Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 1
Framboðslisti
Framsóknarflokksins
í Norðuriandskiördæmi eystra
3. Stefán Valgeirsson 4. Jónas Jónsson 5. Ingi Tryggvason
1. Gísli Guðmundsson 2. Ingvar Gíslason
6. Heimir Hannesson 7. SigurSur ÓIi Brynjólfsson
8. Sveinn Jónsson
9. Aðalbjörn Gunnlaugsson
1. Gísli Guðmundsson alþ.m.
á Hóli á Langanesi er fæddur
þar 2. des. 1903. Hann lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri, en
stúdentsprófi í Reykjavík 1926
og lagði síðan stund á íslcnzk
fræði við Háskólann 1926—28.
Ritstjóri Tímans 1930—40,
Nýja dagblaðinu 1934—36.
Hann var þingmaður Norður-
Þingeyinga á árunum 1934—45
en sagði þá af sér vegna heilsu
bilunar. Síðar þingmaður sama
kjördæmis 1949—59. Þingm.
Norðurlandskjörd. eystra 1959
og síðan. Hefur átt sæti á 38
þingum.
Af öðrum trúnaðarstörfum
má nefna: Hann var kosinn í
fulltrúaráð Útvegsbanka fs-
lands 1936 og síðan. Sat í stjórn
skipaðri nefnd sem undirbjó
löggjöf þá um stéttarfélög og
vinnudeilur er gilt hefur síðan
í rúmlega 30 ár. Um og eftir
1950 var hann í stjórn skulda
skilasjóðs útvegsmanna og í
nefndum, sem cndurskoðuðu
bankalög og almannatryggingar
lög. Hann var á árunum 1956—
1961 formaður atvinnutækja
nefndar, sem skipuð var af
„vinstri stjórninni,“ en sú
ncfnd fór víða um laiid og
gerði athyglisverðar skýrslur
um atvinnuástand og fleira í
bæjum og þorpum, ásamt 10
ára áætlun um hafnagerð á
íslandi. Hann átti sæti í fram
kvæmdaráði Framsóknarflokks
ins 1931—33 og síðan í mið-
stjórn flokksins. Á þingi hefur
hann oftast starfað í atvinnu-
málanefndum og allsherjar-
nefndum en um það leyti sem
12 mílna landlielgin var ákveð
in var liann í utanríkisncfnd og
kom það í hans lilut sem nefnd
arformanns að mæla fyrir álykt
un þeirri er alþingi samþykkti
einróma 5. maí 1959. Gísli hef
ur fyrr og síðar fengizt nokkuð
við kennslu og ritstörf sem
liér eru ekki talin, t.d. þýðing
ar úr crlendum málum. Kona
hans er Margrét Árnadóttir frá
Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
2. Ingvar Gíslason, alþm. á
Akureyri er fæddur í Nes-
kaupstað 28. marz 1926. lngvar
lauk stúdentsprófi við Mcnnta
skólann á Akurcyri árið 1947.
Han stundaði nám í ísl. fræð
um við Háskóla íslands 1947—
48 og við háskólann i Lecds í
Englandi 1948—49, blaðamaður
við Vikuna 1949 — 50 og hafði
mcö höndum ritstjórn mánaðar
rits og víkurits 1950—51, þing
fréttaritari Tímans um skeið.
Lagði stund á lögfræði og lauk
kandidatsprófi í lögum 1956.
Starfsmaður í ríkisbókhaldi og
fulltrúi í fjármálaráðuneytinu
1956—57. Forstöðumaður skrif
stofu Framsóknarflokksins á Ak
ureyri árið 1957 og gegndi því
starfi í nokkur ár, en vann jafn
framt að lögfræðistörfum,
kennslu o. fl. Á námsárum sín
um stundaði liann ýmis störf
á landi og sjó, auk þeirra, sem
nefnd hafa verið. Á háskólaár
um sínum tók hann allmikinn
þátt í félagsmálum stúdenta og
mætti scm fulltrúi stúdenta-
ráðs á Alþjóðamóti stúdenla í
Sofia 1955. Vorið 1959 í síðustu
Alþingiskosningum fyrir Akur
eyrarkjördæmi, var Ingvar
í kjöri fyrir Framsóknarflokk
inn og um liaustið í 4. sæti á
lista flokksins í hinu nýja
Norðurlandskjördæmi eystra.
