Tíminn - 08.04.1971, Blaðsíða 1
TÍMINN ER
44 SÍÐUR f
DAG ÁSAMT
LESBÓK
GLEÐILEGA
PÁSKAHÁTÍ&
Fjármálaráðherra svaraði fyrirspurnum um launamál embætfismanna á Alþingi í gær:
öpplýsir að ofboðslaun
muni ekki verða skert
Frá þingslitum í gær.
(Tímamynd Gunnar)
91. LOGGJAFARÞINGI is-
LENDINGA SIITIÐI GÆR
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Forseti íslands dr. Kristján Eld
járn sleit í dag 91. löggjafarþingi
fslendinga, að loknu yfirliti Birg
is Finnssonar forseta Sameinaðs
þings um störf þess og árnaðar
óskum Ólafs Jóhannessonar for-
manns Framsóknarflokksins, er
hann flutti forseta þingsins fyrir
hönd þingmanna.
Fyrir þingslit voru alimennir
deildarfundir. í neðri deild var
frumvarp um bátaábyrgðarfélög
samþykkt sem lög frá Alþingi og
í efri deild var frumvarpið um
utanríkisþjónustu, og frumvarpið
um bann við tóbaksauglýsingum
samþykkt sem lög frá Alþingi.
Þá hófust í Sameinuðu þingi
nefnda- og stjórnarkosningar.
Kosið var í nefnd, til athugunar
á framkvæmd skoðanakannana,
samkvæmt þingsályktunartillögu
sem samþybkt hafði verið um
það efni. í nefndina voru kosnir:
Ólafur Björnsson, Sighvatur Björg
vinsson, Friðrik Sófusson, Jóna-
tan Þórmundsson og Hjalti Krist
geirsson.
Þá var kosið í fimm manna
nefnd í stjórn stofnunarinnar, Að
stoðar íslands við þróunarlöndin.
Þessir voru kosnir: Ólafur Björns
son, Jón Kjartansson, Örlygur
Geirsson, Gunnar G. Schram og
Ólafur Einarsson.
Kosin var þriggja manna stjórn
Landsvirkjunar og jafnmargir
I varamenn. Þeir sem kosnir voru
aðalmenn eru: Einar Ágústsson,
| Árni G. Finnsson og Baldvin Jóns
Framhald á bls. 3
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Vegna víðfrægrar orðsendingar,
er fjármálaráðherra sendi rit-
stjórn Tímans nú á þriðjudaginn,
kvaddi Halldór E. Sigurðsson sér
hljóðs utan dagskrár í sameinuðu
þingi í dag og beindi eftirfarandi
spurningum til Magnúsar Jónsson-
ar fjármálaráðherra:
1. Var tekið tillit til þeirra
kjara er embættismenn ríkisins
liafa nú um bifreiðanotkun, er
kjarasamningar opinberra starfs-
manna voru gerðir í des s.l.? Hef-
ur ráðlierrann hugsað sér að hirta
þær reglur er nú gilda þar um?
2. Er gert ráð fyrir því, að opin-
berir starfsmenn fái eftirleiðis sér
stakar greiðslur fyrir einstök verk,
sem þeir vinna vegna starfs síns
og umsamin nefndastörf, er unn-
in eru í venjulegum vinnutíma
'eins og áður var meðan laun fyrir
embætti voru lægri en nú er?
3. Voru ekki laun innheimtu-
manna ríkissjóðs í nýgerðum
kjarasamningum miðuð við það
að laun þeirra vegna innlieimtu
féllu niður? Hefur ráðlierra gert
ráðstafanir til þess að það komi í
framkvæmd ,eða hvenær má gera
ráð fyrir því að svo verði gert?
4. Kemur ekki til framkvæmda
við skattaálögur á þessu ári að nið
ur falli þau hlunnindi innheimtu-
manna ríkisins að fá 25% skatt-
frjálst?
5. Á það sér stað ennþá að
starfsmenn séu ráðnir í þjónustu
ríkisins og launakjör þeirra séu
ákveðin án samþykkis launamála-
deildar fjármálaráðuneytisins?
G. Hefur tilhögun um launakjör
sölustjórans í Fríliöfninni á Kefla-
víkurflugvelli verið breytt? Mun
fjármálaráðherra beita sér fyrir
því að þeirri tilhögun verði breytt,
ef það hefur ekki verið gert enn-
þá?
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra svaraði spurningunum og
staðfesti það, sem um þetta efni
hefur verið ritað í „Á víð og
dreif“ í tveim síðustu sunnudags-
blöðum Tímans, og ekki var á
ráðherranum að heyra, að liætt
yrði að launa ákveðna ríkisstarfs-
menn.
Varðandi fyrstu spumingu Hall-
dórs sagði fjármálaráðherra, að
Framhald á bls. 3
Þrír týnast er
bátur sekkur
Þriggja skipverja af vélbátnum Andra KE 5, sem sökk úti af
Garðskaga í morgun, er saknað. Fjórir komust í björgunarbát og
var bjargað um borð í annan bát. Leitinni að mönnunum þremur
var haldið áfrain i allan gærdag, en
Sjá baksíðu árangurslaust. Myudin er af Andra.
15. FLOKKS-
ÞINGIÐ SETT
16. APRÍL
Fimmtánda flokksþing fram
sóknarmanna verður sett í
Háskólabíói föstudaginn 16.
apríl, kl. 21. Þar flytur formað
ur Framsóknarflokksins, Ólaf
ur Jóhannesson, yfirlitsræðu
um stjórnmálin, og ritari flokks
ins, Helgi Bergs flytur ávarp.
Ennfremur verður á þessum
fundi fjölbreytt dagskrá, enda
er hann hátíðarfundur, jafn-
framt því að vera setningarfund
ur þingsins.
Daginn eftir, laugardaginn
17. apríl, hefst svo fundur kl.
9,30. Þar verða fluttar skýrsl
ur ritara og gjaldkera flokks
ins, og kosnar verða fastanefnd
ir þingsins. Einnig verða þá
almennar umræður til kl. 16.
Þessi fundur verður í Súlnasal
Hótel Sögu, en þar munu þing
fundirnir verða. Engin þing-
störf verða á laugardagskvöld
ið.
Sunnudaginn, 18. apríl, er
gert ráð fyrir, að nefnda-
störf hefjist kl. 9,30 og standa
þau þann dag eins og þuria
þykir.
Mánudaginn, 19. apríl, fer
fram afgreiðsla mála, og kosn
ir verða fimmtán aðaknenn í
miðstjórn flokksins. Daginn
eftir, þriðjudaginn 20. apríl,
verður haldið áfram afgreiðslu
mála, og einnig verða kosnir
varamenn í miðstjórn. Gert er
ráð fyrir, að þinginu ljúki
seinni hluta þriðjudags. Á mið
vikudag, 21. apríl, verður aðal
fundur miðstjórnar.
Þess er óskað, að Framsóknar
félögin tilkynni flokksskrifstof
unni sem fyrst um kjörna full
trúa, sem sækja múnu þingið.