Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 6
 TIMINN SUNNUDAGUR 9. maí 1971 Lagabreytingln um birtingu skattskránna 20. júní Eins og kuimugt er gerði síðasta Alþingi nokkrar breytingar á lög- unum um tekju- og eignaskatt, Meðal annars var samþykkt, að upphaf 39. greinar skattalaganna skyldi verða á þessa leið: „Eigi síðar en 20. júní ár hvert, skulu skattstjórar hafa samið og lagt fram skattskrár fyrir hvert sveitarfélag í umdæminu, en í henni skal tilgreina álagðan tekju- skatt og eignaskatt hvers gjald- anda.“ Áður en þessi breyting var gerð, hljóðaði upphaf 39. grein- arinnar á þessa leið: „Fyrir lok maímánaðar skulu skattstjórarnir hafa lokið ákvörð- un tekna og eigna og samið skatt- skrá fyrir hvert sveitarfélag í um- dæminu, en í henni skal tilgreina tekjuskatt og eignaskatt hvers gjaldanda. Skattskráin skal lögð fram eigi síðar en 1. júní.“ Ástæðan til þess, að meirihluti Alþingis, eða stjórnarflokkarnir, breyttu skattalögunum á þennan hátt, er næsta augljós. Þeir vildu ekki láta skattgreiðendur fá vit- neskju um skattana, sem þeim er ætlað að greiða á þessu ári, fyrir kosningar. Það er nefnilega fyrir- sjáanlegt, að skattar á einstakling- um munu stórhækka á þessu ári. Þess vegna varð það lagaákvæði að víkja, að skattskrár yrðu lagð- ar fram fyrir 1, júní eða 12 dög- um fyrir kosningar. 1 staðinn var ákveðið, að skattskrárnar þyrftu ekki að leggjast fram fyrr en 20. júní, eða viku eftir kosningarnar. Fölsun vísitölunnar Orsök þess, að skattarnir munu hækka í ár, er fyrst og fremst sú, að rfkisstjórnin hefur svikizt um að láta skattvísitöluna fylgja framfærsluvísitölunni. Rflrisstjórnin ákvað í vetur, að skattvísitalan skyldi verða 168 stig við álagningu skatta á þessu ári, en hún hefði orðið 196 stig, ef fylgt hefði verið framfærslu- vísitölu og miðað við grundvöll hennar árið 1964, en við hann eru frádrættir og stigar skattalag anna miðaðir. Þessi 28 stiga mun- ur á skattvísitölunni, skattgreið- endum í óhag, veldur því, að miklu þyngri tekjuskattur og -út- svar leggst á launahækkanir þær, sem urðu á síðastl. ári, en ella. Á hjónum með tvö börn og 300 þús. kr. nettótekjur á síðastl. ári, munar t. d. 16 þúsund kr., sem þau verða að borga meira í tekju- skatt og -útsvar samanlagt. Þann- ig er ríflegur hluti þeirra launa hækkana, sem láglaunafólk fékk á síðastl. árí, tekið aftur í hækk- uðum sköttum á þessu ári vegna rangrar skattvísitölu. Leiðréttiiígum hafnað Framsóknarmenn gerðu þrjár tilraunir á síðasta Alþingi til þess að fá skattvísitöluna leiðrétta. Fyrst fluttu þeir um það frv. í neðri deild, að hún yrði látin fylgja framfærsluvísitölu. Það frv. var svæft. Þá reyndu Fram- sóknarmenn að fá þessa tillögu samþykkta, þegar skattafrumvarp ríkisstjómarinnar var til með- ferðar í neðri deild. Þingmenn stjómarflokkanna sameinuðust um að fella þá tiUögu. Framsókn- armenn fluttu þessa tillögu svo aftur, þegar frumvarpið var til meðferðar í efri deild. Enn sam- einuðust þingmenn stjóraarflokk- anna um að fella hana. 13-16 þús. kr. skattarán