Tíminn - 07.07.1971, Side 8
!
TÍMIN N
— Ertu eitthvað verri?
Hvers vegna ættir þú að bjóða
mér út?
— Ja, ég hugsaði sem svo, að
það væri gaman að hittast eftir
öll þessi ár?
— Já, en við getum þá borg-
að hvort fyrir sig?
— Nei, það er ég sem býð.
— Allt í lagi, fyrst þú endi-
lega vilt. Hvar og hvenær eig-
um við að hittast?
— Ég get komið og sótt þig.
— Hættu nú! Nú verðurðu
að láta undan! Við getum þó
að minnsta kosti hitzt einhvers
staðar.
— Nei, ég sæki þig kl. hálf
átta.
___ ? ? ?
Ég lagði símann á.
Klukkan sjö bað ég um leigu
bíl og fór og sótti hann. Á
leiðinni keypti ég pakka af
sígarettum, sem ég vissi að
honum fundust góðar. Ég fór Ég kveikti í sígarettum fyrir han n, pantaSi drykki, opnaSi dyr og va rS þreyttari og þreyttari.
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1971
Hvernig á að vera
karlmaður? Hvernig
er að bjóða einhverj-
um út?
í mörgum löndum
reyna konur að losna
undan hefðbundnu
hlutverki sínu sem kon
ur. En hvernig er það
í reynd?
Svíþjóð telst vera
framarlega á þessu
sviði éins og ýmsum
öðrum. Fyrir skömmu
tók sænsk kona sig til
og ákvað að reyna að
leika hlutverk karl-
mannsins og bauð
gömlum vini sínum út
eitt kvöldið. Segir hún
frá þessu á eftirfar-
andi hátt: -
EG BAIii UT KARLMANNI
inn og náði í hann. Plýtti mér
niður stigann að dyrönum til
að vera á undan að opna fyrir
honum. Varð of sein. Ég skal
ekki gefast upp, hugsaði ég,
og réðst í staðinn til atlögu við
bíldyrnar. Opnaði eins og bezti
kavallér. En mistókst á ný.
Hann var kominn inn hinum
megin.
— Hvert á að aka? spurði
bílstjórinn og sneri sér að hon-
um.
— í Þjóðleikhúskjallarann.
æpti ég.
— Hvað hefur komið fyrir
þig? spurði hann. Hefurðu unn
ið í happdrætti eða hvað er
eiginlega um að vera?
— Nei, en hvers vegna
skyldi ég ekki bjóða þér út.
Mér fellur við þig og við hitt-
umst svo sjaldan.
Þetta þaggað; niður í hon-
um. Hann íét í. ’i Htið fyrir
sér úti í horni bils;"" <-■■ ■ it
til mín augunum við og við.
rétt eins og hann vissi ekki.
hvort ég væri orðin geðveik
eða hvort ég ætlaði að nauðga
honum í næstu dimmu hliðar-
götu.
Þegar við vorum komin á
áfangastað, réðumst við bæði
á veslings leigubílstjórann og
ætluðum að borga. Bílstjórinn
tók auðvitað við peningunum
frá honum. Ég hafði þegar tví-
vegis beðið ósigur. Ég leyfði
honum að opna dyrnar.
Við fatageymsluna gerði ég
nýja tilraun. Því miður mis-
tókst hún líka. Maðurinn var
nefnilega allt of hár. Ég hopp-
aði upp eins og Tarzan á bak
við hann í þeim tilgangi að ná
honum úr frakkanum.
—- Hvern fjandann ertu að
gera?
Ég hflpa'ði á hæli. Og hugg-
aði mig. við að neita að láta
manninn í fatageymslunni
fasra mfe úr kápunni.
Við «-ttumst niður í matsal-
inn og iórum að skoða matseðil
- Jáó iiigmilextí ifixrlr
inn. Ég átti 200 kr. (um 3.400
ísl.) og fannst ég vera mjög
rausnarleg.
— Fáðu þér það, sem þú vilt
helzt. Nei, ekki líta á þessa
ódýru rétti. Nú skulum við
borða eitthvað gott og dýrt.
— Hann ákvað að fá krón-
ertukökur í hrærðu smjöri og
úthafskrabba, steikta með víni.
Ég bað um þetta fyrir tvö.
Þjóninn setti vínlistann á borð
ið fyrir framan hann. Ég
teygði mig yfir borðið og greip
hann. En svo urðu smávand-
ræði. Þekking mín á víni var
af skornum skammti. .........
