Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 2
r TÍMINN SUNNUDAGUR 9. maí 1971 TRÚ EÐA TRÚLEYSI Margir telja það sjálfsagt og tala um það, með nokkru yfir- læti og jafnvel hroka, að þeir séu trúlausir. Tæpast er þó hægt að búast við, að slikir menn og konur viti fyllil^ga, hvað þeir eru að tala um Þeir eða þær gætu með jafnmiklum hroka og jafn miklu yfirlæti talað um, að þeir væru vit-lausir og talið sér það til gildis á einhvern hátt. Trú er nefnilega jafn sjálf- sögð eigind og meðfæddur hæfileiki í manns^l eins og vit eða greind, skilningur og hugsun. Trúlaus manneskja, sem missir traust sitt til lífsins yfir- leitt, verður líka fljótlega brjál uð, missir um leið bæði hugs- un og vit. Þorirðu að fara upp á Akra- nes? Þorirðu að éta sælgæti í „sjoppunni“? Þorirðu að gleypa pillurnar, sem læknir- inn lét þig hafa úr lyfjabúð- inni í gær? „Já, auðvitað“, svarar þú. En það gæti verið briálaður maður við stýrið á skipinu. Hugsaðu þér, að einhver hefði nú sagt þér það áður en lagt var af stað. Nú eða bara ein- hver, sem ekki þekkti leiðina upp á Akranes sjóleiðis. Þú verður að hafa trú á stjój-n skipsins. Og kæmi einhver van- trausti eða annarri trú inn hjá þér, mundi viðhorf þitt og líð- an breytast strax. Það gæti verið eitrað sæl- gæti í „sjoppunni“. Þú trúir, að það sé búið til á venjuleg- an hátt, og því eturðu það með ánægju. Það er hugsanlegt, að lyf- salinn hafi afgreitt allt aðrar pillur en þú trúðir, að hann hafi gjört. Þú verður að trúa treysta öllu meira og minna í kring- um þig, svo að þú getir lifað blátt áfram hinu einfaldasta lífi í tilverunni einn einasta dag, hvað þá ævina alla. Og í raun og veru verður uppistaðan í þeirri trú, traust- ið á hinu góða, en hið góða er Guð. Séum við svipt þessu trausti, skapast vanlíðan, ótti, friðleysi, angist og kvíði. Það eru sjúkdómseinkenni raunverulegs trúleysis og leiða venjulega fljótt til algjörs brjálæðis. En jafnvel kolbrjáluð mann- eskja trúir á sinn hátt. Hún er síbiðjandi um lyf og lækn- ishjálp, af því að hún trúir þrátt fyrir allt, að það muni bæta úr ótta sínum, eirðarleysi, vanlíðan og hatri. Og sé litið í aðra átt, þá sést einnig, að vísindamaður- inn trúir á sínar kennisetning- ar, listamaðurinn á sínar hug- sjónir og aðferðir til tjáning- ar og framsetningar. Ætli ég upp á Akranes, þá trúi ég því, að skipið komist áleiðis ári þess að sökkva og ætli ég til Bretlands, þá trúi ég að þotan haldi sér í loft- inu alla leið til London eða svo lengi, sem flugstjórinn ætl- ast til. En kæmi einhver og hvísl- aði að mér, að einhver væri með sprengju í vélinni eða mundi ráðast á flugstjórann, þá yrði ég sviptur allri ró og í uppnámi af ótta og kvíða hversu mikil -fjarstæða, sem þetta mætti virðast hversu frá- leit persóna það væri sem söguna segði. Já, meira að segja við hvers- dagslegustu máltíð heima í mínu eigin eldhúsi, verð ég að trúa, gera ráð fyrir að kjötiðn- aðarmaðurinn og fisksalinn hafi nú gert sitt bezta, en ekki blandað eitri og meingun í matinn minn. En þetta nær lengra, já, miklu lengra en til hversdag- ins og hans margvíslegu