Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 6
TIMINN FIMMTUDAGUR 20. maí 1971 Christian var 17 ára, hún 33. Hann var nemandi hennar, hún mennta- skólakennari. Þjóðfélagið taldi ást þeirra hneyksli og hrakti hana, með hjálp réttvísinnar, út í dauðann. Fyrir skömmu var gerð kvikmynd um Russier-málið, en það vakti mikla athygli manna árið 1969. Aðal- leikendurnir eru Anni Girardot og Bruno Pradal. Leikstjóri er André Cayatte, sem segir: „Við eigum öll sök á dauða Gabrielle". í myndinni sýnir hann hvernig hægt er að „myrða einstakling með úreltum lögum". Gabrielle Russler tók kött- inn sinn í fangið, hringdi dyra- bjöllunni hjá nágrannakonunm og bað hana að gæta hans fyrir sig í stundarkom. Síðan fór hún aftur inn í íbúðina sína, læsti að sér, gleypti handfylli af svefntöflum og skrúfaði frá gasinu. Þegar slökkviliðsmenn brutust inn í íbúðina morgun- inn eftir, fundu þeir kennslu- konuna andvana í rúmi sínu. Þetta var 1. september 1969. Dauði „kisu“ (gælunafn Gabri- elle) kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir Frakka. Vik um saman var þessi atburður á útsíðum dagblaðanna. Fræg- ir blaðamenn skrifuðu um þennan harmleik og gagnrýni sumra þeirra fékkst ekki birt í Frakklandii Enn á ný hefur Russier-málið komið róti á hugi Frakka. Leikstjórinn, André Cayatte hefur gert lit- mynd um Russier-málið, þar sem hann gerir Gabrielle að hálfgerðum dýrlingi í líkingu við meyna frá Orléans. Örlög þessara kvenna eru að sumu leyti lík, báðar urðu þær fómarlömb miskunnarlausrar réttvísi. Heilög Jóhanna var brennd á báli í Rouen, ásökuð um galdra, en Gabrielle, frá- skilin tveggja bama móðir, kaus sjálf að deyja vegna þess að hún var ákærð fyrir að hafa villt um fyrir unglings- pilti. í raun og veru hafði bók- menntakennarinn Gabrielle Russier orðið ástfangin af Christian Rossi, sem var 15 árum yngri en hún, og hann endurgalt tilfinningar hennar. Hann var poófessorssonur frá Marseille, kominn af efnuðu fólki. Faðir hans og móðir voru andvíg samdrætti þeirra, og brugðust við eins og foreldrum er tamt, þegar svo er ástatt. Þau reyndu að stía þeim sund- ur. Til að byrja með var þetta ósköp hversdagslega vandamál. Gabrielle féll ekki inn í hlut- verk konu, sem tekin er að resk’-M r'" :st eftir að lifa sitt síðasta v v:* ’-l:ð ungs manps. Allt t'' :?u-tu stundar var erfitt að segja ti) um aldur Gabrielle, hún var 33 ára en leit út eins og 25 ára gömul skátastúlka með heiðskírt augnaráð og tæpast nokkurn kynþokka. Þetta var André' Cayatte ljóst. Það vom ekki örlög Gabrielle, sem réðu því, að hann ákvað að kvikmynda þetta ástarævintýri, heldur miklu fremur óvenjulegar að- stæður málsins. Það var fyrst og fremst staður og stund þess- ara atburða, sem gerði þá sögu- lega. Vor 1968. Stúdentaleiðtogar eins og Rudi Dutschke og Daníel Cohn-Bendit, skipu- leggja uppreisn æskufólks í Þýzkalandi og Frakklandi. Slag orðin á rauðum fánum þeirra krefjast þess að valdi borgara- stéttarinnar — eins og það kemur fram í skólum, viðskipt um og réttarfari — sé koll- ripynt. Þpssí uppreisnarhreyf- ing berst emnig til Marseille, har cí>jm Mpmendur taka völdin í menntaskóla og krefjast íhlut unar um stjórn hans. Einn for- sprakki nemenda er neðribekk ingurinn Christian Rossi — skynsamur drengur með ný- tízkulegt Che-Guevara skegg, sem þó neytir ekki hass eins og margir bekkjarfélagar hans. „Hass er flótti frá raunveru- leikanum til