Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 15. niaí 1971 TÍMINN ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LEIGU 34 að sinna starfi sínu á skrifstof- unni. Vitið þér annars, með hverj- um hann var í gærkvöldi og hvar það var? Jim hugsaði sem snöggvast til Allgoods, sem hafði setzt upp í bílinn hjá Marianne Donati. Hann vissi, hvar Sam hafði haldið sig og hverja hann hafði verið sam- vistum við, en við Katherine sagði hann eins rólega og hugsanlegt var: — Ég hef ekki minnsta hugboð um það. Honum til talsverðrar undrun- ar sagði hún fjaska þreytulega: — Nú, jæja. Mér rná kannski á sama standa. Jim lauk við kaffið í flýti og reis á fætur. — Þér verðið að virða það á betri veg, en nú er ég orðinn nokkuð seint fyrir. Ég þarf að hitta mann aö máli inni í bæ. Hún brosti. — Eruð þér að hugsa um að horfa á kapplcikinn? — Ég geri það, ef ég hef nokk- ur tök á að útvega mér tíma. — Ég sigra, sagði hún. — Það dettur mér ekki í hug að efast um, sagði hann og gekk áleiðis út. — 1-Iversu lengi munum við hafa þá ánægju að hafa yður sem gest? spurði hún. Jim hugsaði sig um öx-litla stund. Hann hafði herbergi á gisti heimilinu, og hvort sem hann lyki verkefni sínu fyrir Sam Allgood nú þegar í dag eða í byrjun kom- andi viku, hafði hann enga löng- un til að dveljast öllu lengur í þessu húsi. — Ég fer að síga af stað nú í dag, en ferðatöskuna sæki ég seinna. Alútfarþakkir fyrir alla gestrisni yðar. Hún yppti öxlum og sagði lágt og næstum því beisklega: — yinir Sams cru ætíð vel- komnír - -. Þegar Jim ók um hinn fjölfarn- ai'i hluta bæjarins, veitti hann því eftirtekt, að fólk stóð víða í smá- hópum á gangstéttum og ræddist við. Hann þóttist vitai að talið snerist um manndi'áp þau, sem átt höfðu sér stað kvöldið áður og daginn þann hinn sama. Hann lagði bílnum ekki allfjari’i skrif- stofu Allgoods og brá sér inn í kaffihús, en úr símaklefa þess gat hann talað nokkurn veginn óti-uflaður. Símahringingunni var beint að góðum vini hans, Skip Gördon, sem var íþróttafi'étta- maður eins af hinum stærri dag- blöðum í Cleveland. Og lánið lék við Jim, því að maðui'inn var hvergi annars staðar en á skrif- stofu sinni. — Skip. Þetta er Jim Bennett. — Góðan daginn, Jim. Ég var einmitt að hugsa um þig í'étt í þessu. Gæturn við ekki snætt dag- verð saman? — Það cr útilokað, sagði Jim. — En, Skip. Hvað veizt þú um það, sem gei'ðist í sambandi við Red Roai'k á allsherjarmótinu fyr ir Miðvestursvæðið í fyrra? — Red Roark er fallinn frá, svaraði Skip. — Já. Það veit ég. En beið hann ósigur í þcirri keppni fyrir meistaranum fi'á Alabama vilj- andi eða ekki? — Ja, Jim. . . Það var almcnn skoðun flestra, að Red hefði gert það með vilja, en slíkt er engin leið að sanna. Ég var einn hinna fáu, sem treystu á heiðarleika Reds. — Já. þetta man ég, sagði Jim. — En hver var ástæðan til þess? — Sú ein, að ég gat blátt áfram ekki trúað, að Red ætti slikt til. Ég vissi að vísu, að hann stund- aði eitlhvað þjálfun sem atvinnu- maður. og einnig það, að hann stóð sig þar líklega ekkei't vel. En hann var heiðarleikinn sjálf- ur — ekkert annað. Ég trúi því ekki, að honum hafi vei'ið borgað fyrir að „brenna aí“, þeg*.r mest á reið, heldur er það skoðun mín, að honum brugðizt bogalistin, af því að taugarnar voru ekki í lagi. Hann var að sjálfsögðu sjúkur — það vitum við. En hitt hef ég á tilfinningunni, að einhver sá væri viðstaddur, sem