Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.03.1971, Blaðsíða 10
TÍMINN SUNNUDAGUR 14. marz 1971 Hjónaband Laugardaginn 21. nóvembear voru gefin saman í hjónaband í Háteigs kirkju af séra Jóni Þorvarðssyni, ungfrú Margrét Elín Guðmunds- dóttir og Guðmundur Sophusson. Heimili þeirra er að Safamýri 47. Loftur hf., ljósmyndastofa, Ingólfsstræti 6, Reykjavík. Þann 20. des. voru gefin saman í hjónaband í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, af séra Garðari Þor- steinssyni, ungfrú Jóhanna Magn- usdóttir og Sigurjón Eiðsson. — Heimili þeirra er að Smyrlalirauni 1, Hafnarfirði. Ljósmyndastofa Kristjáns, Skerseyrarvegi 7, Hafnar- firði, súni 50443. LEIÐRÉTTING Þau mistök urðu í fyrirsögn í gær, að Bjarni Arason var sagð- ur formaður Kjördæmasambands Vestfjarða en átti að vera Vest- urlands. ÞORSTEINN SKOLASON héra3sdómsI5gma3or H.JARf)ARHAGA 20 Viðtafstlml tí. 1 Slml L2204 Þann 31. des. voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju, af séra Frank M. Ilalldórssyni, ungfrú Anna Magnúsdóttir og lir. Ólafur Ó. Einarsson. Ileimili þeirra er að Lundarbrekku 8, Kópavogi. Nýja myndastofan, sími 15125 Skólavörðustíg 12, Ueykjavík Þann 25. des. voru gefin saman í hjónaband í Patreksfjanðarkirkju af séra Þórarni Þór, ungfrú Erna Árnadóttir og Magnús Árnason. Heimili þeirra er að Háaleitisbraut 113, Reykjavík. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Sími 20900. Þjórsárver Framhald af bls. 1 — Þab' verða til dæmis fugla- fræðingar. Munu þeir rannsaka gæsina frá ýmsum hliðum, m.a. fæðuhætti gæsarinnar oig dreifingu þarna. Þá munu þeir athuga hvar gæsirnar verpa í Þjórsáverum, og hvar þier halda sig eftir varp- ið. Síðan er gert ráð fyrir því, að grasafræðingar rannsaki gróður- inn, og sérfræðingar í lægri dýr- urn. skordýruim og vatnadýrum, ■verða þar einnig við störf. Að lokum gerum við ráð fyrir, að einhverjar veðurfræðilegar athug anir verði framkvæmdar. Jari.Vegs fræðingar eiga einnig að koma þarna við sögu. Þetta mun vera það helzta, en ekki hefur verið endanlega frá þessu gengið enn sem komið er, og tel ég því ekki rétt, að nefna nöfn manna, sem þarna kunna að vera, því margt getur enn átt eftir að breytast á því sviði. Það stendur til, að samstarf verið haft við Náttúru- fræðistofnunina, og hún leggi til mannafla að einhverju leyti, og ef til vill fleiri stofnanir. — Ilefur talning farið fram á heiðagæsinni í Þjórsárverum áð- ur? — Talning var framkvæmd í fyrravor, og þá kom í ljós. að þarna voru 'kringuim níu til tíu þúsund varppör. Var það miklu meira, en áður var áætlað. Gæs- irnar verja hér og þar annars stað ar á landinu, en mjög dreift og hvergi neitt í líkingu við það, sem þarna er. Hluti þessara rannsókna verður einmitt að kanna ræki- lega, hvar gæsirnar verpa utan Þjórsárvera, og í hvað miklum mæli. Ekki er mikið um það vit- að enn. þó má telja útilokað að um nokkurt verulegt varp sé að ræða. — Er gróðurinn sérkennilegur á þessum slóðum? — Eitthvað mun vera.