Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.05.1971, Blaðsíða 7
IUNNUDAGUR 9. maí 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinason (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- atjómarskrifstofur í Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- etofur Baeikastræti 7. — Afgreióslusimi 12323. Auglýsingasími: 19623. AOrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mámuði. innanlands. f lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda hf. Uppsögn landhelgis- samninganna Eftir sjónvarpsumræðurnar á dögunum um landhelg- ismálið, er það enn ljósara en áður, að höfuðágrein- ingurinn er um afstöðuna til landhelgissamninganna, sem voru gerðir við Bretland og Vestur-Þýzkaland árið 1961. Stjórnarandstaðan telur það þurfa að vera fyrsta skrefið í hinni nýju landhelgissókn að segja þessum samningum upp til þess að íslendingar þurfi ekki einir þjóða að leggja það undir úrskurð Haagdómsins, ef þeir færa landhelgina út. Stjórnarflokkamir eru hins vegar mótfallnir uppsögn, án þess að færa nokkur rök fyrir því hvers vegna þeir vilja halda í samningana. Þeir viðurkenna þó, að samningarnir séu uppsegjanlegir, enda þótt ekki séu í þeim nein sérstök uppsagnar- ákvæði. Ef til vill stafar þessi andstaða stjórnarflokkanna gegn uppsögn landhelgissamninganna að einhverju leyti af því, að þeir stóðu að þessari samningagerð á sínum tíma. Aðalatriðið er þó, að flestar eða allar forsendur hafa breytzt síðan og því eiga allir landsmenn að geta verið sammála um uppsögn samninganna nú, hver sem af- staða þeirra kann að hafa verið fyrir 10 árum. Mikil- vægust er sú breyting, að veiðitækninni allri hefur fleygt fram, skipin stækkað og fengsælli veiðiaðferðir og veiðitæki komið til sögunnar. Hættan, sem fiskstofn- unum er búin, hefur þannig margfaldazt. Stöðugt era líka að verða breytingar á víðáttu landhelgi hjá hinum ýmsu þjóðum og meðan líkur eru til að sú þróun geti haldið áfram, getur það ekki talizt hlutverk alþjóðadóma að fjalla um þessi mál. Það verður að gerast á öðrum vettvangi. Þannig mætti rekja þetta áfram. Þær forsend- ur, sem kunna að hafa réttlætt umrædda samninga fyr- ir 10 árum, eru því á bak og brott. Þess vegna á þjóðin öll að geta staðið að uppsögn samninganna nú, hver sem afstaðan kann að hafa verið fyrir 10 árum. Þetta skilja áreiðanlega fjölmargir óbreyttir fylgis- menn stjómarflokkanna, þótt forustumenn þeirra láti hér stjómast af furðulegri tregðu og þráa. Um þetta efni þarf þjóðin að kveða upp skýlausan dóm í kosning- unum 13. júní. Hún verður að nota sér hinar brostnu forsendur til að losna úr hafti landhelgissamninganna frá 1961. Opnuð leið til aukinna skattsvika Það er kunnara en frá þurfi að segja, að skattaeftir- liti er hér ábótavant. Miklar fjárhæðir eru dregnar und- an skatti eftir ýmsum leiðum. Stjórnarflokkamir bættu þó einni slíkri leið við á síðasta Alþingi með því að ýta undir stofnun fjölmargra málamjmdahlutafélaga, sem skapa aðstöðu til að breyta skattskyldum laimatekjum í skattfrjálsan hlutabréfaarð. Ólafur Björnsson prófessor skýrði þetta greinilega í grein í Mbl. fyrir nokkra, og er nánar vikið að því á öðram stað í Tímanum í dag. Fátt sýnir betur óstjórnina hjá stjómarflokkunum en að skattsvikaleiðum skuli fjölgað í stað aukins skatta- eftírlits. Vissulega er það orðið tímabært að hér komi Q sögu ný vinnubrögð og nýir menn. Þ.