Tíminn - 09.05.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 09.05.1971, Qupperneq 5
iWCWPAÆPR 9. maí 1971 ——•—------------ TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Þa'ð er frá Gjaldheimtunni Itmheimta útvarpsgjalda er meira og minna í gangi árið um kring. Er jafnvel stundum veri'ð að hóta innsiglun á tækj- um til að herða á greiðslum, og málið sótt af kappi þessa og þessa stundina. I haust gekk ein slík inn- heimtu hrota yfir með tilheyr- a-ndi tilkynningum um aðgerð ir, yrði útvarpsgjaldið ekki borgað. Þetta var í sláturtíð inni. Um líkt leyti þótti Árna Gunnarssyni, fréttamanni, henta að bregða sér með hljóðnem- ann í afgreiðslur sláturhúsanna hér i borginni til að spyrja kon- nr út úr í sláturtiðinni. Kom hann m. a. í portið hjá Afurða sölunni á Kirkjusandi. Sá hann tvær konur koma kjagandi full kiyfja'ðar með matvæli. Sneri hann sér að annarri og sagði af sinni alkunnu kurteisi: Ég heiti Árni Gunnarsson og er frá útvarpinu. Án þess að honum tækist að skýra frekar frá er indi sínu, vék konan úr vegi, og sagði hálf óttaslegin um leið: — Ég er búin að borga, ég er búin að borga. Það eru margar ar sögur um Twain. Hér er ein. — Kæri -Mark Twain v-f.’-i -rTfr.r-- aði ritstjóri að vel þekktu amerísku vikublaði til hins þekkta og grínfulla rithöfund- ar. — Ef ég verð ekki búinn að fá hina umsömdu grein- innan 24 klukkustunda, kem ég upp í íbúðina yðar og sparka yður niður stigann. Og ég er maður, sem alltaf held orð mín! Þessu svaraði Mark Twain á þessa lund: — Kæri ritstjóri! Ef ég ynni allt mitt starf með fót- unum — myndi ég líka halda orð mín! DENNI Förum inn, það eru li'ðnar tvær — . vikur síðan þeir sögðu okkur, DÆMALAU b I að koma aldrei aftur. Elizabeth Taylor er lengi að tileinka sér tízkuna. Nú er hún komin í stuttbuxur, og þær fara henni alls ekki sem verst, enda hefur hún líklega losnað við eitthvað af auka- kílóunum, sem hún safnar allt- af annað slagið á sig. Hér er hún með manninum sínum Richard Burton. Þau hjónin tóku nýlega í fóstur 8 ára gamla stúlku, frá Tahiti. Annars hafa þau áður tekið barn í fóstur, Maríu, sem nú er 10 ára, og — ★ — ★ — fædd er í Þýzkalandi, og þaðan er einnig Liza 13 ára, dóttir þeirra. Miehael 18 ára er elzt- ur barna Liz, hann er nýgiftur, en Christopher er næstur 16 ára. Fólk hefur mikið rætt um, að Liz Taylor og Richard Bur- ton séu ekki hæf til þess að hafa börn vegna lifnaðar síns, en aftur á móti segja aðrir, að fjölskyldan sé einstaklega sam- hent og til fyrirmyndar á allan hátt — ★ — A — Birgitte Bordot, sem nú er orðin 36 ára gömul, er ein þeirra, sem fólk þreytist ekki á að tala um. Nú er hún sögð hafa fundið sér nýjan mann. Það hefur reyndar verið sagt nokkrum sinnum áður, svo ekki er vízt, að það sé rétt, fremur en fyrri daginn. Franska blað- ið France-Soir fullyrðir, að nú sé þetta engin venjuleg kjafta saga, heldur blákaldur sann- leikur. Sé það rétt verður þetta fjór'ði eiginmaður Bordot. Nú er sá hamingjusami sagður heita Christian Kalt, Frakki, og kennari að mennt. Um þessar mundir leikur þessi kunna kyn- bomba í kvikmynd með fyrsta manni sínum Roger Vadim, en það var einmitt liann, sem skap- aði hugtakið BB. Nú segir hann, — Vonandi verða straumhvörf í lífi Brigitte við þessa kvik- mynd. Hún getur ekki um alla eílífð látið sér nægja að prýða forsíður blaðanna. - ★ - * — Olivia Hassey — sú sem fór með hlutverk Juliu í kvikmynd inni Romea og Julia — hefur nú gift sig. Einká-Rómeóinn hennar heitir Dino Martin. Hann hefur nokkuð komið við sögu pop-tónlistar og dægurlaga söngs, og er sonur Dean Martin, hins þekkta kvikmyndalcikara. Hér á myndinni er tengdafað- irinn Dean og tengdamóðirin Jeamie að óska unga fólkinu til hamingju eftir hjónavigsluna. Olivia Hassey varð fræg um allan heim, og þá reyndar heyrði Dino Martin líka fyrst um hana, fyrir nokkrum árum, þegar hún aðeins fimmtán ára gömul lék hlutverk Julíu í hinni frægu mynd, sem ítalski stjórnandinn Franco Zeffirellis stjórna'ði. Olivia var uppgötvuð þar sem hún sat á skólabekk, og hún fékk ekki að koma fyrir augu spurulla blaðamanna fyrr en kvikmyndin hafði verið full- gerð. Olivia og Dino gengu í það heilaga á Riviera hótelinu í Las Vegas.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.