Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. Júlí 1971 TÍMINN 3 FB—Reykjavík. Ágæt aðsókn hefur verið að ferðum Gullfoss til útlanda í sumar, og yfirleitt fullskipað í ferðirnar, og mikil ánægja ríkj- andi með þær meðal þátttakenda. Nú í vikunni fór Gullfoss áleiðis til Akureyrar, en eftir stutta við- dvöl þar átti skipið að halda áleið- is til Danmerkur, eins og í venju- legum ferðum skipsins. Er þetta í annað sinn, sem áætlun skips- ins er á þessa leið, en segja má, að ætlunin sé meðal annars að reyna að fá útlendinga til þess að taka þátt í þessum ferðum og sjá ísland um leið. Sérstök sumarferð verður far- in með Gullfossi 27. júlí. Frá Reykjavík verður þá farið til ísa- fjarðar, Akureyrar, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar, Vestmannaeyja 0,2 aftur til Reykjavíkur. Tekur þessi ferð eina viku. Verður eins dags viðdvöl í hverri höfn, nema á Seyðisfirði og Reyðarfirði, en komið verður við á báðum þeim stöðum sama daginn. Leggja til skylduaðild að lífeyrissjóði Með bréfi, dags. 18. marz 1970, skipaði Magnús Jónsson, f jármála- ráðherra, nefnd til að kanna, hverjir starfshópar væru enn utan lífeyrissjóðakerfisins, og gera um það tillögur, með hvaða hætti hagkvæmast væri að tryggja þeim aðild að lífeyrissjóðum. í nefnd- ina voru skipaðir þeir Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, Höskuldur Jónsson, deildarstjóri og Guðjón Hansen, tryggingafræð- ingur. Nefnd þessi hefur nýlega lokið störfum og skilað tveimur lagafrumvörpum ásamt greinar- gerð. í skipunarbréfi tók fjármálaráðu neytið fram, að með hliðsjón af þeirri þróun lífeyrissjóðamála, sem átti sér stað á árinu 1969, er bátasjómenn öðluðust aðild að lífeyrissjóðum og allsherjar samn ingar tókust milli vinnuveitenda og launþega um stofnun nýrra líf- eyrissjóða á vegum verkalýðsfé- laga, teldi það rétt að hverfa um sinn að minnsta kosti frá hug- myndinni um sameiginlegan líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn, en leitast við að koma á fót sér- sjóðum fyrir þá starfshópa, sem ekki eiga þegar aðild að lífeyris- sjóði eða eru að fá hana. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að með tilliti til núver- andi aðstæðna sé raunhæfasta leið in til að koma á heilsteyptara líf- eyrissjóðakerfi sú að setja lög um lífeyrissjóð með skylduaðild fyr- ir þá, sem ekki eru í öðrum sjóð- um, er fullnægja ákveðnum lág- marksskilyrðum. Þá telur nefnd- in rétt, að heimilt verði framvegis sem hingað til að stofnsetja nýja lífeyrissjóði, ýmist í þeim tilgangi að undanþiggja sjóðfélaga þátt- töku í hinutn almenna sjóði eða til bess að tryggja réttindi úm- Ir.T •frhf’ Reynsðutiminn er liðinn Fyrir rösklega ári síðan ákváðu tvö elztu og reyndustu flutningafyrirtæki landsins að sameina margra ára reynslu og viðurkennda þjónustu með stofnun ferðaskrifstofunnar Úrvals. Árið er liðið, - reynslutímanum lokið. FerðaSkrifstofan Úrval hefur staðizt allar kröfur nútíma ferðafólks um fullkomna ferðaþjónustu með góðri skipulagningu. Traustar og hagkvæmar úrvalsferðir innanlands sem erlendis hafa hlotið viðurkenningu þeirra, sem reynt hafa. Þess vegna hefur ferðaskrifstofan Úrval komið sér fyrir í stærra húsnæði, til þess að geta veitt viðskiptavinum sínum betri ferðaþjónustu jafnhliða aukningu starfseminnar. ÁNÆGJAN FYLGIR ÚRVALSFERÐUM FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 fram þau, sem almannatrygging- ar og hinn almenni lífeyrissjóður myndi veita. Jafnframt lagasetningu um al- mennan lífeyrissjóð fyrir þá, sem ekki eru í öðrum sjóðum, telur nefndin vera þörf lagaákvæða er setji skorður við afsali rétt- inda og endurgreiðslu iðgjalda með þeim hætti, sem nú tíðkast, en í staðinn geti komið flutning- ur réttinda til hins almenna sjóðs. Fullskipað með Gullfossi Brauð Reykjavíkur Skáldið Halldór Laxness skrifar í Mbl. í gær mjög til- finningaheita grein, sem hann nefnir: Brauð Reykjavíkur. Skáldið gerist þar mikill verj- andi Bernhöft-torfunnar svo- nefndu. Hann segir m.a.: „Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýs- ingarorð dytti manni helzt í hug að kalla þau yfirlætislaus, vinhlý og prúðmannleg, og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkcnna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okkur kyrr- látlega og kurteislega um þá tíð þegar ísland var að vakna til kröfu um að. íslenzka væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgingurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum: þeir komu h'ka til að baka okk- ur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur. Þeir reistu danskan bóndagarð á Bernhöftstorfunni, stflhrein- an og „allan við sig“ einsog íslendíngar voru vanir að segja um vel lagaða hluti áður fyrri. Framhlið á íveruhúsinu vissi niður að Læknum en í láng- hýsum sem mynduðu ferhyrnd- an húsagarð á bakvið voru pen- íngshús. Stóð ekki vatnspóst- urinn bakarans upphaflega á þessu garðplássi miðju? (Ég spyr bara). Núna þegar við erum að fá handritin liggur vel á okkur: ættum við ekki að bjóða heim dönskum arkítekti að endurreisa fyrir okkur þenn an gamla bóndagarð og útbúa þar kyrrlátan veitingastað með góðum gripum úr gömlu Reykjavík í rángölunum sem gamla húsagarðinn mynda, og setja gosbrunn á garðplássinu mið;u í staðinn fyrir bakara- póstinn gamla? í eitthvert húsanna á Bernhöftstorfunni mætti bjóða vænum manni að eiga heima, helzt einhverju þeirra skálda sem enn kunna að láta standa í hljóðstafnum. Leingi stóð Jónas Hallgríms- son úr steini hér á torfunni; síðan hann var fluttur burt hefur okkur vantað skáld á þess um stað, helzt holdi klætt“. Gömlu húsin Vissulega er þetta vel orðað hjá Laxness, eins og hans er von og vísa. En svona hjart- næma grein mætti skrifa um flest gömul hús á íslandi, ekki sízt marga gömlu sveitabæina. Þeir eiea allir meira og minni merka sögu. Þeir eru táknrænn minnisvarð5 um lífsbaráttu þjóðarinnar á liðnum tíma. Er ekki verið að glata menningar- verðmætum, þegar þeir eru rifnii? Hefur þjóðin efni á að láta nokkurt gamalt, vingjarn- Iegt og kyrríátt hús hverfa? Sumir munu segja, að annað gildi um Bernhöftstorfuna en önnur hún, m.a. vegna þcss, að hún sé gamall danskur bónda- garður. Aðrir vilja' halda í önnur hús vegna þess, að þau Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.