Samkvæmt tillögum Fram- sóknarmanna hefði skattvísital- an orðið 196 stig við skattaálagn inguna *í ár, en ríkisstjómin hef ur ákveðið hana 168 stig, eins og áður segir. Á öðrum stað hér á síðunni, er gerður í fyrsta lagi samanburður á því, hver er munurinn á persónufrádráttum og skattstigum eftir því hvort vísitalan 168 eða 196 er notuð. í öðru lagi er gerður samanburð ur á þeim skattamismun, sem verður eftir því, hvor vísitalan er notuð. Þar er miðað við 300 þús. kr. nettótekjur, en sam- kvæmt áætlun Efnahagsstofnun arinar urðu meðaltekjur giftra verkamanna um 327 þús. kr. á síðastl. ári og er þetta meðaltal miðað við landið allt. Útreikningur þessi sýnir, að þegar miðað er við 300 þús. kr. nettótekjur, greiða einstakling ar um 14 þús. kr. meira í tekju skatt og útsvar vegna þess, að skattvísitalan hefur verið ákveð in 168 stig í stað 196 stig. Barn laus hjón greiða 13 þús kr. meira óg hjón með tvö börn um 16 þús. kr. Þetta eru þær upp hæðir, sem láglaunafólk er rænt með fölsun vísitölunnar. Skattfrfðindi hluta- bréfaeigenda Aðalefni hinna nýju skattalaga, sem samþykkt vora á síð-l asta Alþingi, er að gera arð af hlutabréfum skattfrjálsan að vissu marki. Samkv. þvx fær einstaklingur 30 þús. kr. hluta bréfaarð skattfrjálsan og hjón in 60 þús. kr. hlutabréfaarð. Hér er verið að veita fólki, sem yfir leitt er vel efnum búið, veru- leg skattfríðindi á sama tíma og launafólki er neitað um sjálf sagða leiðréttingu á skattvísitöl unni. Með þessu er jafnframt verið að opna nýja leið til ó- beinna skattsvika, eins og at- vinnurekendasamtökin bentu á í bréfi sínu til Alþingis. At- vinnurekendasamtökin sýndu fram á, að þetta gæti orðið til þess að smáatvinnurekendur stofnuðu málamyndahlutafélög til að öðlast skatthlunnindi á þann hátt. Ný skattsvikaleið Ólafur Björnsson prófessor, sem var andvígur þessari breytingu, skýrir það nánara í grein, sem hann birti í Mbl. 5. þ. m., hvern ig hér sé opnuð leið til að komast fram hjá skattalögunum. Ólafur segir: „Það, sem ég hafði þó eink um að athuga við ákvæðin um skattfrelsi hlutabréfaarðs, var, að ég fæ ekki betur séð, en að með því sé opnuð leið til þess að menn, sem hafa sjálfstæðan atvinnurekstur með höndum, geti fengið toppinn af tekjum sínum skattfrjálsan, með því að stofna málamyndahlutafélög utan um atvinnurekstur sinn. Frádráttur einstaklings kr. Frádráttur hjóna kr. Frádráttur vegna barns kr. Skattur á skatt- skyldar tekjur: TEKJUSKATTUR Vísitala 168 134.400 188.200 26.900 Vísitaia 196 156.500 219.500 31.300 9% af 0 — 62.200 0 — 72.500 18% af 62.200 — 104.200 72.500 — 121.500 27% af 104.200 og þar yfir 121.500 og þar yfir ÚTSVAR Vísitala 168 Vísitala 196 Frádráttur einstaklings kr. 58.800 68.600 Frádráttur hjóna kr. 84.000 98.000 Frádráttur vegna barns kr. 16.800 19.600 Útsvar á útsvars- ^ jjjf skyldar tekjur: 10% af " ’ 0 ^moo liilíM - • .... 