Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1971næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 5
flMMTUDAGUR 20. maí 1971 TÍMINN_______________________17 förá almennum fundi í Landeigendafélagi Laxár og Mývatns Tíl Iðnaðarráðuneytis, Amarhvoli, Reykjavík. Ég hefi lesið auglýsingu hins háa ráðuneytis, dags. 7. maí s.l., í Lögbirtingablaðinu um virkj- un í Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, „Laxá III“. I auglýsingunni er þess látið getið, að stjóm Laxárvirkjunar hafi með bréfi, dags. 4. maí s.l., farið þess á leit, að henni verði gefið leyfi til nýrrar virkjunar, Laxá III, við Brúar í Laxá í S.- Þingeyjarsslýu, á grundvelli heimildar Alþingis í lögum nr. 60/1965, 4. og 5. gr. Jafnframt falli niður leyfi það til virkj- nnar í Laxá við Brúar, Gljúfur- versvirkjun, sem veitt var með bréfi Atvinnumálaráðuneytis hinn 23. sept. 1969. Vegna auglýsingar Iðnaðar- ráðuneytis, dags. 7 maí 1971, og birtrar í Lögbirtingablaði vil ég taka eftirfarandi fram: 1) Auglýsing hins háa ráðu- neytis ber með sér, að hinu nýja virkjunarleyfi er ætlað að lög- helga gerðar virkjunarfram- kvæmdir, sem hafa frá upphafi verið ólöglegar. Ef dæma skal eftir því, sem aug- lýsingin segir um 1. áfanga Lax ár III, þá er hér um nákvæm- lega sömu virkjun að ræða og veitt var leyfi til að framkvæma tónn 23. sept. 1969. Sú virkjun nefnist 1. áfangi Gljúfurvers- virkjunar og smíði hennar er Jangt komið. Hinu háa ráðuneyti Mýtur að vera Ijóst, að nafn- breyting ein á ólöglegri virkjun gerir hana ekki löglega, enda þótt nú til málamynda sé gefið út nýtt virkjunarleyfi með nýju nafni og hagsmunaaðiljum leyft um seinan að lýsa margendur- teknum mótmælum sínum gegn virkjunarframkvæmdunum með tilvitnun til 144. gr. laga nr. 15/1923. Sakir lögbrota ráðuneytis hafa landeigendur við Laxá tal- að máli sínu fyrir löglegum dómstólum landsins en ekki Iðn- aðarráðuneyti eða Atvinnumála- ráðuneyti. Öll afskipti Iðnaðar- ráðuneytis af málinu, eftir að málsókn hófst, benda til, að það sé andstæðingur þeirra en ekki hlutlaus úrskurðaraðili. 2) Hinu háa Iðnaðarráðuneyti er væntanlega ljóst, að brotinn var réttur á landeigendum með því að gefa þeim ekki kost á að tala máli sínu, áður en virkjun- arframkvæmdir hófust. Mark- mið 144. gr. laga nr. 15/1923 er að tryggja, að málstaður land- eigenda og annarra hagsmuna- aðilja komi strax fram, ekki að- eins áður en framkvæmdir við virkjun hefjast, heldur og ‘þá þegar cr ákvörðun um virkjun- arframkvæmdir er tekin. Virkj- unarframkvæmdir við Brúar eru ólöglegar af þessari ástæðu. Landeigendum er jafnmikill ska'ði g«r, þó að þeir fái nú enn einu sieni til málamynda, löngu eftir að virkjunarframkvæmdir eru hafnar að tala máli sínu, ef ætlunin er að halda áfram tirkjuííarframkvæmdum, sem valda þeim eignatjóni og eru því ólöglegar. ?)• Kæstiréitur hefur nú kveð- ið upp tvo dóma í málaferlum Landeigendafélags Laxár og Mývatns gegn Laxárvirkjun. Fyrri dómurinn var kveðinn upp hinn 15. desember 1970. Þar var heimilað lögbann við því. að rennsli Laxár í S.-Þing. yrði breytt, \*tnsboHii hennar, straumstefnu eða vatnsmagni gegn tryggingu, er fógetadómur Þingeyjarssýlu mæti gilda. Síð- ari dómurinn var kveðinn upp hinn 11. maí s.l. og heimilar sá dómur lögbannið gegn 10 mill- jón króna tryggingu. 