Þ. JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Er Muskie aö missa forskotiö sem forsetaefni demokrata? Enn virðist hann vera sigurvænlegasti frambjóðandi þeirra SÁ maSur, sem er á vörum flestra í reyksölunum í Was- hington um þessar mundir er Ed „stóri“ Muskie frá Maine. Sú er orðin raunin allt í einu, aS allir þeir, sem líklegir eru til aS keppa um forsetafram- boS í báSum flokkum, hafa hann aS bitbeini. Sá, sem tek- ur fram úr í kapphlaupinu, sætir venjulega þessari meS- ferS. Geta má þessa til dæmis, aS John Mitchell dómsmálaráS- herra, sem stjómaSi kosninga- baráttu Nixons síSast og kann aS taka þaS aS sér á ný, lætur í ljós þá skoSun, aS Muskie muni ekki takast aS hljóta útnefningu Demokrataflokks- ins til framboSa. Hann heldur, aS líklegir frambjóSendur Demokrataflokksins rífi hver annan í sig í forsetakosningun um og flokkurinn verSi aS lok um aS sætta sig viS hrakinn og illa leikinn frambjóSanda, „aS líkindum annaS hvort Humphrey eSa Kennedy". LÍKLEGIR franibjóSendUr Demokrataflokksins halda enn þaS heit sitt, aS gagnrýna ekki hver annan opinberlega, en í einkasamtölum reyna flestir aS hnýta í öldungadeildarþing- manninn frá Maine. Þeir lýsa vanþóknun sinni á því, hve Muskie skipuleggi illa baráttu sína, sé óákveSinn og auk þess reynslulaus bæSi í vandamál- um þéttbýlisins og utanríkis- málum. Hann sé því eins konar nýr Adlai Stevenson, sem þó skorti málsnilldina, sem hinn gamli Stevenson var gæddur, svo og stjórnmálareynsluna, sem hann gat byggt á. Lýsingin hér á undan á ein- ungis viS þaS, sem fram fer í Washington. Aumingja Ed Muskie. Hann hefur ekkert til aS stySjast við nema fólkið, skoðankannanimar og sína eig- in heimafengnu einbeitni. Hann er staðráðinn í að láta þvaðrið lönd og leið, haga baráttunni eftir eigin höfði og herða á þegar honum sjálfum sýnist. Hann játar, að gagnrýnin kunni að hafa við eitthvað að styðjast. Hann hafi ef til vill verið framgjam, stundum kannski talað ógætilega um Vietnem, hafi ef til vill ekki haft næga reiðu á hlutunum, en rétt sé aS bíða og sjá, hvað setur. Almenningur er sífellt að „draga upp mynd af mér,“ segir hann, og þetta á eftir að ágerast til muna, en ekkert liggur á. MIJSKIE hefur að undan- förau bragðizt þann veg við gagnrýninni, að hann hefur hert baráttuna og er harð- skeyttari við ríkisstjórn Nix- ons en áður. Hann hefur einnig aukið við starfslið sitt, en vantar enn reynda ráðgjafa í stjórnmálum. Hann hefur tek- ið afstöðu til máls Calley, stutt almenn andmæli gegn styrjöld- MUSKIE inni í Vietnam, en þó ekki snúizt á sveif með harðvítug- ustu andmælendunum. Einnig hefur hann ráðizt á ríkislög- regluna fyrir sumt af snuðri . hennar og vinnur kappsamlega en í kyrrþey að vandamálum þéttbýlisins og utanríkismál- unum. Þrátt fyrir þetta hefur for- skot hans ekki aukizt síðan um áramót. Ef til vill er ástæðan sú, að hann er ekki sjálfur Sannfærður um, að þau mál, sem nú era efst á baugi — eða styrjöldin og efnahags- málin — verði að tólf eða fimmtán mánuðum liðnum jafn mikilvæg og þau virðast nú. Hann hefur því dregið af sér og sparar orku sína og vopn þar til síðar. SKIPULEGGJENDUNUM í Republikanaflokknum kemur þetta vel. Þeim þætti stóram miður ef Muskie næði þegar í