0 — 39.200 20% af 33.600 — 100.800 39.200 — 117.600 30% af 100.800 og þar yfir 117.600 og þar yfir Til skýringar: — Skattvísitaian 168 er sú skattvísitala, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið við álagningu tekju- skatts og útsvars að þessu sinni. Skattvísitalan 196 er sú vísitala, sem hefði orðið, ef fylgt hefði verið fram- færsluvísitölu, eins og gert var ráð fyrir í tillögum Fram- sóknarmannaf MISMUNURINN í eftirfarandi dæmi er miðað við 300 þús. kr. skatt- skyldar tekjur og hvaða tekjuskatt og útsvar þurfi að greiða af þeim, eftir því hvort miðað er við skattvísi- töluna 168 eða 196. Miðað er við 6% afslátt á útsvari: Skattvísitala 00 'O Tekjuskattur Útsvar Einstaklingur kr. 30.033 55.300 Hjón kr. 15.362 48.200 Hjón með 2 börn kr. 9.780 38.800 Skattvísitala 196 Tekjuskattur Útsvar Einstaklingur kr. 21.204 50.500 Hjón kr. 7.965 42.200 Hjón með 2 börn kr. 1.611 31.100 Tekjuskattur og útsvar samanlagt Vísitala 168 Vísitala 196 Einstaklingur kr. 85.333 Hjón kr. 63.562 Hjón með 2 börn kr. 48.580 71.704 50.165 32.711 Gylfi Þ. Gíslason — AlþýSuflokkurinn er djúpt sokkinn undir forustu hans. . . . Jón Jónsson er tannlæknir. Hann myndar ásamt konu sinni og nánum vinum og ættingjum hlutafélag um rekstur stofu sinnar, án þess þó auðvitað að borga nokkurn eyri sem hlutafé. Síðan reiknar hann sér hóflegt kaup hjá „hlutafélaginu“, en afgangurinn af því sem hann vinnur sér inn verður „arður“ af hlutafé hans og þar af fær hann samkv. lögum 60 þús. kr. skattfrjálsar, ef hann er kvænt ur. Að vísu yrði „hlutafélagið" að greiða 15% af „arðinum“ f skatt, þannig að með því er sett undir þann leka, að smá- karlar eins og skósmiðir, at- vinnubílstjórar og aðrir slörir geti leikið þennan leik með hagnaði. En þeir sem hærri tekjur hafa „þéna“ á þessu um það bil 20 þús. kr. á ári, og það borgar vel ski-ásetningargjald fyrir „hluta- félagið.“ Djúpt sokkinn Vegna þeirrar markvissu stefnu Sjálfstæðisflokksins að bera hag stórra hlutabréfaeigenda sér- staklega fyrir brjósti, munu menn vart undrast yfir, þótt hann beitti sér fyrir umræddri lagabreytingu á Alþingi. Hítt sýnir bezt, hve núv. foringjar A1 þýðuflokksins eru djúpt sokkn ir í fen afturhalds- og auðvalds- hyggju, að þeir skyldu umtölu laust veita þessari lagabreytingu stuðning sinn og neita launþeg um á sama tíma um sjálfsagða leiðréttingu á skattvísitölunni. Jafnhliða sýna þeir svo þá ó- svífni að kenna flokk sinn við alþýðu og launafólk! í tíð þeirra Jóns Baldvinsson ar, Héðins Valdimarssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar hefði slíkt áreiðanlega aldrei get að gerzt. Þeir Gylfi, JEggert, Benedikt, Birgir og Bragi eru sannarlega af öðru sauðahúsi en hinir gömlu leiðtogar Alþýðu- flokksins. En sannarlega ættu þeir skatt- greiðendur, sem ekki er stórir hlutabréfaeigendur, að minnast þess, að stjórnarflokkarnir breyttu lögum til að koma í veg fyrir, að skattskrárnar yrðu birtar fyrir kosningar. Þeir ættu því að reyna að kynna sér í tæka tíð, hverjir skattarnir verða, því að eftir 20. júni er orðið of seint að kvitta fyrir þá og knýja fram eðlilegar breyting ar. Það geta menn gert í síðasta lagi 13. júní. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.