Tíminn - 10.07.1971, Side 2

Tíminn - 10.07.1971, Side 2
 TIMINN LAUGARDAGUR 10. júlí 1971 Aðalfundur Sambandsins: Samþykkti að láta meta stöðu SÍS og sambandsfélaganna KJ—Reykjavík, föstudag. Á aðalfundi Sambandsins var samþykkt tiUaga um að hlut- lausir menn meti stöðu Sambands ins og samvinnufélaganna, og önn ur tilL um að breyta fyrirkomulagi aðalfundanna þannig, að þeir þjóni víðtækara félagslegu hlut- verki en áður. Þá var samþykkt tillaga um að greiðslur úr líf- eyrissjóði verði miðaðar við síð- ustu laun, en ekki meðalárslaun síðustu fimm ára. Erlendur Einarsson, forstjóri, bar fram lífeyrissjóðstillöguna, sem hljóðar svo: „Aðalfundur Sambands ísl sam vinnufélaga 1971 gefur stjórnum Sambandsins og Lífeyrissjóðs SÍS heimild til að vinna að því, að reglum Lífeyrissjóðsins verði breytt þannig, að útreikningar lif- eyris sé miðaður við síðustu laun í stað meðalárslauna síðustu fimm ára. Ef nauðsyn ber til, heimilar fundurinn, að Sambandið og Sam- bandsfélögin taki á sig ábyrgð á fjárhag sjóðsins til að umrædd reglugerðarbrevting fáist samþykkt af fjármálaráðuneytinu. Heimilt er, að væntanlegar breytingar taki gildi 1. janúar 1971.“ Hinar tvær tillögurnar voru báðar bornar fram af Jóhanni Bjarnasyni, og hljóða svo: „Sambandsfundur 1971 felur stjórn Sambandsins að athuga og gera tillögur um, á hvern hátt megi breyta fyrirkomulagi Sam- bandsins þannig, að þeir þjóni víðtækari félagslegu hlutverki en verið hefur hin síðari ár.“ „Sambandsfundur 1971 ákveður að ráðnir verði þar til hæfir og hlutlausir menn að meta stöðu Sambandsins og Sambandsfélag- Framhald a Dls. 14. Nýtt trygg Hrafnkell Thorlacíus me3 líkaniS SB-Reykjavík, föstudag. Nýtt tryggingafélag, Líftrygg- ingamiðstöðin h.f., tók til starfa í gær, en félagið var stofnað 22. maí. Það var stjórn Tryggingamið stöðvarinnar h.f. sem hafði for- göngu um stofnun félagsins og á Tryggingamiðstöðin 60% af hlutafé þess, en það er 4 millj. Líftrygging hjá Líftryggingamið- stöðinni getur innifalið bætur vegna örorku af völdum slyss, en það er nýmæli. Forstjóri félagsins er Gísli Ólafsson. * Á fundi með fréttamönnum í dag, sagði Gísli Ólafsson, að ástæð an til þess ,að nýtt félag var stofn að í stað þess að starfrækja sér- staka deild, væri sú, að á Norður- p' mhald á bls. 14 (Tímamynd GE) Samkeppni um hjónagarða stúdenta lokið: Karl Kristjánsson formaður AB HRAFNKELL THORLACIUS FÉKK FYRSTU VERÐLAUN Almenna bikaféíagið og styrkt- arfélag þess, Btuðlar h.f. héldu aðalfundi sína þriðjudaginn 6. júlí sfðastl. í upphafi fundar minntist Jó- hann Hafstein dr. Bjarna Bene- diktssonar, en hann var forgöngu- maður um stofnun Almenna bóka félagsins og formaður stjórnar þess frá fyrstu tíð. Risu fundar- menn úr sætum í virðingarskyni við minningu hins látna. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, Baldvin Tryggva- son, lagði fram reikninga félags- ins og skýrði frá starfsemi þess á liðnu ári. Kom þar meðal ann- ars fram, að sala félagsins hafði aukizt nokkuð á árinu og varð um 21,1 millj. kr. þrátt fyrir að fé- lagið hafði gefið út nokkuð færri bækur þetta ár en árið á undan. Gekk rekstur félagsins því vel á árinu. Þá ræddi framkvæmdastjóri ýmis þau vandamál, sem íslenzk bókaútgáfa á við að etja. Þar væri fyrst stöðugt vaxandi út- gáfukostnaður samfara minnkandi sölu íslenzkra bóka, einkum nýrra Karl Kristjánsson Kí É I i 'bóka. Á hinn bóginn héldist sala eldri bóka nokkuð stöðug, sem stafaði af lægra bókaverði. Þótt verðlag á bókum hafi hækk að þá vantaði mjög á, að hlutur útgefenda væri sá sami og var t.d. fyrir nokkrum árum, og úti- lokað væri að útgefendur gætu greitt þau ritlaun, sem höfundar með réttu teldu srg eiga kröfu til. Benti Baldvin Tryggvason á, að söluskattur á bókum væri nú einu prósenti hærri en meðalritlaun t.d. á Norðurlöndum. Ef útgef- endur fengju að ráðstafa sölu- skattinum til höfunda sinna væri mikill vandi leystur. Formaður félagsins var einróma kosinn Karl Kristjánsson, fv. al- þingismaður. — Meðstjórnendur voru kosnir: Eyjólfur Konráð Jóns son ,Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Halldórsson og Jóhann Hafstein. — Varamenn: Davíð Ólafsson og Geir Hallgrímsson. — Endurskoð- endur: Guðmundur Benediktsson og Ragnar Jónsson. í bókmenntaráð Almenna bóka- félagsins voru kosnin Tómas Guð- mundsson, formaður, Birgir Kjar- an, Guðmundur G. Hagalín, Hösk- uldur Ólafsson, Indriði G. Þor- steinsson, Jóhannes Nordal, Krist- ján Albertsson, Matthías Johann- esen, Sturla Friðriksson. Á aðalfundi Stuðla h.f., en það er styrktarfélag Almenna bóka- félagsins, flutti Eyjólfur Konráð Jónsson, framkvæmdastjóri þess skýrslu um hag félagsins og rekst ur. Samþykkt var tillaga stjórnar um 10% arðsúthlutun af innborg- uðu hlutafé miðað við 31. des. 1970. Er þá gert ráð fyrir, að arð- urinn verði greiddur í október n.k. f stjórn Stuðla h.f. voru kosnir: Geir Hallgrímsson, formaður, Geir Zoega, yngri, Loftur Bjarnason, Magnús Víglundsson, Sveinn Bene diktsson. — Endurskoðendur; Jó- hannes Nordal og Jón Axel Pét- ursson. ÞÓ—Reykjavík, föstudag. . í dag var grejnt frá ^lituip í samkeppni um hjOTagarða fyrir Háskóla fslands. Það var Björn Bjarnason form. dómnefndar sem skýrði frá niðurstöðum dómnefnd- arinnar. Sagði Björn m.a. að sem kunnugt væri þá hefði Félags- stofun stúdenta verið stofnuð með lögum frá Alþingi 1968, og að hlut verk félagsstofnunarinnar ætti að vera, að annast rekstur og bera á- byrgð á fyrirtækjum stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra. Björn sagði einnig að stærsta verk- efni stofnunarinnar, fram að þessu hefði verið bygging Stúdentaheim- ilsns. Það var svo í ársbyrjun 1969, að skipuð var sérstök nefnd til að sjá um undirbúning að nýjum stúdentagarði í nágrenni Háskól- ans. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að þörf væri á 250 íbúðum í hjónagarði, þ.e. árið 1969, og að þeir þyrftu helzt að rísa á háskóla lóðinni. Síðan voru þessar niður- stöður athugaðar og samræmdar sjónarmiðum stúdenta, og háskóla- ráð samþykkti síðar að úthluta svæði undir hjónagarðana, þar sem nú eru aðalstöðvar Landleiða hf. Síðan var gengið til þeirrar sam- keppni, scm nú hefur staðið yfir og úrslit kunngerð í dag. Björn sag’ðf' ennftííntUr; ’ áð í hverjum áfanga