Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1971 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Franikvyímaastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Jón Helgason. Lndriði G Þorstemsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímui Gislason Rit stjórnarskrifstofur l Edduhúsinu. simar 18300 - 18306 Skrif stotur Bankastræti 7 - Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasiml' 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00 á mánuði tnnanlands t lausasölu kr 12,00 eint. - Prentsm Edda hf Hrollvekjan er staðreynd ÞaS skýrist nú alltaf betur og betur, hvað það var, sem Ólafur Björnsson prófessor átti við, þegar hann ræddi um hrollvekjuna á komandi hausti. Það, sem Ólaf- ur átti við, voru m.a. eftirgreindar staðreyndir: • Ríkibv.jóður hefur aðeins aflað fjár til 1. septem- ber til að balda áfram óbreyttum niðurborgunum. Eigi að halda þeim áfram óbreyttum, verður að afla nýrra ríkistekns, er nema munu mörgum hundruðum mill- jóna króna. Verði hins vegar dregið úr niðurborgun- um hækkar verðlagið, síðan kaupið og skrúfan fer f fullan gang. • Forvígismenn margra iðngreina og þ:^j\Jstu- greina telja þær nú reknar með íapi vegna þ-ss, að þeir hafi ekki verið búnir að fá fuilnæg!andi hækkanir áður en verðstöðvunin hófst. Þetta verði þeir að fá leiðrétt eftir 1. september. • Eftir 1. september eiga launþegar að fá þau vísi- tölustig bætt, sem nú eru ekki borguð, og fljótlega eftir það falla kaupsamningar atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna úr gildi, og a.m.k. margar starfs- stéttir munu krefjast verulegra kauphækkana, m.a. með tilliti ti! þeirra samninga, sem ríkið hefur gert nýlega við opinbera starfsmenn. • Sjómenn hafa boðað, að þeir muni segja upp kaupsamningum sínum og krefjast stórhækkaðrar kauptryggingar, auk leiðréttingar á hlutaskiptum vegna laganna frá 1968. • Framundan eru umsamdar stighækkandi kaup- hækkanir hjá opinberum starfsmönnum, og hefur ekki verið aflað fjár til að mæta þeim. • Um áramótin eiga bótagreiðslur almannatrygg- inga að hækka, sem nemur a.m.k. 500 milljónum kr. á ári og er alveg eftir að afla fjár til að mæta þeirri hækkun. Þessi upptalning skýrir það, sem Ólafur Björnsson átti við, þegar hann ræddi um hrollvekjuna, og mætti þó bæta mörgu við. Þess ber svo að gæta, að þegar Ólafur viðhafði þessi ummæli gerðu menn sér vonir um góða vetrarvertíð, sökum spádóma fiskifræðinga. Sú von hef- ur verulega brugðizt og hefur það minnkað gjald- eyristekjurnar um einn milljarð króna, miðað við gjald- eyristekjurnar í fyrra. Við það bætist svo, að innflutn- ingurinn hefur aukizt svo gífurlega, að það minnir helzt á kaunaæði. Menn hafa dregið þá ályktun af reynsl- unni frá 1967, að gengislækkun fylgi verðstöðvun, a.m.k. ef núverandi stiórnarflokkar héldu völdum. Ef sá gífur- legi halli helzt áfram, sem verið hefur fyrstu mánuði þessa árs, á viðskiptunum við útlönd. verður allur hinn margrómaði gjaldeyrisvarasjóður þurrausinn um áramót °ða iafnvel fyrr. Sá vandi, sem við er að fást á komandi hapsti, er því meira en lítill. Við þetta bætist svo gífurleg útþensla ríkisbáknsins á ,,viðreisnarárunum“, stórkostlegur fólks- flótti úr dreifbýlinu, skólakerfi í hálfgerðum rústum og skattakerfið, sem er í senn margflókið og óréttlátt. Sú ríkisstjórn, sem kemur til valda, tekur við verri arfi en nokkur fyrirrennari hennar hefur gert. Þ.Þ. JOEL CARLSON, lögfræðingur frá Suður-Afríku: í Suður-Afríku ræður öryggis- 7 lögreglan m og lofum Margir fangar deyja af pyntingum í varðhaldi hcnnar. ÞAÐ er skylda lögfræðings að verja frelsi einstaklingsins gegn öllum innrásum og árás- um hins opinbera. Einnig er skylda hans að koma upp um óréttlæti, spillingu og harð- ýðgi. Mikið eða lítið réttlæti í sérhverju samfélagi miðast við, að hve miklu leyti lög- fræðingar geta rækt þessar skyldur sinar. Þcgar líða tók á árið 1970 hafði öryggislögr glan í Suður- Afríku skert mjög verulega mögulcika mína til að starfa sem lögfræðingur þar í landi. Dómsmálaráðherrann beitti valdi sínu til að láta svipta mig vegabréfi. þrgar ég var búinn að sýna fram á, að öryggislög- reglan pyntaði fanga. Átján fangar höfðu látizt í varðhaldi. M:\rgt bar þ?ss ótvíræðan vott. að þeir hefðu o;:ðið fyrir líkams m?iðingum .raflosti og öðrum pyntingum. EFTIR að ég hafði verið sviptur vegabréfi var hert mjög á ofsóknum og ógnunum-<við • mig. Ég- notaði • t.d. símann þegar ég bað dagblað fyrir aug lýsingu um, að bíll minn yrði til sölu. (Ekki lét ég þó nafns míns getið eða heimilisfangs). Nökkrum klukkustundum eftir að