Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 14. marz 1971 11 TÍMINN Magnús Sveinsson, kennari: Nokkur orð um ný fræðslufög Um frumvarp til laga um hinri svokallaða grunnskóla hefur verið þó nokkuð ritað og rætt og má segja, að það sé að bera í bakkafullan læk- inn að leggja þar orð í belg. Auðséð er að töluverð vinna hefur verið lögð í samningu þessa frumvarps, þótt ekki fínnist öllum það gallaiaust. Ég ætla hér á eftir að minn- ast á nokikur atriði. Sjö manna nefnd var í upp- hafi valin til þess að undirbúa frumvarpið, allt Reykvíkingar, síðan var manni úr Árnesþingi bætt í nefndina. Allir eru nefndarmenn þessir góðir og reyndir skólamenn. Þótt val manna í nefnd þessa sé óað- finnanlegt, má það furðulegt teljast, að' ekki skyldi strax í upphafi vera valdir í nefnd- ina þrír til fjórir menn úr öðr um héruðum. Þetta þykir mörgum einkennilegt. Þá mætti spyrja. hvers vegna var enginn kennari með þekkingu á námsgetu vangefinna bama valinn í þessa nefnd? í því sambandi vil ég nefna einn ágætan skólamann Magnús Magnússon skólastjóra Höfða skólans. Þá hafa þau iriistök átt sér stað, að frumvarp þetta eða uppkast að því, er ekki fyrst sýnt kennurum í 1 and inu til athugunar og umræðu. Frá mínum bæjardymm séð, þá nálgast þetta að vera ókurt eisi og jafnvel lítilsvirðing við jafnfjölmenn samtök og hér um ræðir. Kennarar vita fyrst um þetta framvarp, þegar það er komið í þingsalina. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr ágæti þingmanna okkar, en ólíklegt má það teljast, að þeir hafi allir mikiö vit á kennslu- og skólamálum að minnsta kosti er óhætt að fullyrða það, að ekki haaf þeir neina með- fædda þekkingu, frekar en aðr ir dauðlegir menn. Af þessum ástæðum er það ekki fráleitt að ‘hugsa sér, að tillögur sumra þeirra yrðu frambornar af lít- illi þekkingu á aðalkjarna málsins. Nú vil ég taka það fram, að ég er ekki með þess- um orðum að kasta steini að neinum ákveðnum manni eða mönnum, heldur aðeins að und irstrika það, að mér finnst frumvarpið ekki vera undirbú- ið á nógu breiðum grundvelli og ekki leitað álits nógu margra manna í því sambandi.1 Enn er í gildi orð Páls post- ula „þekking vor er í molum“ og verðum við allir að viður- kenna það. Af þeim ástæðum getum vió' ekki ætlazt til þess að framvarp þetta sé fullskap- að og gallalaust, enda er fjarri því að svo sé. Þess vegna er nauðsynlegt að láta afgreiðslu þess bíða enn um sinn, til þess að mönnum gefist meira tóm til þess að athuga efni þess. Þá vil ég snúa mér að nokkr um greinum þessa frumvarps. Við skulum taka til athugunar nafnið sjálft. Hvernig gat nokkrum manni dottið í hug að velja skóla þessum nafnið grannskóli! Það er óhætt að fulyrða það, að ýmis andans hefði aldrei dottið þetta nafn í hug. Vil ég í því sambandi nefna skáldin og menntamenn ina Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og Davíð frá Fagraskógi. Þá mætti nefna Sigurð Guðmundsson skóla- meistara og Jónas Jónsson frá Hriflu. Ekíri verður sagt að hugmyndaauður manna hafi mikið aukizt á þessum síðustu áratugum í þessu velferðar- þjóðfélagi okkar. Spyrja mætti, hverjum datt þetta nafn fyrst í hug? Þessu er raunar fljót- svarað. Nafnið er bein þýðing á