Tíminn - 07.07.1971, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1971
TIMINN
HALL CAINE:
GLATAÐI SONURINN
11
þann sem þú elskar? Þóra
grét sárt, loks sagði hún:
__ Óskar, þú veizt þetta ekki
síður en ég. — Þóra var nú staðin
upp og gekk til Óskars, sem líka
var risin á fætur með útbreidda
arma, þá sá Þóra ógnþrungna
ásjónu Magnúsar, sem starði á
þau, munnur hans var opinn og
honum var þungt um andardrátt.
Óskar sneri sér við til að athuga
hvað það var, sem Þóra hafði séð,
þegar hann sá Magnús, fannst hon
um hann stirðna og skreppa all-
ur saman. svo brosti hann aum-
ingjalega og sagði stamandi:
— ert þú raunverulega kominn
hingað? — Magnús hvorki sá Ósk
ar né heyrði til hans. Hann skynj
aði ekkert á þessu augnabliki
nema ofsareiði o« heljarafl sitt,
og það að hann stóð á gígbarmi,
sem var eins djúpur og sjálft víti
og eins þögult og gröfin, og þarna
stóðu þær tvær manneskjur, sem
hann hafði elskað heitar öllu öðru
og að þau höfðu svikið og táldreg
ið hann. svo sá hann svipinn á
Þóru og þá mundi hann eftir
Hans, svipur hennar var eins og
hafði komið á Hans, þegar hann
var búinn að brjóta í honum
hrygginn og htíhn hafði legið
hjálparvana á dansgólfinu, o® það
var eins og ósýnileg hönd snerti
við öxl Magnúsar og hin hræði-
lega fyrirætlan hans hvarf úr
huga hans. Nokkur andartök ríkti
þögn, utan þungur andardráttur
þessara þri-ggja manneskja, svo
fékk Magnús málið, þó var eins
og hann væri að kafna, þegar
hann réðist að Þóru ásakandi,
hann sagði:
— Hvað á þetta að merkja?
Það eru ekki meira en sex dagar
frá því við skildum og nú hitti
ég þig svona, talaðu, getur þú
ekki svarað? — En Þóra gat bara
stunið og kveinað. Óskar hafði
tekið á öllum sínum þrótti til að
átta sig, hann kom nú Þóru til
varnar og sagði:
— Magnús, þetta er ekki Þóru
að kenna, heldur mér. Ef við
nokkurn er þá að sakast, þú verð
ur því að ræða málið við mig. —
Magnús sneri sér að bróður sínum
og æpti:
— Við þig, hvers konar maður
ert þú eiginlega. Þú svíkur einka
bróður þinn. Komstu heim til
þess, til að koma á ófriði og
vandræðum og eyðileggja allt, ég
spyr þig í guðs nafni. Því varstu
ekki kyrr erlendis? — Óskar
reyndi að vera stilltur. Hann
sagði:
— Svona máttu ekki tala við
mig, ekki eins o« ég hafi stolið
ást Þóru frá þér, vegna þess að. . .
— Hvað hefurðu þá gert, ef
ekki einmitt það?
— Vegna þess að Þóra hefur
aldrei elskað þig, þó það hryggi
mig að segja það.
—Til fjandans með hryggð
þína, — sagði Magnús.
— Og til fjandans með ófyrir-
leitni þína, — hrópaði Óskar,
og ef þú villt ekki hlusta á sann-
leikann, sagðan þér af samúð, þá
skaltu heyra hann eins beizkan
og hann er. Trúlofun ykkar Þóru
er ekkert annað en auðvirðilegur
verzlunarsamningur í milli föður
hennar og föður okkar. Hún hef-
ur verið keypt og seld eins og
ambátt. Þetta högg hitti í
mark. Magnús skildi, að þetta var
satt, hann gat ekkert sagt. Loks
sagði hann hálf stamandi:
— Þetta veit ég ekkert uin, ég
veit bara, að ég ætlaði að kvæn-
ast Þóru, og að það átti að opin-
bera trúlofun okkar eftir tvo
daga.
Þóra tók nú loksins til máls.
Hún var taugaóstyrk og varir
hennar skulfu. er hún sagði:
— Magnús, þú veizt, að þetta
cr ekki allt mín sök, aðrir réðu
þessu, _enginn leitaði álits hjá mér
— Ég spurði.þig.þó sj.álfur.
— Já, en þá var búið að ganga
frá öllu, Magnús, það veiztu.
— En Þóra, hefðirðu bara sagt
mér þá, að þú elskaðir mig ekki.
— Magnús. þá vissi ég það'
ekki.
— Vissir þú það ekki?
— Nei, ég vissi ekki, að sú ást,
sem ég bar til þín, væri ekki hin
sanna ást, að til væri annars kon
ar ást, né að stúlka ætti ekki að
bindast manni, þar til dauðinn
aðskildi þau, fyrr en hún væri
viss um, að hún elskaði hann af
öllu hjarta og allri sálu sinni.
Hefur þú nú kynnzt slíkri ást?
