Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2. aprfl 1971
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
P'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson O'g
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit-
9tjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simax 18300 — 18306. Skrif-
stofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími:
19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm.
Edda hf.
Nýtt verðmætamat
Þótt um fátt sé nú meira rætt en mengun, er það
ekki ýkjalangt síðan þær umræður hófust. Með vissum
rétti má líka segja, að þetta vandamál hafi ekki komið
til sögu í ríkum mæli fyrr en í síðari heimsstjrjöldinni
og eftir hana, með tilkomu stóraukins efnaiðnaðar og
framleiðslu alls konar gerviefna. Það tók iðnaðarþjóð-
irnar verulegum tíma að átta sig á þeirri hættu, sem
hér var að gerast. Það má jafnvel segja, að það hafi ekki
verið öllu fyrr en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
1968, að þjóðimar hafi almennt áttað sig á, að hér væri
komið til sögu stórfellt vandamál, sem kallaði á álþjóð-
legt samstarf á margvíslegum sviðum, t.d. varðandi
mengun hafsins.
í framhaldi af hinum sögulegu umræðum á allsherjar-
þingi S.Þ. 1968, hefur ekki annað mál verið öllu meira
rætt í heiminum en mengunarvandamálið síðustu tvö
árin. Margt bendir til, að þær umræður og þær aðgerð-
ir, sem vonandi fylgja í kjölfarið, eigi eftir að valda
eins konar byltingu í mati verðmæta. Menn skilja það
miklu betur eftir en áður, að hreint loft og heilnæmt
land eru í röð allra mestu verðmæta og náttúrugæða.
Hröð iðnvæðing er ekki lengur sama keppikefli og
áður, ef ekki tekst jafnhliða að halda umhverfinu heil-
næmu og andrúmsloftinu ómenguðu. I ffP^e^ÍTiíWÍhiarii
þetta, hefur aukizt skilhingur á mikilvægi þeirra at-
vinnugreina, gamalía bg6nýrrá, sérií hægt éf’ að'éflá'bg"^4*
auka, án þess að því fylgi aukin hætta fyrir mannlegt
umhverfi.
Þetta nýja verðmætamat, sem er að ryðja sér til rúms
í heiminum, mun m.a. opna augu manna fyrir því, að
ísland er miklu auðugra land en álitið hefur verið til
þessa. ísland býr yfir þeirri auðlegð, sem nú er að verða
talin mikilvægust, ómenguðu andrúmslofti og hreinu
umhverfi.
Á íslandi er að finna möguleika fyrir vaxandi atvinnu-
vegi, sem ekki hafa mengunarhættu í fór með sér. Hér
eru ekki aðeins auðug fiskimið við strendumar, sem veita
skilyrði til blómlegra fiskveiða og fiskiðnaðar, ef nógu
mikið kapp er lagt á nauðsynlega friðun fiskstofnanna.
Hér er að finna stórkostlega möguleika til að auka fiski-
rækt í ám og vötnum. Hér er með vaxandi ræktun og þá
ekki sízt með skynsamlegri ræktun beitilandsins, hægt
að auka landbúnað, sem m.a. getur orðið undirstaða
vaxandi útflutningsiðnaðar. Hið heilnæma umhverfi mun
svo hvetja ferðamenn til að sækja hingað í sívaxandi
mæli. Þannig hefur ísland skilyrði til að vera eitt auð-
ugasta og heilnæmasta land í heiminum, ef þjóðin ber
gæfu til að vinna í anda þess nýja verðmætamats, sem
nú er að ryðja sér til rúms í heiminum.
Til þess, að þetta megi takast, þarf vitanlega margt
að gera. Við þurfum m.a. nýja löggjöf um náttúruvemd
og sérstaka löggjöf um ráðstafanir gegn mengun í lofti
og í vatni. En jafnhliða fullkominni löggjöf og einbeittri
framkvæmd hennar, þarf svo að haga allri uppbygg-
ingu atvinnuveganna í samræmi við hið nýja verðmæta-
mat, að hreint andrúmsloft og óspillt land séu með-
al hinna allra mestu náttúrugæða. Þess vegna þarf að
leggja sérstakt kapp á eflingu þeirra atvinnugreina,
■sem ekki fylgir teljandi mengunarhætta, t.d. fiskveiðar,
fiskvinnsla, fiskirækt í ám og vötnum, ræktun lands,
margvíslegan smærri iðnað o.s.frv. Hér bíða þjóðarinn-
ar miklir ónumdir möguleikar, sem verða því betur nýtt-
ir, sem þjóðin leggur meira kapp á heilbrigða lands-
byggðarstefnu og nýtir þannig auðlegð landsins alls. Og
því aðeins mun þjóðinni vegna vel í landinu, að hún
kappkosti að halda því hreinu og heilnæmu. Þ.Þ.