gei'ði hann óstyrk an — með vilja. — Leystu frá skjóðunni, mælti Jim ákafur. — Jim. Ég get í fyrstunni sagt þér það, að ég stóð sjálfur alveg í námunda við Red, þegar þetta gei'ðist. Ilann hafði tekið mið og stillt upp til sautjándu holu og átti nú opna leið inn á átjándu rein, en andartaki áður en hann stigi lokaskrefið fyrir komandi högg, ber þar að náunga nokkurn, sem stillir sér upp rétt hjá hon- um með þessum orðum: — Red. Nú ertu búinn að vei-a. Minnztu þess. Nú. Högg Reds geigaði svo og allt fór til helvítis, en það var ekki af ásettu ráði. Hann gat bai'a ekki gert betur. Hann beið ósig- ur í keppninni vegna þessa mis- heppnaða höggs. Og tveimur tím- um síðar var hann látinn. — Hvers vegna hefurðu aldrei skrifað rieitt um þetta? spurði Jim. — Ég get vel sagt þér það, sagði Skip. — Þetta var skýring mín gegn fi-amburði fimm þúsund annari'a áhoi'fenda. og ég vissi ekki, hver sá var, sem hafði vald- ið óstyi'k Reds. Maðurinn hvarf í fjöldann. Ég reyndi að finna hann, en það bar ekki árangur. — Heldurðu, að þú gætir þekkt hann aftur, ef þú sæir hann nú? — Það dettur mér ekki í hug að efast um. — Afbragð. Hlustaði svo vel á. Mig órar ekki fyrir því, hvað það var, sem raunverulega gerðist hjá Red í kappleiknum, en ég hef sögu að segja þér. Dóttir hans, Peggy, ætlar að keppa um meist- ai-atignina á staðnum nú í dag. Mér finnst, að þú ættir að setj- ast upp í og aka hingað frameft- ir. Bæi'inn heitir Weatville, og. . . — Weatville? endurtók Skip í ofboði. — Það er meira en hundr- að kílómetra akstur. — Fyi'irtæki mitt mun greiða þér útlagðan kostnað, rt.s^ði Jíkl. — drykkjuföng meðtalín. — Nú er nóg komið, sagði Skip hlæjandi. — Ég er þegar að leggja af stað. Hvar eigum við að hitt- ast? — Úti í golfklúbbnum. Kcppn- in hefst klukkan eitt. — Fyrirtak. Þá hittumst við þar. Jim settist upp í vagn sinn að nýju, ók út úr bænum og beygði út af í átt til golfklúbbsins. Áð- ur en hann kæmi að sjálfum klúbbnum, tók hann aðra beygju og ók niður götu, sem lá með- fram endimörkum vallarins. Hann lagði bifi-eiðinni í skjóli trjáþyrpingar og lagði af stað fót gangandi, en gætti þess stöðugt að fara ekki of langt fram undan trjánum, svo að hann yrði ekki séður. Eftir stundarkom stanzaði hann og stóð grafkyrr bak við nokkra runna, þaðan sem liann hafði ágætis útsýni, bæði yfir bú- garðinn og næsta .umhverfi hans, en þar var engan að sjá á ferli. Hann tók eftir, að gaflglugginn litli, sem hann hafði verið að at- huga fyrsta daginn, var ennþá op- inn. Hann tók djarfa ákvörðun í skyndi, kom í einni svipan fram úr fylgsni sínu og gekk rösklega yfir að limgerðinu, sem hann sveiflaði sér yfir, en þaðan skálm aði hann skáhallt yfir svolítið beit arsvæði, að útihúsadyrunum á bænum. Hann sá hér engan að heldui', og enginn hrópaði á hann er laugardsgurinn 15. maí — Hallvarðsmessa Árdegisháflæði í Rvík kl. 09.21. Tungl í liásuðri kl. 05.29. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan um er opln allan sólarhringinn Síml 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifrciðir fyr ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið i Bafnarfirði simt 51330 Kvöld- og helgai-vörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 15. — 21. maí annast IngóJfs Apótek og Laugar- r.es Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 15. og 16. maí annast Guðjón Klemenzson. Næturvördu í Keflavík 17. maí annast Jón K. Jóhannsson. FÉLAGSLÍF Barnaheimilið Vorboðinn, Rauð- hólum Tekið vci'ður á rnóti umsóknum um sumardvöl fyrir börn á aldrinum 5. 