Fréttablaðið - 16.08.2002, Page 6

Fréttablaðið - 16.08.2002, Page 6
6 16. ágúst 2002 FÖSTUDAGURSPURNING DAGSINS Ætlar þú að taka þátt í menningarnótt? Já, ég verð að vinna á Lækjartorgi og tek þátt. Borghildur Antonsdóttir VIÐSKIPTI FASTEIGNIR Bíóborgin, gamla Aust- urbæjarbíó við Snorrabraut, stend- ur enn auð en þar hafa ekki verið kvikmyndasýningar frá því snemmsumars. Eigendurnir, Árni Samúelsson og fjölskylda, sitja því uppi með húsið án þess að hafa af því arð: „Þetta er dýrt hús en það var dýrara að hafa það opið,“ segir Björn Árnason, framkvæmdastjóri hjá SAM - bíóunum, en hann vinnur nú að því að selja húsið og koma því þannig í önnur not. „Það var bull- andi tap á Bíóboginni síðustu árin og það varð einfaldlega að skrúfa fyrir það,“ segir hann. Einhverjir munu hafa sýnt bygg- ingunni áhuga en húsið er um margt sérstakt og þyrfti gagngerra breyt- inga við ef nýta ætti það til annars en kvikmynda - eða leiksýninga. Eigendurnir telja að skortur á bíla- stæðum í nágrenni hússins sé meg- inástæðan fyrir því hvernig fór. Óvíst hvað verður um Bíóborgina við Snorrabraut: Bullandi tap olli lokun BÍÓBORGIN Auð og yfirgefin. Þrír ökumenn voru stöðvaðirfyrir hraðakstur í Keflavík í fyrrinótt. Einn ökumannanna mældist á 137 km hraða á Reykjanesbraut og einn mældist á 110 km hraða á Njarðarbraut á móts við Hagkaup en þar er há- markshraði 50 km. Þjóðverji tilkynnti um stoliðreiðhjól til lögreglunnar í Reykjanesbæ um fimmleytið í gærmorgun. Hafði maðurinn ver- ið sofandi í tjaldi sínu á tjald- svæði í Njarðvík. Maðurinn fór af landi brott í gærkveldi, líklega án þess að taka með sér hjólið. Var það enn ekki komið í leitirn- ar þegar Fréttablaðið hafði sam- band. DRESDEN, ÞÝSKALANDI, AP Gífurleg flóð gengu yfir suðausturhluta Þýskalands í gær. Í borginni Dres- den hækkaði vatnsyfirborð í ánni Elbe um 20 sentimetra á klukku- stund. Flæddi mikið vatn yfir bakka árinnnar. Samkvæmt veð- urspám var búist við því að vatns- hæðin ætti eftir að aukast og ná hámarki í 8,5 metrum. Er það skammt frá þeim 8,76 metrum sem vatnshæðin náði árið 1845. Um 20 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Dresden vegna flóðanna. Stífla skammt frá Bitterfeld í Þýskalandi gaf sig í gær. Þurftu um 16 þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna flóðahættu. Alls hafa 11 manns farist í flóð- unum í Þýskalandi. Spáð er batn- andi veðri í landinu á næstu dög- um. Danir, Svíar og Finnar sendu í gær sérfræðinga ásamt kröftug- um dælubúnaði til Prag, höfuð- borgar Tékklands, vegna flóðanna sem þar hafa gengið yfir. Þannig vildu þjóðirnar bregðast við ósk tékkneskra yfirvalda um aðstoð. Að minnsta kosti 100 manns hafa nú farist í flóðunum um gjör- valla Evrópu.  Neyðarástand í suðaust- urhluta Þýskalands: Mestu flóðin í 150 ár ÁHYGGJUFULLUR Arno Horstmann situr áhyggjufullur á svip á tröppunum fyrir framan búðina sína, af ótta um að flóðin muni aukast. AP /M YN D FLÓÐ Flóð eins og þau sem nú eru í Mið-Evrópu eru ekki algeng á Ís- landi. Jónas Elíasson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Ís- lands, sagði að um væri að ræða svokölluð ofanflóð sem orsökuðust af mikilli úrkomu. Á Íslandi myndi mest hætta skapast af svokölluðum storm- flóðum, en þá flæð- ir sjór yfir land. Jónas sagði að flóðin væru alltaf að verða verri og verri í Mið-Evrópu. Þar væru tvö megin árkerfi, Rínarkerfið og Dónárkerfið og einnig minni kerfi eins og Saxelfurkerfið, þar sem Prag væri. „Það sem er að gerast þarna er að það er alltaf verið að byggja meira og meira í kringum þessar ár sem eru fyrst og fremst notaðar sem samgönguæðar,“ sagði Jónas. „Eftir því sem byggt er meira í kringum þær og þrengt meira að þeim, þeim mun hærri verða flóð- in. Það dregur úr flóðhæð ef að áin fær í flóðinu að breiða sig út yfir nægilega stórt landssvæði. Þegar búið er að byggja stíflugarða og varnargarða meðfram ám til að hindra það að land fari undir vatn, þá verður árfarvegurinn einfald- lega mjórri og flóðin hærri.