til- brigða. Þessi trúarvitund, þetta traust þarf að ná til allra æðstu, hæstu og dýpstu lífs- vandamála, ef vel á að fara. Þá kemur guðstjúin til sög- unnar. Og guðstrú er ekki ann- að í eðli sínu en traust á sig- • ur hins góða í tilverunni. Guðstrúarmanneskjan treystir sigri ljóssins yfir myrkrinu, vorsins yfir vetr- inum, sigri lífs yfir dauðanum. Og hún breytir samkvæmt þess ari trú. Hún er í þjónustu hins góða, barn ljóssins, blóm vors- ins, þjónn lífsins. Því það er einkenni trúar- vitundar, trúarkenndar og til- finningar, að athafnir og að- staða manns fer eftir þeirri sannfæringu, þeirri trú, sem hann ber í hjarta og huga. Og því er trú svo mikils verð til gæfu og gengis. Og svo getur hún þá verið misjafnlega sterk, heit og traust, misjafnlega skynsam- leg. Trú á sigir hins vonda getur auðvitað verið til. En af henni leiðir allt hið versta. Og þar er talað um að snúa Fað- irvorinu upp á djöfulinn. En það er haft sem tákn um andstæðu guðstrúar. Og svo er til alls konar trú- araðstaða byggð á fjarstæðu og ósannindum, svokallaðar kredd ur, sem vel skyldi gæta sín gegn. En trú er þetta líka. Og get- ur verið mjög sterk, hættu- leg og áhrifarík. En á lítið skylt við guðstrú annað en það að vera sprottin úr sama jarðvegi í sálinni. Þegar fólk talar um trú- leysi sitt, eiga flestir við af- neitun sína eða vantrú gagn- vart einhverjum trúarsiðum eða trúarbrögðum, einhverjum venjum, orðum eða athöfnum, sem eru hin ytri tákn trúar, en ekki trúin sjálf. Ef til vill mætti slíkt til sanns \pgar færa. Sumir virð- ast eki þurfa á neinu slíku að haloa til eflingar trú sinni, öðrum virðist það aftur á móti mjög nauðsynlegt. Eitt er víst fegurð og hljóð- leiki. kyrrð og friður eflir og göfgar aðstöðu til guðstrúar og guðstraustið sjálft. En umfram allt, ekki að rugla saman trú og trúarbrögB- um, helgisiðum, erfðavenj- um og aldafornum trúarskoð- unum við guðstrú, traustið á sigri hins góða, eins og það kom fram hjá Jesú Kristi og flestum eða öllum bezti mönn um mannkynsins. Þessi guðstrú birtist í öllum eða flestum trúarbrögðum, sem eru vaxin frá frumstigi ótt ans, og því getur sannur guðs- trúarmaður aldrei fordæmt nein trúarbrögð, sem efla guðs traust. En segja má samt, að ekkert opinberi guðstrúna bet- ur en-kenning og fordæmi Krists. En þá þarf kenningin að vera laus úr böndum hinna ýmsu kreddna og fylgiskoð- ana sem hafa bland-hð hana og meingað á veg> aldanna. Þar þarf að bii’tast sem kjarni hinn guðlegi kærleikur hans, sem birtist í orðununi: „Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera“. Og „allt, sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Auðséð er, að andi þessara orða er hátt hafinn yfir blóð- fórnarkenningar trúarbragð- Framhald á bls. 10. — Sendum gegn póstkröfu um land allt — AKUREYRI — SÍMI 96-21400 VIÐSKIPTAVINIR NÆR OG FJÆR í VERZLUNARHÚSI VORU VIÐ GLERÁRGÖTU 36 HÖFUM VÉR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI GOTT ÚRVAL AFMARGSKONAR VÖRUMTIL RAFLA'GNA, BYGGINGA OG VÉLA RAFLAGNADEILD — BYGGINGAVÖRUDEILD — VÉLADEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.