6 og 7 ára á skrifstofu. Verka- •^ennafélagsins Framsóknar, Al- þýðuhúsinu við Hverfi'sgötu á morg un, föstudaginn 14. niaí frá kl. 6— 8 c.h., og laugardaginn 15. maí kl. 3—6 e.li. Vorboðanefndtn. Nemendamót Kvennaskólans vcrður í Tjarnarbúð 22- maí og ‘¥ÍÖsf'm'eð‘"fiór'Shaícli ítí, 19.30. |lið- ar afhentir í ’Ítv^eTinaskólarxum, mánudaginn '17. Jnaí og þriðjudag- inn 18. maí frá kl. 5 til 7. Stjórnin. Fei'ðafélag íslands Sunnudagsferð 16. maí 1971. Krýsuvíkurbei'g — Selatangar. Lagt af stað kl. 9,30 frá B.S.Í. Ferðafélag íslands. Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvíldai'vikur mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti í Mosfellsveit hefjast um miðjan júní og vei'ða tveir hópar af eldri konum. Þá mæður með börn sín eins og und- anfarin sumur. Konur, sem ætla að sækja um sumardvöl hjá nefndinni tali við skrifstofuna að Njálsgötu 3, sem allra fyrst. Opið frá k). 2—4 daglega nema laugardaga. Sírnj 14349. Félagsstarf eldi'i borgara í Tónabæ. Þriðjudaginn 18. maí hefst handa- vinna og föndur kl. 2 e.h. Miðviku- daginn 19. maí verður opið hús frá kl. 1,30 — 5,30 e.h. ^TRTCiTAN Grensásprestakall. Guðsþjónusta í Safnaðai'heimilinu Miðbæ kl. 11. Ath. breyttann messutíma. Sr. Jónas Gíslason. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Thoraren- sen. Messa kl. 2. Fermd verður Sigi'íður Einarsdóttir. Smáx-agötu 3. Séi'a Frank M. Halldórsson. Seltjariiarnes. Barnasamkoma í félagsheimilinu kl. 10,30. Séra Fi'ank M. Halldórs- son. Kópavogskirkja. Bænadagurinn, bai'nasamkoma kl. 10,30. Guðsþjónusta ki. 2. Séi'a Gunnar Árnason. Háteigskirkja. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jóns- son. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Karl Sig- ui'björnsson. Messa kl. 11 í'æðuefni: Hvað er kristin uppeldismótun Dr. Jakob Jónsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Messa kl, 2. Séra Óskar J. Þorláks son. Hinn almenni Bænadagur. Bústaðaprestakall. Guðsþjónusta á Bænadaginn í Réttarholtsskóla kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. Bænadagurinn. Séra Gai'ðar Svavarsson. Árbæjarprestakall. Barnaguðþjónusta i Arbæjai'skóla kl. 11. Messa í Árbæjai'kirkju kl. 2. Bænadagui'inn. slra Guðmund- ur Þorsteinsson. Ásprestakall Messa kl. 11 í Laugarneskii'kju. Séi'a Grímur Grímsson. Langlioltsprestakall. Samkoma fyrir börn kl. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Px-edikari Krist- ján V. Ingólfsson guðfræðinemi. Kvöldvaka bræðrafélagsins kl- 20,30. Prestarnir. Hafnarfjarðarkirkja. Bænadagsguðsþjónusta kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. MINNING í dag laugai'daginn 15. maí verð- ur jarðsunginn frá Langholtskirkju í Meðallandi, Markús Bjarnason frá Rofabæ. Athöfnin hefst kl. 3. Mai'kúsar verður siðar minnzt í Islendingaþáttum Tírnans. / bagle talcw&oa'e ffa t T TO 7AA’£ AW ^ CA/EFP / ZFFC tuatfof \ PAWNEES 70 FNOtV, A/OT FOP STT2AVGEPS) ^s'UÚVi Hvað hefur Arnarklóin gert, scm orðið hefur til þess, að þið' viljið fara með hann til höfðingja ykkar? — Það eiga Takið hann. — Ég skal verja þig, Tontó, Indíánar einir að vita, ekki ókunnugir á meðan þú keinur ykkur Arnarkló undan. menn. — Við erum búnir að tala nóg. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.