Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjórl: Krtetján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriðl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 —*• 18306. Skrif. sitofur Bankastræti 7. — Afgrei3slusími 12323. Auglýsingasimi: 10523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 6 mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda hf. Misheppnuð stefna Ingólfs og Gylfa Það er orðið löngu fullljóst, að landbúnaðarstefn- an, sem hófst með „viðreisninni“, og þeir Ingólfur Jóns- son og Gylfi Þ. Gíslason hafa mótað í sameiningu, hefur leitt til hreins öngþveitis. Stórfelld skuldasöfnun bænda og versnandi kjör margra þeirra, vitna um það eins greinilega og verða má, að landbúnaðarstefna þeirra félaga hefur fullkomlega misheppnazt. Meðan Framsóknarmenn réðu landbúnaðarstefnunni, var stefnt að því að hafa rekstrarkostnað landbúnaðar- ins sem lægstan, m.a. með lágum vöxtum, löngum lánum, niðurgreiðslu á ýmsum rekstrarliðum. Þannig var stefnt að því að verðhækkanir á landbúnaðarafurðum yrðu sem minnstar. Jafnframt voru þær niðurgreiddar á innlend- um markaði, en útflutningsbætur nær engar greiddar úr ríkissjóði. Þegar ,,viðreisnarstjórnin“ kom til sögunnar, var að ráði þeirra Ingólfs og Gylfa algerlega horfið frá þessari stefnu. Ingólfur og Gylfi töldu óþarft að gera ráðstaf- anir til að halda rekstrarkostnaðinum niðri. Allt væri í lagi að láta hann hækka, því að bændur skyldu fá það bætt með hækkun á verðlaginu innanlands og verulegum útflutningsbótum úr ríkissjóði. í samræmi við þetta hefur rekstrarkostnaðurinn verið síhækkaður með opinberum aðgerðum, t.d. með því að hækka vextina, stytta láns- tímann, leggja 11% söluskatt á allar rekstrarvörur land- búnaðarins og bæta við ýmsum nýjum sköttum. Þessu til viðbótar koma svo gengisfellingamar, er hafa meira en fjórfaldað rekstrarvörurnar í verði. Reynt hefur verið að bæta bændum þetta upp með stórfelldari hækkunum á verði innanlands en áður eru dæmi um og með veru- legum útflutningsbótum. Þetta hefur þó ekki nægt til að koma í veg fyrir versnandi kjör þeirra. Það hefur svo bætzt við, að sökum hins háa verðlags hefur salan oft verið minni innanlands en ella og t.d. þannig myndast miklar smjörbirgðir. Nokkuð hefur þetta lagast í seinni tíð, vegna stóraukinna niðurborgana, en alveg er rangt að skrifa þær á reikning landbúnaðarins, heldur rekja þær rætur til rangrar efnahagsstefnu og eru líka til orðnar til að koma í veg fyrir kauphækkanir hjá sjávar- útvegi og fiskiðnaði. Það er þannig orðið eins ljóst og verða má, að sú stefna þeirra Ingólfs og Gylfa er ekki fær lengur, að hækka rekstrarkostnaðinn gegndarlaust og ætla að bæta bændum það með sífelldum hækkunum á verðlaginu. Sú stefna leiðir annaðhvort til sölutregðu eða stóraukinna niðurborgana, jafnframt því sem kjör bænda versna og skuldir þeirra hríðvaxa. Þetta er bændum sjálfum manna bezt ljóst. Þess vegna lögðu þeir til á síðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda að kannað yrði til hlítar, „hvort fleiri úrræði en beinar verðhækkanir finnist ekki, til þess að leiðrétta hlut bændastéttarinnar“. Vissulega eru slík úrræði til, eins og t.d. lækkun vaxta, lenging lána, afnám söluskatts á rekstrarvörum landbúnaðarins, svo að nefnd séu nokkur þau úrræði, sem Framsóknarflokkurinn beitti í stjórnar- tíð sinni. Landbúnaðarmálin hljóta að verða eitt af helztu við- fangsefnum hinnar nýju ríkisstjórnar. Ný stefna og ný úrræði verða að koma til sögunnar. Að verulegu leyti má þar hafa hliðsjón af þeirri stefnu. sem áður var fylgt, en að sjálfsögðu með fullu tilliti til þess, að mikil breyt- ing hefur orðið á ýmsum aðstæðum síðast? j'ratuginn. Þ.Þ. .. tíminn 9 .......... ■■■ ■■■ ■ ............... ■■■■ ERLENT YFIRLIT Fullnægir Öryggisráðiö úrskurði Haagdómstólsins um Namibiu? Beitlr Bretland neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það? Zafrullah Khan les upp úrskurðinn HINN 21. júní síðastl. kvað Alþjóðadómstóllinn í Haag upp úrskurð um réttarstöðu Nami- bíu, öðru nafni Suðvestur- Afríku, sem hefur verið mikið þrætuepli milli Suður-Afríku og Sameinuðu þjóðanna undan farin ár. Úrskurður Alþjóða- dómstólsins mun hafa það í för með sér, að deilan harðnar. Öryggisráðið mun brátt horfast í augu við þá staðreynd, að það verður að grípa til sérstakra aðgerða gegn Suður-Afríku eða viðurkenna í verki fullkomið getuleysi Sameinuðu þjóðanna. Málsatvik eru í höfuðatrið- um þessi: UM og eftir 1884 lögðu Þjóð- verjar undir sig mikið land- flæmi á vesturströnd Afríku, sem hlaut nafnið Suðvestur- Afríka. Hér var að mestu um eyðilega hásléttu að ræða, en Þjóðverjar höfðu orðið seinni öðrujpuiJJElvrópuþjpðum f hý- lendukapphlaúpinú og urðu því .aö? iiffe sér nægja það, sem hinar höfðu ekki kært sig um. f fyrri heimsstyrjöldinni voru Þjóðverjar hraktir frá Suðvest- ur-Afríku. Allar nýlendur Þjóð verja voru lagðar undir Þjóða- bandalagið, sem var stofnað eftir styrjöldina ,og fól það einstökum ríkjum að annast stjórn þeirra í umboði þess. Suður-Afríku var falin stjóm- in í Suðvestur-Afríku. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok síðari heims- stýrjaldarinnar, var m.a. ákveð- ið, að þýzku nýlendurnar, sem áður höfðu heyrt undir Þjóða- bandalagið, skyldu falla undir gæzluverndarráð Sameinuðu þjóðanna .Þessu hlýddu öll viðkomandi ríki, nema Suður- Afríka. Hún hefur alltaf neitað að viðurkenna rétt Samejnuðu þjóðanna til að hlutast til um mál Suðvestur-Afríku, og i reynd stjórnað nýlendunni sem hluta af Suður-Afríku. Þannig eru íbúamir þar látnir kjósa fulltrúa á sambandsþing Suður- Afríku. Þá framkvæma þeir sama kynþáttaaðskilnaðinn þar og í öðrum hlutum' Suður- Afríku. EINS OG hér er rakið, hefur Suðvestur-Afríka verið frá upp hafi deiluefni milli Sameinuðu þjóðanna og Suður-Afríku. Þessi deila varð þó fyrst hörð eftir að Afríkuríkjunum fjölg- aði í Sameinuðu þjóðunum. Þau hafa litið á það sem hlut- verk sitt að „frelsa“ Suðvestur- Afríku undan áþján Suður- Afríku. Fyrir forgöngu þeirra lýsti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1966 því yfir, að yfir- ráðum Suður-Afríku í S-vestur- Afríku væri lokið og á næsta allsherjarþingi var kosin nefnd til að ann. -t um stjórn nýlend- unnar, unz hún yrði sjálfstæð. Þá var henni gefið nýtt nafn, Namibía. Suður-Afríka hafði þessar samþykktir að engu og neituðu umræddri nefnd Sam- einuðu þjóðanna um leyfi til að koma til Suðvestur-Afríku. Síð- an hefur þetta mál mjög verið á dagskrá hjá Sameinuðu þjóð- unum. Niðurstaðan varð að lokum sú, að Öryggisráðið ákvað að óska eftir úrskurði Alþjóða dómstólsins um það, hvort Suður-Afríku bæri réttur til að fara með stjórn Suðvestur- Afríku. Úrskurður dómstólsins var felldur 21. f.m. eftir langan málflutning, en Suður-Afríka lýsti m.a. yfir því, að hún væri reiðubúin til að leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu í Suðvestur-Afríku. Því var hafn að, m.a. vegna þess, að fullvíst þykir, að hvítir menn gætu ráðið því, hvernig úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu yrðu. Endan- legur úrskurður dómstólsins varð svo sá, að Suður-Afríka hefði engan rétt til yfirráða í Suðvestur-Afríku og hefði m.a. glatað honum með aðskilnaðar- stefnu þeirri, sem hún beitir þar í kynþát&málum. Jafn- framt taldi dómurinn það skylt, að önnur ríki beittu Suður- Afríku vissum efnahagslegum þvingunum, ef hún féllist ekki á þennan úrskurð. Úrskurður- inn var sambykktur í dómnum með 13:2 atkvæðum., Það voru Framhald á bls. 14 Mpsha jwL s jrnsn V" *3mtfbstdr< WÆt hablsi pSwa.kcpmund^f BOTSPNA', —Waivis 8s^,I ^Rsfjðbðtkm j HALAMARl MmQA L ____ j \ /'N. J lS Landabréf, scm sýnir Namlbíu (Suðuvestur-Afriku).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.