þarna af tegundum, sem ekki eru til ann- ars staðar, en það hefur ekkert verið rannsakað. Talið er fullvíst, að gróðurlendið þarna, samsetn- ing tcgunda og svo framvegis sé mjög sérstæð, en þetta á allt eft- ir að koma fram. Um dýrategund- ir á þessu svæði er lítið eða ekk- ert vitað, utan fuglana. Landsvæð- ið er annars allt svo sérkennilegt, að maður gerir ráð fyrir því, að bæði dýra- og plönlulíf sé sér- kennilegt einnig fyrir utan gæs- ina, sem við vitum þegar um. — Hvenær verður farið upp eft ir fyrst? —Ég veit það ekki ennþá. í bígerð er, að koma upp bækistöð fyrir vorið. Verður fyrst að fara uppeflir með hús, en ekki er búið að ákveða, hvar bækistöðin verð- ur. Um ýmsa staði er að velja. í bækistöðinni eiga 7 til 8 sér- fræðingar að geta haft sama- stað í einu. Þar verður auk svefn- og eldunarpláss, einhver aðstaða fyrir rannsóknir — smá rannsókn- arstofa, svo vísindamennirnir geti unnið úr einhverju af upplýsing- um sínum á staðnum, sagði Agnar Ingólfsson að lokum. Hafísinn Framhald af bls. 1 nok-k'uð frábrugðinn því, sejn hann hefur verið oftast áður. Hann hefur verið nú tiltölul. mik ill út af Vestfjörðum nú, miðað við það sem verið hefur austar, ef litið er á undanfarin ár. Það eru komin fimm ár síðan, þ.e. 1966. að það hefur gerzt, að ís hefur ekki sézt við Langanes til þessa tíma. Hann hefur alltaf sézt þar áður. Nú hefur aðeins vottað fyrir hon- um vestast á Melrakkasléttu. Úr þessu ætti siglingaleið að geta verið nokkuð' greiðfær til megin hluta Norðurlands. Annars eru aðalísmánuðirnir apríl og maí. Kerlingarfjöll FramKhald af bls. 8 byrjendur, stutt og breið, sér- staklega smíðuó' fyrir byrjenda kennsliu. Þeir sem ánægju hafa af gönguferðuim og fjallgöngu, eru einnig velkomnir í Kerl- ingarfjöll, þótt þeir vilji ekki fara á skíði. Göngustjórar úr hópi skíðakennaranna sjá um, að þeir njóti ekki síður lífsins en skíðaáhugafó]!kiö'. Innifalið í því verði, sem minnzt var á hér á undan, eru: ferðir Reykjavík—Kerlingar- fjöll, fram og til baka, akstur í Kerlingafjöllum frá skóla í skíðaland, fæði, gisting, leið- sögn í gönguferðum og síðast en ekki sízt kvöldvökurnar, sem öllum verða ógleymanleg- ar vegna söngs, dans og leikja. Hermann Jónsson úrsmiður Lækjargötu 2. tekur við pönt- unurn á námskeiðin í sumar eins og að undanf'örnu. Er mönnum ráðlagt að snúa sér til hans sem fyrst, ef þeir vilja tryggja sér dvöl í Kerlingar- fjöllum Af tilefni 10 ára afimælisins efnir skíðaskólinn til afmælis- hátíðar föstudaginn 2. apríl næstkomandi, í Þjóðleikhús- kjallaranum. HátíL'in hefst með borðhaldi og Kerlingafjallasöngvum. Rifj aðar verða upp gamlar minn- ingar, sýndar kvikmyndir frá fyrstu sumrum o.s.frv. Auk þess koma fram listamenn úr hópi nemenda eins og Svala Niel- sen og Sigurður Þórðarson. Vonazt er til þess, að nem- endur skólans fyrr og síðar fjölmenni á þessa afmælishá- tíð, eins og húsrúm frekast leyfir. Til þess að auðvelda all an undirbúning eru þeir, sem ætla sér að verða með, beðnir um að tilkynna það sem fyrst — og helzt fyrir 20. marz — til Hermanns Jónssonar úr- smiðs, Lækjagötu 2 (sírni 19056) eða til einhvers af for ráðamönnum skíó'askólans: Ein ars, Eiríks, Jakobs, Magnúsar, Jónasar. Sigurðar, Þorvarðs eða Valdimars. Fræðslulög Framhald af bls. 11. réttindum. við æðri skóla. Þáð er fjarri mér ao' amast við þessari þróun, en höfum við í raun og veru efni á þessu. Mér virðist fljótt á litið, að það hlyti að vera ódýrara, og koma að sömu notum, að hafa einn kennaraháskóla með tveimur námsbrautum, aðra fyrir væntanlega grunnskóla- • kennara, hina fyrir kennara; við æðri skóla. Ég veit að nú- j verandi menntamálaráðherra | er allur af vilja gerður og vill I leysa þessi mál á farsælan! hátt. Fjármálin eru þó í ann- arra höndum og í mörg horn að líta. Fram að síðustu aldamótum var hungurvofan landlæg hér á landi og hafði svo verio lengst af frá upphafi ísiands- byggðar. Meira að segja á síð ari hluta 19. aldar dó fólk úr ófeiti til sjávar og sveita. Þeg ar ég byrjaði kennslu voru mörg heimili svo