Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 2
Þetta er Esjan, hi3 nýja strandferSaskip Skipaútgerðar ríkisins, sem afherrt var við hátíSlega athöfn á miSviku- daginn. Það er Slippstöðin á Akureyri, sem smíðaði skipið, eins og kunnugt er. (Tímamynd ED) LAUGARDAGUR 15. maí 1971 "VILJA VEGAEFTIRLITS^ BlFREl Á EGILSSTÖÐUM NEGRI TALAR UM NEGRA- VANDAMÁL Næstkomandi þriðjudag 18. maí kl. 20,30 flytur Ernest E. Goodman erindi í ameríska bóka safninu, sem nefnist „Bandaríki nútímans frá sjónarmiði negra“. FB-Reykjavík, föstudag. Nú um helgina opnar Sigríður Bjömsdóttir málverkasýningu í Bogasalnum. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru 35 myndir sprautaðar og málaðar í olíu og crylalitum, og eru þær allar frá árunum 1970 og 1971. Verð mynd anna er frá 4000' til 13000 kr. Um sýninguna segir listakonan Ejálf: Myndirnar eru ekki skírðar en eiginlega mætti kalla sýninguna: „Óður til £erhyrningsins“, því flestar eru myndirnar byggðar upp úr ferhyrningum, það eru óendanlegir möguleikar með að itóása lífi í eitt dautt form, sem er endurtekið brotið niður og byggt upp úr. íg er oft spurð, hvað mynd- irnar mínar heita. Þess vegna vil 4« Kog {rQJU oS5 vil oVVÍ Goodman hefur dvalizt í Kaup- mannahöfn undanfarin þrjú ár, þar sem hann er upplýsingafull- trúi hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Hann hefur á þess um þremur árum haldið fjölda fyrirlestra, víðsvegar'um Evrópu, þar á meðal við háskólana í Kaup mannahöfn, Osló, Þrándheimi, Ár- ósum, Odense, Edinborg, Frank- furt og víðar. Hann hefur skrifað fjölda greina í kunn dönsk blöð, svo sem Aktuelt, Politiken, Berl- ingske Tidende og Aalborgs Stifts tidende. Ernest E. Goodman lauk há- trufla áhorfendann með nafngift um, svo hann geti betur notið og skynjað myndina á sinn eigin hátt. Sigríður brautskráðist teikni- kennari úr Myndlista- og handíða- skólanum árið 1951. Síðan stund- aði hún nám í The Central School of Arts & Crafts í London 1954 og 1955. Hún hefur haldið tvær einkasýningar í Reykjavík 1967 og 1968, en auk þess hefur hún tekið þátt í sýningu Dieter Rot í Kaupmannahöfn 1959, í sýningu á vegum tímaritsins Melkorku 1961, í sýningu á vegum Her- námsandstæðinga 1965, í Haust- sýningu FÍM 1966, 1967 og 1969 og í sýningu í Nancy i Frakk- landi 1969. Sýningin í Bogasalnum verður opin daglega frá kl. 2 til 10 fram tji 93 maí nmstkomandi. skólaprófi í þremur greinum þjóð félagsfræði, sálfræði og blaða- mennsku. Að námi loknu starfaði hann sem félagsráðgjafi, en á árunum 1950 til 1967 starfaði hann við í Washington og var yfirmaður upplýsingadeildar Harwardháskóla deildarinnar er hann hætti. Hann er meðlimur í National Press Club og Capital Press Club í Was- hington, D.C. Hann er negri og hefur látið réttindamál þeirra mjög til sín taka. Laugardaginn 15. maí n.k. frum- sýnir Leikklúbbur Laxdæla gaman- leikinn „Skóarakonan dæmalausa“ eftir spænska skáld'ð Federico Garcia Lorca í félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal. Lcikstjóri er María Kristjánsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem „Skó- arakonan dæmalausa“ er sett a svið hérlendis, en áður hefur leikritið verið leikið í útvarp. Leikendur eru fimmtán talsins, með aðalhlutverk fara Anna Flosadóttir, sem leikur sköarakonuna, og Skjöldur Stefánsson, sem leikur skó.arann. Með önnur helztu hlutverk fara þau, Þórir Thorlacius, Haraldur Árnason, Jóhann Bogason, Árni Kárason, Jóhannes Benediktsson og Þórey Jónatansdóttir. Tónlist við verkið er valin og útsett af Bjarna Hjartarsyni. Leikmynd gerði Þórir Thorlacius. Þýðing er eftir Geir Kristjánsson. Þetta er fyrsta verkefni Leik- NEMENDAMÓT KVENNASKÓLANS Nemendasamband Kvennaskól- ans í Reykjavík heldur sitt ár- lega nemendamót í Tjarnarbúð laugardaginn 22. maí n. k. kl. 19,30, sama dag og Kvennaskólan um í Reykjavík er slitið. Það hefur ávalt verið tilvalið tækifæri fyrir eldri nemendur og afmælis árganga að hittast á nemendamót inu og rifja upp gamlar samveru stundir. Nýútskrifuðum námsmeyj um er boðið á nemendamótið og setur það sinn svip á hátíðina. Formaður Nemendasambands Kvennaskólans er frú Regina Birk is. Umferðaröryggisnefndin á Egils stöðum hélt nýlega fund, og voru á honum samþykktar nokkrar álykt anir um umferðaröryggi og úrbæt ur í þeim efnum. Nefndin þakkaði Vegagerðinni bættar samgöngur og það sem gert hefur verið til aukins um- ferðaröryggis á Austurlandi, og hvetur til frekari átaka á því sviði, með sérstöku tilliti til auk innar umferðar ferðafólks. „Mest aðkallandi eru auknar var úðarmerkingar við hættulega staði, sem víða eru. Og þá sér- staklega með vegstikum með góðu endurskinsefni. Þá þarf að merkja brúarstólpa og hliðstólpa, þar sem fjárgirðing arhlið (rörhlið) liggja þvert á veg, enda er svo fyrirmælt í reglu gerð um það efni. Nefndin harmar mjög, hvað slík ar merkingar, sem áður hafa ver ið settar upp, eru eyðilagðar við snjóruðning á vegum, og skorar á viðkomandi aðila, að reyna af mætti að forðast slíkar skemmdir, og einnig mjög þær aOgljósu skemmdir, sem orðið hafa af völdum fyrirferðarmikilla vega- gerðartækja og flutningstækja. Jafnvel þótt nefndinni sé kunn ugt um allgóða umferðarfræðslu í barna og unglingaskólum á Austurlandi og fagni mjög ár angri austfirzkra barna í afstað inni landskeppni í úrlausnum varð andi umferðarreglur, skorar nefnd in á fræðsluyfirvöld og aðra, að klúbbs Laxdæla, sem var form- lega stofnaður í marz sl. að tilhlut- an Kvennfélagsins, Þorgerðar Egils dóttur og Ungmennafélagsins Ólafs Pá, en þessi tvö félög hafa undan farin ár staðið fyrir leiklistarstarf- semi í Dalasýslu, m.a. stóðu þau fyrir sýningu á „Ævintýri á göngu- för“ og einþáttungnum „Lási trú- lofast“ á síðastliðnu ári. Stjórn leikklúbbsins skipa: Bjarni Finn- bogason, formaður, ritari Þrúður Kristjánsdóttir, Heimir Lárusson, gjaldkeri, og meðstjórnendur: Sigríður Árnadóttir, Una Jóhanns- dóttir, og Kristján Ólafsson. koma strax á markvísari fræðslu í umferðarreglum og háttvísi í umferð, sem nær jafnt til allra skólaskyldra barna í landinu. Þrátt fyrir aukna vegalöggæzlu hér á Austurlandi, sem fengizt hefur frá höfuðstaðnum og reynzt hefur eftir vonum, skorar nefnd in á háttvirtan dómsmálaráðherra, að samræma sem bezt löggæzlu á Austurlandi. Telur nefndin að beztur árang ur mundi fást með því að vega eftirlitsbifreið verði staðsett . á Egilsstöðum og tveir löggæzlu- menn, sem búsettir verði þar. Gæti annar, ef þurfa þætti, verið bifreiðaeftirlitsmaður. Að sjálf- sögðu gætu þeir verið undir stjóm ríkislögreglustjórans. 8. Þegar unnið er með jarðýt um á frosnum jarðvegi eða klaka bungum, og vélarnar skríða til hliðar, vegna þess meðal annars, að ekki er búnaður til að forð ast slíkt, hefur þráfaldlega legið við stórslysum. Þessi búnaður er þó fáanlegur frá verksmiðjum þeim, sem framleiða vélarnar. Vill nefndin af því tilefni skora á hlut aðeigandi yfirvöld, að sjá til þess, að sett verði ákvæði í reglugerð um notkun slíks útbúnaðar í ör- yggisskyni. Þá vill nefndin vekja athygli á, hvort ekki sé tæknilegur mögu- leiki, að götuljós (eða skermar ljósa) varpi ljósgeislunum ein- vörðungu niður á við, en að skermarnir séu ekki gegnsæir og á þann hátt valda glýju í augu vegfarenda og þá sérstaklega öku manna.“ Gestaboð Skag- firðinga Hið árlega Gestaboð Skagfirð- ingafélaganna í Reykjavík verður haldið í Lindarbæ á Uppstigning ardag 20. maí n.k. kl. 2 síðd. Þar verður margt til gamans gert meðal annars mun Hannes Pétursson skáld, tala um Skaga- fjörð og skagfirzka söngsveitin mun syngja. Það er einlæg ósk félaganna að sem flesj:ir eldri Skagfirðingar í Reykjavík og ná- grenni sjái sér fært að taka þáit í þessum hátíðahöldum með okk- ,ur og fjölmenni í Lindarbæ á uppstigningardag. Nánari vit- neskju um boðið er hægt að veita í síma 41279. Svipmynd úr leiknum. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR SÝNIR Í BOGASALNUM j f*í SiUílV’ i-t>8 OfgEifH Skóarakonuna dæmalausu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.