Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 10
10 TIMINN SUNNUDAGUR 9. maf 1971 4N| Búnaðarsam bands Kjalarnesþings Aðalfundur Búnaðarsambands |Kjalarnesþings var haldinn að Skiphóli £ Hafnarfirði 20. apríl. Formaður sambandsins Jóhann Jónasson skýrði frá störfum stjóm ar. Samþykktir aðalfundar ársins áður höfðu verið framkvæmdar svo sem efni stóðu til. Mótmælt hafði verið tillögu um náttúruvemd, en tillaga um ítölu í afrétti Gull- bringu- og Kjósarsýslu sendar til þeirra hreppa sem eiga samliggj- andi lönd við þær. Tvö ný tæki vom keypt, 12 tonna jarðýta og skurðgrafa með FB—Keykjavík, laugardag. Komin er út bókin Is og eldur eftir Hjálmar R. Bárðarson. Þetta er önnur bók höfundarins. I henni er lýsing lands og þjóðar. Bókin hefst á lýsingu hafíssins,, segir frá hafstraumum og ísreki við ís- land. Þá er rætt um jökla og skrið- jökla, myndun þeirra og eðli. Lýst er einstökum jöklum og rannsókn- um á þeim, hvernig snjór breytist í jökulhjarn, hvernig jökullón verða til og tæmast. Þá er rætt um vetrarsnjóinn, ísingu, klaka- bönd og svo hveri undir ís, og kalda vatnið í ám og vötnum. Lýst er ýmsum gerðum hvera, goshverum, leirhvorum oðg hcit- um lindum. Loks er skýrt frá eld- stöðvum á íslandi, ýmsum gerðum þeirra og ciginloikum, rakin er föstum armi. Kosta tæki þessi sam tals 5 milljónir króna. Fjárhagur Búnaðarsambands Kjalarnesþings var góður 1970. Hagnaður á rekstr- arreikningi og höfuðstólsaukning. Samdráttur varð í nautgriparækt á sambandssvæðinu, en á síðast- liðnu ári var allt sambandssvæðið sameinað í eina nautgriparæktar- deild. Fundargerð þess félags var borin upp á aðalfundinum. Þar kom fram að Mána á Bakka á Kjalarnesi var nythæst með 5693 lítra mjólkur. 93 jarðabótamenn voru styrktir saga Surtseyjargossins, frá upp- hafi til loka og lýst er Heklugos- iqu 1970. Þótt myndirnar séu allar teknar á Islandi' eða við landið, þá er sagt frá náttúrufyrirbærum, sem hafa almennt náttúrufræðilegt gildi, enda ísland viðurkennt óska- land allra jarðfræðinga og jökla- fræðinga. Megintexti bókarinnar er að nokkru með náttúrufræðilegu og sögulegu ívafi, en myndatextinn lýsir stöðum og náttúrufyrirbærum sem tekin eru sem dæmi til skýr- ingar. Alls eru í bókinni 172 bls. og 205 ljósmyndir. Þar af eru 83 lit- myndir, en auk þess 15 skýringar- kort og teikningar. Fyrri bók höfundarins er Land- kynningarmyndabók Island. á árinu en jarðabætur og bygging ar voru með minna móti en undan- farin ár og má kenna það erfiðu árferði. Nýjar tillögur samþykktar á þess um aðalfundi. Fundurinn mótmælir framkominni tillögu frá Stéttasambandi bænda að innflulningur kjarnfóðurs verði sameinaður undir eina yfirstjórn, svo og blöndun og mölui^ fóður- bætis, þar sem þessi innflutningur er að langmestu leyti í höndum bændasamtaka, sem jafnframt eru notendur fóðurbætisins. Tillögum var vísað til stjórnar að aðild í Nautgriparæktarstöð Búnaðarfélags Islands með hag- kvæmari framkvæmd frjódælinga. Einnig kom tiilaga frá búnaðarfé- lagi Kjalarneshrepps borin þar fram af Gunnlaugi Þórðarsyni, að eigi verði heimilað að hafa vél- knúna báta á vötnum sambands- svæðisins. Ný lög um Stofnlána- deild voru rædd, þar sem þau koma vð rekstur grasmjölsverksmiðja, en ein af þrem verksmiðjum l^ndsins eru á sambandssvæðinu. Úr stjórn áttu að ganga Jóhann Jónasson og Sigsteinn Pálsson en voru báðir endurkjörnir. Ennfrem- ur eru Einar Ólafsson, Einar Hall- dórsson og Ólafur Andi’ésson í stjórninni. Framkvæmdastjóri er Ferdinand Ferdinandsson. í frétt blaðsins í gær um fyrir- hugaða stálbræðslu Stálfélagsins h.f. misritaðist nafn framkvæmda- stjóra félagsins. Hann er Haukur Sævaldsson, verkfr., en ekki Þor- valdsson, eins og í fréttinni segir. Blaðið biðst velvirðingar á þess- ari