yrðu 60 íbúðir, ekki hefði verð talið hagkvæmt að hafa hvern áfanga stærri og væri búið að sækja um lán til fyrsta áfanga hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, og vonaðist hann til að það gengi fljótt fyrir sig, þannig að bygginga- framkvæmdir gætu hafizt fljót- lega. Björn þakkaði nokkrum aðilum sem veitt hefðu Félagsmálastofn- un stúdenta lið, og nefndi sérstak- lega í því sambandi Guðrúnu Brun- borg. Að lokum skýrði Björn frá dóm- nefndarálitinu, hann sagði m.a. að við mat á tillögum hefðu eftirtalin atriði og lausnir þcirra verið at- hugað: 1. Aðkoma að húsunum. 2. Fyrirkomulag með tilliti til nota- gildis. 3. Burður og útlit þ.e. svip- mót húsanna og uppbygging. 4. Áfangaskipti. 5. Kostnaður. Veitt voru 4 verðlaun í sam- keppninni. 1. verðlaun krónur 250 þús. —r hlaut tillaga nr. 8. Hana gerði Hrafnkell Thorlacíus arki- tekt. 2. verðlaun 150 þús. krónur, hlaut tillaga nr. 5 að baki hennar reyndust standa Ingimundur Sveins son arkitekt og Garðar Halldórs- son arkitekt. 3. verðlaun 100 þús. krónur, hana hlaut tillaga nr. 2. ■Þeir sem áttu þá tillögu vora Geirharður Þorsteinsson arkitekt og Magnús Gunnarsson stud. ark. Dómnefnd áskilaði sér rétt til að kaupa eina tillögu, og varð til- laga arkitektanna Ormars Þ. Guð- mundssonar og örnólfs Halls fyrir valinu, tillaga þeirra var keypt á 25 þús. kr. Alls bárust dómnefndinni 10 til- lögur, og var þátttakan minni en búizt hafði verið við. Dóm- nefnd var ekki eins ánægð með keppnina, og hún hafði ráð fyrir gert í upphafi. Dómnefndin segir um tillögu Hrafnkels Thorlacíusar, að sú til- laga beri af öðrum, sem lausn á því verkefni, sem um var keppt. Og mælti dómnefndin eindregið með því, að höfundi þessarar til- lögu verði falið verkið til frekari útfærslu. I dómnefndinni voru auk Björns Bjarnasonar, þeir Ragnar Ingimars son, verkfræðingur og Hilmar Ólafs son, arkitekt, en þeir vora tilnefnd- ir af Félagsstofnun stúdenta. Til- nefndir af Arkitektafélagi íslands voru Bárður Daníelsson, arkitekt og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt. fin llil ö IIQ lli Norðurá Níu veiðimenn, sem verið hafa við Norðurá í þrjá daga, fóru heim í dag. Höfðu þeir meðferðis 99 laxa, sem þeir drógu á þessum þrem dögum. Eru laxarnir frem- ur litlir, fimm til átta pund og allt niður í þriggja punda fiska. Þverá Ágæt veiði hefur verið í Þverá undanfarið. Nú munu vera komnir eitthvað um 620 laxar þar á land, þar af veiddust í síðustu viku 160 laxar. Laxatalan. sem nú er komin úr Þverá, er svipuð og á sama tíma í fyrra. Mikill lax virð ist nú vera í ánni ,og ætti veiðin að geta verið góð þar á næst- unni. Mest af laxinum sem nú veiðist, er fenginn á flugu. Laxá í Aðaldal Þegar við höfðum samband við veiðihúsið á Laxamýri í gær, var okkur sagt að frekar dræm veiði hefði verið í Laxá undanfarið. Samt virðist hún heldur no vera að aukast. T.d. komu 8 laxar af fyrsta svæðinu þá um morgun- inn. Alls voru komnir 207 laxar á land úr Laxá, stærsti laxinn 22 pund, en meðalvigtin er i kringum 12 pund. Eins og er, ei mest veitt á maðk. Þ.Ó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.