Tók við þingsæti, þegar Garð-
ar heitinn Halldórsson féll frá
og síðan kjörinn áfram til
þings 1963 og 1967. Ingvar
hefur síðan hann kom á þing
átt sæti í fjárveitinganefnd AI-
þingis, sem jafnan á annríkt,
einkum framan af þingi og
vinnur að afgreiðslu fjárlaga.
Ilann er fulltrúi Framsóknar
flokksins í stjórn Atvinnujöfn
unarsjóðs og hefur gegnt ýms
um trúnaðarstörfum öðrum. Nú
síðustu árin m. a. ritari í
neðri d. Hefur setið á 11 þing-
um. Kona Ingvars er Ólöf Auð-
ur Erlingsdóttir, yfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík, Pálssonar og
eiga þau 5 börn.
3. Stefán Valgeirsson, bóndi
og alþm. í Auðbrekku í Hörgár
dal, er fæddur þar 20. nóv.
1918. Stcfán stundaði nám í
Hólaskóla og lauk búfræðiprófi
þar árið 1942. Hann stundaði
lengi ýmis störf í Reykjavík
og á Suðurnesjum, var um skeið
verkstjóri hjá Reykjavíkurborg,
stundaði bifreiðaakstur og öku
kennslu og sinnti verkalýðsmál-
um og öðrum félagsmálum, var
m. a. um skeið formaður starfs
mannafélags Keflavíkurflugvall
ar, Bifreiðastjórafélagsins Fylk
is og Byggingarsamvinnufélags
Keflavíkur. Jafnframt tók hann
þátt í félagsbúskap lieima á
Auðbrekku, en fluttist heim
aftur 1962 og tók að gefa sig
að búskapnum eingöngu. Hann
var um skeið formaður í Félagi
ungra Framsóknarmanna í Eyja
firði, en var löngu síðar kjör
inn formaður í Framsóknarfé-
lagi Eyjafjarðar og er það cnn.
Árið 1967 var liann kjörinn í
þriðja sæti á framboðslista
Framsóknarmanna og hefur
hann nú setið á fjórum þing-
um. Á Alþingi hefur Stefán
einkum látið málefni hænda til
sín taka, en jafnframt unnið
mikið að húsnæðismálum og
almannatryggingamálum og átt
sæti í nefndum, sem um þau
mál fjalla. Hann hefur mikinn
áhuga á því, að áhugamenn um
landbúnað og verkalýðsinál
vinni saman, enda hefur hann
mikla reynslu í féalgsmálum á
báðum þessum sviðum. Hann
á nú sæti í bankaráði Búnaðar
bankans, til þess kjörinn af
Alþingi. Kona Stefáns er Fjóla
Guðmundsdóttir frá Böðmóðs-
stöðum í Laugardal.
4. Jónas Jónsson, ráðunautur
frá Yzta-Felli, 1. varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Norður
landskjördæmi eystra, er fædd
ur að Yzta-Felli í Suður-Þing
eyjarsýslu 9. marz 1930. Hann
lauk stúdentsprófi við Mennta-
skólann á Akureyri árið 1952
og búfræðiprófi að Hólum
1953. Stundaði síðan nám við
búnaðarháskólann í Ási í Nor
egi og lauk kandidatsprófi þar
árið 1957. Var kennari við
bændaskólann á Hvanneyri
1957 — 63. Námsdvöl við há-
skóla og tilraunastöðvar í Bret
\