“ Jónas sagði að til væru tvenns konar flóð. Annars vegar ofanflóð, sem orsökuðust af mikilli úrkomu, sem ylli því að ár flæddu yfir bakka sína. Hins vegar stormflóð, sem orsökuðust af því að vindur hleður upp sjó á grunnu vatni og keyrði hann inn í ár eða yfir land. Jónas sagði að þegar þetta tvennt gerðist á sama tíma skapaðist al- gjört neyðarástand og nýleg dæmi um þetta væri að finna í Svarta- hafi. Stormflóð hefðu reglulega átt sér stað í Hollandi og Bretlandi, en þó væri búið að útiloka þau í Thames og Rín með sérstökum lokum. „Það er viss hætta á stormflóð- um hér á landi, sérstaklega á Suð- urlandi við Stokkseyri og Eyrar- bakka og í Reykjavík. Í miklu stormflóði getur Reykjavík breyst í þrjár eyjar, þá nær sjór- inn saman í gegnum Kvosina og yfir Eiðisgranda. Þetta gerðist í Básendaflóðinu árið 1799 og getur gerst hvenær sem er þó þetta sé ekki algengt.. Árið 1894 eyðilagði stormflóð verslunarhús í Hafnar- stræti, en stærsta flóðið sem mælst hefur varð 1936. Þá flæddi yfir Örfirisey og stóran hluta Sel- tjarnarness. Það er vonlaust að koma í veg fyrir svona flóð, en hægt er að viðhafa varnaraðgerð- ir gegn því að sjór gangi á land. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er Sigl- ingamálastofnun að reyna það með byggingu sérstakra varnar- garða.“ trausti@frettabladid.is Reykjavík breytist í þrjár eyjar í stormflóði Jónas Elíasson prófessor segir að stormflóð geti orðið hvenær sem er á Íslandi. Árið 1894 eyðilögðust verslunarhús í Hafnarstræti í stormflóði. Flóðin í Mið-Evrópu eru alltaf að verða verri og verri. Það er viss hætta á stormflóðum hér á landi. LÖGREGLUFRÉTTIR TJÖRNINKVOSIN REYKJAVÍKURHÖFN ÁHRIF STORMFLÓÐS Á MIÐBORGINA Litaða svæðið sýnir það landsvæði borgarinnar sem er undir fjögurra metra hæð yfir sjávarmáli. Stærstu storm- flóðin sem mælst hafa á Íslandi hafa verið 5 metrar. Akranes: Strætó til Reykjavíkur SAMGÖNGUR Bæjarráð Akraness hyggst kanna möguleikann á því að hefja strætisvagnasamgöngur milli Akraness og Reykjavíkur. Kvartanir hafa borist til bæjaryf- irvalda vegna þess hvernig núver- andi sérleyfishafi hefur staðið að sérleyfisakstri milli sveitarfélag- anna. Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með samgönguráðherra og fyrsta þingmanni kjördæmisins til að ræða málin áður en gengið verður frá nýju leyfi. Atvinnu- málanefnd hefur ennfremur verið falið að koma með hugmyndir að fyrirkomulagi almenningssam- gangna milli Akraness og höfuð- borgarsvæðisins. Skessuhorn.  Hagnaður Olíuverzlunar Ís-lands hf. og dótturfélagsins Nafta ehf., eftir skatta, fyrstu sex mánuði ársins nam 774 m.kr., en á sama tímabili í fyrra höfðu félög- in tapað 197 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITA), nam 506 milljónum króna, samanborið við 532 millj- ónir fyrstu sex mánuði ársins 2001. Afkoma Sæplasts hf. og dóttur-félaga, á fyrri helmingi ársins er mun betri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins var tæpar 46 milljónir eftir skatta samanborið við 5 milljóna hagnað á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.hagnaðist um 244,4 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Rekstrartekjur tímabilsins voru 987 m.kr. og rekstrargjöld voru 726 m.kr. Hagnaður sam- stæðunnar fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nemur 261 m.kr.,sem er 26% af tekjum. Verulegur afkomubati HB: Tapi snúið í góðan hagnað ÁRSHLUTAUPPGJÖR Hagnaður sam- stæðu Haraldar Böðvarssonar hf. á fyrstu sex mánuðum ársins var 784 milljónir króna, saman- borið við 398 milljóna tap sama tímabil árið 2001. Afkomubati á milli tímabilanna er því 1.182 m.kr. Hagnaður HB og dótturfé- lagsins Baltic Seafood SIA í Lettlandi nemur 923 m.kr. fyrir skatta. Veltufé frá rekstri er 689 m.kr., samanborið við 365 m.kr. sama tímabili árið áður. Styrk- ing krónunnar skilaði HB 477 m.kr. gengishagnaði og hafa heildarskuldir samstæðunnar lækkað um 808 milljónir frá síð- ustu áramótum.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.91 0.19% Sterlingspund 131.58 -0.62% Dönsk króna 11.31 -0.88% Evra 83.97 -0.94% Gengisvísitala krónu 126,61 0,5% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 257 Velta 3.673,4 milljónir ICEX-15 1.267,1 0,31% Mestu viðskipti Húsasmiðjan hf. 784.657.098 Ker hf. 132.973.876 Pharmaco hf. 106.023.500 Mesta hækkun Nýherji hf. 11,48% Sæplast hf. 6,06% Þróunarfélag Íslands hf. 3,13% Mesta lækkun Fiskiðijusamlag Húsavíkur hf. -60,61% Marel hf. -8,68% Flugleiðir hf. -3,67% ERLENDAR VÍSITÖLUR** Dow Jones 8743,4 0,0% Nasdaq 1333,8 0,0% FTSE 4327,5 3,8% DAX 3653,8 1,8% Nikkei 9795,6 1,6% S&P 923,3 0,4% *Gengi Seðlabanka Íslands kl. 11.00 **Erlendar vísitölur kl. 18.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.