Tíminn - 08.04.1971, Side 8
8
TIMINN
FIMMTUDAGUR 8. april 1971
MeSal þéirra frumvarpa, sem
danska stjórnin lagði fyrir AI-
þingi 1871, var „frumvarp til
tilskipunar, sem inni hef-
ur að halda nokkrar breytingar
á tilsk., 13. júní 1787, 1. kap.
o.fl.“. Umrædd tilskipun frá
1787 fól í sér strangt bann
við því, að útlendir fiskimenn
mættu athafna sig í landi eða
landhelgi. Franska stjórnin
hafði farið þess á leit, að
franskir sjómenn mættu „án
lestagjalds flytja í land til
geymslu á vissum stöðum hluti,
sem þeir hafa til fiskveiðanna,
og þeim ekki þykir ástæða til
að flytja heim milli tveggja
ferða, og þó með því skilyrði,
að ekki sé verzlað með slíka
muni.“ Danska stjórnin var fús
til þess fyrir sitt leyti, að veita
frönskum sjómönnum þessa að-
stöðu í Reykjavík, í Stykkis-
hólmi, á ísafirði, á Akureyri,
á Eskifirði og í Vestmanna-
eyjum. Aðalefni áðurnefnds
frumvarps var að veita út-
lendum sjómönnum slíka und-
anþágu frá tilskipuninni 1787.
Sérstök þingnefnd var kosin
til að athuga þetta frumvarp
og voru kosnir í hana Grímur
Thomsen, sem þá var þing-
maður Rangæinga, Hallgrímur
Jónsson, lireppstjóri í Guðrún-
arkoti, þingm. Borgfirðinga,
og Stefán Eiríksson hreppstjóri
í Árnanesi, þingmaður Austur-
^ Skaftf ellinga. N.efndarmenn
* skiptu þannig með sér verk"
um, að Hallgrímur var for-
maður nefndaríhnár, en Grím-
ur var ritari ae framsögumað-
ur.
í höfuðdráttum féllst nefnd-
in á frumvarp stjórnarinnar,
nema fyrstu greinina, sem
nefndin lagði til, að félli nið-
ur. Þessi grein var svohljóð-
andi:
„Ef útlendir fiskimenn hafa
við nokkra fiskveiði fyrir
ströndum íslands innan
þeirra takmarka á sjó, þar
sem landhelgi er, eins og
þau eru ákveðin í hinum al-
menna þjóðarétti, eða kunna
að verða sett fyrir ísland
meS sérstökum samningum
við aðrar þjóðir, skulu þeir
sæta 10—200 rd. sektum.“
Síðari hluti þessarar greinar
laut að því, að stjórnin hafði
átt í samningum við Frakk-
land og Bretland um undanþág
ur fyrir ísland frá hinum al-
menna þjóðarétti, m.a. stærri
landhelgi. Sú samningaviðleitni
hafði þó engan árangur borið.
Rök nefndarinnar fyrir því
að fella fyrstu grein frumvarps
ins niður, voru einkum þau; að
óþarft væri að staðfesta þjóða-
réttinn, því að erlendir sjó-
menn teldu sér skylt að hlíta
honum, þar sem hann væri
jafnframt „lög ættjarðar
þeirra“, ef þeir þá á annað
borð hlýddu nokkrum reglum
um þetta efni, en sá hefði ekki
verið vandi þeirra. Þessvegna
væri þessi lögfesting á þjóðar-
réttinum óþörf.
Þegar álit nefndarinnar kom
til umræðu í þinginu, vildi
konungsfulltrúinn, Ililmar Fin
sen, e'kki sætta sig við þessa
skýringu nefndarinnar. Hann
taldi, að nefndinni hefði yfir-
sézt, því að í slíkri löggjöf
Grímur Thomsen
alls ekki eiga við, og það sér-
staklega af þeirri ástæðu, að
það er mjög óvanalegt, að tekin
séu upp í lög greinir áhrærandi
samninga, sem enn eru eigi
fullgjörðir, og er mér kunnugt
um, að í öðrum löndum, t.d.
Danmörku og Englandi, munu
þess trauðlega finnast dæmi,
að slíkt eigi sér stað.“
Þá vék Grímur að ákvæðinu
um þjóðaréttinn og sagði:
,,Þegar þjóðréttur er til,
þá virðist eigi nauðsynlegt að
lögleiða hann með nýrri ákvörð
un, því að í hverri fiskiskútu,
er hér til lands kemur til fisk-
veiða, er í káetunni til sýnis
reglugerð um, hve langt þjóð-
rétturinn nái, nefnilega % milu
frá landi. Þess vegna er það
eigi nauðsynlegt, að lögleiða
hann á ný með nýrri ákvörð-
un, og það sér í lagi af þeirri
ástæðu, að hvorki þing né
þjóð er ánægð með hann
þeim takmörkum bundinn,
sem hann nú er; þess vegna
er líka samningstilraunum hald
ið áfram af hálfu stjórnarinn-
ar við hina frakknesku stjórn.
En öllum gefur að skilja, að
íslendingar eigi geta verið
ánægðir með þjóðréttinn þann
ig takmarkaðan, þegar flest
fiskimið þeirra liggja meir en
% mílu undan landi, og þeir
þannig verða að horfa á, án
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: Á Alþingi fyrir 100 árum:
ÞEGAR ALÞINGIVILDIEKKI
A F.n
; ■ ■
sem þessari, væri nauðsynlegt
að ákveða þau „takmörk á sjó,
þar sem landhelgi er,“ en slíkt
ákvæði hafi einmitt vantað í
tilskipunina frá 1787 og væri
nauðsynlegt að bæta úr því.
Grímur Thomsen svaraði því,
að það væri satt, að engin land-
helgismörk væru í tilskipuninni
frá 1787, en það hefði ekki
þótt nauðsynlegt, því að sam-
kvæmt tilskipun frá 15. ágúst
1763 væri hún fjórar mílur
(16 sjómílur). Þjóðarrétt-
urinn væri hinsvegar % mílur
— (3 sjómílur). Nefndin hafði
talið tilgangslaust að taka land
helgismörkin frá 1763 í frum-
varpið því að útlendingar myndu
ekki fást dæmdir nema eftir
þjóðarréttinum O'g „sínum eig-
in landslögum", eins og fram-
kvæmd þessara mála væri nú
háttað. Meðal annars skorti
varðskip og tæki til þess að
geta sannað landhelgisbrot.
Konungsfulltrúi lét sér ekkl
þetta svar Gríms nægja og
lagði áherzlu á, að haldið yrði
1. grein frumvarpsins. Einkum
lagði þó konungsfulltrúi á-
herzlu á þetta í ræðu, sem
hann flutti, er málið kom til
atkvæðagreiðslu. M.a. taldi
hann það óráð að tilgreina
ekki nein mörk á landhelginni
Grímur Thomsen hefur því
bersýnilega talið nauðsynlegt
að skýra málið betur og þær
raunverulegu ástæður. er vöktu
fyrir nefndinni, en þær voru
í fyrsta lági þær, að nefndin
vildi ekki. að Alþingi veitti
ríkisstjórninni fyrirfram sam
þykki á samningum, er hún
kynni að gera um landhelgis-
málið, og í öðru lagi þær, að
nefndin vildi ekki samþykkja
þjóíðaréttinn, því að hann væri
ónógur fyrir ísland, og fsland
þyrfti að fá stærri landhelgi.
í ítarlegri ræðu, sem Grímur
flutti, vék hann fyrst að því
ákvæði 1. greinarinnar, að land
helgin færi eftir samningum,
sem kynnu að verða gerðir.
Grímur sagði:
„Viðvikjandi því, að konungs
fulltrúi vill, að fyrstu grein
frumvarpsins sé haldið, skal ég
geta þess, að mér virðist hún
Þess nokkuð að geta að gjört,
að fiskimið þeirra verða fyrir
skemmdum á ýmsa vegu af út-
lendum fiskimönnum, eins og
hinn háttvirti þingmaður Barð-
strendinga ljóslega sýndi fram
á, sem ég þarf eigi að ítreka.
Af þessum ástæðum er ég nú
hefi tekið fram, virðist mér
1. grein frumvarpsins, ef eigi
skaðleg, þá þó að minnsta
kosti óþörf, því auk þess, sem
ég nú hefi tekið fram, þá gæti
maður hugsað sér, án þess að
ég vilji gjöra stjórninni nokkr-
ar getsakir, að ef 1. grein frum
'V- i
Hnllgrímur Jónsson (1826—1906)
hreppstióri og bóndi á Miðteigi a
Akranesi, sem hann kallaði Guð
rúnarkot, Hann var bingmaðui
Borgfirðinga 1869—73.
Stefán Eiríksson (1817—84)
hreppstjóri og bóndi að Árnanesi
> Nesjum. Þingmaður Skaftfell
inga 1859—1883 (þm. A..Sk. 1859—
73 og 1881—83. 2. þm. Skaft.
1875—79).
varpsins yrði að lögum gjörð,
þá yrði með því stjóminni gef-
in nokkurs konar hvíld, því
stjórnin getur hugsað sem svo:
,Vér skulum nú láta staðar nema
við þjóðréttinn fyrst um sinn,
sem nú er á ný staðfestur með
lögum; vér höfum heldur eng-
an enda getað fengið á samn-
ingunum, þótt vér um langan
tíma höfum leitast við að ráða
þeim til lykta“. En þetta vil
ég eigi, og ég get eigi viljað
það gagnvart landsmönnum
mínum, ég vil, að stjórnin hafi
stöðugt á sér ótta og andvara,
ég vil hún sjái, að þjóðréttur-
inn hér sé eigi fullnægjandi,
og því öll nauðsyn til, að hún
liafi aðhald til að halda samn-
ingunum áfram".
Eftir þetta sætti sú tillaga
nefndarinnar að fella 1. grein
Séra Eiríkur Kúld (1822—1893)
prófasfur ( Sfykklshólml. Hann
var þlngmaður SnæfeHinga 1853
—57 og þingmaður Barðsfrend-
inga 1865—1885.
frumvarpsins niður, ekki mót-
mælum og við atkvæðagreiðsl-
una var hún samþykkt með
16:3 atkvæðum. Jafnframt var
samþykkt sú tillaga frá séra
Eiríki Kúld, þingmanni Barð-
strendinga, að í álitsskjalið,
sem konungi yrði sent um af-
greiðslu frumvarpsins, yrði m.
a. sett beiðni um, að stjórnin
geri sitt ýtrasta til að fá því
framgegnt, að landhelgin nái
yfir alla firði og flóa á íslandi.
Þannig hafnaði Alþingi, að
ráði Gríms Thomsens, að fara
eftir þeirri tillögu stjórnarinn-
ar ,að Alþingi samþykkti þjóð-
réttinn um þriggja mílna land-
helgi. Þótt Grímur teldi, að
ekki yrði að sinni annað mögu-
legt en hlíta honum. vildi hann
ekki að Alþingi samþykkti hann.
því að íslendingar yrðu að
setja markið hærra og stefr.a
að því að fá stærri landhelgi
en þjóðarrétturinn yfirleitt
heimilaði. Grímur hefur oft
verið ásakaður fyrir það, að
vera fylgispakur dönsku stjórn
inni. en í þessu máli reis hann
gegn henni og stóð vörð um
íslenzkan málstað á eftirminni-
legan hátt. Hér naut þjóðin til
fulls hygginda hans og mikill-
ar þekkingar á erlendum stiórn
málum og samskiptum m.'lli
þjóða. Því vildi hann ekki
binda þ.ióðina við samninga
eðn réttarreglur. sem gátu orð
ið henni fjötur um fót síðar.
Danska stjórnin fór hinsveg-
ar ekki að vilja Alþingis. Hún
gaf frumvarpið út sem tilskip
un 12. febrúar 1872 og lét 1
greinina standa óbreytta. En
það batt ekki hendur Tsiend
>nsa bar sem »lþingi hafð;
fellt greinina. Þannig hafði At
bingi tryggt að fslendingar
gætu haidið áfram að berjast
fvrir stærri landhelgi en þá var
tajin samrýmast þjóðaréttinum.