Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1971næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 4
Í6 FIMMTUDAGUR 20. maí 1971 TIMINN Orkustofnun óskar að taka nýlega jeppa á leigu. Upplýsingar í síma 17400. Joro til solu Jörðin Svínafell III í Öræfum, er til sölu ef við- unandi tilboð fæst. Staðurinn er einhver sá veður- sælasti og fegursti á landinu. Nánari upplýsingar veitir Magnús Lárusson á Svínafelli og Jón Þórhallsson, fasteignasölunni Eiríksgötu 19, Reykjavík. Sími 16260. Bifreiðastjórar — Bifreiðaeigendur Látið okkur gera við hiólbarðana yðar Veitum yður aðstöðu tC að skipta um hlólbarðana mnan höss. Jafnframt önnumst við hvers konar smá viðgerðir á bifreið yðar Reynið viðskiptin OEKK H.F., Borgartúni 24, slmi 14925 Veljið yður í hag * Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada JUpjlUJL PIERPOm Wlagnús E« Baldvinsson Liugavegi 12 - Siroi 22804 Mánafoss viS bryggju í Reykjavik MÁNAFOSS KOMINN TIL LANDSINS Hið nýja skip Eimskipafélagsins, ms. Mánafoss, kom til Reykjavíkur á miðnætti á mánudag, með full- fermi af vörum frá Gautaborg, Kaupmannahöfn, Felixstowe og Hamborg. Skipinu var hlcypt af stokkunum hinn 29. janúar og af- hent Eimskipafélaginu í Álaborg að lokinni rcynsluför hinn 4. maí. í reynsluförinni varð hraði skips- ins 15,03 sjómílur á klukkustund. Álborg Værft A/S hcfur nú smíð að alls sjö vöruflutningaskip fyrir Eimskipafélagið, sem öll eru í eigu félagsins og hafa reynzt með ágæt- um. Við smíði ms. Mánafoss hefur verið höfð hliðsjón af hinum miklu framförum, sem orðið hafa á síð- ustu tímum í gerð vöruflutninga- skipa. Má þar nefna, að í skipinu eru tvö milliþilför, sem miðast við að skipið flytji farminn í eininga- flutningum í flutningageymum (con tainers) og á vörubrettum (pall- ets). Stærð lestaropanna er sniðin eftir staðli vörugeyma. Aðalvél skipsins er smíðuð hjá Burmeister & Wain, og cr 5 strokka tvígengis Dieselhreyfill, 2820 hest- öfl. Má gera ráð fyrir 14 sjómflna ganghraða, þegar skipið er full- hlaðið. Hjálparvélar cru 3, einnig af Burmeistcr & Wain gerð og smíð- aðar þar. Skipið er smíðað samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s Register of Shipping og styrkt til siglinga í ís. Að öðru leyti er skipið smíðað samkvæmt ítrustu kröfum alþjóða- FUF Heimdallur SUF Kappræðufundur um þjóðmálin í Sigtúni mánudaginn 24. maí kl. 20.30 Ræðumenn F. U. F.: Baldur Óskarsson, erindreki Tómas Karlsson, ritstjóri Þorsteinn Geirsson, lögfræSingur Fundarstjóri F.U.F.: Atli Freyr Guðmundsson, erindreki Ræðumenn Heimdallar F. U. S.: Ellert B. Schram, skrifstofustjóri FriSrik Sophusson, háskólanemi Jón Magnússon, háskólanemi Fundarstjóri Heimdallar F.U.S.: Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri HÚSIÐ VERÐUR OPNAÐ KL. 20.00 REYKVÍKINGAR FJÖLMEN.4K)! Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík Helmdallur, félag ungra sjálfstæðismanna (Tímamynd GE) samþykktar um öryggi mannslífa á sjó og um hæfni til siglinga hvar sem er á úthöfum. Skipið er smíðað úr stáli með þremur þilförum, er ná eftir þvi endiÍÖngu og svonefndu skutþilfari (poop deck). Allur styrkleiki er miðaður við að nota megi skipið hvort heldur sem opið eða lokað hlífðarþilfarsskip (shelterdecker). Yfirbygging er öll aftast á skip- inu, en framan við hana eru tvær vörulestar. Rúmmál lestanna er 178.200 teningsfet. Þar af eru 8.900 teningsfet frystirými. Tvö stór lest- arop eru á skipinu, hvort 7,55 metr ar á breidd og 19,75 metrar á lengd. Er lestaropum á efsta þilfari lokað með McGregor-lestarhlerum úr stáli, en lestaropum milliþilfara er lokað með vökvadrifnum stálhler- um af norskri gerð (Velle). Allur útbúnaður til fermingar og affermingar er mjög fullkominn. Á skipinu eru þrír vökvadrifnir kran- ar, tveir miðskips og einn aftan við aftari lúguna. Skipstjóri á ms. Mánafossi er Þór arinn Ingi Sigurðsson. Yfirvélstjóri Þór Birgir Þórðarson, 1. stýrimaður Finnbogi Gíslason, 2. vélstjóri Þor- steinn Pétursson, loftskeytamaður Jón Halldórsson og bryti Ársæll Þorsteinsson. Frumhönnun og útboðslýsingu að skipinu gerði Viggó E. Maack, skipaverkfræðingur Eimskipafélags ins. 135 PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA SAMA OG ÞVOTTUR ÁEINU HANDKL4ÐI rAPPIRSVORUR,rA SKÚLAGÖTU 32. - SÍMI 84435 LEITID UPPLYSINGA Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður Kirkjutorgi 6 Símar 15545 og 14965

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Blað II (20.05.1971)
https://timarit.is/issue/263333

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Blað II (20.05.1971)

Aðgerðir: