- þykkt áður en sáttfundir hófust og lagði greinargerð fram í upp- hafi fundanna, sem útilokaði, að Laxárvirkjunarstjórn gæti fall- izt á tillögur iðnaðarráðherra. Á fundi á Húsavík á fimmtudag lýsti formaður Laxárvirkjunar- stjórnar því hins vegar yfir, að hann myndi beita sér fyrir sam- þykki Laxárvirkjunarstjórnar við sáttatillögu ráðherrans, ef það gæti orðið til þess að sætt- ir tækjust í deilunni. Hætt er við, að litlu muni það breyta, því að Landeigendafélag- ið hafnaði sáttatillögunni og lagði fram tillögu um að fram- kvæmdir við Laxá yrðu stöðvað- ar meðan líffræðilegar rannsókn ir í Laxá færu fram en séð yrði fyrir raforku á orkuveitusvæði Laxárvirkjunar t.d. með gufu- virkjun á hitasvæðinu við Mý- vatn. , Athyglisverðir útreikningar Guðmundur G. Þórarinsson hefur gert útreikninga á raforlcu verði fyrir Landeigendafélagið. Útreikningamir eru annars veg- ar miðaðir við þá 6.5 MW virkj- un í Laxá, sem nú er unnið að og hins vegar við orkukaup til Laxársvæðisins með línu yfir há- lendið frá Búrfelli. Útreikningar Guðmundar grein ast í tvo möguleika, annars veg- ar er miðað við að gufuaflsstöð- in í Námaskarði sé rekin sem toppstöð, en hins vegar að hún sé rekin sem grunnstöð í orku- veitukerfinu. Sé sá möguleiki nýttur að reka gufuaflsstöðina sem grunnstöð kemur í ljós, ao' 6,5 MW virkjun i Laxá er mun óhagstæðari en orkukaup með 50 MW línu frá Búrfellsvirkjun, verði ekki um áframhaldandi virkjunarframkvæmdir í Laxá að ræða, eins og allt bendir óneit- anlega til. Verði gufuaflsstöðin rekin sem grunnstöð verður framleiðsla og sala 6.5 MW virk- unar i Laxá svo lítil að sýni- legt er að heppilegra hefði ver- ið að bíða með virkjunarfram- kvæmdir, þannig að nýting fjár- magns, sem bundið er í virkjun- inni yrði betri. Orkuverð frá 6.5 MW virkjun í Laxá miðað við 400 milljón króna stofnkostnað yrði um 1,1 ^ kr. á kílówattstund sé gufuafls- stöðin rekin sem grunnstöð, en 87 aurar á kílówattstund sé hún rekin sem toppstöð. Lína að sunnan trygg- ir lægra orkuverð Orkuverð frá wirfellsvirkjun Fjöldi fólks hefur nú atvinnu við sútun. Útflutningur á sútuðum skinnu m og ullarvörum nam 320 miiljónum á sl. ári. með 50 MW línu yfir hálendið myndi hins vegar verða 74 aur- ar á kílóvattstund. Línan norður myndi lcosta rúmar 200 milljón- ir króna samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar. Orkuverðið nyrðra, 74 aurar á kílóvattstund, er miðað við það að orkan feng- ist inn á línuna frá Búrfells- virkjun á 50 aura kílóvattsstund- in. Yrði orkan frá Búrfells- virkjun hins vegar seld á 60 aura kílóvattstundin yrði orku- verðið nyrðra 82‘ourar og er-þá miðað við að gufuaflsstöðin sé rekin sem toppstöð. Ef gufu- aflsstöðin yrði hins vegar rekin sem grunnstöð myndi orkuverð- ið nyrðra verða 86 aurar á kíló vattstund miðað við 50 aura verð frá Búrfellsvirkjun en 95 aurar nyrðra miðað við 60 aura verð á kílóvattstund við línu norður frá Búrfellsvirkjun. Þetta eru mjög athyglisverðar tölur, sem gefa talsvert ólíka mynd af viðhorfum í orkumál- um