Tíminn - 08.04.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.04.1971, Blaðsíða 16
Frá ársfundi Seðlabanka Islands. Birgir Kjaran, forma'Sur stjómar bankans flytur ræðu á fundin- um. Tímamynd ©E. Bátur sökk, þriggja skipverja saknað OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Vélbáturimj Andri KE 5 sökk skyndilega úti af Garðskaga upp úr kl. 10 í morgun. Var báturinn á netum og voru skipverjar sjö. Fjór- ir þeirra komust í gúmmíbjörgun- Svanbjörn Frímannsson bankastjóri Seölabankans IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. í ræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason, bankamálaráðherra, flutti í há- degisverðarboði að loknum árs fundi Seðlabankans á Hótel Sögu í dag, skýrði ráðherrann frá því, að Svanbjörn Frímannsson hefði verið skipaður bankastjóri Seðla bankans og tæki hann við starfi 1. maí n. k. Er hann skipaður í stað Sigtryggs heitins Klemenz- sonar. Svanbjöm Frímannsson er faeddur árið 1903. Hann hóf störf við íslandsbanka árið 1920 og við Landsbanka fslands frá 1936. Hann hefur verið bankastjóri við Landsbankann frá 1957. Svanbjöm Frímannsson gegndi störfum seðla bankastjóra í forföllum Sigtryggs Klemenzsonar árið 1969. arbát og var þeim fljótlega bjarg- að, en þriggja skipverja var leitað af f jölda skipa í allan dag og vom þeir ófundnir í kvöjd, þegar leit- inni var hætt vegna myrkurs. Andri var 38 iestir að stærð, smíðaður 1947. Mennirnir sem saknað er eru Jóhannes Jóhanncsson, matsvcinn, á þrítugsaldri, búsettur í Reykja- vík. Gísli Kristjánsson, háseti, 21 árs gamall frá Hafnarfirði og Garðar Kristinsson, 16 ára frá Höfnum. Þórður Jónsson, EA-350, bjarg- aði skipbrotsmönnum af gúmmíbátnum í morgun og tók þátt í leitinni að þeim sem sakn að er í dag, en kom til Kefla- víkur kl. 20.15 í kvöld. Ekki hef- ur tekizt að fá nákvæmar upp- lýsingar um hvað olli því að bát urinn sökk, en hann mun hafa verið á siglingu milli netatrossa þegar hann sökk skyndilega. Það var bátur undir Látra- bjargi sem fyrst heyrði neyðar kallið frá Andra, eða björgunar bátnum og kl. 11,15 heyrði togar inn Harðbakur, sem var að veið í dag birtum við síðasta at- kvæðaseðilinn í skoðanakönnun TÍMANS um „handknattleiks- mann ársins 1971“. í því langa fríi, sem nú fer í hönd, ætti fólki að gefast góður tími til að fylla út atkvæðaseðil um á Víkurál fyrir vestan neyð arkallið. Var kallað Hjálp, hjálp, hjálp og var greinilega kallað í gráan bát, sem var í námunda við slysstaðinn, og kallað upp í tal stöðinni hvort þessi grái bátur sæi ekki skipbrotsmennina. Bátarnir fyrir vestan miðuðu út hvaðan hjálparkallið barst og var í fyrstu haldið að bátur væri að farast á Breiðafirði. En brátt kom í ijós að bátur hafði sokk ið 12 til 15 mílur út af Garðskaga. Grái báturinn sem kallaður var upp mun hafa verið Þórður Jónas Framnald á bls. 14. KR í 1. deild klp-Reykjavík, miðvikudag. KR sigraði Ármann í úrslila- leiknum í 2. deild í handknattleik karla með 19 mörkum gegn 10. f hálfleik hafði KR 2 mörk yfir 8:6. Leikurinn var mjög slakur hjá báðum liðunum. Sérstaklega voru Ármenningar slakir, en þeir skor uðu efeki nema 4 mörk í öllum síðari hálfleiknum. og senda hann til blaðsins. En fljótlega eftir páska verða bréf- in opnuð, og talning hefst. Um miðjan mánuðinn verða svo úrslit in tilkynnt, og þá verður „Hand- knattleiksmanni ársins 1971“ af- hentuf hinn veglegi gripur, sem fylgir sæmdarheitinu. IGÞ-Reykjavtk, miðvikudag. Ársfnndur Seðlabanka íslands vegna staðfestingar reikninga bankans fyrir árið 1970 var hald iim í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Áður hafði verið haldinn banka ráðsfundur, þar sem bankamála- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason stað festi rcrkningana og ársskýrsla bankans fyrir s. 1. ár var lögð fram. Eftir fundinn hélt bankinn hádegisverðarboð, þar sem við- staddir voru ráðherrar og fulltrú ar banka og innlánsstofnana og fleiri gestir. Birgir Kjaran, banka ráðsformaður, bauð gesti velkomna og hélt ræðu, þar sem hann tók frám', að‘í dag v’æru tíu ár síðan Seðlabanki íslands hefði tekið til starfa sem sjálfstæð stofnun sam kvæmt lögum nr. 10/1961. Síðan minntist hann látinna bankastjóra, þeirra Jóns G. Marías sonar og Sigtryggs Klemenzsonar. Því næst flutti formaður banka stjórnar Seðlabankans, Jóhannes Nordal, ræðu fyrir hönd banka stjórnarinnar. í lok hádegisverðar ins flutti Gylfi Þ. Gíslason, banka málaráðherra, ræðu og þakkaði gott samstarf við Seðlabankann á árinu. í ræðu sinni sagði Jóhann es Nordal m. a.: Þegar á heildina er litiu, var út- koma ársins 1970 mjög hagstæð. Þjóðarframleiðsla jókst um 6% á árinu og þjóðartekjur um 10, 5%, en heildargreiðslujöfnuður- inn við útlönd varð hagstæður um 1200 miilj. kr. Bak við þessar töl ur felst hins vegar mikil breyting efnahagsástands, er átti sér stað innan ársins, sem hófst með ró- legu atvinnuástandi og batnandi greiðslujöfnuði, en iauk með ört vaxandi eftirspurn og versnandi greiðslujöfnuði. Á árinu 1970 fór Seðlabankinn í fyrsta sinn að.birta ársfjórðungs legar grfeiðslujafnaðartölur. Sýna þær ljóslega, hve hagstæður greiðslujöfnuðurinn var framan af árinu, enda fór þá gjaldeyris staðan ört batnandi og innstreymi fjár í bankakerfið og til fyrir- tækja í útflutningsgreinum hafði í för með sér batnandi lausafjár stöðu og ýtti undir bjartsýni í áætlunum fyrirtækja. Átti þetta vafalaust ríkan þátt í því að ýta undir kaupkröfur og leggja grund völl nýrrar eftirspurnaröldu. Áhrif hennar fóru þó ekki að koma fram í greiðslujöfnuðinum, fyrr en leið á haustið, en þá fór inn- flutningur mjög ört vaxandi. Reyndist greiðslujöfnuðurinn ó- hagstæður á síðasta ársfjórðungi í fyrsta skipti frá því fyrir mitt ár 1909. Sé litið á greiðslujöfnuðinn á árinu í heild, er útkoman þó hag stæð. Peningamagn fór ört vaxandi á fyrri hluta ársins, en undir ára- mótin, sérstaklega í desember, snerist þróunin skyndilega við og reyndist heildaraukning peninga magns á árinu 844 millj. kr. eða 22%. Er það mun minni aukning en á árinu 1969, þegar peninga magn jókst um tæp 32%. Aukn ing spariinnlána varð 2455 millj. kr eða 22,7% og var það heldur hagstæðari þróun en árið 1969, þegar aukningin nam 19,3%. Út- lán banka og annarra innlánsstofn Ég kýs sem handknattleiksmann ársins 197IL Nafn sendanda Heimilisfang Símanúmer Síðasti atkvæðaseðillinn ÞJÓÐARTEKJUR JUK- ana jukust hins vegar um 2531 millj. kr. eða 18,9% á árinu 1970. Var hér um að ræða mun meiri útlánaaukningu en árið áður, þeg ar hún nam 1511 millj. eða 12,7 %. Útlánaaukningin er þó enn meiri, þegar haft er í huga, að mikil birgðalækkun átti sér stað á árinu og greiðslur fyrir útflutt ar vörur vonx óvenjulega örar, en það leiddi svo aftur til þess, að lán til sjávarútvegs lækkuðu um 519 millj. kr. á árinu. Sé þetta tekið með í reikninginn, sést, að útlánaaukningin til annarra greina en sjávarútvegs nam rúm um 3000 millj. kr. á árinu eða um 28%. Er ekki vafi á því, að svo mikii aukning útlána hefur kynt undir hina öru eftirspurnar aukningu á síðara helmingi árs- ins. Verðstöðvuninni, eins og flest um tímabundnum efnahagsráðstöf unum, fylgja vissar hættur, og vil ég sérstaklega nefna tvær þeirra. í fyrsta lagi er hætt við þvi, að undir yfirborði verðstöðvunar innar þróist óhófleg eftirspurnar þensla, er fyrst muni koma fram með fullum þunga, er henni lýk ur. Vegna þessarar hættu telur bankastjórn Seðlabankans nauð synlegt, að aðhalds sé gætt í peningamálum og útlánum bank anna á næstu mánuðum, og hefur hún farið fram á það við við- skiptabankana, að stefnt verði að Framhald á bls. 3 Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans EB_—Reykjavík, miðvikudag. Á fundi bankaráðs Landsbanka íslands i dag, var Helgi Bergs framkvæmdastjóri ráðinn banka stjóri Landsbankans í stað Svan björns Frímannssonar. frá 1 maí n. k. að telja. Helgi Bergs er fæddur árið 1920. Hann var í bankaráði Iðnað- arbanka íslands um skeið frá 1952—1959 og settur bankastjóri Landsbanka íslands í 6 mánuði árið 1969. USTUM 10'%1970

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.