Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 7
tAUGARDAGHR 8. maí 1971 TIMINN Lækniskysið og úrbætur / samgöngu ittálum ekt á baugi hjá íbúum Kópaskers '' -------- ---------'a ísSssiK — Blessaður minnstu á lækn isieysið, ef þú skrifar eitthvað héðan, sagði húsfreyjan á Sandhólum á Kópaskeri, við blaðamann Tímans, sem hafði viðdvöl á Kópaskeri fyrir nokkru, en læknisleysið, léleg- ar samgöngur og léleg mynd í sjónvarpstækjum, má segja að hafi verið rauði þráðurinn í1 samtölum við fólk í Norður- Þingeyjarsýsln. Það er víst áreiðanlega ekkert af því ýkt, sem íbúarnir á þessu svæði, segja um þessi mál, og furðu- legt í raun og veru, að lang- lundargeð þeirra skuíi ekki vera þrotið, þegar verið er að berjast fyrir ýmsu, sem fólki í öðrum landshlutum þykir jafn sjálfsagt, og að á eftir nótt kemur dagur. Það er sárgrætilega fyrir Kópaskersbúa, að skammt utan við Kópasker skuli vera nokk- uð góður flugvöllur, en þang- að er aftur á móti ekkert áætlunarflug, og hefur ekki verið í mörg ár. Barði Þórhallsteon útibús- stjóri Samvinnubankans á Kópaskeri hefur umsjón með flugvellinum, og er auk þess þaulkunnugur samgöngumál- um þarna um slóðir, enda fæddur og uppalinn nyrðra. Blaðamaður Tímans ræddi við Barða um samgöngumálin. og spurði hann fyrst um flugsam- göngurnar. —Hingað hefur ekki verið áætlunarflug á fjórða ár. sagði Barði, en áætlunarflug hingað hófst í kring um 1950. en 1967 var hætt að fljúga hing- að. Þá var komin hér upphlað- in braut, sem gekk þó erfið- lega að fullgera. Ástæðan fýrir því að hætt var að fljúga hingað, var sú að flugvöllur var byggður við Raufarhöfn, og þangað er nú flogið einu sinni í viku. — Fer fólk þá héðan til' Raufarhafnar, ef það þarf t.d. að fara til Reykjavíkur? — Nei, yfirleitt fara tllir til Húsavíkur, þótt þangað sé 100 kílómetra leið, og auk þess er ódýrara að fljúga frá Húsa- vík en frá Raufarhöfn. — En eithvað hlýtur flug- völlurinn hér nú að vera not- aður? — Já, já, hingað er tals- vert ,um leiguflug, og svo auð- vitað sjúkraflug, því að hér er enginn læknir, og oft betra að fljúga með sjúkling til Akur- eyrar eða Reykjavíkur, en fara með þá í bíl til Húsavíkur, þangað sem við þó eigum gð sækja okkar læknisþjónustu. — En samgöngur á landi? — Fyrsti kaflinn til að lok- K6pask«r séS úr lofti. SláturHústS og frystihúsiS til hægri, en byggingar kaupfélagsins upp af bryggjunni þessir smékaflar eru lagfærð- ir, myndi leiðin gjörbreytast. Yfir veturinn eru vegirnir mokaðir einu sinni í mánuði, en í vetur höfum við og Vega- gerðin verið svo heppin, að ekki hefur einu sinni þurft að nota alla þá mokstra. Vestan Axarfjarðarheiðar er enginn veghefill á okkar svæði, en veghefillinn sem okkur er ætl Barði Þórhallsson útibússtjóri ast á leiðinni Kópasker — Húsavík er kílómetra kafli hér sunnan við þorpið, og svo eru það smákaflar 100—500 metra, sem valda því að ófært er til Húsavíkur, og þess má geta að rétt við Húsavík er líka mjög slæmur kafli, sem oft er erfiður yfirferðar. Eí Kristján Ármannsson kaupfélagsstjóri að að hafa gagn af er á Þórs- höfn. Ef hér væri veghefill, mætti oft opna veginn á vetr- um