Norðlendinga, en Laxárvirkj unarstjórn hefur dregið upp. Hlutur landbúnaðar- Ins í þjóðar- - búskapnum Æði oft verður þess vart í umræðum um þjóðmál, að marg- ir eru þeir, sem ekki gera sér fulla grein fyrir mikilvægi land- búnaðarins í íslenzkum þjóðar- búskap. Ganga menn stundum algerlega fram hjá þeirri stað- reynd, að hin tiltölulega fá- menna bændastétt skapar mörg þúsund manns í þéttbýli at- vinnu. Þau andamál, sem skap- azt hafa vegna nokkurrar of- framleiðslu landbúnaðarvara. hafa vaxið ýmsum um of í augum Þau vandamál þarf að leysa far- sællega og sýnilegt er t.d. að miðað við óbreyttar aðstæður verða bændur nú að stöðva aukn ingu mjólkurframleiðslunnar, því að mjög lágt verð fæst fyrir þær mjólkurafurðir, sem fluttar eru úr landinu. En erfiðara er að fara að ráð- um þeirra góðu manna, sem ráðleggja bændum að draga úr kjötframleiðslu en framleiða fleiri gærur í staðinn!! Landbúnaðurinn skap- aði 755 milljónir í er- lendum gjaldeyri á síðasta ári Á s.l. ári voru fluttar. út land- búnaðarvörur fýrir 435 ihilljón- ir króna.(;Er^ það 156 miljjón króna ^ lægri upphæð en árið 1969. Útflutningur á kjöti drógst saman vegna vaxandi neyzlu inn anlands og minni framleiðslu. Útflutningur á gærum minnkaði einnig talsvert, en sú gleðilega þróun hefur orðið, að innlendar sútunarverksmiðjur kaupa nú meginhluta gæruframleiðslunn- ar. Útflutningur á loðsútuðum skinnum og ullarvörum hefur því farið mjög vaxandi. Útflutn- ingur þessara vara nam 190 milljónum króna á árinu 1968 en fór á síðasta ári í 320 millj- ónir og hefur því vaxið um 130 milljónir króna. Orkar það ekki tvímælis, að verðmæti skinnaút- flutningsins á eftir að vaxa veru- lega á næstu árum, því að sút- unarverksmiðjurnar eru tæpast komnar að fullu í gagnið enn. Sé útflutningsverðmæti iðnaðar vara úr landbúnaðarafurðum bætt við verðmæti annars út- flutnings landbúnaðarvara kem- ur í ljós, að samtals hefur þessi útflutningur ,sem byggist á land búnaðarstarfsseminni numið 755 milljónum króna. Þessar upplýs- ingar koma fram í viðtali, sem Dagur á Akureyri átti nýlega við Inga Tryggvason, forstöðumann upplýsingaskrifstofu landbúnað- ins. Þótt það verð, sem fæst fyrir sumar landbúnaðarvörur okkar á erlendum mörkuðum sé vissu- legt lágt, þá munar okkur tals- vert um 755 milljónir í gjald- eyri. Og það gefur góða mynd af mikilvægi landbúnaðarins fyr ir íslenzkan útflutningsiðnað, hve stór hlutur iðnaðarvara' úr landbúnaðarafurðum er í útflutn ingi iðnaðarvara. Á síðasta ári nam útflutningur loðsútaðra skinna og ullarvara 320 millj. kr., eins og fyrr sagði. Það þykir sumum kannski ekki há upp- hæð, en til samanburðar má geta þess, að útflutningur ann- arra íslenzkra iðnaðarvara að undanskildum unnum sjávaraf- urðum og áli, nam aðeins 200 milljónum króna og er útflutn- ingur á kísilgúr þar af stór hluti. Landbúnaðurinn skap- ar þúsundum manna í þéttbýli vinnu Víst er um það, að .