blekkingarinnar“, segir hann. Piltarnir hafa bitið sig í þá hugmynd að breyta raunveru- leikanum á þann veg að enginn þurfi að leita til blekkinga til að umbera hann. Óvænt fá þeir tvo liðsmenn úr kennaraliði skólans — Gabrielle Russier, bókmenntakennara, og föður Christians, sem er prófessor við háskólann í Aix. Róttækur f hugsun — íhaldssamur í einkalífi Gabrielle sigraði hugi og hjörtu ungu uppreisnarmann- anna með töfrum sínum og hárnæmum gáfum. Endalausar rökræður um Marx og Lenin og kosti sósíalismans fóru fram. Bakgrunnurinn, stjórn- málaástandið í landinu, sem var vægast sagt ótryggt — de Gaulle forseti hefur misst tök á málum og krefst aukinna valda. Nemendur og bók- menntakennarinn telja að nú sé stund frelsis runnin upp. Allt er kleift. Líka að kennslu kona og neðribekkingur elskist. Gabrielle og Christian komast að raun um, að þau bera djúp- ar tilfinningar í brjósti gagn- vart hvort öðru. Og þar sem þau halda, að tímar borgara- legrar hræsni og lyga séu liðn- ir, skammast þau sín ekki fyrir ást sína, heldur faðmast og kyssast í augsýn annarra án þess að blygðast sín. Til að byrja með kemur þeim ekki í hug ,að foreldrar Christians séu andvíg sam- bandi þeirra. Prófessorinn er talinn sannfærður Marxisti, er sem sagt sama sinnis og sonur- inn. Á óteljandi fundum í skól- anum og í rökræðum í vina- hópi setur hann fram kröfur um aukið frjálsræði í kynferðis málum og afnám borgaralegs valds. Hvorugu þeirra kom til hugar ,að smáborgaraleg reiði næði yfirtökunum í huga hans þegar hann sjálfur stæði aug- liti til auglitis við ástasam- band sonar síns. Hlutverk föðurins hlýtur að hafa tekið hug leikstjórans, Cay- André Cayatte, leikstjéri attes, fanginn. Með hverjn minnsta atriði atburðarásarúm ar varð mál frú Russier að sögu menntamannsins RossL Gabrielle er að vísu píslarvott ur, en þó er saga Rossis sorg- legri en hennar. Rossi er nefnilega í hóp£ þeirra menntamanna, sem að vísu eru róttækir í hugsun, en íhaldssamir í eigin lífi. Þótt hann í orði sé hlynntur því, að kynlífið sé leyst úr borgara- legum hömlum, fyllist hann blindu hatri þegar hann kemst að því að 17 ára sonur hans nýtur ástar miklu eldri konu. Síðan beitir hann vitandi vits því valdi, sem hann berst gegn í kenningum sínum. Lög- reglan, skólinn og foreldravald hans sjálfs lögum samkvæmt, eiga að útrýma ást Christians og Gabrielle. Hann bannar kennslukon- unni að umgangast piltinn og sendir Christian í leyfi til Þýzkalands og Ítalíu. Meðan hann er þar, skráir faðirinn hann í menntaskóla í Pýrenea fjöllum. En Gabrielle fylgir Christian og dag einn um haustið koma þau til föður hans og segja: „Við elskumst". En þótt Rossi hafi verið upp- reisnarmaður í maí er rödd hans hvell í október. Hann fer til lögreglunnar og ákærir Gabrielle fyrir að táldraga ófullveðja ungling. Rannsókn- ardómarinn lætur síðan loka Gabrielle inni í fangelsi Mar- seilleborgar — samkvæmt kvik myndinni með vændiskonum og þjófum. „Er ég afbrotamað- ur af því að ég elska ungling?“ lætur Cayatte hana spyrja. _ Dómararnir kunna tæpast rétta svarið. Þeim finnst lög, sem setja refsingu vlð nánu sambandi unglings og fullvax- innar konu, ónaunhæf og skelfi lega íírelt, en framhjá þeim verður ekki komizt. Gabrielle er dæmd í 12' mánaða fanga- vist skilorðsbundið og 500 frauka «ekt Aðalleikendurnir i mvndinni um Gabrielle Russier og Christian

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.