— Þú mátt. velja, sagði ég,.,
og reyndi að setja upp merkis-
svip, og hann valdi flösku af
Olivier. s
Maturinn var dýrlega góður,
og ég skálaði hvað eftir annað
við hann. Svo vildi hann fá
eftirrétt. Þá fór ég að reikna.
Enn dygðu víst hundraðkrónu
seðlarnir, en ef hann vildi nú
fá grogg á eftir. Þetta var
vandræðalegt. Ég reiknaði í
huganum. Bezt að ég sleppti
eftirmatnum.
Með löngunaraugum horfði
.Á'... •»
ég á hann troða í Sig ábætin-
um- TJvað sJöíIdu^raatgjr kari-
menn hafa verið í mínum spor
um og talið peninga meðan
þeir horfðu á hverniig stúlkan,
sem með þeim var, úðaði í sig.
Því næst drukkum við kaffi
og grogg.
Ég bauð honum sígarettu.
— Nei, takk. Ég reyki
Commerce. Mér finnst þær
betri.
Fjárinn, hugsaði ég, en brá
leiftursnöggt kveikjaranum á
loft. Það gerði hann raunar
líka, og ég var rétt búin að
skaðbrenna raigcá fingrtmum
með hendina beint yfir kveikj-
aranum hans.
— Nú væri gott að fá . ..
Ég greip fram í fyrir honum.
Mig langaði ekki til að ljúká
kvöldinu í uppþvottinum í eld
húsi Þjóðleikhúskjallarans.
— Jæja, þetta var nú kvöld-
verðurinn. Þá förum við víst.
— Eigum við ekki að borga?
Ég borgaði eftir að hafa
þaullesið reikninginn og við
fórum. Ég gerði ekki aðra til-
raun með frakkann hans.
— Nú vil ég fara eitthvað
og dansa, sagði hann.
Ég fylltist örvæntingu.
Klukkan var hálf eitt og ég
var úrvinda. Og ég átti aðeins
2—3 tíkalla eftir. En ég hafði
boðið svo ég varð að standa
mig. Það reið á að vera sjálfri
sér samkvæm. Ég lét á engu
bera og við ókum til Grand
veitingahússins. Ég barðist eins
og ljón ,kveikti í sígarettum,
opnaði dyr, pantaði drykki, og
varð þreyttari og þreyttarL
— Ætlarðu ekki líka að
bjóða mér upp? sagði hann og
virtist farinn að kunna vel sínu
hlutverki.
— Jú. Og við dönsuðum og
dönsuðum og dönsuðum . . .
Fæturnir á mér voru orðnir
dofnir. Hljómsveitin spilaði
tsja, tsja, tsja, og tangó og alla
dansa, sem ég ekki kann. En
honum fannst þetta ágætisball
svo ég lét á engu bera.
Þegar ég loks gat komiBTiOR
um inn í leigubíl var ég búin
að vera. Kvöldinu lauk eins
og það byrjaði — með mistök-
um. Kvcðjukossinn minn lenti
á bílsætinu er ekki á honum.
Maðurinn var S leið út.
Úrvinda á sí.l og Hkama, 200
kr. fátækari og með 90 kr.
skuld við hann ók ég h~im-
leiðis.
Guði sé lof að ég losna við
að taka að mér hlutverk karl-
mannsins í þjöðfélaginu!
EFlKátMlŒERtKÍDÆl
SAFNAMNN
SÉRSTIMPILL Á FYRSTA FLUGI
• 'X'"" ............... ...................
; ■ r' •; ,
Hinn 19. fyrra mánaðar fór
fram fyrsta flug Flugfélags ís-
lands til og frá Frankfurt.
Af þessu tilefni var gerður
sérstakur stimpill fyrir þá, sem
sendu póst frá Frankfurt til
Reykjavíkur og hljóðar áletrun
hans „ICELANDAIR — 19.6.
’71. SAGA-JET-B727 C, FIRST
ICELANDIC NON STOP
FLIGHT FI 251 FRANK- ' ' t
FURT/M — REYKJAVIK". *
Landssamband íslenzkra frí- ’ im'c'
merkjasafnara og Flugfélag Is
lands h.f. létu í sameiningu.
prenta umslög fyrir þetta flug
í mjög takmörkuðu upplagi.
sem eru til sölu hjá Frímerkja-
miðstöðinni/ Bækur og
merki og Sigmundi Kr. Ágústs-
syni.
Umslögin eru aðeins seld
settum frá báðum leiðarendum
og er þá þýzka umslagið með
sérstimpHnum.
* 1 , w« w fli , m , , « , ,*