ÚR FLOKKSÞINGSRÆÐU BRESHNEFFS:
Sovátríkin vilja bætta sambúð
við Vestur-Evrðpu og Bandaríkin
Kína er áfram fylgjandi andsovézkri stefnu
ATHYGLI beinist nú
mjög að 24. flokksþingi
kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna, sem stendur yfir í
Moskvn. Þingað hófst með
því, að L. I. Breshneff, að-
alritari kommúnistaflokks-
ins, flntti sex klst. ræðu,
þar sem hann gerði grein
fyrir gangi mála og afstöðu
flokksins til þeirra, jafnt
utan lands og innan. All-
langur kafli ræðunnar fjall-
aði um afstöðu Sovétríkj-
anna tfl utanríkismála og
þykir rétt að birta hér út-
drátt úr þessum kafla ræð-
unnar, en hann er gerður
af rússnesku fréttastofunni
APN:
L. I. BRESHNEFF
fyrst og framst áherzlu á það
í upphafi þessa kafla skýrslu
sinnar, að Sovétríkin eru frið-
arríki og sú staðreynd er ákvörð
uð af sjálfu eðli sósíalisks
skipulags. L. I. Breshneff taldi
upp markm. sovézkrar utanríkis
stefnu eins og 23. þingið hafði
gengið frá þeim. Þau eru fólg-
,.in í Því að trygg
við önnur sósíalis’
kvæmar alþjóðlegar forsendur
’fýrir uppbyggingu1" sósiaíísn#**
og kommúnisma, efla einingu
og samheldni sósíaliskra ríkja,
vináttu þeirra og bræðralag,
styðja þjóðfrelsishreyfinguna
og halda uppi alhliða samstarfi
við nýfrjáls þróunarriki,
fylgja rækilega eftir megin-
reglunni um friðsamlega sam-
búð ríkja sem búa við mismun-
andi þjóðskipulag, veita
ákveðna andspymu árásaröfl-
um heimsvaldastefnunnar,
forða mannkyni frá nýrri
heimsstyrjöld.
Allt starf KFS á sviði al-
þjóðamála beinist að því a® ná
þessum markmiðum.
Síðastliðin fimm ár, sagði
hann hafa bætt svo um munar
við sameiginlega reynslu
bræðralanda og flokka sósíal-
iskra landa, skilað áleiðis efl-
ingu og þróun heimskerfis
sósíalismans. Á s.l. fimm ár-
um hefur efnahagsmáttur sósi-
alískra landa aukizt verulega,
hinn pólitíski grundvöllur
sósíalismans hefur styrkzt, lífs
kjör liafa batnað, menning og
vísindi hafa þróazt áfram.
AÐ ÞVÍ er varðar sovézk-kín-
verska sambúð tók L. I. Bresh-
neff það fram, að á s.l. hálfu
öðru ári hefðu, fyrir sakir
frumkvæðis sovézkra aðila, ver
ið stigin nokkur skref í þá átt
að koma sambúð ríkjanna í
eðlilegt horf, en við getum,
sagði hann, á hinn bóginn ekki
komizt hjá því að sjá að í
áróðri og pólitík Kína er
áfram fylgt andsovézkri stefnu;
auk þess staðfesti níunda þing
Kommúnistaflokks Kína þessa
stefnu, fjandsamlega Sovétríkj
unum, í ályktunum sínum. Um
leið og L. I. Breshneff for-
dæmdi slíka stefnu leiðtoganna
í Peking tók hann það fram að
BRESHNEFF
bætt sambúð Sovétríkjanna og
Kínverska alþýðulýðveldisins
væri í hag grundvallarhags-
munum landanna í bráð og
lengd, sósíalismanum, frelsi
þjóða og eflingu friðar. Þess
vegna, sagði hann, erum vér
reiðubúnir til að styðja með
öllum ráðum ekki aðeins að
því aðt sarpskiptin, færist í eðli-
legt horf,- heldur og að því, að
Jiflurl*.vei®i fekiinv.upp góður.
grannskapur og vinátta milli
landanna og látum í ljós þá full
vissu vora, að svo muni að lok-
um verða.
ÞÁ GERÐI L. I.Breshneff
ítarlega grein fyrir hinni póli-
tísku kreppu í Tékkóslóvakíu,
sem var ofarlega á dagskrá í al
þjóðamálum síðastliðin ár.
Þessi kreppa sýndi fram á það
með sannfærandi hætti, sagði
hann, að bróðurleg eining sósí-
aliskra ríkja er traustasta
hindrun á vegi þeirra afla, sem
reyna að leggja til atlögu við
samfylkingu sósíalismans,
veikja hana, grafa undan og
eyðileggja þann árangur, sem
alþýða hefur náð í uppbygg-
ingu sósíalisma. Þjóðir sósíal-
iskra ríkja munu ekki gefa
neinum þá byltingarsigra, sem
þær hafa unnið, landamæri
hins sósíaliskra ríkissamveldis
eru órjúfanleg.
L. I. BRESHNEFF ræddi
um heimsvaldastefnu samtím-
ans, sem reynir, eins og hann
benti á, að laga sig að nýjum
aðstæðum í heiminum. En
slík aðlögun táknar ekki að
kapítalisminn sem kerfi hasli
sér betur völl. Hin almenna
kreppa kapítalismanns heldur
áfram að dýpka. Jafnvel þau
kapitalísk ríki, sem lengst eru
komin eru ekki laus við alvar-
lega efnahagslega jarðskjálfta.
Peningakerfi kapítalismans er
í kreppu, verðbólga og atvinnu-
leysi eru stöðugt á dagskrá.
Utanríkisstefna heimsvalda-
stefnunnar á síðustu fimm ár-
um hefur enn á ný fært sönn-
ur á að hún er í eðli sínu aft-
urhaldssöm og árásarsinnuð
sem fyrr.
L. 1 Breshneff skilgreindi
næst þau öfl sem andstæð eru
heimsvaldastefnu samtímans
og greiða honum þung högg I
stéttaátökum. Þar skiptir það
mestu, að baráttan fyrir þjóð-
frelsi er í reynd í mörgum
löndum að breytast í baráttu
gegn arðránsskipulagi, hvort
sem það er tengt aðalsveldi eða
kapítalisma.
L. I. Breshneff leggur
áherzlu á það, að árangur í
baráttu við heimsvaldastefnu
sé að mörgu leyti til samstöðu
fjandmanna hennar kominn
og þá einkum forustusveitar
þeirra — heimshreyfingar
komúnismans.
L. I. BRESHNEFF gerði sið-
an ítarlega grein fyrir þeim
helztu vandamálum alþjóðleg-
um sem kröfðust sérstakrar at
hygli KFS og sovézku stjórnar-
innar. Hann sagði um ástandið
í Suðaustur-Asíu, að svonefnd
„víetnamísering“ stríðsins,
m.ö.o. að láta Víetnama tor-
tíma Víetnömum í þágu Was-
hingtons, stigmögnun árása á
Kambodíu og Laos — allt þetta
mundi ekki draga Bandaríkin
upp úr feni hins svívirðilega
stríðs þeirra í. Indókína. Það er
aðeins eiri leíð tff að' léysa
" *Wetriámmálið, » hún er
skýrt mörkuð í tillögum Al-
þýðulýðveldisins Víetnam og
bráðabirgðabyltingarstjórnar S-
Víetnams, sem Sovétríkin
styðja eindregið.
Ásamt með bræðraríkjum
sósíalismans, sagði L. I. Bresh-
neff, höfum vér gert allt sem
þörf krafði tid að stöðva og
fordæma árás ísraels. Sú stað-
reynd að fsrael hefur vfsað á
bug þýðingarmiklu frumkvæði
til friðar af hálfu Sameinaða
Arabalýðveldisins og gerir nú
opinskátt kröfur til arabiskra
landsvæða sýnir ótvírætt hver
það er sem spillir friði f Aust-
urlöndum nær. Um leið verður
enn augljósari hið ósæmilega
hlutverk bandarískrar heims-
valdastefnu svo og alþjóðlegs
síonisma sem handbendis árás-
arsinnaðra heimsvaldasinna.
Sovétríkin, lýsti L. I. Bresh-
neff yfir, munu sem fyrr styðja
af einhug arabíska vini sfna.
Land vort er reiðubúið til að
taka ásamt öðrum fastameð-
limum Öryggisráðsins þátt í al-
þjóðlegu tryggingarkerfi fyrir
pólitískri lausn mála í Aust-
urlöndum nær.
AÐ SVO MÆLTU vék L. I.
Breshneff að ástandinu í
Evrópu.
Bætt sambúð Sovétríkjanna
við Frakkland hefur haft já-
kvæða þýðingu fyrir alla þró-
un mála í Evrópu. Nýir mögu-
leikar hafa opnazt í sambandi
við verulega breytingu á sam-
búðinni við Vestur-Þýzkaland.
Með samningum Sovétríkjanna
og Póllands við Vestur-Þýzka-
land er ótvírætt staðfest frið-
helgi landamæra í álfunni,
þ. á m. vesturlandamæri Pól-
Framhald á bls. 10.