Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 11
£gBrara>AGUR 9. maí 1971 TIMINN 11 Jesas Chríst: Superstar. ★ ★ ★ MCA: Fálkinn. Á síðari árum er farið að brydda mikið á miklum áhuga á ýmsum trúarbrögðum og boð- berum þeirra, meðal ungs fólks í uppreisn víðs vegar um vest- urlönd. Slíkt hefði verið hlægi- legt fyrir fimm eða sex árum, en í dag er áhugi á trú nærri því að vera tízka. Við þurfum ekki annað en að líta á viðtöl við íslenzka hljómsveitarmenn. En erlendis, og þó einkum í Bandaríkjunum, hefur trú átt mikil ítök í mörgum ágætum tónlistarmönnum, oft samfara mikilli neyzlu LSD. Má þar til dæmis nefna Brian Wilson úr Beach Boys og Erik Burdon úr War. Og nú síðast Dylan sjálfan. Fræg er auglýsingin, sem birtist fyrst í einhverju neðanjarðarblaði vestanhafs: „Eftirlýstur vegna undirróðurs og glæpsamlegra stjómmála- skoðana flokks og samsæris gegn ríkjandi stjóm. Hann er fátæklega klæddur, sagður vera trésmiður að atvinnu — van- nærður, haldinn draumóra- kenndum hugsjónum — hefur sézt í fylgd með verkafólki, at- vinnuleysingjum og hippalýð. tiöendingur sennilega af Gyð- mgaættum — gengur undir ýmsum dulnefnum: konungur ftfðarins“, — „manns sonurinn“, — JErelsari", „ljós heimsins“, og svo framvegis. Atvinnumúg- æsingamaður, rauðskeggjaður, með ör á höndum og fótum eför meiðsli, sem hann hlaut af höndum reiðs mannfjölda undir stjóm ábyrgra borgara og Bgreglu." Slíkur skilningur á Kristi er að aukast gífurlega, sumir lesa alla Biblíuna og hafa gaman af. Mér finnst þessi saga hugljúf og því særir það mig að hún skuli ekki takast betur en þetta á þessum tveim skífum. Þetta er gífurlega vandað verk, vel upp- tekið, með mörgum skemmtileg- um stefum. Höfundamir eru báðir komungir menn Andrew Lloyd Webker og Tim Rice. En útsetningamar er flestar gerðar að einhverju leyti fyrir stórar hljómsveitir og við eram kæfð í glassúrflóði, þó með einstaka kafla hér og þar, sem er þá með rokksveiflu. Slíkir kaflar era ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja hús á Hvolsvelli fyrir Landsbanka íslands og Sýslumannsembættið. Útboðsgögn verða afhent gegn kr. 2.000,— skila- tryggingu í Sýsluskrifstofunni, Hvolsvelli, útibúi Landsbankans, Selfossi og skipulagsdeild Lands- bankans, Austurstræti 10, Reykjavík, frá og með mánudeginum 10. maí. Tilboð verða opnuð mánudaginn 24. maí n.k. kl. 14.00 í skipulagsdeilds Landsbankans, Reykjavík. Ian Gillan. ágætir, en með hinu koma þeir sem skrattinn úr sauðarleggn- um. Sagan sjálf er nú orðin sú, að Jesús safnar um sig fólki sem dýrkar hann. Þegar Júdas sér fram á það að æ fleiri og fleiri bætast í hópinn fyllist hann örvilnan vegna þess að hann trúir ekki tali Jesú um Guð og sæluríkið. Hann rífst því við Jesú, finnur að við hann um samband hans við Maríu Magdalenu og fæt'á móti sér ásakanir um sviksemi. Hann á- kveður því að framselja Jesú prestunum. Júdas er sá í þess- ari ópera sem ber höfuð og herðar yfir aUa hina. Jesú verð- ur ekki annað en eigingjarnt smámenni og prestamir, Pontius Pílatus og Heródes eins og Björnebanden í Andres Önd. Lítið er stuðzt við þær setning- ar' sem eru svo ágætlega sam- settar og lagðar í munn Kristi í Biblíunni. Allt sem hann hef- ur að segja er í hundflötum dægurlagastíl. Það sem fyrst og fremst bregzt við þessar skífur er meðferð sögunnar; tónlistin stendur fyrir sínu og hljóðfæraleikurinn yfirleitt. Söngur er með prýði, sérstak- lega hjá Murray Head, sem er ungur leikari, og syngur Judas. Einnig hjá Yvonne EUiman, sem syngur Maríu Magdalenu. Ian Gillan í Deep Purple sýnir þarna á sér nýja hlið, ólíka því sem maður á að venjast. Þó getur hann ekki stillt sig um að öskra nokkram sinnum, þess- um frægu öskrum. Það væri óskandi að þetta verk yrði kynnt aftur í útvarpinu, og þá á viðfáðanlegri tíma. Leifur Þórarinsson kynnti það í Á elleftu stund, en það hefur eflaust farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum. Góður tími ’ væri t. d. á sunnudagseftirmið- degi. Þá er yfirleitt hellt yfir mann Wagner, svo gott væri að breyta til. Það er nefnilega líka hægt. Baldvin Baldvinsson. VW 9 jnanna - Landrover 7manna í * i* SPEGILLINN kemur út 10 sinnum á ári-------------- áskriftargjald er kr. 420,00. Undirrit. óskar að gérast áskrifandi að SPEGLINUM. Nafn Heimilisfang Staður SPEGILLINN Pósthólf 594 — Reykjavík. Eldhúsinnréttingar Fataskápar BÍLASKOÐUN & STILUNG Skúlagöfu 32 LJÚSASTILLINGAR BERCUR LARUSSON HF. ÁRMÚLA 32 — SIMI 81050: HJÚLflSTILLINGAR fV! ÖTO R STÍLLlNGfl R LáfiS stilla i tima. <J Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Plastpokar í öllum stæröum - áprentaðir í öllum litum. Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðariausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateikniiig- um. Gerum fast verðtilboð f eldhúsinnréttingar, með eða án. stálvaska og raftækja, fataskápa, inni- og útihurðir, sólbekki og fleira. Bylgjuhurðir. — Greiðsluskilmálar. — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar. Margra ára reynsla. Verzlunln Óðinsforg h.f., Skólavörðust. 16. Sími 14275. — Kvöldsími 14897. h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.