Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 9. maí 1971 Ahugamannareglur ISI undir smásjá ísinn brotinn? Meðal mála, sem lágu fyrir sambandsráSsfundi ÍSÍ, er hófst í gær, voru tillögur um róttækar breytingar á áhuga- mannareglum ÍSÍ. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað, hvort tillögurnar voru samþykktar, en þær gengu út á það að fella ár gildi núgildandi reglur og beina því til sérsambandanna að semja áhugamannareglur hvert fyrir sig, en þó innan ramma áhugamannareglna, sem gilda hjá alþjóðasambönd um viðkomandi sambanda. Flestir munu vera sammála um það, að núgildandi áhuga- mannareglur ÍSÍ séu orðnar úr eltar. Hvarvetna í nágranna- löndum ökkar hefur orðið þróun í þá átt að rýmka áhugamannareglumar veru- lega. T.d. er tekið fullt tillit til vinnutaps, er íþróttafólk verður fyrir vegna þátttöku í keppni, en hér gilda mjög strangar reglur um slikt. Sömuleiðis hefur opnazt ný tekjuöflunarleið vegna auglýs- inga á félagabúningum, en hér á landi er slíkt algerlega bann að. Loks má benda á það, að hér gilda mjög strangar regl- ur um það, hvernig íþrótta- maður, sem gerzt hefur at- vinnumaður í grein sinni, öðl- ist áhugamannaréttindi sín aftur. Er honum gert að bíða í langan tíma, sbr. mál Her- manns Gunnarssonar, sem upp kom á sínum tíma og olli miklu fjaðrafoki. Sjálfskaparvíti á frummálinu „An American dream“. Leikstjóri: Robert Gist. Handrit: Rubin Mann, byggt á bók eftir Norman Mailer. Tónlist: Johnny Mandel. Kvikmyndari: Sam Leawitt. Bandarísk frá 1966. Sýningarstaður: Hafnarbíó. íslenzkur texti. Þetta er miðlungsafþreying- armynd, sem ber glöggt merki uppruna sína, Hollywood. Þeir hafa árum saman framleitt svona myndir um ríkt fólk, sem hefur það sér til skemmt- unar að kvelja hvort annað. Stephen Rojack hefur á hendi vinsælan sjónvarpsþátt sem tekur til meðferðar ýmis mál úr daglega lífinu. Rojack (Stuart Witman) hefur deilt mjög á lögregluna og segir hana þiggja mútur frá Mafí- unni. Eiginkona hans Deborah (E1 eanor Parker) er forrík og út- tauguð af drykkjusýki og öðr- um nautnum. Hún er nýkomin úr Evrópuferð, þegar hann fer til hennar og vill skilja við hana. Eftir heiftugar deilur og slagsmál, fellur hún fram af svölunum og deyr. Vitni að atburðinum er aðal Mafíubófinn og Cherry McMah on (Janet Leigh) fyrrum kær- asta Rojacks. Á lögreglustöð- inni hittast þau og þar er held ur betur þjarmað að Rojack af lögreglunni. Hann tekur upp sitt fyrra samband við Cherry, og býðst nú gull og grænir skógar hjá Sjónvarpsfé laginu, en nú er Mafían kom- in í spilið og er því ekki að sökum að spyrja. Því miður hef ég ekki lesið þessa bðk “MSnCTS^Og veit J>vl' i11 ■ ekki hvort söguþræðinum er fylgt út í æsar, en andi Mail- ers svífur yfir f samtali hjón- anna, þegar baneitraðar at- hugasemdir fljúga á milli. Síð- an í samtalinu við tengdaföð- urinn, þegar hvorugur hlustar á hinn og í lokasetningu mynd arinnar. Witman kemst nokkuð vel frá sínu hlutverki, er ekki ósennilegur sem stríðshetja, bæði lögreglan og Deborah eru sífellt að núa honum um nas- ir fortíð hans. Að visu er hann dálitið skyldur Dýrlingnum, þeg ar vinnukonan er að bjóða sig, og jakkinn greinilega of stór til þess að hann sýnist herða- breiður, en hann fer hvergi út í öfgar í túlkun sinni. Eleanor Parker leikur Deb- orah eftinninnilega, að vísu lít ið eitt yfirdrifin en