með honum, og eins yrði vegurinn þá kannski heflaður oftar á sumrin. — Svo við snúum okkur að öðru, Barði, hvað er langt síð- an hér hefur verið læknir, og er ekki iæknisbústaðurinn hér í góðu lagi? — Við höfðum síöast lækni um tíma árið 1966, cn síðan ekki söguna meir. Við höfum fengið lækni hingað hálfs- mánaðarlega frá Húsavík og fer sá læknir líka til Raufar- hafnar, síðan læknislaust varð þar. Læknisbústaðurinn hér er í góðu lagi að því er ég bezt veit, og þar tekur iæknirinn á Aóti, þegar hann kemur. Það hefur meira að segja verið sagt að sá læknir sem hingað kæmi gæti komið á frakkan- um einum saman. því að í læknisbústaðnum er allt til alls. — Er það rétt sem hér hef- ur verið sagt, að læknarnir frá Húsavík konii hingað stundum á nóttunni. og iáti þá boð út ganga að þeir sem þurfi hans með, skuli mæta, jafnt full- frískt fólk. sem ungbtirn og gamalmenni? — Það er nú of mikið að segja að þetta komi stundum fyrir, en þetta liefur komið fyrir, og var læknirinn þá bú- inn að vera á ferðinni eftir snjóruðningstækjum allan dag- inn frá Húsavík, en að vísu með bíistjóra. eins og þeir eru alltaf læknarnir frá Húsa- vík. — Hvenær opnaði Samvinnu bankinn útibú hér á Kópa- skeri? — Útibúið hér var opnað í nóvember 1964, og hefur allt- af verið til húsa i kaupfélags- húsinu. Hér í útibúinu eru um 800 sparisjóðsreikningar og 170 ávísanareikningar. Bænd- ur nota orðið mikið ávísana- reikninga, enda getur það spar að þeim tíma og fyrirhöfn. Kaupfélag Norður-Þingey- inga á Kópaskeri • stcndur á gömlum merg, því að það er eitt elzta kaupfélag landsins, stofnað árið 1894. Höfuðvið- fangsefni Kaupfélags Norður- Þingeyinga hefur jafnan verið verzlun með algengar vörur og sala á landbúnaðarafurðum fyrir bændur á félagssvæðinu, þrátt fyrir að aðalstöðvar fé- lagsins séu við sjávarsíðuna. Kristján Ármannsson er kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, og tók við því starfi í b.vrjun september á s.l. ári, en vann áður á skrifstofu Efnagerðar- innar Sjafnar á Akureyri. — Þúwhefur komið hingað rétt fyrjr þyrjun sláturtíðar á s.l. hausti. Hvað slátruðuð þið miklu fé þá? — Hjá félaginu var slátrað 26.500 fjár á s.l. hausti, og er það svipuð tala og verið hefur á undanförnum árum. Slátur- húsið hér er gott, þar er hring- fláning, en samkvæmt áætlun um endurbyggingu sláturhúsa, þá verður húsinu hér breytt ár ið 1973, og þá komið á keðju- fláningu og því sem henni er tilheyrandi. , — Hér eru Hólsfjallasauð- irnir víðfrægu lagðir inn? — Já, það er rétt að bænd- ur á Hólsfjöllum leggja fé sitt hér inn, en það er nú víst lítið af sauðum þar á meðal. Annars er yfirleitt mjög vænt fé hér á félagssvæðinu, og mik ið af kjötinu í sláturhúsinu fer til útflutnings. T.d. voru um 95% af kjötinu verkað til út- flutnings árið 1969. Framhald á bls. 12. 1*.R jfgajm Myndirnar voru teknar fyrir nokkru er snjór var yfir öllu á Kópaskeri, en þó ekkert tiltakanlega mikill. Á myndittni til vinstri er vcrzluuarhús og hótel kaupfélagsins, en til hægri slátur. husið, frystihúsið og verkstæðisbyggingar. (Túnamynd Kári)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.