Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 9. júlí 1971 Tónabær breytir um svip Leiktækjasalur opnaður i kjaElara hússins ET-Reykjavík, fimmtudag. Starfsemi sú, er Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur rekið í Tóna- bæ, er nú hafin aftur af fullum krafti eftir margvíslegar breyting ar í húsnæðinu. Danssalurinn á efri hæð hússins hefur verið inn- réttaður á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt. f kjallara húss ins hefur svo verið opnaður leik- tækjasalur og í ráði er að opna annan sal í kjallaranum til funda- halda og ýmisssar annarrar starf- semi. Þetta kom fram á fundi forráða- manna hússins með blaðamönnum í gær. Þar var kynnt föst viku- dagskrá, sem farið verður eftir í sumar. Skv. henni verður opið hús fyrir 14 ára og eldri á þriðju dögum og fimmtudögum, opið hús fyrir 16 ára og eldri á miðviku- dögum, og svo dansleikir fyrir 16 ára og eldri á föstudögum og 14 ára og eldri á laugardögum. Sunnudags- og mánudagskvöld verður húsið leigt út. Leiktækjasalurinn verður opinn alla daga frá kl. 4 á daginn, og eins á kvöldin, þegar eitthvað er um að vera í húsinu. Á opnu húsi er diskótek starfandi, en á dans- leikjunum spila þekktar hljóm- sveitir. Bananð er að neyta áfongis f húsinu og drukknum unglingum er ekki hleypt inn. Aðspurður sagði Kolbeinn Pálsson, framkv- stjóri hússins, (fflð yfirleitt væri ekki vandamál ,f samþandi við víndrykkju unglinga á skemmtun um í Tónabæ. Unglingarnir skemmtu sér flestir án áfengis og mjög fáir reyndu að koma víni inn í húsið. Danssalurinn er mjög smekk- lega innréttaður; hljómsveitarpall Framhaíd á bls. 14. Mynd úr hinum nýja leiktækjasal í Tónabæ. A8 deyja drottni sínum í dreifbýlinu. Læknaskorturinn í dreifbýli tekur á sig undarlegustu myndir. Fólk i heilum byggðarlögum sér etoki lækni svo mánuðum skiptlr, og verður að treysta á að gott heilsufar bregðist ekki. A sama tíma er veinað og kveinað út af hörmungum erlendis og öllum minnstu frávikum í þétt- býli, því þar verður allt að standa eins og stafur á bók um heiisugæzlu og hreinlœti og úrbætur þegar þján- ingar herja. Mitt í öllu þessu stranga almenningsáliti heyra-st svo fréttir af því að loks eftir níu mánuði birt- ist læknir í einni eða annarri sveit- inni, alveg eins og hann hafi reikizt þangað af tilviljun. Gott ef heil- brigðu fólki í slikri læknislausri sveit liggur kiki við yfirliðum út af gestakomunni. Að minnsta kosti verð ur það ámóta hissa og þeir sem yrðu fyrir því að horfa á dinos-ár þramrna niður Laugaveginn. Hvort sem það er nú af tilviljun eða ekki, þá vekur það athygli þeg- ar læknir lætur líða ndu mánuði á milli heimsókna — og þó einkum spurningar. Eiga menn a^ binda vonir um fjöl-gun þjóðarinnar við (Slíikar heimsóknir? Er þetta ábend- mg um að sv-o bezt verði öryggi við ba-rnsfæðingar trygg-t að fóltk hafi í huga að fyrst læknirinn sé kominn megi reikna með, að hann komi aft- ur eftir níu mánuði, og því sé ein- slkis að bíða að gera tilraun til erf- in-gja. Með þessu móti væri kannski hægt að auðvelda læknisaðstoðina að einu leyti. Hins vegar mundi svona