— spurði Magnús. — ,.Já,“ sagði
Þóra, óstyrkum rómi. Þetta eina
orð hljómaði sem útfararhringing
í eyrum Magnúsar, hann starði
tómlátlega út í bláinn, svo taut-
aði hann: — Guð minn, guð minn.
— Og þá yfirbugaðist Þóra alveg.
Þau stóðu þarna öll og sögðu ekki
orð, Magnús átti í hræðilegu sál-
arstríði, honum fannst Þóra og
Óskar hafa nokkuð til síns máls,
þau höfðu mikið sér til réttlæting-
ar, þau elskuðust og gátu ef til
vill ekki ráðið við gerðir sínar,
en hann sem hafði talið sig svik-
inn, það var hann, sem raunveru-
lega var til óþæginda.
Þegar Þóra hætti að gráta, leit
Magnús upp og sagði átakanlegri
lágri og hásri röddu:
— Það lítur þá út fyrir,
að þessu sé öllu Jokið, og sjálf-
sagt ekkert við því að gera?
Hin þögðu bæði, Magnús bætti
við:
— Jæja, ég býst ekki við, að
mannlegt hjarta bresti, ég jafna
mig sjálfsagt seinna. — Enn
þögðu hin tvö, Magnús leit á þau
til skiptis, svo sagði hann:
— En hvað er nú til ráða? Ef
öllu er lokið í milli okkar Þóru,
hvað á þá að gera? — Hvorugt
svaraði, Magnús'sneri sér þá, að
Þóru og sagði:
— Faðir þinn ætlaði að
hafa kaupmálann tilbúinn, þegar
við kæmum, getur þú beðið hann
um að ónýta hann? — Þóra svar-
aði ekki.
— Ég veit, að þú getur það
ekki, faðir þinn mundi aldrei fyr
irgefa þér. — Magnús sneri sér
að Óskari og sagöi:
Faðir okkar hefur ákveðnar
rá'ðagerðir á prjónunum viðvíkj-
andi samvinnu við faktorinn, get-
ur þú tekið að þér þær fram-
kvæmdir að mér frágengnum? . . .
Nei? getur þú það ekki? Ósk-
ar sagði ekkert, andartak leið,
svo sagði Magnús:
— Jæja, ég býst þá við, að
ég verði að gera eitthvað, ef
til vill er það hið eina rétta, þar
sem það er ég, sem yerð að vikja.
— Segðu þetta ckki Magnús,
— sagði nú Þóra.
Því ekki? Betri er beizkur
sannleikur en ljúf lygi. — Þóra
leit undan og Óskar sneri að þeim
baki. Þau heyrðu fótatak Magnús-
ar á grýttri jörðinni, þau héldu,
að hann væri að fara, en þorðu
ekki a'ð líta á hann, eftir smá-
stund nam Magnús staðar og
sagði:
Þegar ég kom af fjalli, hélt
ég, a'ð vi'ð yrðum samferða heim
öll þrjú, en nú er víst bezt, að við
verðum ekki samferða, enda hef ég
nóg að hugsa um, ef ég verð að
taka ákvörðun í þessu máli og
eiga frumkvæði að úrslitum þess,
og verð því að vera einn til að
hugsa um þetta allt.
— Hvað ætlar þú að gera? —
spurði Óskar.
— Það má guð vita, hann hefur
sjálfsagt komið okkur í þessa
gildru og verður því að losa okkur
úr henni, sagði Magnús.
Þóra og Óskar heyrðu þungt
fótatak-^tagnúsar, þegar hann
gekk niður gíghólinn, þau heyrðu
er miðvikudagurinn
7. júlí
Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.32
Tungl í hásuðri kl. 00.13
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan i Borgarsuitalan
aro er opin allan sólarhringion
Síml 81212.
Slökkviliðið og sjúkrahifreiðú fvr
tt Revkjavfk og Kópavog simi
11100
SJúkrabifreið i Hafnarfirði stmt
51336
Tannlæknavaki ei i Helisu'’ern0ai
stöðinnl. þar sem Slysavarðsim
an vai og ei opin laugardaga o<
sunnudaga kl 5—6 e h - Slm
22411
Almennai applýstngai aro tækna
þjónnstu l borginni eru gefnai
simsvara Læknafélags Revkiavfk
or. slmi 18888 /
RæðmgarbelmUið i Kópavogi
Hlíðarvegi 40 slmi 42644.
Kópavogs Apótek ® °pl® 'írkt
dagt ki. 0—19 iaugardaga k P
—14, helgldaga fel 13—10.
Keflavikui Apótek « opíð vtrka
daga fel 0—19 'iaugardag8 kl
9—14, helgidaga fel 13—10
Apótck Hafnarfjarðar ei opið a!l«
vtrfea dag fré fel 9—7. a íaugar
dögum fcl 9—2 og a runnudög-
nm og öðrum heigidögum er op-
1ð frá kl. 2—4.
Kvöld- og hclgarvörzla apótcka í
Reykjavík vikuna 3. til 9. júlí
annast Reykjavíkur Apótek og
Borgar Apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 7. júlí
annast Arnbjörn Ólafsson.
