Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. júlí 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN r’ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Jón Heigason, tndriöl G. Þorsteínsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit sr.jómarskriístofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skrif. stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingastmi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 195.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Skrif Morgunblaðsins um Hannibal Morgunblaðið skrifar nú ekki um annað meira en að Hannibal Valdimarsson sé að glata kosningasigrinum. Blaðið þrástaglast á þessu bæði í forustugreinum og Staksteinum. Það mætti vel álykta af þessu, að Morgun- blaðsmönnum lægi nú ekkert þyngra á hjarta en um- hyggjan fyrir Hannibal og réttum árangri af sigri hans! Þegar nánar er að gætt, kemur í ljós, að Mbl. gerir sér talsvert skrítnar hugmyndir um afstöðu þeirra nær 10 þúsund kjósenda, sem veittu Hannibal og meðfram- bjóðendum hans brautargengi. Mbl. virðist halda, að það hafi verið aðal áhugamál þessara kjósenda, að flokk- ur Hannibals yrði hækja núverandi ríkisstjórnar, ef stjómarflokkarnir misstu meirihluta sinn. Þetta hafi átt að gerast með þeim hætti, ef stjómarflokkamir misstu meirihlutann, að flokkar Hannibals og Gylfa rynnu saman í eitt og hinn sameinaði flokkur yrði svo ný hækja Sjálf- stæðisflokksins. Óþarft er að fara um það mörgum orðum, að þessar hugmyndir Mbl. eru á sandi byggðar. Hannibal Valdi- marsson fékk fylgi sitt frá kjósendum, sem höfðu það fyrst og fremst sem markmið að fella ríkisstjómina og koma á einingu vinstri manna um nýja stjóm og stjórnar- stefnu. Þá fyrst hefði mátt segja, að Hannibal hefði glatað niður kosningasigrinum og unnið andstætt fylgismönn- um sínum, ef hann hefði gengið beint í fang Gylfa til að viðhalda stjómarforustu og yfirdrottnun Sjálfstæðis- flokksins. Hannibal Valdimarsson vinnur vissulega í anda þeirra, sem studdu hann til sigurs, þegar hann leggur fram lið sitt til að mynda ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokk- anna, sem hlutu meirihluta í kosningunum. Með því er fullnægt þeirri kröfu stuðningsmanna hans, að núv. stjóm sé látin víkja og til sögunnar komi ný stjórn og stjórnarstefna. Jafnframt er stigið með því stærsta sporið til að koma á varanlegu samstarfi vinstri aflanna og leggja grundvöll að því, að hér geti í framtíðinni risið upp traust samtök eða sameinaður flokkur vinstri afla. Misheppnist stjórnarmyndun stjómarandstæðinga, má slíkt teljast útilokað í náinni framtíð. Með þeim vinnubrögðum, sem Hannibal Valdimarsson hefur viðhaft til þessa eftir kosningarnar, hefur hann áreiðanlega ekki valdið kjósendum sínum vonbrigðum. En hann hefur valdið forustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins vonbrigðum, því að þeir höfðu í óskhyggju sinni gert ráð fyrir allt öðru. En því meira, sem Mbl. deilir á Hannibal, því sannfærðari getur hann verið um, að hann er ekki sð glata niður kosningasigrinum. Mbl. og Benedikt Morgunblaðið hamrar nú á því dag eftir dag, að Alþýðuflokkurinn hafi sett það skilyrði fyrir sameining- arviðræðum við Hannibalista og Alþýðubandalagið, að þessum viðræðum yrði lokið áður en stjómarmyndun stjórnarandstöðuflokkanna væri til lykta leidd. Benedikt Gröndal hefur hins vegar lýst því yfir í Alþýðublaðinu, að slíkar viðræður séu ekki neitt bundnar við stjórnar- myndurina, enda hljóti þær að taka verulegan tíma. Hann hefur einnig bent á, að það þurfi ekki að útiloka þessar viðræður, þótt þeir flokkar, sem ræðast við, séu sumir í stjórn en aðrir í stjóraarandstöðu. Þannig ber Mbl. og Benedikt ekki saman. Telur Mbl. sig hafa betra umboð en Benedikt til að tala fyrir munn Alþýðuflokks- ins? J ‘ TIMINN SANCHE DE GRAMONT, New York Times: Margt er líkt með þeim Speer og Robert Nýja sérfræðingastéttin, sem lætur eingöngu stjórnast af tölvu ALBERT SPEER tekur upp í æviminningar sínar grein eina, sem birtist í blaðinu The Lond- on Observer áriS 1944, en þar er honum lýst sem „þeirri mann gerð, sem hefir æ mikilvægara hlutverki að gegna meðal allra hernaðarsinnaðra þjóða. Hér er um að ræða hinn unga, snjalla sérfræðing, sem engri stétt heyr ir til, ekki byggir á neinu úr fortíðinni, hefir ekkert markmið annað en að komast áfram og ekkert annað á að treysta en eigin hæfni í tækni og stjórn. Þessari manngerð verður af- ar mikið ágengt á okkar tímum, einmitt vegna þess, að hún hefir ekki við neinar sálfræði- eða siðferðilegar hömlur að stríða og á því auðvelt með að beita hinni ægilegu vélasamstæðu tækni og skipulags samtímans af fullkomnu öryggi og hlífðar- leysi. Þetta er hennar öld. Þann- ig munu Speers og hans líkar verða mikilvægir meðal okkar um langa framtíð, hvað svo sem um hann sjálfan kann að verða. Hitt má vel vera, að okkur tak- ist að losna við Hitler og Himm- ler og þeirra líka.