Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 14. marz 1971 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastj óri: Kristján Benediktsson. Riitstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb). Jón Heligason^ In'driði G. Þonsteinsson og Tómas Kariisson. Auglýsingastj óri: Steinigrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Edduhúsinu. símar 18300 — 18306. Slkrif- stofur Bauikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðriar síkrifsitofur sími 18300. Ástorifitargjald kr. H95.00 á mánuði, inmianlands. í lausasölu fcr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. þúsund Gylfi Þ. Gíslason og Aiþýðublaðið halda áfram að reyna að andmæla því, að kaupmáttur tímakaups verka- manna sé minni nú en 1958, þegar miðað er við verðlag helztu matvara og verð á nýju húsnæði. Ekki reyna þó Gylfi og Alþýðublaðið að mótmæla þeim tölum Hagtíð- inda, sem Tíminn hefur birt. Hins vegar er reynt að gera það eftir krókaleiðum. Fyrsta aðferð Gylfa og Alþýðublaðsins var að lát- ast finna út meðaltal tímakaups verkamanna og iðn- aðarmanna og atvinnutekna þessara stétta, sjómanna og bænda. Með þessu var gerð augljós tilraun til að drepa málinu á dreif og komast hjá því að ræða sérstaklega um , kaup verkamanna og annarra láglaunastétta. Svo los- aralegir og öfgakenndir voru líka þessir útreikningar Gylfa, að Alþýðublaðinu hefur þótt ráðlegt að reyna að færa ný rök málflutningi sínum til stuðnings. Síðustu rök blaðsins eru á þessa leið: Utanferðir hafa aukizt stórlega hin síðari ár, einkabílaeign landsmanna hefur margfaldazt, tugir þúsunda hafa keypt sjónvarpstæki. Þessum fullyrðingum Alþýðublaðsins er auðvelt að svara. Auikin ferðalög og aukin bílaeign sanna alls ekki tilsvarandi tekjuaukningu hjá almenningi. Hér getur verið um það að ræða, að menn séu að ráðstafa sparifé eða að safna skuldum. í mörgum tilfellum er skýringin sú, að menn spara annað við sig. Og allra sízt er þetta nokkur sönnun um aukin kaupmátt hjá verkamönnum, því að þeir munu ekki fjölmennir í* hópi utanfara eða bíleigenda. Frá ríkisstjórninni og Efnahagsstofnun hennar eru fyrir hendi nýlegar upplýsingar, sem vel má ráða af, hvort verlcamenn hafi eða geti leyft sér að lifa ein- hverju lúxuslífi. Þegar Magnús Jónsson lagði skatta- frumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir Alþingi, gerði hann sérstaka grein fyrir því, hvernig ríkisstjórnin hefði farið að því að ákveða skattvísitöluna. Ákvörð- un hennar hafði verið byggð á því að undanþiggja almenn verkamannalaun tekjuskatti. Samkvæmt út- reikningi Efnahagsstofnunarinnar væru almenn verkamannalaun áætluð 192 þús. kr. á árinu 1970, og væri þá gert ráð fyrir 15% yfirvinnu til viðbót- ar við dagvinnuna. í ár verða þessar tekjur nokkru hærri vegna þess, að kauphækkunin, sem samið var um í fyrra, gildir allt árið nú, en gilti aðeins rúma sex mánuði í fyrra. í útreikningi Gylfa í Alþýðu- blaðinu er gert ráð fyrir, að tímakaup verði til jafnaðar 12% hærra í ár en í fyrra. Samkvæmt því ætti verkamaður, sem fékk 192 þús. kr. í árs- tekjur í fyrra, að hafa 215 þús. kr. árstekjur í ár. Kaupmátturinn mun þó ekki aukast að sama skapi, þar sem verðlagið verður hærra í ár en í fyrra. Það getur áreiðanlega hver sagt sér það sjálfur, hvort fjölskyldufaðir með 192 þús. kr. árstekjur hefur getað lifað einhverju lúxuslífi á síðastl. ári, eða hvort hann getur veitt sér einhvern stóraukinn munað, þótt þessar tekjur kunna að hækka í 215 þús. kr. 1 ár. Alþýðu- blaðið verður því að leita að mönnum, sem geta leyft sér árlegar utanferðir og ríkmannlega bílaeign annars staðar en í röðum verkamanna. Það er staðreynd, sem ekki verður leynt, að tekju- skiptin hafa verið að breytast verkamönnum og öðr- um láglaunastéttum í óhag síðustu árin og tímakaup verkamanna hrekkur verr fyrir nauðþurftum nú en fyrir 12 árum. Slík er öfugþróunin, sem hlotizt hef- ur af gengisfellingastefnu Gylfa og félaga hans. Þ.Þ. 192 JAMES RESTON, New York Times: Hvað bíður hermannanna, þegar þeir koma heim frá Vietnam ? Fiestir þeirra lenda í röðum atvinnuleysingjanna ÞEIR eru að koma heim „drengirnir", eins og við kom- umst venjulega að orði. En að hverju hafa þeir þá að hverfa hér heima? Og hverju búa þeir yfir, þegar þeir eru komnir, hvað hugsa þeir, hvað dreymir þá um, og hvaða venj ur hafa þeir tileinkað sér? Auðveldara er að svara fyrri spurningunni. Þeir hitta hér fyrir sundraða þjóð, fimm milljónir manna eru atvinnu- lausir og eftirspurn eftir ó- lærðum vinnukraftí er minnk- andi. Þjóðfélagið er forríkt, en þó er skortur á húsnæði engu síúur en atvinnu, og ekki of- gnótt af neinu, nema verð- bólgu og ókyrrð í samfélaginu. „Heimkomnar hetjur“ ættu annað og betra skilið. VIÐ vitum ebki, hvað her- mennirnir okkar hafa í fórum sínum, þegar þeir koma heim, en við vitum þó, að þeir eru ekki ,,drengir“ lengur. Þeir eru fullorðnir menn, sem þjálf aðir hafa verið í ofbeldisverk- um og skæruhernaði. Sjálfsagt eru þeir gramir jafnöldrum sínum, sem voru kyrrir heima og þurftu hvergi að fara. Sum ir þeirra hafa eflaust lært harð- ýðgi í alngvarandi orrustum og aðrir kurina að vera spilltir af notkun sterkra en ódýrra eit- arlyfja. Allir gera þeir sér vonir um nytsöm störf að hverfa áð og sómasamlegt líf. og til þess hafa þeir fyllsta rétt. Ekki þarf aó* efa, að mikill meiri hluti þeirra ao'lagast lífs- háttum venjulegra vinnandi fjölskyldumanna, eins og raun- in hefur orðið í fyrri styrjöld- um. Westmoreland hershöfð- ingi er til dæmis sannfærður um, að agi hermennskunnar hafi miklu varanlegri áhrif á þá flesta, en harðýðgin og spillingin. HINU verður þó ekki and- mælt, — jafnvel þó að West moreland hershöfðingi hafi á réttu að standa, og hermenn irnir verði hvorM til vandræða né af þeim stafi háski, — áð heimkomnu hermennirnir eiga hönk upp í bakið á okkur. Um þetta ætti okkur öllum að geta komið saman, jafnvel þó atl við horf okkar til styrjaldarinnar séu misjöfn. Við eigum þeim skuld að gjalda, sem ekki má bíða með að greiða þar til aft- ur er „næg atvinna", og ,,stöð- ugt verðlag", komið á að nýju. Það kann að eiga ærið langt í land. Margir hermannanna verða eflaust andlega vanheilir og eins konar stríðsfangar hér heima óþreyjufullir, vonsvikn- ir og vinnulausir. Auðvitað gerir ríkisstjórnin sér fulla grein fyrir þessu öllu. Samþykkt hefur verið áætlun, sem á að auðvelda þeim að taka upp venjulega, borgara- lega lífshætti. Sjúkum á að veita læknishjálp og aðstoð á að veita við þjálfun og nám fyrir þá, sem óska eftir og á þurfa að halda. Einnig á að veita eiturlyfjaneytendunum andlega og líkamlega læknis- hjálp, og meira að segja á að NIXON viðhafa traust öryggiseftirlit — ef nauðsynlegt reynist. Allar þessar fyrirhuguðu ráðstafanir eru þó smámunir einir í sam- anburði við vandann, sem við er að glíma. HÉR í Washington hefur um fátt verið meira rætt að und- anfömu en forgangsrétt, rétt- láta aðiid að nýtingu auðæfa, sanngjarna sMptingu arðsins, og ábyrgð heimamanna á hverj um stað á lausn þess vanda, sem þar er við að etja. Mjög eru þó skoðanir þingmanna sMptar um þessi mál. Öldunga deildarþingmenn hafa ekki einu sinni getað komið sér sam an um reglurnar, sem fara eigi eftir við þingstörfin, hvað þá um störf að nýtilegri löggjöf til stefnumótunar í lausn brýnna viðfangsefna. Heimkomnu hermennimir valda sérstökum. nýjum vanda, og lausn hans ætti áð ganga fyrir öllu öðru. Þar reynir ein- mitt alvarlega á sanngjama sMptingu arðsins og eðlilega ábyrg& heimamanna. Heim- komnir hermenn þarfnast miklu meira framlags af ríkis- fé og meiri og skjótari aðstoð- ar heimamanna en þeim er í té látin, enn sem komið er. ÞRÁTT fyrir ýmsa aðstoð frá samtökum fyrrverandi her- manna og veralegt framlag af ríkisins hálfu verða flestir hinna heimkomnu hermanna að láta sér lynda að skipa sér í raðir atvinnuleysingjanna, sem eru að leita sér að vinnu og ganga eftir félagslegri að- stoð eftir því, sem unnt er. Samkvæmt nýjustu tölum um veitta fátækrahjálp hefur hún aukizt örar slðastliðið haust en nokkru sinni fyrr, að nokkru leyti vegna heimkominna her- manna. Aukningin er þegar orðin það miMl, að veruleg hætta virðist á, að fátækra hjálpin fari að minnsta kosti hálfan annan milljarð dollara fram úr því, sem Nixon forseti gerði ráð fyrir á árinu 1972. Atvinnuleysi hefur aukizt ört siðastliðið ár og ríkis- stjórnin hefur einkum kennt um fækkun í hernum og minnk andi vinnu í þeim verksmiðj- um, sem starfa að framleiðslu hernaðarnauðsynja fyrir her- stjórnina. Hún hefur þó verið næsta fáorð um þær mannlegu skyldur, sem heimkoma her- mannanna leggur okkur á herð ar. LAUSN málsins strandar tæplega á erfiú'leikum í stjórn málunum. Hverjar sem skoð- anir þingmanna kunna annars að vera, munu fæstir þeirra greiða atkvæði gegn fjárveit- ingum til útvegunar vinnu fyr- ir heimkomna hermenn, jafn vel þó að það hafi i för með sér fjárútvegun til opinberrar þjónustu, framkvæmda á veg um fylkja, borga eða sveitar félaga í landinu. En hvað sem öðru líður ættu einstaMr atvinnurekendur í sérhverju byggðarlagi að geta orðið að mjög miMu liði, ef gerðar væru skrár um heim- komna hermenn og sMpaðar nefndir í hverju héraó'i til þess að reyna að sjá svo um, að þeir verði látnir ganga fyrir öllum öðrum um vinnu. Mestum erfiðleikum veidur hér í Washington, að sögn þeirra, sem fara eiga með fram kvæmda- og löggjafarvald, a$ embættismennirnir þykjast hvarvetna eiga við hindranir og flækjur að glírna, og geta ekki hrundið af stað neinum framkvæmdum við velferðar- mál. íbúðarhúsabyggingar eða endurþjálfun. ÞAÐ á vitanlega við um alla framkvæmd styrjaldarinn- ar yfirleitt, að hvorki gengur né rekur. Sama er a& segja um friðarsamningana, framtíð Viet nam, Kambodíu og Laos. En vandamál hinna heimkomnu hermanna veldur ek'M alvar- legum ágreiningi. Flestir viður kenna skyldur okkar og hásk- ann, sem yfir kann að vofa, en þessi mál hafa með ein- hverjum hætti þokazt í skugg- ann af átökunum um ágrein ingsefnin i stjórnmálum og efnahagsmálum.' Fáir flytja svo ræðu um styrjöldina, að þeir fari ekki sérstökum viðurkenningarorð um um hermennina sjálfa og lýsa þeim miklu fórnum, sem þeir hafi orðið að færa við erf iðari aðstæður en dæmi séu um áður í hernaðarsögunni. En þetta hrekkur skammt til að hjálpa heimkomnu hermönnun um. Þeir þurfa á fé a& halda og þurfa að fá atvinnu. Kostnað- urinn, sem leiðir af uppfyll- ingu þessarra þarfa, verður sennilega miklu lægri þegar til lengdar lætur en gjaldið. sem afleiðingar afskiptaleysisins kunna að kref ja okkur um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.