FLUGÁÆTLANIR
Loftleiðir h.f.:
Þorfinnur karlsefni er væntanlegur
frá NY kl. 0700. Fer til Luxem-
borgar kl. 0745. Er væntanlegur til
baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer
til NY kl. 1645.
Eiríkur rauði er væntanlegur frá
NY kl. 0800. Fer til Luxemborgar
kl. 0845. Er væntanlegur til baka
frá Luxemborg kl. 1700. Fer til
NY kl. 1745.
Snorri Þorfinnsson er væntanlegur
frá NY kl. 0900. Fer til Luxem-
borgar kl. 0945. Er væntanlegur til
baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer
til NY kl. 1845.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá NY kl. 1030. Fer til Oslóar,
Gautaborgar og Kaupmannahafnar
kl. 1130.
SIGLINGAR
Skipadeild S.Í.S.
Arnarfell er í Rvík. Jökulfell er
væntanlegt til New Bedford á
morgun. Dísarfell er í Vestmanna-
evjum, fer þaðan til Austfjarða.
Litlafell er í olíuflutningum á Aust
fjörðum. Helgafell kemur til
Sousse í dag. Stapafell íór frá
Rvík í gær til Akureyrar. Mælifell
fór i gær frá Ventspils til Akur-
eyrar.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla kemur til Rvíkur árdegis í
dag úr hringferð að vestan. Esja
var á ísafirði í gærkvöld á norður-
leið. Herjólfur fer frá Rvík kl.
• 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja.
ÆLAGSLtF
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins í Reykjavík
fer i 6 daga ferðalag austur að
Skaftafelli fimmtudaginn 22. júlí.
Flogið verður til Fagurhólsmýrar
en ekið til Reykjavíkui’. Félags-
konur eru beðnar að tilkynna þátt-
töku fyrir föstudagskvöld 9. júlí.
Allar upplýsingar gefnar í síma
14374.
Ferðafélagsferðir um næstu
helgi.
Á föstudagskvöid.
1. Landmannalaugar — Veiðivötn.
2. Hekla.
Á laugardag.
Þórsmörk.
Sumarleyfisferðir.
10.—15. júlí Skagafjörður —
Drangey
10.—15. — Norður Kjöl —
Strandir.
10.—18 — Vesturlandsferð
12.—15. — Hagavatnsferð.
Ferðafélag íslands, Öldugötu 3,
símar: 19533—11798.
Félagsstarf eldri borgara í
Tónabæ.
Starfið í Tónabæ fellur niður þang-
að til 1. september. Fariö verður í
skoðunarferð um Reykjavík, mánu-
daginn 12. júlí næstkomandi upp-
lýsingar í síma 18800 Félagsstarf
eldri borgara kl. 9—11 f.h.
fimmtudag og föstudag.
Kvenfélag Lauganiessóknar
messuferðin verður á sunnúdaginn
kemur þann ellefta þessa mánaðar.
Lagt verður af stað frá Laugarnes-
kirkju kl. 9 f.h. Messað verður að
Akurey í Landeyjum kl. 2. Þátt-
taka tilkynnist í síma 83971 frá
kl. 9—1 í síðasta lagi á fimmtudag.
Einnig í síma 33661 milli 4—5.
Stjórnin.
SÖFN OG SÝNINGAR
Frá Listasafni Eiuars Jónssonar.
Miklum aðgerðum á húsinu er lok-
ið og var safnið aftur opnað
almenningi laugardaginn 1. maí.
Frá og með 1. maí og til 15. sept.
verður safnið opið alla daga vik-
unnar kl. 13,30 til kl. 16. Itarleg
skrá yfir listaverkin á þrem tungu-
málum er falin í aðgangseyrinum.
Auk þess má fá í safnmu póstkort
og hefta bók með mýndum af flest-
um aðalverkum Einars Jónssorw-
— Safnsstjórnin.
i
:
1
GOfV£/ /VQT A S/GfJ
OF THE MA SHEÍJ J'IA/j/
SHER/FF, THE CHARGEAGA/NST ]
EAGLE TAJ.OJJ /S '7/JCJT/JJG 7V
MJNUTES J.ATER
COME O/J. EJLVER/
RJOT'7 AS J/ZP/A/J AGEJJT, /
PO/J’T y/AJJT H/M ST/RRJJJG ,
UP THE PA/VJJEE yCUJJG/
, BR///G JJJM/JV/
Allt í lagi, Silfri. Við erurn búnir að villa Horfinn. Það sést ekki tangur né tetur
nógu lengi um fyrir Hokknum. Nú ættu af lionum. — Lögrcglustjóri, ákæran á
Tonto og Arnarklóin að vcra komnir í átt heudur Arnarklónni liljóðar upp á „að
til Lækjanna. — Áfram nú, Silfri. — hann hafi reynt að koma af stáð upp-
reisn.“ Sem Indíánafulltrúi vil ég ekki
kom : af stað óánægju meðal ungu Indíán
anna. Náið honum.