4) Vænta má, að lögbann það, sem Hæstiréttur hefur heimilað með greindum tveimur dómum, verði lagt á innan skamms. Þó að ráðuneytið gefi út nýtt virkj- unarleyfi til málamynda, mun lögbann Landeigafélags Laxár og Mývatns við vatnstöku úr Laxá í S.-Þing. standa áíram. Verður ekki séð, hvað Iðnaðar- ráðuneytið telur sig vinna með því að stuðla að því með nýjum leyfisveitingum, að haldið sé áfram að reisa vatnsvirkjun á þurru landi. 5) Barátta okkar í Landeig- endafélaginu hefur beinzt gegn fyrsta áfanga Gljúfurversvirkj- unar, sem nú er verið að reisa. íslenzka ríkið er eigandi Laxár- virkjunar ásamt Akureyrarkaup stað. Þessi annar deiluaðili í Laxárdeilunni, íslenzka ' ríkið, hefur tekið sér fyrir hendur það, sem hann kallar „sáttatil- raunir“ í deilunni. Þegar bænd- ur við Laxá standa í strangri baráttu gegn 6,5 MW virkjun í Laxá, leggur þessi sjálfskipaði sáttasemjari fram „sáttatil- lögu“, sem hljóðar upp á virkj- un, er skal framleiða 19—31 MW. Það er blekking og mis- notkun á íslenzkri tungu, þegar Iðnaðarráðuneytið kallar afar- kosti sína „sáttatillögur“. Er slíkt framferði ekki samboðið yirðingu ráðuneytis ríkisstjórn- ar. 6) Eg vil sem umráðamaður vatnsréttinda í Laxá taka skýrt fram, að ég mun ekki ljá máls á neinum nauðungarsamningum um afsal umráða minna yfir vatni og rennsli Laxár í S,- Þingeyjarssýlu. Sú eign mín nýtur verndar 67. gr. stjórnar- skrár íslenzka lýðveldisins nr. 33/1944. Þar segir, að eignar- rétturinn sé friðhelgur. Enn fremur segir, að enginn verði skyldaður til að láta eign sína af hendi, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrir- mæli og komi fullt verð fyrir. íslenzka stjórnarskráin er þýðing á dönsku stjórnar- skránni, og gilda því sömu skýr- ingar á ákvæðum hennar og þeirrar dönsku. Virtasti lögfræð ingur á Norðurlöndum um mál- efni stjórnarskrárskýringar, Daninn Alf Ross, segir m. a. í riti sínu „Dansk Statsforfatn- ingsret“ á bls. 668: „Til þess að fá sérstaka merk- ingu í ákvæðið (67. gr. stjskr.), þannig að því verði ekki alveg ofaukið, verður að lesa það með áherzlunni á orðinu „krefji". Með þessu er lögð áherzla á, að í sjálfu sér er eignarnám skerð- ing á réttindum borgaranna, sera ber að harma, og þess vcgna skal það eingöngu ná fram að ganga, þegar raunveru- lega er þörf á skerðingunni, en ekki þegar hún er aðeins æskk leg að vissu marki. Það er með öðrum orðum ekki nóg, að skerð ingin þjóni markmiði almanna- nytja. Það verður að auki að gera þá kröfu, að þessu mark- miði verði ekki náð án þess að framkvæma skerðinguna eða að minnsta kosti ekki jafnvel. Þetta sjónarmiö hefur komið fram i mörgum úrlausnum dóm- stóla, sem hafa metið gildi eign- arnáms út frá því sjónarmiði, hvort eignarnámsmarkmiðið gerði skerðinguna nauðsyn- lega.“ Þetta voru orð þess manns, sem öðrum fremur er talinn þess umkominn að skýra ákvæði ngrrænna stjórnarskráa um friðhelgi eignarréttar. Ég vil benda hinu háa ráðu- neyti á, að engin raunveruleg þörf er á að taka með nauðung eignir bænda við Laxá í S.- Þingeyjarsýslu. Margir aðrir virkjunarkostir eru fyrir hendi, sem ekki hafa í för með sér nauðungarafsal eigna né heldur náttúruspjöll. 7) Eins og útreikningar Guð- mundar G. Þórarinssonar verk- fræðings hafa leitt í ljós, fæst ódýrara rafmagn handa Norður- landi með lagningu 50 MW há- spennulínu yfir hálendið frá Búrfellsvirkjun en með smíði þeirrar 6,5 Mega Watta virkj- unar, sem nú virðist fyrirhugað að veita leyfi fyrir. Að sögn Eiríks Briem framkvæmda- stjóra Landsvirkjunar rennur nú mikil óbeizluð orka til sjáv ar við Búrfell. Smíðuð hefur verið virkjun, sem getur breytt þessari orku í rafmagn. Aðeins vantar línu til að flytja þcssa orku til Noröurlands. 