misritun. Hjörleifur. Ólafsson hjá Vegagcrð- inni kom að máli við blaðið og sagði, að ekki væri rétt, að 5 tonna öxulþungi væri á Land- vegi, eins og frá hefði verið skýrt í blaðinu í gær. Sagði hann að þar gilti 7 tonna þungi. Leið- réttist þetta hér með. Morðhótanir Framhald af bls. 1. standi veðrið. Hitt er annað mál, lýsir hann yfir, að lög- reglan hafi eðlilega fullan rétt til þess að taka af sér starfið, og biðja sig að víkja frá. Svo gerist það í gær, að símastúlkan á lögregluvarðstof unni, sem fékk samtalið, upp- lýsir, að hún hafi á einhvern hátt víxlað símalínum, og sé það orsök þessa misskilnings. Það vildi nefnilega svo til, að Lindgren þurfti að hringja um mjög líkt leyti á lögreglustöð- ina út af einhverri fyrirspurn, en á sama tíma barst morðhót unin. Þegar svo símamenn fara að rekja símtalið rekja þeir það til Lindbergs. Segir nú símastúlkan, að þetta muni vera misskilningur, og einhver víxl hljóti að hafa orðið. beg- ar hún var að afgreiða Lind- berg. Hefur nú verið fallið frá öllum ákærum á Lindberg. lilIflJÍIN Styrkárssrn H/tSTARÍTTAHÖCUADUg AUSTUKSTRXTI t SÍMI »354 2000 manns Framhald af bls. 1. búnaði. Ef bornar eru saman^upp- lýsingar í fyrirtækjaskrá Hagstof- unnar og flokkun Hagstofunnar eft ir atvinnuvegi og vinnustétt í hon um, eru bændur milii 5100 og 5200. Samkvæmt athugun, sem fram fór á vegum Harðærisnefnd ar, var tala bændá í árslok 1967 4769, en þá voru ekki meðtaldir þeir, sem höfðu minna en 80 ær- gild bú og heldur ekki þeir, sem höfðu meiri tekjur af öðru en nam öllum brúttótekjum af land- búnaði. Mikill hluti þeirra, sem athugaðir voru en síðan felldir niður, voru búlausir menn, sem þó kölluðu sig bændur. Að und- anförnu hefur oft verið talið, að bændur væru um 5000 í landinu. Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, virðast styrkja þá skoð* un. Hins vegar notar landbúnað- urinn ekki allt vinnuafl þessara 5000 bænda, því að meirihluti bænda liefur tekjur utan búa sinna og stundum í verulegum mæli. Þar á móti kemur nokkurt aðkeypt vinnuafla í landbúnaðin- um. Samkvæmt tölu í októberhefti Hagtíðinda 1970, þar sem framtelj- endur eru flokkaðir eftir atvinnu- vegi, eru undir liðnum „búrekst- ur, gróðurhúsabú, garðyrkjubú o. þ.h.“ 7799 framteljendur. Eru það liðlega 8,2% af öllum framtelj- endum í landinu. f sama hefti Hag tíðinda er skrá yfir meðaltekjur kvæntra karla á aldrinum 25— 66 ára. Alls eru þeir 38.781, þar af 3093 bænæur eða 7.9%. Þessar tölur eru hér nefndar til að sýna fram á, að erfitt er að segja með nokkurri nákvæmni, hve mikill hluti þjóðarinnar vinn- ur að iandbúnaði. Tölurnar gætu bent til þess.að þetta væru 8—9% Þó er þess að gæta, að framlag húsmæðra og ungiinga innan 16 ára aldurs er mikið í landbúnaði og nýtist vinnuafl þessara aðila því betur þar en í flestum öðrum at- vinnugreinum. Ekki verður hér gerð atliuga- semd viö þá fullyrðingu, að land- bunaðurinn framleiði 6—7% þjóð arteknanna. Hin milda fjármagns- þörf hans rýrir tekjur einstaklings ins, sérstaklega vegna þess að lán í landbúnaði eru til skamms tíma miðað við önnur lönd. Til saman- burðar má geta þess, að ánð 1969 var framlag fiskveiðanna 8,6% af þjóðartekjum og flutn- ingastarfsemi 7,9% samkvæmt upp lýsingum Hagtíðinda. , Verðlag landbúnaðarvara skal við það miðað samkvæmt sérstök um lögum, að heildartekjur þeirra, sem landbúnað stunda, skuli vera í sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra ákveðinna starfshópa. Hækkanir verðlags landbúnaðar- vara koma jafnan nokkrum mán- uðum eða jafnvel heilu ári á eftir þeim verðbreytingum, sem hækk- uninni valda. Þetta er ein ástæð- an fyrir því, að tekjur bænda hafa undanfarið verið lægri en annarra sambærilegra starfshópa. Hér eins og í öðrum nágranna- löndum