Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 8
» TIMI.NN FIMMTUDAGUR 8. júli 1971 Þáittakendur á búsmæSravllcwitm i Bifröst. Hin árlega húsmæðVavika kaupfélaganna og Fræðsludeild ar Sambandsins í Bifröst var að þessu sinni haldin dagana 20.— 26. maí, og var sú 12. í röðinni. Húsmæðravikuna sóttu 60 kon- ur frá 16 kaupfélögum víðs veg ar að af landinu, auk þeirra Þor- gerðar Jónsdóttur, Vík í Mýr- dal, og Halldóru Ásmundsdótt- ur, Reykjavík, sem voru sér- stakir gestir vikunnar. Hús- mæðrunum er boðið til vikunn- ar þrim að kostnaðarlausu. Hún er fyrst og fremst ætluð til hvíldar og upplyftingar frá önn hversdagsins, en þó er margt á boðstólum til fróðleiks og skemmtunar. Baldur Öskarsson, erindreki Sambancjsius, undir- bjó dagskrá vikunnar og stjórn- aði henni, en frú Guðlaug Ein- arsdóttir í Bifröst stóð fyrir móttökum og heimilishaldi. Á vikunni voru flutt erindi af ýmsu tagi og má þar nefna að Snorri Þorsteinsson fjallaði um samvinnumál og íslenzkar bókmenntir, Björn Th. Björns- son um íslenzka myndlist og ís- lenzkt kvensilfur, Sigurður A. Magnússon um Stein Steinarr, Óli Valur Hansson um heimilis- garðrækt, Guðmundur Sveins- son um trú og menningu og Baldvin Þ. Kristjánsson um tryggingahugsjón nútímans. Þá var kynning osta og ostarétta, sem Margrét Kristinsdóttir ann- aðist og kennsla í snyrtingu, sem Guðbjörg Guðmundsdóttir sá um. Sunnudaginn 23. maí var far- in kynnisferð um Borgarfjörð og þá m. a. sótt messa í Staf- holti hjá sr. Brynjólfi Gísla- syni og Kf. Borgfirðinga í Borg- arnesi bauð húsmæðrum til kaffidrykkju og sýndi jafnframt hina glæsilegu verzlun kaupfé- lagsins þar, undir leiðsögn Ólafs Sverrissonar, kaupfélagsstjóra. Á kvöldin var ýmislegt til skemmtunar, svo sem framsókn- arvist, kvikmyndasýningar og bingó, og æfður kórsöngur und- ir stjórn Björns Jakobssonar í Borgarnesi. Síðasta kvöldið var haldin kvöldvaka, sem húsmæð- urnar höfðu sjálfar allan veg og vanda af. Til hennar var boðið sérstaklega konum úr Norður- árdal. Þar komu konur frá öll- um kaupfélögunum m'éð siii Séí- stöku framlög og var mikið af því frumsamið af flytjendum sjálfum. í lok kvöldvökunnar voru þeim Guðlaugu og Baldri færðar gjafir frá' húsmæðrun- um, en Baldur afhenti Birni Jakobssyni sérstaka gjöf frá húsmæðravikunni. Húsmæðravikan þótti mjög vel takast að þessu sinni, eins og jafnan áður, og er hér um að ræða einhvern ánægjulegasta þátt í félagsstarfi samvinnufé- laganna. Henni verður að sjálf- sögðu haldið áfram, en á hinn bóginn hefur það komið til orða hjá stjórnendum vikunnar að breyta út frá hinum hefðbundna hætti, þannig að bjóða til henn- ar bæði konum og körlum, og koma þannig ef til vill eitthvað til móts við tíðarandann. Telpnakórinn syngur. Björn Jakobsson stjórnar. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.