“ VIÐ lifum svd sannarlega á öld Speers og hans líka. Ég hefi að undanfömu verið að ræða margt af því, sem leyni skjölin frá hermálaráðuneytinu gefa til kynna, við kunningja minn einn, sem hóf störf með McNamara árið 1967. Hann bar þá einmitt saman McNamara og Speers. Báðir eru tæknifræðing- ar hvor á sínu sviði, Speers arkitekt, McNamara fram- kvæmdastjóri hjá Ford, annar vígbúnaðarráðherra, hinn varn- armálaráðherra, — en báðir beita þeir heimspeki og tækni iðnrekstrar við rekstur styrjald- ar. Afköst og árangur. eru þeim allt of mikið aðalatriði til þess að siðferðilegar flækjur eða vandræði verði þeim til veru- legs trafala. Speers sá um, að mennimir, sem nauðungarvinnu unnu á hans vegum, fengju sæmilegt fæði. Það var ekki af mannv.ð- arástæðum, heldur til að tryggja sem mestan árangur. McNamara andmælti tillögum flughersins um eyðandi sprengjuárásir á Hanoi og Hai- phong árið 1965, en mælti í þess stað með, að sprengjuárásir á hernaðarlega mikilvæga staði yrðu auknar smátt og smátt. Með þessu móti gaf hann Norð- ur-Víetnömum tíma til að efla loftvarnir sínar og hefir senni- lega bjargað lífi fjölmargra Ví- etnama. En ástæðan var ekki mannúð, heldur mat árangurs í hlutfalli við tilkostnað. SLIKIR menn festa ekki hug- ann við neitt annað en verkefn- ið, sem þeir eru að inna af hendi. Speer vissi af fangabúð- unum, en lét sig engu varða, hvað þar færi fram. I ævisögu sinni skrifar hann meðal ann- ars: „Ég kannaði þetta ekki vegna þess, að ég kærði mig ekkert McNAMARA um að vita, hvað þar væri að gerast.“ Hvort McNamara hefir verið kunnugt um fangabúrin í Víet- nam og hryðjuverk á borð við Mylai-morðin eða ekki meðan hann gegndi störfum sem varna- málaráðherra, hefir sjálfsagt engu skipt. Það kom honum ekki við. Slíkt og þvílíkt eru aukaatriði í augum þess manns, sem fyrst og fremst ber ábyrgð á hernaðárstefnu ríkisins og mótun hennar, enda drættir, sem engin úrslitaáhrif hafa á heildarmyndina. MENN eins og Speers og Mc- Namara eru hvergi nærri til- finningalausir. Speers var aldrei félagi í Nazistaflokknum, en hann lét í Ijósi þess meiri efa- semdir um Hitler og endalok styrjaldarinnar, sem vegur hans varð meiri í einræðisstjórn flokksins. McNamara átti einnig við miklar efasemdir að stríða. Hann létti stundum á samvizku sinni með því að lýsa efasemd- um sínum í einkasamtölum og var að því leyti ólíkur Dean Rusk, sem var nákvæmlega sama sinnis sem einstaklingur og opinber starfsmaður. En með an McNamara var að störfum var hann ekkert annað en rekstr arsnillingurinn að baki styrjald- arinnar. Speer hélt áfram að vera stoltur af afrekum sínum sem vígbúnaðarráðherra eftir að honum var ljóst, að styrjöldin var ekkert annað en hrikaleg mistök. VAR þessu eins varið með McNamara? Var hann ánægður með árangur verka sinna þegar hann lét af embætti? Til þess gæti bent, að hann gaf fjörutíu sérfræðingum í hem*álaráðu- neytinu skipun um að semja skýrslu um afskipti Bandaríkja- manna af styrjöldinni í Víetnam eftir skjölum varnarmálaráðu- neytisins og leggja hana fram eftir sex mánuði. Þegar skýrsl- an var tilbúin og lögð frám í mörgum bindum leit McNam- ara ekki í þau einu sinni. Einn af sérfræðingunum lét í ljós undrun sína yfir þessu, en McNamara sagði aðeins: „Hún er ófullkomin og ekki tæm- andi.“ Þetta er rétt að því leyti, að höfundarnir gátu ekki not- fært sér skjöl utanríkisráðuneyt isins eða CIA, og höfðu ekki við annað að styðjast í því efni en daglegar skýrslur upplýsinga þjónustunnar. (Þess er rétt að geta, að Henry Kissinger var með í ráðum, enda þótt hann segist ekki hafa séð skjölin, til þess að hann virðist ekki vera fróðari yfirboðara sínum.) SKÝRSLUR þessar eru engu að síður gleggstu heimildirnar, sem við höfum aðgang að, og þær vekja meðal annárs van- traust á manninum, sem lét semja þær. Við lestur skýrsln- anna verður ljóst, hve háska- legir menn eins og Speers og McNamara geta orðið. mennirn- ir, sem trúa á óskeikulleika rak anna og láta sig engu skipta þá þætti, sem ekki er unnt að mata tölvurnar á. Ekki er komin fram fullnægj- andi skýring á því. hvers vegna McNamara vildi láta semja skýrsluna. Var hann aðeins að framfylgja þeirri hugsun. sem liggur að baki ársskýrslu Ford- verksmiðjanna, og yfirfæra hana á styrjöldina í Víetnam? Eða vakti skyldan um varðveizlu sög unr.ar fyrir honum’ Var hann ef tii vill aðeins að láta taka saman upplýsingar, sem hann taldi gagnlegt að hafa við hönd ina í varnarmálaráðuneytinu? Ævisaga Speers er tilraun til sjálfsréttlætingaf, en skýrslan, sem McNamara l«jt semia reyn- ist hins vegar tiiraun til sjálfs- fórnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.