dró samt upp mynd af konu sem stefn- ir til fjandans og vill draga manninn með sér. Janet Leigh var utanvelta, hvorki þessi járnharða drós eða stúlkan, sem á eitthvað óskemmt eftir í sjálfri sér. Hún er mikið til of ellileg til að vera sannverðug. í heild er myndin ekki illa heppnuð, spennandi og saman þjöppuð samt vantar einhvern herzlumun til að gera hana góða. Kannski er bara búið að gera of margar af hennar tagi, svo Mailer dugi ekki til svo út- koman verði skárri? P.L. Auglýsið í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI: 19523 TÍMINN Fróðlegt verður að vita, að hvaða niðurstöðu sambands- ráðsfundur ÍSÍ kemst um þetta mál. Verði tillögur nefnd arinnar, sem endurskoðaði regl urnar, samþykktar, er brotið í blað í sögu íþróttasambands- ins, sem. hefur verið mjög íhaldssamt í þessum efnum. Að hóta Stjórn Knattspyrnusam- bands íslands virðist einkar lagin við að lenda í árekstr- um og útistöðum. Nýlega var Knattspyrnuráði Rcykjavíkur settur stóllinn fyrir dyrnar vegna bæjakeppni, sem fyrir- huguð var í dag, sunnudag. Stjórn KSÍ kom þeim boðum áleiðis, að enginn leikmaður, sem tæki þátt í bæjakeppn- inni, kæmi til greina í lands- liðið, sem leika á gegn Frökk- um á miðvikudaginn. Þar með var bæjakeppnin úr sögunni, þar sem vitað er, að margir leikmenn Reykjavíkur og Akra ness eru í landsliðshópnum. f sjálfu sér er þessi afstaða stjórnar KSÍ mjög skiljanleg, in hins vegar var ástæðulaust að láta koma til árekstrar. Mál eins og þetta hefði mátt leysa í bróðerni, ef stjórn KSÍ hefði farið þess á leit við Knatt- spymuráð Reykjavíkur að fresta leiknum eða færa hann til. En slíkt var ekki gert. f staðinn er hótað — í skjóli þess, að Knattspyrnuráðið átti óhægt um vik. Setti ofan í við for- manninn Þessi vinnubrögð eru ekk- ert einsdæmi. Og þegar er ver ið að gagnrýna stjórn KSÍ — eða réttara sagt formanninn — þá er fyrst og fremst verið að gagnrýna vinnubrögðin. Svo iangt hefur þetta gengið, að einn af stjómarmönnum KSÍ, Hafsteinn Guðmundsson, neyddist nýlega til að setja ofan í við hann opinberlega. Hafði formaður KSÍ lýst þvi yfir, að engir lubbar — þ.e. síðhærðir leikmenn — kæmu til greina í landsliðið. En nú vffl svo til, að Hafsteinn Guð- mundsson er einvaldur um val liðsins, en ekki formaður KSÍ. Lýsti Hafsteinn því strax yfir, að hann veildi menn í landsliðið eftir getu en ekki eftir hársídd. Reglur um kyn- feréismál Síðar gerðist það svo, að formaðurinn bannaði leik- mönnunum að hafa kynmök fyrir leikinn á miðvikudag. Er formaður KSÍ sennilega að svara fyrir sig með þessu og sýna Hafsteini fram á það, að enda þótt hann sé einvaldur um val liðsins, sé formaður KSÍ alvaldur og nái vald hans inn í hjónarúm leikmannanna. En ekki fylgdi það^ sögunni, hvernig formaður KSÍ ætlar að fylgjast með því, hvort leik- mennimir halda boðorðið eða brjóta bannið. Verður þess sennilega ekki langt að bíða, að KSf setji leikmönnum ákveðnar reglur í kynferðis- málum og má þá búast við fjörugum umræðum á næsta KSÍ-þingi. — alf. Samband ísl. samvínnufélaga Veladeild Ármúlas, Rvtk. símí 38 900 Mjukir og híjoðiátír SV7 Japöttsku YOKOHAMA nylon hiólbardarnir hafa reynst öðrt&tn fretnur endingargóðír og óruggir á íslenzku vegunum. Ffölbreytt munsturog sUerðir fyrir allar gerðír bífreíða. HAGSTÆTT VERÐ Útsölustáðir um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.