8) Samkvæmt skýrslu Sveins S. Einarssonar til Orkumála- stjóra er rafmagn frá gufuvirkj unum, scm smíða má við Náma fjall og Kröflu mun óóývara tn frá virkjunum í Laxá. Sveinn S. Einarsson segir m.a. í „Álits- gerð um jarðgufuaflstöðvar með sérstöku tilliti til virkjunar við Námafjall“ á bls. 2: „Línuritið á mynd (7) sýnir samanburð á áætluðtrm orku- kostnaði 5, 10 og 15 MW jarð- gufuaflstöðva við Námafjall og 22.8 MW vatnsvirkjunar í Gljúf urveri við Laxá í Þingeyjar- sýslu. Orkukostnaður minni jarð- gufuaflstöðvanna er sambæri- legur við orkukostnað hag- stæðustu stórvirkjana vatnsafls, en fyrir stærri stöðvarnar er hann mun lægri, og mun vand fundinn nokkur önnur tegund aflstöðva, er hefur sambærileg an orkukostnað. Jarðgufuaflstöð af þessum gerðum væri hægt að byggja á rúmum 2 árum frá því, að bor- anir hefjast. Væru boranif liafn- ar við Námafjall sumarið og haustið 1967, gæti stöðin verið tilbúin til notkunar háustið 1969. Auk þess sem jarðgufuafl- stöðvar eru svo ódýrar í bygg- ingu og hafa svo lágan orku- kostnað, sem sýnt hefur verið í töflunum að framan, hafa þær aðra reksturseiginleika, sem eru sérlega hagkvæmir, ef um er að ræða orkuvinnslu, þar sem þörf er á stöðugu grunnafli árið um kring, svo sem fyrir orkufrekan iðnað. Má þar nefna óvenjulegt rekstursöryggi (stöðvarnar eru lítt háðar veðurfarstruflunum, frosti o.s.frv.), og möguleiká á lengri nýtingartíma mesta afls, en hægt er að jafnaði að fá í vatnsaflsstöðvum með viðráðan- legum miðlunarmannvirkjum. Þá er eigi síður mikilvægt fyrir Islendinga, að hægt er að fá svo lágan orkukostnað í til- tölulega litlum stöðvum, sem hægt er að byggja að vild i hæfilegum áföngum í samræmi við vöxt hinnar almennu raf- orkunotkunar. Með jarðgufuaflstöðvum ií hægt að nýta orkuforðann jarðgufusvæðum landsins, en þau eru talin geta staðið undir sambærilegri orkuvinnslu og möguíeg er í öllum virkjanlcg- um vatnsföllum landsins. 9) Með hliðsjón af því, scm ég hefi hér rakið, tel ég engum vafa undirorpið, að stjórnarskrá lýðveldisins nr. 33/1944 girðir fyrir allar virkjunarframkvæmd ir í Laxá í S.-Þing„ sem hafa í för með sér nauðungarafsal réttinda yfir vatni árinnar og rennsli þess, sbr. einkum 7. gr. vatnalaga nr. 15/1923. 10) Ég vil því nota tækifæriö til að endurtaka mótmæli mín, sem þegar hafa verið borin fram fyrir löglegum dómstólum landsins. Ég motmæli öllum virkjunarframkvaimdum við Laxá í S.-Þingeyjarsýslu, því að þcim er ætlað að breyta rennsli árinnar á þann veg, að óum- flýjanlega hlýzt af því stór- kostlegt tjón á möguleikum til að nýta ána til laxræktar ofan virkjana. Ráðgerð miðlun með dægursveiflum á vatnsmagni mun einnig stofna í stórfelldan háska laxgengd í Laxá neðan Brúa. 11) Ég vil því í fullri vinsemd benda hinu háa Iðnaðarráðu- neyti á, að viðleitni þess til að löghelga eftir á ólöglegar virkj- unarframkvæmdir er tilræði við stjórnarskrá lýðveldisins og helgustu ákvæði hennar um mannréttindi. Áframhald slíkra athafna af hálfu ráðuneytis get- Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Blað II (20.05.1971)
https://timarit.is/issue/263333

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Blað II (20.05.1971)

Aðgerðir: