Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 9
19 6
SUNNUDAGUR 14. marz 1971
TIMINN
/n™ Fnffön
/afl Uffl írn
Að vinna í happ-
drættinu
Því hefur stundum verið hald
ið fram, að tnarkvörður í hand-
knattleik sé hálft liði'ð. Þetta
má til sanns vegar færa, og
raunar sannaðist kenningin
áþreifanlega í landsleikjunum
gegn Rúmenum. Að sama skapi
og hægt var að skella skuldinni
á markverðina vegna taps í fyrri
leiknum, er hægt að þakka þeim
fyrir jafnteflið, sem náðist í
síðari leiknum, einkum og sér í
lagi gömlu kempunni Hjalta
Einarssyni.
Þessi misgóða markvarzla leið
i hugann að því, hvort nægileg
áherzla sé lögð á markvarða-
þjálfun, jafnþýðingarmiklu hlut
verki og markverðir gegna, því
að í rauninni stendur allt og
fellur með þeim. Hingað til
mun sáralítil áherzla hafa verið
lögð á þjálfun markvarða, enda
þótt allir séu sammála um þýð-
ingu þess. í þessu sambandi er
happdrættiseðlið skynseminni
yfirsterkara. Við vonum bara,
að markverðirnir standi sig vel,
en hirðum ekkert um að stuðla
að meira öryggi og jafnvægi
með því að þjálfa þá sérstak-
lega.
Það er auðvitað veikleika-
a
ÍM:..
f||jP ■
merki fyrir íslenzkan hand-
knattleik að markvarzlan skuli
ekki vera jafnbetri en hún er
— og augljóst mál, að örðugt
verður fyrir islenzkan hand-
knattleik að halda sæti sínu
meðal beztu handknattleiksþjóð-
anna, nema þetta lagist. Jafn-
teflið við heimsmeistarana náð-
ist eingöngu fyrir það, að Hjalti
Einarsson datt niður á góðan
leik. Með öðrum orðum — við
unnum í happdrættinu.
Utanbæjarfélögin
verða aS taka meira
á sínar herðar
Um langt skeið hafa Reykvík-
ingar haft Jorustu í knattspyrnu
málum þjóðarinnar. Er það
ekki nema eðlilegt. Hér í Rvík
fóru flestir knattspyrnuleikir
fram, hér var eina umtalsverða
aðstaðan til kappleikjahalds og
í Reykjavík var knattspyrnumál-
unum stjórnað af Knattspyrnu-
ráði Reykjavíkur og Knatt-
spyrnusambandi íslands.
M. a. hefur það verið svo, að
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
hefur séð um niðurröðiin kapp-
leikja, fyrst á eigin spýtur, en
síðan í samráði við Knattspyrnu
samband íslands. Er þetta geysi
mikið verk og vandasamt.
Nú hefur Knattspyrnuráð
Reykjavíkur hins vegar tilkynnt
stjórn KSÍ, að það muni ekki
taka þátt í niðurröðun leikja að
þessu sinni. Liggja til þess marg
ar ástæður, m. a. hefur sam-
búðin við KSÍ verið heldur
stirð undanfarið, en eins og
kunnugt er sagði stjórn KSÍ
íþróttahreyfingunni í Rvík stríð
á hendur, vegna skattheimtu
ÍBR af kappleikjum. — Hefur
stjórn KSÍ, Ijóst og leynt, reynt
að traðka á réttindum Reykvík-
inga og notað utanbæjarfélögin
sem sverð og skjöld í þessari
viðureign.
Slagur af þessu tagi er
íþróttahreyfingunni til tjóns, og
auðvitað er slæmt, að KRR
skuli ekki vilja vinna að niður-
röðun leikja eins og undanfar-
in ár. En að sumu leyti er þetta
eðlileg þróun. Sífellt fleiri leik-
ir fara fram utan höfuðborgar-
innar, svo að ekki er óeðlilegt,
að utanbæjaraðilar taki sjálfir
við stjórn þessara mála til jafns
við Reykvíkinga. Þeir hafa oft,
á undanförnum árum, kvartað
undan Reykjavíkurvaldinu, sem
öllu ráði. Nú gefst þeim sjálf-
um tækifæri til að ráða þess-
um málum í samráði við stjórn
KSÍ — og er ekki nema sjálf-
sagt að þeirr fái að kynnast því
mikla starfi, sem liggur á bak
við niðurröðun leikja. Og einn-
ig verða þeir að gera sér ljóst,
að Reykvíkingar geta ekki enda
laust legið undir ámæli um of-
ríki. Það hlaut að koma að því
einhvern góiðan veðurdag, að
þeir spyrntu við fótum.
Vonandi bregzt stjóm KSÍ
karlmannlega við vandanum.
Það er til lítils að klaga KRR
fyrir borgaryfirvöldum. Það
leysir ekki vandann, auk þess,
sem Knattspyrnuráðinu er í
sjálfsvald sett, hvort það vinn-
ur erfiðustu verkin fyrir KSÍ,
eða ekki, en það hlýtur að
stjórnast mjög af framkomu
KSÍ-stjórnarinnar gagnvart
íþróttahreyfingunni í Reykjavík.
— alf.
HJALTI EINARSSON
stóð sig mjög vel I síðari leiknum.
íþróttablaðið
ÍÞRÓTTIR FYRIR
ALLA
er komið út 1 fi
Fæst í bókaverzlunum
og söluturnum.
Stærð 48 síður.
Verð aðeins kr. 65.00.
Verð í áskrift fyrir sex
blöð kr. 325.00.
EFNI m.a.:
Viðtal viS Sigurð Guð-
mundsson skólastjóra
í Leirárskóla.
Grein um meistarafl.
KR og Þórs í körfuknatt-
leik. '"1H “u "
Greinar um Cassius
Clay, Puskas og Zagalo
þjálfara Brasilíu í knatt-
spyrnu.
Rætt við Ásgeir Eyjólfs-
son skíðaskappa,
íshockey og m. fl.
Áskriftarsímar eru 91-26405 og 91-52907, Box 5291, Reykjavík.
Verkir, þreyta í baki >
DOSI beltin hafa eytt
þraufum margra.
ReyniB þau.
R
EMEDIAH.F
LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510
PÍPULAGNIR
STILLI HITAKERFI.
Lagfæri gömul hitakerfi.
Set upp hreinlætistæki.
Skipti hita.
Set á kerfið Danfos
ofnaventla.
SÍMI 17041.
SKOLAVORÐUSTIG
NÝTT FRÁ LITAVERI
Höfum fengið munstruð teppi í öllum hugsanlegum litasamsetningum. Breiddir frá 2 m. upp í 3.66 m.
Verð frá kr. 597,00 upp í 594,00 pr. ferm. Kynnið yður söluskilmála vora og staðgreiðsluafslátt.
Einnig eins og undanfarið einlit teppi í fjölmörgum litum.
Áðeins úrvals vörur
í UTÁVERJ
ss&f
r• » f^ 7 • v r- * rrrji t
•' * * *• . * > .• . Á ) „