Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 2
14
TIMINN
FIMMTUDAGUR 20. maí 1971
hvífari
blæfegurri
og
ilmbetri
þvoffur
Ekki aðeins skólaskylda í landinu,
heldur einnig fræðsluskylda
svo heppnir að fá sðngkennara
í þetta sinn, þá hefði sú
kennsla tæplega komizt að
nema þá eftir skólatíma.
— En hvað er að frétta af
íþróttasalnum. Hann er orðinn
þröngur, og gegnir kannski
ekki eins vel hlutverki sínu og
hér áður fyrr.
— Hann er notaður frá því
klukkan 8 á morgnana til kl.
10—11 á kvöldin, má segja al-
veg stanzlaust, af skólunum
fyrst og fremst á daginn og
svo ungmennafélaginu og öðr
um áhugamönnum á kvöldin.
— Þetta stefnir þá í þá átt,
að gera verður eitthvað í mál-
efnum barnaskólans í náinni
framtíð, ef forða á tvísetningu
og til að ná þeim kennslu-
árangri, sem ný skólalöggjöf
setur að marki.
— Já, ég sé nú ekki hvemig
á að framfylgja þessari nýju
fræðslulöggjöf, þegar hún kem
ur í framkvæmd, með því skóla
húsnæði sem við búum hér
við í dag. Það er ekki neinn
vafi á því, að það þarf að
auka stórlega við húsnæði hér,
bæði við barnaskólann og eins
gagnfræðaskólann.
— Og hvað er þá á óskalist
anum, Leifur?
— Ja, óskalisti. Það er nú
ekki nema eitt sem er á óska
lista flestra kennara. Það
er að geta haft þá aðstöðu, að
það sé einsett í skólann og
kennarinn geti haft börnin í
skólanum og starfað þar með
þeim að þeim verkefnum, sem
tilskilið er í fræðslulögum og
námsskrá. Því það ber alltaf
meira og meira á því að heimil-
in vanrækja sitt hlutverk í
fræðslustarfinu. Það er fjöldi
fólks, sem ekki gerir sér grein
fyrir, að í landinu er ekki bara
skólaskylda. Það er líka til
fræðsluskylda, og hún nær ekki
— og hún nær ekki síður til heimilanna. Litið inn í barnaskóla á Selfossi
Hver þekkir ekki þau ítök,
sem gamli skólinn á í okkur
alla tíð. Þau fylgja okkur nokk
ur fótsporin áhrifin þaðan —
og vaxa heldur en hitt. Svo
er forstjóninni fyrir að þakka,
að allt það bezta geymist, vex
og ávaxtast í minninganna
mal. Hitt gleymist: áflog við
hina nemendurna — og kann-
ski kennarann — ávítur, seinlæti
og hávaði í tímum. Aðeins hin
ar betri minningar sitja eftir,
og þannig skal það líka vera:
Þá rís skóli undir nafni, er
maður býr að góðum áhrifum
hans ævina út.
Með það í huga tók ég því
vel fyrir nokkrum vikum að
skrifa í Tímann einhverja sam
antekt um gamla skólann minn,
Barnaskólann á Selfossi, í til-
efni 50 ára afmælis Sambands
Leifur Eyiólfsson
skólastjóri, Selfosst
íslenzkra barnakennara. Margt
hefur á daga þessara tveggja
stofnana drifið og báðar staðið
sig vel. Hin síðarnefnda fagn
ar þann 17. júní í sumar
ánægjuríku starfi. Heill sé
þeim vormönnum sem hófu
hana til vegs. Þetta er sigur-
merki hins almenna kennara í
menningarmálum, og á ýmsum
stundum haldgott mótvægi gegn
kerfinu okkar að ofan, ríkis
bákninu í Reykjavík og ráð-
herraviti þess.
Barnaskólinn á Selfossi á
ekki því láni að fagna að geta
haldið upp á afæli sitt, svo
til upp á dag. Líklegast teld
ist hann jafngamall fræðslu-
skyldunni, en þá upprunalega
farskóli í Sandvíkurhreppi hin
um eldri, fluttur eins og hrepps
ómagi milli bæja í sveitinni,
og lítt búinn til þeirrar ferð-
ar. Þó eru enn á lífi margir
nemendur, er lærðu þama vel,
og geyma enn með sér það
bezta úr gamla skólanum sín-
um. En svo óx sveitin kringum
eina þungamiðju, upp við ölfus
árbrú, og kringum 1930 var
risinn barnaskóli á austurbakka
Ölfusár, þar sem Iðnskólinn
starfar nú.
Hér skulu ekki rakin nöfn,
en öðrum er varla gert rangt
til, þó getið sé Sigurðar Eyjólfs
sonar skólastjóra, sem kom að
barnaskólanum 1933 og stjórn
aði honum til 1961. En þá var
skólinn orðinn bæði barna- og
gagnfræðaskóli fyrir einn fjöl
mennasta hrepp landsins, Sel-
fosshrepp. Og áfram stóð einn-
ig að rekstrinum gamla sveitin,
Sandvíkurhreppur, sem skóla-
haldið hóf, og verður alltaf
rómað, hve vel Sigurði Eyjólfs
syni tókst að tvinna saman
skólastarf sitt fyrir þessi
harla ólíku hreppsfélög.