ég hafði símað auglýsing- una til blaðsins, var gerð skot- árás á bílinn m;nn og hann skemmdur mjög mikið. Komið var fyrir hlustunartækjum við síma minn og í skrifstofu minni (og raunar í svefnherberginu líka). Um einkalíf var ekki framar að ræða. Eriiðast var að þola þær ógnanir, sem kona mín og börn urðu fyrir. Hringt var í síma minn á nóttunni og ausið yfir mig skömmum, auk þess sem mér var hótað lífláti. Heima- gerðri handsprengju var varp- að að lesstofu minni heima og skotárás gerð á skrifstofu mína. Einn morgun fékk ég bók í' pósti og reyndist þar falin sprengja. Mér voru skrif uð hótunarbréf, þar sem ég var nefndur kommúnisti, kapí- talisti, Gyðingur og fjárkúgari. ÖRYGGISLÖGREGLAN tók sumt af starfsfólki mínu og viðskiptavinum til strangrar yfirheyrslu. Jafnframt voru boðnar fram álitlegar fjárhæð- ir í þóknun og hótað hefndum, ef því boði væri hafnað. Ritari minn einn varð fyrir slíkri hefnd og varð að fara úr landi ásamt fjölskyldu sinni, og átti ekki afturkvæmt. Ekki var þessu fólki gefið annað að sök en að hafa starf- að fyrir mig eða átt skipti við mig. Þegar ég reyndi að veita því vernd var það einungis tek ið oftar til yfirheyrslu en áður hjá öryggislögreglunni og jafn framt lengur í senn. Svo vofði ávallt yfir, að barið yrði að dyrum hjá mér klukk- an tvö að nóttu og ég tekinn höndum. Mér var helzt til vel Svertingjabörn í Suður-Afríku Ijóst, hvílíkar skelfingar slíkt -boðaði. ÞRJÁR ékkjur' höfðu leítáð aðstoðar minnar eftir að eigin- mann þeirra höfðu látizt í fang elsi. Ég þekkti af sjón og raun þær aðferðir, sem lögreglan beitti við yfirheyrslur. Hand- teknu fólki var neitað um sam- band við umheiminn og haldið í einangrunarklefum um ótil- tekinn tíma, eða að geðþótta öryggislögreglunnar.' Ég bjó mig undir slíkt með aðstoð konu minnar. Við lögðum á fáðin um, hvað aðhafzt skyldi heima fyrir og í skrifstofunni. Ég hafði það fyrir reglu á hverju kvöldi að hafa tann- bursta við hendina auk rak- krems, sem einnig var unnt að nota gegn lúsum og biti veggja lúsa. Þá hafði ég ennfremur hjá rúmi mínu biblíu, sem vin- veittir prestar höfðu gefið mér, og gerði ég mér vonir um, að mér yrði leyft að hafa hana með mér í fangelsið, ef til kæmi. Svo beið ég átekta. En brátt kom í ljós, að ekki var ætlunin að taka mig höndum, heldur að ata mig auri og eyði leggja mannorð mitt. ÉG HAFÐI hafið baráttuna fyrir tuttugu og fimm árum og mér varð brátt ljóst, að hún yrði senn á er.da Ég einr beitti mér að því að verja fjölskyldu mína og halda yiti og hafði litla stariskrafta af- lögu. Enn fór ég að vísu með nokkur mál, sem ég vann fyrir rétti, en öryggislögreglan greip jafnan til einhvers konar ger- ræðis, sem ónýtti sigur minn í málinu. Árið 1969 voru um 100 manns teknir höndum samkv. hinum ströngu öryggislögum. Um það bil hálfu ári síðar voru 22 þeirra leiddir fyrir rétt og lögsóttir samkvæmt hinum óljósu „kommúnistalögum" svo nefndu. Þegar við færðum fyr- ir réttinum sönnur á litlar og vafasamar ástæður hinnar opin beru ákæru, au^.mjsþyrminga, bæði vitna og saMiþijninga, féll hinn opirberi ákærandi frá málssókn sinni. Öryggislögregl an beið, meðan dómarinn lýsti hátíðlega sýknu hinna ákærðu. ÞEGAR dómarinn vék úr réttarsalnum hófst öryggislög- reglan handa. Vopnaðir lög- regluþjónar umkringdu sak- borningana og þeir voru á ný teknir höndum samkvæmt ör- yggislögunum. Þeir voru síðan ákærðir að rúmu ári liðnu, og þá samkvæmt öryggislögunum. Aftur voru sakborningamir leiddir fyrir rétt, lýst hinum sömu sökum og áður og aftur voru þeir sýknaðir. Saksóknari áfrýjaði dóminum, að vísu án árangurs, en öryggislögreglan beið ekki eftir niðurstöðunni. Allir hinir sýknuðu voru settir í fimm ára bann. Sumum var haldið í stofufangelsi, en öðr- um var meinað að hafa sam- neyti við fjölskyldu sína eða vini. REFSINGAR án dóms og laga höfðu verið og eru algeng ar í Suður-Afríku, en þær urðu nú æ tíðari, og eins og saklaust fólk væri dæmt. Hvað getur lögfræðingur aðgert umfram það að sýna fram á óréttlæti og fá sakborninga sýknaða? Reynslan sýnir þó, að í Suður- Afríku h.r"'kkur þetta hvergi nærri til. Baráttu minni í Suður-Afríku var loksins lokið. Börnin mín fjögu'r og eigi :onan áttu skilið betri daga, og ef til vill voru möguleikar á, að ég gæti orðið að liði erlendis. Ég fór enn eÍKU sinni fram á, að vegahréfi mínu yrði skilað aftur, en var synjað um það sem fyrr. Þá tók ég til minna ráða og tókst með brögðum r" komast úr landi. ásamt konu og börnum En flóttinn er önnur saga. (Þýtt úr New York Times)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.