fátæk. að þau höfðu i raun og veru ekki efni á því að kaupa ritföng og bækur handa börnum sín- um, og til þess að spara allt kom stundum fyrir. a ð börn komu með umbúðapappír eða steinspjald og gríffil. sem pabbi og mamma höfðu notað. En svo mjög hafa tímarnir breytzt. að nú er talað um að eftir nokkra áratugi hafi fjórði hver íslendingur stund- aS háskólanám í einni eða ann arri mynd. Náttúrlega er auk- in menntun nauðsynleg og taka verður það með í reikn- inginn, að við verðum að fylgj- ast vel með því, sem gerist hjá öðrum þjóðum. Grunnskólafrumvarpinu fylg- ir viðauki „Yfirlit um skóla- kerfi nokkurra landa". Það var vitanlega rétt af nefndarmönn um að láta þennan viðauka fylgja. Sá, sem les frumvarpið í heild, sér undireins að frum varpið er að meira eóa minna leyti sniðið eftir erlendum skólakerfum. Ekki er hægt að segja, að hér sé um beina eft- iröpun að ræða, en nálgast það þó mjög. Það er vitanlega rétt og sjálfsagt að taka nágranna- þjóðir okkar til fyrirmyndar á þessu sviði, sem öðrum, og að- hæfa það sem til góðs má verða, að íslenzkum staohátt um. Því má þó ekki gleyma, að það er margt í uppeldi þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar, ekki allt til fyrir myndar, þrátt fyrir betra og fullkomnara skólakerfi. Hvern ig ætla íslenzkir skólamenn að snúast við þeim vanda, se,n þar er. Nemendur í æðri skól- um, þar með taldir háskólar gera uppreisn gegn yfirboður- um sínum. Grálúsugir óþj.óða- lýður, hippar, vaða um í stór- um hópum, betla eða ræna sér til lífsviðurværis. Þá má nefna sölu og neyzlu eiturlyfja. sölu klámrita og annars óþverra á myndum og prentuðu máli { þessum löndum er einnig mun meira af algerum helstefnu mönnum. Þar á ég við bá menn, sem afneita með öllu æðri máltarvöldum og yfirleitt öllu sem kristnum mönnum er helgast. Þessir menn eru oft nefndir guo'leysingja.r Ekki eru þeir líklegir til þ?fs6- að kenna börnum guðsótta og góða siði. f þessum hópi geta verið hámenntaðir menn, þar á ^meðal sálfræðingar sem eru þá ekki að rannsaka sáilna, sem engin er til, heldur efnið og eiginleika þess. Þetta, sem ég hefi nefnt og margt fleira. er einmitt það, sem nú er að grafa undan allri vestrænni menningu. Þessi ófreskja ríður húsum svo að brakar í hverju tré. Það þarf að koma skýrt fram í íslenzkri skólalöggjöf, hvern- ig snúast eigi við þessum vanda, sem ég hefi nefnt. Við höfum þegar fengið smjörþefinn af alls konar eit- urefnum, sem hingaó' h afa flutzt. Allir vita hvers konar þjóðarvoði það er, sem verður þó enn erfiðari með hverjum degi sem líður. Allt slíkt verð ur að taka enn fastari tökum en gert hefur verið hingað til. Hér má ekki sofna á verðin- um. Enginn vill vita af börn- um sínum eða barnabörnum falla í þetta heljardjúp. Þá langar mig að fara nokkurm orðum um eitt alvarlegt mál. Sá, sem les blöðin að staðaldri. sér svart á hvítu, hversu mjög fjölgar hér afbrotaunglingum innan 16 óra aldurs. Þessi ungl ingar gera hvert innbrotið á fætur öðru. mynda félagsskar og vero'a enn ófyrirleitnari Lögreglan tekur þessa pilta os stúlkur til ýfirheyrslu, sleppi) þeim aftur og tekur þá sömu ef til vill nokkrum dögum síð ar. og enn er beim sleppt Er ekki þetta einmitt pað sem einu sinni var kallað <»? skrílmennta þióð. Þvi er ekk: byggð hæli fyrir þetta fólk pilta og stúlkur þar sem hæg’ er að hafa það, undir eftirlit stuttan tima Sé það ekki ger’ verða þessir unglingar litt •■uð ráðanlegir síðar meir. 5. marz 1971 Magnús Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.