Tíminn - 10.07.1971, Síða 1

Tíminn - 10.07.1971, Síða 1
X2M*xj&UxJtASil££*z/£.. && v*n.mwá- ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvðruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 - Simí 11783. 155. tbL — Laugardagur 10. júlí 1971 — 55. árg. HORFUR Á STJÓRNAR- MYNDUN EFTIR HELGI KJ-Reykjavík, föstudag. Allar horfur eru nú á því a3 stjórnarmyndun takist milli flokkanna þriggja eftir helgina, og a3 þá verSi tilkynnt um nýja ríkisstjórn. Vi3ræ3unefnd ir flokkanna voru á fundum í dag frá kl. tvö, og fram yfir klukkan sjö, og munu síSan koma aftur saman á morgun klukkan tvö. Síðdegis á morgun munu svo viðræðunefndir flokkanna halda fundi með flokksmönn- um sínum. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, mun fara úr bænum á morgun, en hann verður viðstaddur hátíðardag- skrá á landsmóti ungmennafé- laganna á Sauðárkróki á sunnu dag. Ólafur Jóhannesson mun því ekki geta tilkynnt forseta formlega um niðurstöður við- ræðunefndanna fyrr en eftir helgina. Forseti fslands fól Ólafi Jó- hannessyni að reyna stjórnar- myndun 19. júní s.l., og 25. júní gátu raunverulegar við- ræður flokkanna þriggja, Fram sóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hafizt. Hafa síð- an verið stöðugir fundir, annað hvort sameiginlegir fundir við- ræðunefndanna, eða þá að flokkarnir hafa hver í sínu lagi rætt málin, og þingflokk- ar og flokksstjórnir hafa fjall- að um það, sem skeð hefur á viðræðufundunum í Þórs- hamri, en þar hafa flokkarnir þrír ræðzt við. Unnið er nú a3 viSgerS á ViSeyjarstofu (Tímam. GE) Viðeyjarstofa tiibúin 1974 Landlæknir ítrekar enn aðvörun um að geyma lyf þar sem börn ná ekki til: KJ-Reykjavík, föstudag. Enn hefur það skeð, að smábörn hafa náð í pillur, og gleypt þær. með þeim afleiðingurr að sömu nótt- ina létust tvö börn á öðru ári í Borgarspítaianum í Reykjavík. Annað barnið, sem var úr Reykjavík, hafði legið á sjúkrahúsinu milli heims og helju í viku, en hitt barnið, sem var frá Kópaskeri, lézt nóttina eft- ir að það var lagt á Borgar- spítalann. Sigurður Sigurðsson land- læknir, sendi frá sér ítrekaða aðvörun í dag, vegna dauða barnanna tveggja. Aðvörunin er svohljóðandi: „Vegna sícndurtckinna slys fara, sem orsakast hafa af því að óvitar ná til lyfja, er enn á ný alvarlega brýnt fyrir fólki, a3 varðveita öll lyf í heimahúsum á þann hátt, að börn nái eigi til þeirra.“ Bæði börnin sem létust voru á öðru ári, og eins og fyrr segir, var annað úr Reykjavik, en hitt frá Kópaskeri. Barnið úr Reykjavík var lagt inn á Borgarsjúkrahúsið fyrir viku, eða á föstudaginn var, en barnið frá Kópaskeri veikt- ist á miðvikudaginn, og var strax flutt á Sjúkrahúsið á Húsavík og þaðan flugleiðis beinustu leið til Reykjavíkur, þar sem það var lagt inn í gær. Óskar J. Þórðarson, yfirlækn ir á lyfjadeild Borgarspitalans sagði Tímanum í dag, að bæði börnin hefðu náð í taugalyf, sem voru á heimilum barn- anna. Sagði Óskar að strax og vart hefði orðið við veikindi barnanna hefði verið kallað á lækna, og þeir brugðið skjótt og rétt við, en börnunum varð ekki bjargað. Óskar yfirlæknir sagði að margsinnis væri búið að vara við því í fjölmiðlum, að lyf væru ekki geymd þar sem börn Framhald á bls. 14. Jaköb Frímannsson talar á aðalfundi Sambandsins OÓ-Reykjavík, föstudag. Unnið er af kappi a3 viðgerð Viðeyjarstofu, og er þetta þriðja sumarið sem smiðir starfa þar að því að koma húsinu í uppruna- legt horf, og stendur til að gera jafnvel enn betur, því farið verð- ur cftir frumteikningum arki- teksins, sem teiknaði húsið á átjándu öld, en byggingunni var breytt ofurlítið þegar hún var reist. Reiknað er með að verkinu verði lokið að mestu þjóðhátíðar- árið 1974. Nú er verið að skeyta við þver- bita undir þaki hússins. Hafa bit- arnir fúnað við veggina og eru þeir sagaðir sundur og ófúnum bitum skeytt við stubbanna, þann ig að bitarnir fái burðarþol að nýju. Þegar búið verður að gera við sperrubitana verður þakið klætt að nýju. Kvistirnir verða teknir af, en þeir voru settir á húsið löngu eftir að það var byggt. En þrír kvistir verða settir Framhald á bls. 12 HEIÐURSFELAGI SAM- VINNUHREYFINGARINNAR KJ—Reykjavík, föstudag. I formaður Sambandsins og fyrr- Á aðalfundi Sambandsins, sem verandi kaupfélagsstjóri á Akur- haldinn var í Bifröst í vikunni, eyri, kjörinn heiðursfélagi sam- var Jakob Frímannsson, stjórnar- vinnuhreyfingarinnar. Tvö böm létust eftir aö hafa náð í taugapillur IJóhann Bjarnason, kaupfétegs- stjóri á Akureyri, bar fram eft- irfarandi tillögu því að lútandi, sem samþykkt var með lófaklapph -,,Um leið og fulltrúar á Sam- bandsfundi 1971 þakkar Jakobi Frímannssyni meira en hálfrar ald ar rismikið starf í þágu íslenzkra samvinnumanna, og jafnframt því sem þeir vona að fá að njóta starfskrafta hans á ýmsan hátt enn um árabil, vilja þeir sýna honum virðingu sína með því að kjósa hann heiðursfélaga samvinnu hreyfingarinnar á íslandi."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.