Tíminn - 02.04.1971, Qupperneq 8
8
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 2. aprfl 197
f SLANDSMEIST ARAR 1971
)
■
1
■11
M
. ' : ’
f.B. — íslandsmeistarar í meistaraflokki karla í körfuknattleik. — Fremsta röð: Kristinn
Jörundsson, fyrirliði; Einar Ólafsson, þjálfari. Önnur röð: Gunnar Haraldsson, Jón Birgir
lndriðason, Þórarinn Gunnarsson, Kolbeinn Kristjánsson. Þriðja röð: Gylfi Kristjánsson,
Þorsteinn Hallgrímsson, Jón Jónasson. Fjórða röð: Agnar Friðriksson, Þorsteinn Guðnason.
Fimmta röð: Birgir Jakobsson, Hólmsteinn Sigurðsson, Sigurður Gíslason.
Jóhannsson, Hafþór Kristjnsson, Haraldur Haraldsson, Róbert Agnarsson, Pálmi Kristjáns-
son, Sigurður Gíslason, þjálfari. — Fremri röð: Finnbogi Þoriáksson, Þorgils Arason, Þorberg-
ur Kristjánsson, Sigurjón Elíasson, Rúnar Sigurðsson, Hinrik Hjörieifsson. (Tímam.: — GE)
I.S — íslandsmeistari í 2. deild í körfuknattleik — Fremri röð frá v.: Erlendur Baldursson,
Kristján Kristjánsson, Jóhann Pétursson. — Aftari röð: Stefán Þórarinsson, Bjarni Gumv-
arsson, Kristinn Stefánsson, þjálfari; Ingi Stefánsson, Steinn Sverrisson.
(Tímamyndir — Gunnarf
KR — íslandsmeistari í 1. flokki karla í körfuknattleik. — Fremri röð frá vinstri: John
Fenger, Hilmar Victorsson, Guðmundur Pétursson. — Miðröð: Pétur Njarðvík. — Aftasta
röð: Gunnar Olsen, Carsten Kristinsson, Sigurður Vilhelmsson, Helgi Bjarnason.
Höfum
fengið búninga
eftirtalinna félaga:
ARSENAL — CHELSEA
WEST HAM. — TOTTENHAM
LEEDS — LIVERPOOL — M. UTD.
M. CITY — W. BROMWICH — BURNLEY
SHEFFIELD WEDNESDAY — WOLVES,
EVERTON — ST. MIRREN — BOLTON
EISANSTADT — CELTIC
VESTUR-ÞÝZKA LANDS-
LIÐIÐ — ENSKA
LANDSLIÐIÐ
sími 11783
POSTSENDUM
------------------------ ^
Gerist varla nema á islandi
— að lið gefi úrslitaleik í deildarkeppni
Um síðustu helgi áttu að
fara fram þrír úrslitaleikir í
2. deildarkeppninni í körfu-
knattleik. En ekkert varð úr
tveim þeirra, þar sem tvö af
liðunum, sem höfðu unnið sér
rétt til úrslitakeppninnar gáfu
sína leiki.
Það voru Snæfell frá Stykk
ishólmi, sigurvegari í Vestur-
landsriðli. sem átti að leika
við stúdenta og Tindastóll frá
Sauðárkróki, sem átti að leika
við Skallagrím frá Borgarnesi.
Tindastóll var sagður sigur-
vegari í Norðurlandsriðli, en
þar fór ekki nema einn leik-
ur fram (við KA). en í öðrum
riðlum var leikin tvöföld um-
ferð.
Það er áreiðanlega eins-
dæmi, að lið, sem hefur unn-
ið sér rétt til úrslitaleiks í
deildarkeppni, gefi leikinn, og
er víst að slíkt gerist varla
nema hér á íslandi — og þá
helzt í körfuknattleik.
Breiðablik úr Kópavogi lék
að vísu sama bragðið í 2. deild
í handknattleik um síðustu
helgi, og FH hefur í tvígang
gefið leik í 2. deild í knatt-
spyrnu. En það voru ekki úr-
slitaleikir, en engu að síður
voru það leikir í dcildarkeppn-
inni.
Lið sem haga sér svona ætti
að dæma í þungar fésektir, og
jafnvel brottrekstur úr deild-
unum, en það er það eina, sem
forráðamenn slíkra liða skilja.
Ef það yrði gert, gæti það
kannski orðið til þess að mcnn
fengju meiri virðingu fyrir
íþróttunum og þeim sem taka
þátt í þeim — þótt þeir séu í
2. deild.
Að vísu geta ýmsar ástæður
legið að baki því að leikir eru
gefnir. Og má vera að svo sé
í þessum tilfellum. En það er
lélegur íþróttaandi, þegar ekki
er mætt til leiks þegar útlit er
fyrir tap, og þarf að koma í veg
fyrir að slíkt fái að þróast
meðal okkar.
—klp.—
LEIÐRÉTTING
• Á íþróttasíðunni í gær misrit-
uðust úrslit i undanúrslitaleiknum
i ensku bikarkeppninni milli Ar-
senal og Stoke. Stóð að leiknum
hefði lokið með 3:1 sigri Arsenal
— cn átti að vera 2:0.
• í grein um skólamótið féll
niður ein lína, og við lestur grein-
arinnar kom því út eins og Kenn-
araskóli íslands hefði verið sig-
urvegari í skólamótinu sl. 2 ár —
en þar átti að vera Menntaskólinn
í Reykjavík, en hann tapaði fyrir
KÍ, og er þar með úr keppninni.