útlendu orcii og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Ég held að engum líkí þetta nafn og telja flestir það fráleitt. Menn hafa s.tungið upp á ýmsum nöfnum t.d. orðið þjóðskóli, sem ég held að flestir geti fellt sig við, en því ekki að halda sig við nafn gamla skyldunámsskólans og kalla hann eins og verið hefur bama skóla. Það er vitanlega auð- velt að benda á það, að orð- stofninn grunn kemur fyrir í mörgum íslenzkum orðum t.d. grunrihygginn, grunnvatn, Hús grunnur o.fl. í 2. gr. frumvarpsins er gert ráo' fyrir skólaskyldu frá 7— 16 ára aldurs, lenging eitt ár. Ekki get ég séð ástæðu til þess að lengja skólaskylduna frá því sem nú er. Ætla má að því sem næst sami fjöldi ung- menna sæki skóla eftir 15 ára aldur, þótt ekki sé um lögbind ingu að ræða. Einmitt um 15 ára aldur eru ýmsir unglingar áhugalitlir um nám. Nokkrir hafa enga námsgetu, en vilja gjarnan snúa sér að einhverj- um léttum störfum. Aðrir eru alveg óráðnir, en vilja fyrir alla muni ekki koma nálægt neinu skólanámi. Þetta fólk á ekki að skylda með lögum til þess að sitja ári lengur í skóla. Reynslan er sú, að margt af þessu fólki, sem hætt hefur námi að loknu unglingaprófi, hefur komið. aftur í skóla með aukna námsgetu og nýjan þrótt til líkama og sálar. Snúum okkur að dreifbýli til lands og sjávar. í sveit skila 15 ára unglingar oft því sem næst sömu vinnu og full- oróriir. Ef 15 ára drengur sem er elzta barnið á bæ í sveit, missir föður sinn, á þá að skylda hann í skóla einn vet ur til viðbótar? Ef heimilið er mjög fátækt, hver á þá a ð Magnús Sveinsson borga dvöl drengsins í skóla og hver á að borga kaup manns, semfráðinn yrði í stað drengsins? Þá vil ég minna á það, að oft ^efur það komið fyrir,"að 15 ’ára'ktúlka'og1 íafri vel yngri, hafa tekið að sér störf‘móður; ef húri 'hefur ‘iát izt eða verið langdvölum á sjúkrahúsi. Verði skólaskylda lögbiðin til 16 ára aldurs, verð ur að koma skýrt fram í lög- um þessum, hvað gera eigi í þessum tilfellum, t.d. 'hver eigi að borga aukinn kostnað og sjá um velferð nefndra heim- iia; í frumvarpinu era engin skýr ákvæði um próf, þó er reiknað með því að dregið verði úr prófum, það er, að fækkað verði prófdögum frá því sem nú er. Einnig að‘ próf in verði í öðra formi .og fram- kvæmd á annan hátt en gert hefur verið. Sjálfsagt er allt slíkt til bóta. Hin síðari ár hef ur margt og mikið verið rætt og ritað um próf. Sumir hafa gengið svo langt að vilja af- nema öll próf. Telja þeir, að sá tími, sem fer til prófa. sé betur varið til beinnar kennslu, en auk þess séu próf- inv andleg þrekraun, scn/ spillt geti geðheilsu barns. Kanna megi kunnáttu barns eftir öðr um leiðum og á einfaldari hátt. Það, að próf spilli geðheilsu barna verð ég að telja hina mestu fjarstæori. Þeir, sem halda þessu fram, hljóta sjálf- ir að hafa verið yfirspenntir á taugum og skjálfandi, er þeir gengu til prófs. Ég hef aldrei fyrirhitt barn eða ungling, sem tekið hefur próf það nærri sér, að það hafi skaðað heilsu þess. Böm og unglingar vilja próf. Þau vilja alls ekki missa þau. Þegar rætt var um að fella niður miðsvetrarpróf fyr- ir nokkrum árum, vildu börn ekki missa þau. Það er hugs- anlegt að sleppa megi miðs- vetrarprófum