fyrirkomulag ekki gilda, og gildir ekki um bráða sjúkdóma. Fóiki gengi erfiðlega að bíða með botnlangann sinn í slíku níu mánaða kerfi eða þá lungnabélguna. Um smás-kítleg veik- indi eins og kvef og flenzu og ígerð- ir ýmiskonar, tannpínu og beinbrot þarf ekki að tala. Þá dettur þetta af- skipta fólk umsvifailaust út úr tutt- ugustu öldinni og aftur til þeirra tíma, þegar gott þótti að leggja volga mykju við bólgum og skúm við opn- um ígerðum. Nei, við ættum elkki a-ð vera að hafa áhyggjur af sjúkdómum og á- föllum vítt um heim9byggðina á með an fól-k í þessu litla 1-andi nýtur ekki frumatriða læknislegrar umhyggju. Hinar mikl-u og fjársöfnunarglöðu hjálparstofnanir obkar ýmsar ættu að snúa sér að lön-dum sínum, og freista þess að 1-étta af þeim neyðar- ástandinu í heilbrigðismálum, í stað þess að flytja mannkærleikann úr landi, þótt fal-legt sé. Farandlæknar geta ekki meö nokkru móti bjargað málinu. Öumbreytt er að allir þegnar lan-dsins eiga jafnan rétt til læknis. Það er bara þegjandi og hljóðal-aust verlð að svíkja þennan rétt á mönn- um, konum og börnum, sem dreift búa, án þess að þeir sem eiga að ráða bót á vand-inum fái svo mikið sem hnerra. Svarthöfði. Forráðamenn Tónabæja-r: (frá vlnstri) Kolbeinn Pálsson, framkv.- stjórl, Pétur Sveinbjarnarson, Henný Hermannsdóttir og Sigurjón Sig- hvatsson. SYNING FRAMLENGD SB-Reykjavík, fimmtudag. Undanfarið hefur Árni Finn- bogason frá Vestmannaeyjum sýnt teikningar í sýningarsalnum að Ingólfsstræti 3. Sýningunni átti að ljúka á þriðjudag, en hún hefur verið framlengd til sunnudags- kvölds. Myndirnar, sem eru 50 að tölu, eru manna- og landslagsmyndir og eru allar til sölu. Þegar hafa 10 myndir selzt og aðsökn að sýn- ingunni hefar verið góð. Mikil vinna á Húsavík ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag, Á Húsavík hafa verið ágæt afla brögð í vor og í sumar og þar af leiðandi hefur mikil vinna verið hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Einng hefur mikið verið unnið að byggingaframkvæmdum á staðnum. Afli færa- og nótabáta hefur verið með miklum ágætum á Húsa vík í sumar. Færabátamir sækja stutt út á Skjálfanda, en nóta- bátarnir sækja austur í Þistilfjörð, en þó að afli færabátanna sé góð- ur, er uppistaðan í aflanum neta fiskur og er það sæmilegur fisk- ur, eftir því sem Tryggvi Finns- son hjá Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur tjáði Tímanum í dag. Tryggvi sagði ennfremur að nú væri unnið á vöktum hjá Fiskiðjusamlaginu og alls ynnu þar um 200 manns. Tryggvi sagði ennfremur. að ekki væri gott að segja um, hve lengi netafiskurinn entist, hann væri eins og síldin, færi jafn skjótt og hann kæmi. 1. uðjusamlag Húsa- víkur hefur framleitt 23000 kassa af freðfiski á þessu ári, einnig hefur verið saltað hjá því 160 til 170 tonn af fullsöltuðum fiski. Tíminn hafði einnig samband við fréttaritara sinn á Húsavík, Þormóð Jónsson, og spurði hann um byggingaframkvæmdir á staðn um. Þormóður sagði, að nokkuð mikið væri byggt þar í sumar, unn ið væri að byggingu margra íbúð- arhúsa, einnig væru í byggingu sláturhús sem kaupfélagið ætti, bankaútibú í eign Landsbankans og svo væri verið ac, byggja hótel. En sem kunnugt er brann hótelið á Hú__.vík eigi alls fyrir löngu. Að lokum sagði Þormóður, að bændur þar í kring væru að hefja slátt, nokkrir væru byrjaðir, og fleiri hefðu vafalaust byrjað í dag og á morgun, ef það hefði ekki byrjað að rigna af miklum krafti í morgun, en nú er eitthvað að létta til, og við skulum vona að tíðin lagist þann ig að hún verði ens og hún hefur verið undanfarna daga, sagði hann að lokum. Aksturinn hækkar ekki KJ—Reykjavík, fimmtudag. Einhver illkvittinn maður setti í dag auglýsingu í Vísi þess efnis að ökugjald hjá Bæjarleiðum hækkaði um 6%. Samkvæmt upp- lýsingum Bæjarleiða á þetta ekki við nein rök að styðjast, og er eftir sem áður, sama ökugjald hjá þeim, og öðrum bifreiðastöðvum í Reykjavík. SÆMILEGUR ARI A GRAtllDUNNI ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag. Fyrstu grálúðubátarnir munu hafa hafið veiðar ’skömmu eftir sjómannadaginn, og voru það Vest fjarðabátar. En eftir miðjan júní- mánuð fór bátunum að fjölga, og eru þeir nú úr öllum landsfjórð- ungum. Alls munu nú vera komn ir yfir 20 bátar á grálúðuveiðar og bátarnir sem voru á línuveiðum við Grænland munu nú allir vera komnir á grálúðu. Afli grálúðu- bátanna mun vera alveg sæmileg ur, þetta frá 50 til 70 lestir í róðri, en bátarnir eru 7—10 daga í veiði ferðinni. Tíðarfar hefur verið sæmilegt á miðunum nen. í síðustu viku, þá var norðan bræla mestan hluta vikunnar, og gekk þá illa að draga, en sem kunnugt er þá tollir grálúðan iila á önglinum, þegar leiðinlegt er í sjóir.n. Ef veður helzt sæmilegt í sumar, eru útgerðarmenn og sjómenn bjart- sýnir á grálúðuveiðina, en sem kunnugt er, var grálúðuvertíðin í fyaca frekar léleg, að minnsta kosti ef miðað er við árið áður. Verð á grálúðu í sumar er 12,75 kr. fyrir 1. flokk og fyrir annan flokk er verðið kr. 9.35 pr. kg. Aflinn, sem grálúðubátarnir hafa komið með, hefur farið að mestu í fyrsta flokk, eða 75 til 80%. pn uu lli L angá á Mýrum Þegar Veiðihornið hafði sam- band við Veiðihúsið við Langá á Mýrum, voru komnir 195 laxar á 1-nd á neðra svæðinu en haldið var, að um það bil 250 laxar væru komnir á ...nd úr allri ánni. Laxinn sem veiðist á Langá er frekar lítill, meðalvigtin er þetta 4 til 5 pund, en sá stærsti er 14 pund. í gær komu 40 laxar úr Langá, og eftir því að dæma virð ist vera góð ganga í ánni. Laxinn úr Langá er ýmist veiddur á maðk eða flugu. Vatnsdalsá Við höfðum samband við veiði- húsið Flóðvar.g í Vatnsdal í dag, cg spurðumst fyrir um veiði. Sá sem varð fyrir svörum vissi ekki nákvæmlega um hve margir lax- ar væru komnir þar á lnnd. en sagði samt, að þeir myndu vera farpir að nálf.a.st hundrað, t.d. komu 19 laxar par á land í gær. Ekki vissi heimildarmaður okkar um meðalvigtina, en sagði að lax- inn væri mjög jafn, ekki til smá- lax. Laxinn í Vatnsdal er bæði fenginn á flugu og spún. í dag lauk veiðitímabili íslend inganna í ánni , og munu nú út- lendingn'-nir hefja veiði þar, og verður það svo yfir bezta veiðitím- ann. — Þ.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.