upphafi því forskoti, að hann mætti heita viss um að bera sigur af hólmi í baráttunni um tilnefninguna og gæti því kom izt hjá óþægindunum, sem era samfara átökunum í forseta- kosningunum. Baráttumenn Republikanaflokksins líta svo á, að því lengur, sem hann bíður, þess meiri möguleikar séu á, að gengi Demokrata- flokksins kunni að hraka aft- ur og styrjöldin og efnahags- málin kunni að missa eitthvað af mikilvægi sínu. Mitchell dómsmálaráðherra heldur til dæmis, að Republik- anaflokkurinn hafi tímann með sér. Hann segir, að eng- inn hafi enn beðið sig að stjóma kosningabaráttu sinni árið 1972, „og ég gerist ekki sjálfboðaliði." En hann álítur, að kvartanir undan styrjöld- inni og atvinnuleysinu verði minna áberandi að ári en þær eru nú, og engum muni takast að sameina Demókrataflokk- inn, — ekki Muskie að minnsta kosti. MITCHELL kvíðir ekki svo mjög afstöðu þeirra 18 til tuttugu og eins árs kjósenda, sem taka í fyrsta sinni þátt í forsetakosningunum árið 1972 og era um hálf tólfta milljón að tölunni til. Skoðanakannan- ir Gallup-stofnunarinnar hafa að vísu þótt leiða í ljós, að þrír af hverjum fjórum þess- arra kjósenda hallast fremur að Demokrataflokknum, en Mitchell er ekki alveg viss um, að neinum af frambjóðendum Demokrataflokksins takist að vekja hrifni þeirra í svo ríkum mæli, að úrslitum geti ráðið. Hann minnir hins vegar á „hálfa sjöttu milljón“ eldri kjósenda, sem muni hafa miklu meiri áhrif í kosningunum 1972 en nokkru sinni fyrr vegna þess nýja ákvæðis, að mánaðarbúseta í fylki nægi til að veita þar kosningarétt. Þama sé einkum um að ræða menn, sem gegni störfum sem stjómendur í smáfyrirtækjum, og séu sífellt að flytjast úr ein um stað í annan og hneigist venjulega til íhaldssemi. Árið 1968 þurfti langa búsetu til þess að geta neytt kosninga- réttar og af þeim sökum gat margt þessara manna ekki greitt atkvæði. Mitchell telur, að nýja ákvæðið um, að þrjá- tíu daga búseta nægi til að veita kosningarétt, muni auka kosningaþátttöku þessara manna og þeir fylki sér um Republikanaflokkinn. Muskie og samherjar hans eru einnig þeirrar skoðunar, að nú henti betur að hafa vak andi auga á öllum breytingum á afstöðu kjósenda en að hefja strax ákafa, persónu- bundna herferð, sem enginn geti hvort sem er haldið út lálaust fram á haust árið 1972. Samherjar Muskie gera sér einkum far um að gæta meðal- 'hófs í afstöðu, forðast klofn- ingu í flokknum og reyna að ýta við æskufólkinu. Mikil- vægt sé til dæmis að sjá til þess, að 18—21 árs stúdentar í skólum geti skráð sig og neytt kosningaréttar í skóla- bæjunum, þar sem þeir dvelja kosningadaginn 1972, en þurfi ekki að gera það þar, sem þeir annars eru búsettir. Sennilegt er því, að minna sé leggjandi upp úr baktalinu um Muskie en þeirri hljóðlátu skipulagningu ,sem fram fer bak við tjöldin. Öldungadeild- arþingmaðurinn frá Maine kemur betur fyrir í sjónvarpi en aðrir fulltrúar Demokrata- flokksins og geðjast stóram hópum kjósenda í Demokrata- flokknum yfirleitt betur en flestir aðrir líklegir frambjóð- endur. Erfiðleikar hans era að vísu allmiklir, en geta varla talizt óviðráðanlegir í augum annarra en þeirra, sem láta sér sjást yfir erfiðleika and- stæðinga hans, þar á meðal Humphrey, Kennedy og jafn- vel Nixon forseta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.