Leifur Eyjólfsson er nú skóla
stjóri Barnaskólans á Selfossi.
Það hefur hann nú brátt verið
í áratug, en við skólann hefur
Leifur starfað röskan aldar-
fjórðung. Hann tók því vel að
segja okkur fyrst frá þeirri um-
byltingu sem orðið hefur á
þessum tíma:
— Þegar ég kem hingað ný-
útskrifaður kennari haustið
1943, þá var hér skólahús niðri
á árbakka, gamla skólahúsið
reist 1932. Þar var þá aðeins
ein kennslustofa. Skólastjórinn,
Sigurður Eyjólfsson, kenndi
þar þennan fyrsta vetur, sem
ég var hér, en svo var fengið
á leigu húsnæði hjá Vigfúsi
Guðmundssyni, bifreiðastjóra,
austur á Aðalbóli. Hann var þá
að byggja nýtt hús, það sem nú
er lögreglustöðin hér á Sel-
fossi, og stofan í , húsinu var
leigð sem kennslustofa. Þar
kenndi ég minn fyrsta kennslu
vetur 20 börnum og það var
nokkuð þröngt setinn bekkur
inn. Börnin sátu þar á baklaus-
um bekkjum,- og skólaborðin
voru þannig útbúin, að það
voru smíðaðir búkkar, negld
síðan saman nokkur gólfborð
og lögð svo ofan á. Og þetta
þótti alveg ágætt. Börnin undu
sér þarna vel, og í frímínút
unum lékum við okkur saman
á blettinum þarna fyrir fram-
an.
Kennslutæki höfðum við eng
in, nema eina töflu, sem máluð
var á vegginn, og lítilsháttar
var til af landabréfum, sem
voru þá borin á milli þessa 10
mínútna leið milli skólans og
Aðalbóls, sem var þá austast
í þorpinu. Þama erum við í
tvo vetur, reyndar hálfan þriðja
vetur. En það hafði verið haf
izt handa um skólabyggingu
strax um það leyti, sem ég
byrja — og hún var tekin í
notkun um miðjan vetur 1945:
tvær kennslustofur, handavinnu
stofa fyrir drengi, íþróttasalur
Myndir:
Tómas Jónsson
Texti:
Páll Lýðsson
— sem ennþá er eini íþrótta
salurinn fyrir báða skólana hér
— og menn þóttust byggja
þarna fyrir þó nokkuð langa
framtíð.
En það kom brátt í ljós, að
fólksfjölgun varð mikil í Sel-
fossþorpi á þessum árum, og
húsnæðið varð fljótt of lítið.
Það varð brátt að tvísetja í
þessar stofur. Síðan er hafizt
handa um nýja skólabyggingu
1953. Það varð nokkuð stór
viðbót, því þar komu sex al-
mennar kennslustofur. Reyndar
átti þar að vera aðstaða fyrir
skólaeldhús — mikil bjartsýni
á þeim tíma — og menn álitu
að nú væri byggt fyrir langa
framtíð.
— Það fjölgaði þó svo ört
í skólanum, að þessi stofa fyrir
skólaeldhús varð aldrei til
þeirra nota. Hún varð bara al-
menn kennslustofa. Þannig er
Barnaskólinn á Selfossi.
skólinn í dag. Við höfum hér
8 almennar kennslustofur, litla
handavinnustofu fyrir drengi og
aðra litla fyrir stúlkur, bóka-
geymsluherbergi — en aðrar
sérstofur höfum við ekki.
Söngkennslustofu höfum við
stundum haft á leigu, þ. e. þeg
ar við höfum getað fengið söng
kennara.
— Hér var fyrr meir og til
skamms tíma rékin gagnfræða
deild í skólahúsinu. Það hefur
auðvitað átt sinn þátt í því
hve skólanum var þröngur
stakkur skorinn.
— Já, að sjálfsögðu var hér
mjög þröngt þá. Hér kom fljót
lega miðskóladeild, landsprófs
deild og svo gagnfræðadeild.
Þetta allt í þessu litla húsnæði,
og það má nærri geta, að þetta
var mjög erfitt, en samvinna
var góð bæði á milli skólastjór
anna og kennaranna, og þetta
sambýli tókst mjög vel. En
nú er gagnfræðaskólinn fluttur
í ný og veglegri húsakynni hér
á staðnum.
— Hvað eru margir nemendur
í barnaskólanum í dag?
— í dag eru í skólanum 440
böm, 6—12 ára. Yngstu árgang
arnir eru fjölmennastir. Það
eru 70 börn í 7—8 ára aldurs
flokknum. 6 ára börnin eru
67. Þetta er í fyrsta skipti, sem
við tökum 6 ára börn í skól-
ann, sem reglulega nemendur
þar. Áður höfðu kennarar skól
ans tekið þá fræðslu að jér
á eigin spýtur, fengið aðstöðu
f skólanum, en algerlega séð
um kennslu og tilhögun. Sú
kennsla hefur ekki farið fram
stöðugt, en þó hefur kennsla
6 ára barna verið hér af og
til síðan 1943, er ég byrjaði
hérna með smábarnakennslu.
— Getið þið einsett í skól-
ann?
— Nei, nei, það er alveg úti
lokað, og ef við hefðum verið
flokkavinnuteiknlngar 11 ára barna.