Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU nnm — Þegar sá litli byrjar á bók, hættir harrn ekki fyrr en hann hefur loki'ð henni. — Skauzt þú nokkuS á veið- unum um daginn? — Já, ég skaut og skaut. — Og hvernig var árangur- inn? — Árangurinn, segir þú. Ja, það urðu að minnsta kosti nokkrir hérar alvarlega hrædd ir. Það var karl cinn, sem lengi hafði heyrt afar illa, og að lokum heyrði hann næstum ekki neitt. Svo fékk hann sér eitt af þessum nýmóðins heyrn- artækjum, sem varla sjást, en lét ekki heimilisfólkið einu sinni vita. Eftir nokkurn tíma hitti hann lækninn aftur, sem spurði hann hvernig gengi með heyrnartækið. — Það er eins og • að lifa nýju lífi, svaraði karl. — Svo það hcfur orðið gleði hpjá allri fjölskyldunni, sagði þá læknirinn. — Ég veit það ekki. Þau vita ekkert um apparatið enn þá. Þessa síðustu viku er ég búinn að heyra þau ósköp, að ég er búinn að þríbreyta erfða- skránni. Nokkrir félagar voru all- drukknir á veitingahúsi og sungu hástöfum ,,Yfir kald- an eyðisand“. Þeir voru að Ijúka vísunni og sungu langdregið og af gífurlegri tilfinningasemi þann- ig að tár komu í augu þeirra: „Nú á ég hvergi heima“, snar- ast kona eins þeirra inn úr dyrunum, þrífur í öxlina á manni sínum og segir: „Ég skal sýna þér hvar þú átt heima.“ í Flóanum var býli sem Voli hét, lítið og lélegt, og mun að jafnaði hafa verið efnalitlir menn, sem bjuggu þar. Eitt sinn ætlaði einn að fara að búa þar og hugði gott til búskaparins. Einhver spurði hvort ekki væru litlar og lélegar slægjui í Vola. — O, sei, sei, nei, sagði hinn. — Þetta er ótakmarkaður flaki út um allt. Hvítlaukurinn lengir lífið! Það kann satt að vera, en hvaða gleði hefur maður af einsetu- lífi? Ég var að leika mér að ritvél- inni, tölvunni, reiknivélinni og _ blekbyttunum. bað cr sannar- DÆMALAU5I >ega fjör á skrifstofunni... DENNI í Mexíkó og heitir „Yochi“. Móðirin lýsir honum þannig, að hann sé um 25 ára gamall, eða var þegar barnið kom undir, með kolsvart axlasítt hár og leit út eins og Indíáni. Sonurinn lík ist honum mikið. Ljóshærða þjónustustúlkan hitti hinn óþekkta elskhuga sinn á Lúciudaginn 13. des. 1966 á veitingahúsi í Stokk- hólmi. Þaðan fylgdi hún honum auðsveip til herbergis, sem hann hafði á leigu við skipasmíðastöð nokkra, en sonur Indíánahöfð- ingjans var sjómaður. Þarna var Ijóskan í góðu yfirlæti um nóttina. Síðan hefur hún ekki séð barnsföður sinn, en haustið 1967 leit ávöxtur ástar þeirra fyrst þennan synduga heim, og móðirin fór nú að hyggja að föðurnum. Utanríkisráðuneytið og sendi- ráð Svía í mörgum löndum hafa haldið uppi spurnum um son Indíánahöfðingjans. Einhvern tíma þóttist einhver geta rakið spor hans til ísrael, en ekki fannst „Yochi“ þar. Móðirin reyndi að fá sér dæmdan föður í undirrétti, en tókst ekki. Dóm- arinn sagðist svo sem trúa fram burði hennar, en veigraði sér við að dæma „Yochi" sem föð- ur barnsins. En nú er hinn virðulegi dóm- stóll Svea Hovratt búinn að dæma son Indíánahöfðingjans föður sonar síns. Er honum gert að greiða barnsmeðlag, sem er 160 sænskar fc’rónur á mánuði, allt frá fæðingu drengsins, þar til hann verður 17 ára, eða sam- anlagt 33 þúsund sænskar krón- ur. Erfitt er þó fyrir móðurina að fá aurana frá barnsföðurnum, sem ekki hefur hugmynd um þetta afkvæmi sitt og erfingja höfðingjatignarinnar í Mexíkó. En móðirin er búin að íá við- urkenndan föður að barni sínu og fær barnsmeðlagið greitt skil víslega af hálfu hins opinbera í velferðarríkinu. - * - * — Það mikið um að vera í kvennafangelsinu Fairlea í Mel- bourne í Ástralíu hér fyrir nokkru, þegar fangaverðirnir höfðu komið í veg fyrir að nokkrir fanganna kæmust í burtu. Kvenfangarnir, sem eru um 60 talsins, náðu tveimur álmum byggingarinnar á sitt vald, og börðust við fangaverð- ina vopnaðar stólum og borð- um. Sennilega hafa þó karl- mennirnir náð yfirhöndinni áð- ur en langt leið, þótt sögur fari ekki af þvx. - ★ - * — Ðimmt febrúarkvöld í 13 stiga frosti vældi þessi stóri fallegi svarti kisi ámátlega fyr- ir utan hús konunnar sem held- ur á honum. Hann hafði villzt að heiman frá sér, enda þá kettlingsgrey, og nú bað hann um að vei-ða hleypt inn, því að honum var svo kalt. Sannar- lega var tekið vel á móti hon- um af konunni sem hefur alið — ★ — ★ — June Carlsson hefur verið valin „bezt talandi“ sjónvarps- starfsmaðurinn í Svíþjóð. Það var blað fólks með heyrnar- skemmdir, Auris, sem efndi til skoðana könnunarinnar. Um það bil 300 manns tóku þátt í könn- uninni, og hvoi’ki meira né minna en 200 manns völdu June. Dómurinn um June Carls- son hljóðar á þá leið, að hún tali einstaklega sfcýrt, rólega en um leið sé hún lifandi bæði i tali og framkomu á sjónvarpsskerm inum. Niðurstaðan er því sú, að þeir, sem ekki hafa fulla heyrn, eða eru heyrnarlausir eiga auð- veldast með að grc' ia það sem hún segir, eða lesa af vörum hennar. Hefur June nú fengið silfurpening í verðlaun. Næstur June Carlsson að atkvæðamagni var Mats Hádell með 16 at- kvæði, og síðan Sven Lindahl með 9 atkvæði, svo sjá má. að stúlkan ber höfuð og herðar yfir samstarfsmenn sína. Nokkr- ir aðrir aðilar fengu eitt og eitt alkvæði, en það var sem sagt ekkert að ráði. hann svo vel, að hann er nú 3 kg. að þyngd. En það sem ef til vill er merkilegast við kisa, er að þessa frostköldu febrúarnótt kól hann svo illa á öðru eyranu, að hann missti það. Kisi er því nú aðeins með eitt eyra eins og við sjáum á mynd- inni. Það sakar ekki að geta þess að lokum, að konan og kisi eiga l.eima í Danmörku. - ★ - ★ — Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi nýlega fullkomlega óþekktan og ófinnanlegan mann sem föður að barni, sem 21 árs gengil- beina eignaðist fyrir þrem ár- um. Föðurins hefur verið leit- að í mörgum löndum en án ár- angui’s. Hið cina, sem möðirin veit um hann er, að hann er sonur „ekta“ Indíánahöfðingja ■t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.