það yrði þröngt um atvinnu víða í þétt- býli, ef farið væri að ráðum þeirra ,sem vilja draga sem mest úr landbúnaðarframleiðslu á íslandi og fækka bændum. Það eru þúsundir manna. sem hafa atvinnu sína og tekj- ur af fullvinnslu landbúnaðar- vara. Sá iðnaður, sem byggist á fullvinnslu landbúnaðarvara er orðinn mjög mikilvægar í ís- lenzkum þjóðarbúskap, skapar veruleg útflutningsverðmæti og mikil verðmæti til sölu innan- lands. Fjöldi þess fólks, sem vinnur við ullar- og skinnaiðnað hefur vaxið mjög á undanföm- um árum og mun enn fara vax- andi og margir eru þeir sem starfa við mjólkurbú, sláturhús, kjötvinnslustöðvar og flutninga og dreifingu landbúnaðarvara. Undir þessari starfssemi allri stendur bændastéttin, sem er orðin tiltölulega fámenn stétt. Hlutur bænda í atvinnutekjum þjóðarinnar er þó í hrópandi ósamræmi við það, hve mikil verðmæti þeir skapa í þjóðarbú- inu. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru bændur lang tekjulægstir allra starfshópa þjóðfélagsins. Þessar staðreynd- ir um mikilvægi landbúnaðarins í þjóðarbúinu og kröpp kjör bænda virðast of oft gleymast eða vera ýmsum ekki nægjan- lega ljósar og því er þetta rifj- að upp hér enn einu sinni. Að yngja upp með aldursforsetum Nýi flokkurinn með „opnu starfshættina“ og hið „full- komna flokkslýðræði" efndi til prófkjörs í Reykjavík um næst síðustu helgi. Málgagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Nýtt land, greinir frá þessu próf kjöri s.l. fimmtudag. Þar segir SVO: „Um næstsxðustu helgi fór fram skoðanakönnun SF í Reykjavík. Varaformaður upp- stillingarnefndar tjáði blaðinu, að talning hefði farið fram s,l. fimmtud., en nefndin hefði sam- þykkt samhljóða, að ekki yrði gefnar upp tölur um atkvæða- magn einstakra manna eða þátt- töku í könnuninni fyrr en á sér- stökum félagsfundi, sem haldinn yrði í næstu viku.“ „Ekki svo ýkja mikilvæg" Ennfremur segir málgagn flokksins með „opnu starfshætt- ina“ og hið fullkomna lýðræði; „Leggja má áherzlu á, að úr- slitin úr skoðanakönnuninni eru ekki svo ýkja mikilvæg til birt- ingar, þar eð þau eru á engan hátt bindandi, hvorki fyrir nefnd ina né félagsfundinn, sem að sjálfsögðu hefur endanlegt vald um skipan listans.“ Þó segir blaðið: ,,En það væri ánægja að segja frá því, að um 55% félaganna hefðu tekið þátt í könnuninni. Hins vegar hefðu þátttakendur utan félagsins ver- ið færri en vonazt hafði verið til.“ Sem sagt góðir hálsar í mikla lýðræðisflokknum, það er mikil ánægja ríkjandi yfir þátttöku ykkar í prófkjörinu, en vilji ykkar og úrslitin „eru ekki svo ýkja mikilvæg til birtingar,“ því að það á ekkert að gera með þau! Skoðanakönnun var nánast aðeins gerð til gamans fyrir for ystu flokksins. Nýi flokkurinn hefur það að aðalbaráttumáli að yngja upp lið stjórnmálamanna á Alþingi og hleypa inn nýjum mönnum með ný viðhorf. Kosn- ingabarátta flokksins verður í samræmi við þetta. Því að slag- urinh mun standa um það, hvort Hannibal Valdimarssyni tekst að ná kosningu og taka sæti aldurs- forseta Alþingis næsta kjörtíma- bil en hann verður orðinn 72 ára þegar því lýkur! — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.