okkar nýtur landbúnaðaur fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvalds- ins og ber þar hæst útflutnings- bætur, sem eiga að tryggja það, að bændur fái fullt verðlagsgrund- vallarverð, þótt útflutningur nemi EFLUM OKKAR HEIMABYGGÐ SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN .SAMBAND ÍSL. SPARISJÓÐA 10% af framleiðsluverðmæti. Þótt landbúnaðurinn fái þær tekjur, sem honum ber að einhverju leyti beint frá ríkinu, verður það tæp- ast talið rýra framleiðni landbún aðarns. Hitt er svo annað mál að hér, eins og víðast annarsstaðar í nágrannalöndum okkar, á land- búnaðurinn í vök að verjast fjár- hagslega. Batnandi afkoma almenn ings kemur fyrst og fremst fram í aukinni notkun ýmissa iðnaðar- vara, en verðmætamat landbúnað- arvaranna verður útundan. Eins og áður segir, stunda tæp- lega 8% kvæntra karla á aldrinum 25—66 ára landbúnað. Vinnuafl þessa aldursflokks kvæntra karla ásamt vinnuafli einhleypinga á sama aldri skapar megnið af því, sem skýrslur kalla þjóðartekjur. í landbúnaði hvílir meirihluti fram leiðslunnar á hcrðum giftra kvenna, unglinga og roskins fólks en í öðrum atvinnugreinum. Þetta hækkar nokkuð vinnuframlag land búnaðarins. Gildi landbúnaðarins verður þó vart metið eingöngu með hliðsjón af framleiðni. Bóndi sem selur ullarreyfið fyrir minna fé en kostar að ná því af kindinni getur ekki sýnt mikla framleiðni á ullarframleiðslu. Samt sem áð- ur getur það verið þjóðfélaginu mikilsvert, að ullin komi til sölu- meðferðar. Þeir, sem vinna við ullina eftir að bóndinn hefur sleppt af henni hendinni, taka sitt umsamda tímakaup þeirra f-ram- leiðni er í lagi. Gildi landbúnaðarins í dag bj'gg ist að verulegu leyti á því að hann framleiðir hráefni til mikilsverðs iðnaðar. Kringum tvö þúsund manns vinna í verksmiðjum, sem vinna úr landbúnaðarvörum og fjöldi annarra starfshópa hefur atvinnu sína beint eða óbeint af landbúnaði. Landbúnaðurinn er því mikilvægur fyrir atvinnulífið í landinu og það mat sem á hann •er lagt í óðurnéfnum ummælum Gylfa Þ. Gíslasonar menntamála- ráðherra hlýtur því að teljast meira en vafasamt.“ Með ungu fólki Framhald af bls. 3. séu ein þau trúarbrögð, sem eru í örustum vexti í heimin- um í dag. Lokaorð Margrétar og Gis- berts í þessu spjalli okkar, voru þessi: — Okkur finnst að Bah'ai trúarbrögðin séu trúar- brögð fyrir alla. Það skiptir ekki máli hvaða litarhátt ein- staklingurinn hefur hvort hann er ungur eða gamall, rík- ur eða fátækur, Við erum öll falleg blóm í sama garði. Hann verður fallegri ef það eru fleiri litir á blómunum og þau bæði ung og gömul. Kírkjuþáttur Framhald af bls. 2. anna, sem blandazt hafa kirkju- kenningum sem gyðinglegur og heiðinn arfur. Hið sama mætti og segja um friðarþægingarkenningu og fordæmingarkenningu, sem endurspegla hatur, hefndir og refsigleði, sem er eins fjarlæg anda og kenningu Krists og hugsazt getur. Guðstrú, trúin á sigur hins góða getur aldrei dæmt neinn til eilífra kvala og þjáninga. Hún viðurkennir aldrei þá uppgjöf hins góða Guðs, sem kemur fram í fordæmingu og trú á refsingu í helvíti. Allt slíkt er Kristsvinum hrylli- leg .afbökun trúar og hreinasta guðlast og eins fjarlægt guðs- trú og hugazt getur. „Trú þú frjáls á Guð hins góða. Guð er innst í þinni sál“, Þú er skapaður til samfélags við Gr.ð kærleikans. Árelíus Níelsson. GAF GUÐBRANOS BIBLIUR IGÞ-Stokkhólmi, laugardag. unga höndum í forsetafevðinnl til Noregs og Svíþjóðar. Færði Tvær Guðbrandsbiblíur, forsetinn Ólafi Noregskonungi ljósprentaðar, sem eru orðnar aðra, og Gústaf Adolf Svíakon- allsjaldgæfar, hafa lent í kon- ungi hina. Syrtlingur, tekið þriðja júlí 1965 ein myndanna úr bókinni. IS OG ELDUR eftir Hjálmar R. Bárðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.