í þeirri mynd, sem nú er, en þá verður bara einhver önnur könnun að koma í þeirra stað. Hins veg- ar tel ég með öllu útilokaö að stytta þann tíma, sem fer til vorprófa eða annarra loká- prófa, en það mætti gera þau auðveldari og sjálfsagt réttari. Vorpróf er upprifjun á náms- efni vetrarins og prófin veita visst aðhald, sem er nauðsyn- legt hverju ungmenni. í framvarpinu er vísir að , greinargerð v.erðandi fjármál ‘ eða væntanlegan kostnað sam- , kvæmt nýrgi ...kennsluskipan. Þótt- tölur þessar séu áætlaðar og verði vitanlega allt aðrar að 10 áram liðnum gefa þær þó nokkurt hugboð um vænt- anlegan kostnað. Þó er ég hræddur um að ýmis vanda- mál varðandi framkvæmd þess ara laga í sveitum séu ekki tekin þar með í reikninginn. Nú hefur sú stefna verið ríkj- andi, og er allt gott um hana að segja, að byggja stóra heimavistarskóla fyrir mörg sveitarfélög. í þessum skólum, að minnsta kosti sumum, verð ur ekki komið við neinni heim angöngu og jafnvel ekki skóla- bíl, sem flytur börnin heim að kvöldi. í þessum heimavistar- barnaskólum eru börnin (yfir- leitt) samanlagt ekki nema hálfan veturinn, þ.e. einn mán uð í einu, en önnur koma í þeirra stað. Með nýrri kennslu skipan er gert ráð fyrir, að börnin séu allan veturinn og er það nauðsynlegt, ef hlutur sveitanna á ekki að vera fyr- ir boro* borin. Nú er það aug- ljóst mál, að í sveit hlýtur kostnaður heimilanna í v ænt- anlegu skólahaldi að aukast til stórra muna. Sé miðað við skólaskyldu frá 7—16 ára ald- urs er hugsanlega að frá einu og sama heimili séu 6 eða fleiri börn samtímis í skóla. Hjá þessu heimili hlýtur að vera um svo gífurlegan kostn- að að ræða, að óhugsandi er með öllu, að nokkur heimilis- faðir geti staðið í skilum með svo Mar fjárhæöir. Ef alger jöfnuður á að ríkja, þ.e. að ebki sé erfiðara að kosta börn til náms í sveit en í kaupstað, verður það opinbera að taka þennan kostnað að miklu leyti á sínar herðar. Ég þykist vita að nefndarmenn hafi hugleitt þetta mál, að ekki verður séð, að þessi kostnaðarauki komi fram í greinargerð frumvarps ins. Aó' óreyndu vil ég ekki bera neinum það á brýn. að hann vilji gera hlut sveitanna minni. En í lögum sem þessum, verða að vera skýr ákvæði um allar slíkar greiðslur og þær teknar inn í heildaryfirlit um kostn- að. Allar vangaveltur eftir á eiga ekki að eiga sér stað, enda algerlega óþarfar. Það er gleðil. vottur um fram farabug íslendinga og fjárhags lega getu, ef þeim tekst á næstu áram að umskapa allt fræðslukerfi landsins. Jafnvel á næsta hausti dreymir menn um nýjan háskóla, Kennarahá- skóla íslands. Höfum við þá eignazt tvo kennaraskóla, því að BA..deild Háskóla íslands úrskrifar fólk með kennara- Framhald á bls. 10 NÝTT GLÆSILEGT SÓFASETT stórmenni, sem starfað riafa hcr meðal okkar á þessari öld, H ViS bjóðum ySur enn eitt nýtt sófasett. Glæsilegt stílhreint og sérlega þægilegt. Sófasett þetta vakti sérstaka athygli á húsgagnasýnlngunnf I Kaupmannahöfn í mal 1970. Armur færanlegur, þar af leiðandi tvöföld nýtlng á áklæði á örmu m. Glæsllegasta og vandaðasta sófasettið á mark- aðnum i dag. Sófastærðir 4ra sæta — 3ja sæta — 2ja sæta. mwm IKJÖRGARÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.