Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 10. júlí 1971 TÍMINN Fólk streymir á Lands- mótið á Sauðárkróki — útlit er fyrir gott veður á ET—Sauðárkróki, föstudag. Eftir öllu að dæma, þá virðast veðurguðirnir ætla að verða Lands- mótsfólki hliðhollir nú yfir helgina. Veðrið hér á Sauðárkróki er þurrt og hlýtt, reyndar komu nokkrir dropar úr lofti í dag, en það var ekki nóg til að binda rykið. Forráðamenn mótsins eru mjög bjartsýnir með aðsókn, og er fólk farið að streyma hingað, bæði keppendur og ferðafólk. Fyrstir keppenda voru HSK menn, komu þeir kl. 19.30 í gærkvöldi, næstir voru Austfirðingarnir (UÍA), síðan komu koll af kolli HSH, UMSE, og UMSK, og bætast sífellt fleiri héraðssambönd við. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Tímans, komu til Sauðárkróks bjuggust þeir við, að allt væri á síðustu stundu, en svo var ekki. Menn voru að ditta að hlutunum og hreinsa til á mótsvæðinu, allt annað var tilbúið. Hafsteinn Þor- valdsson, form. UMFÍ tjáði blaða- manni Tímans, að þar sem hann hefði verið á Landsmótum, hefði undirbúningur aldrei verið jafn góður. Hér er allt tilbúið í tíma sagði Hafsteinn. Aðstaða hér er mjög góð til íþróttahalds, sérstaklega til að halda svona fjölmennt mót. Þessi aðstaða er líklega ein sú bezta á landinu. Tveir stórir íþróttavellir eru hér, annar malarvöllur og verð- ur einn knattsp.leikur háður þar, Landsmótinu, sem hefst og að auki fer þar fram dráttar- vélaakstur. Hinn völlurinn er gras- völlur og á honum fer fram knatt- spyrna, og allar frjálsar íþróttir, sérstakur handknattleiksvöllur er hér. Eini gallinn, sem hægt er að finna á mannvirkjunum hér, er sá að hlaupið er á grasbrautum. Þá hefur verið reistur stór og mikill pallur, þar sem keppt verður í körfuknattleik og þar fer hátíða- dagskráin fram, sem hefst kl. 13.30 á sunnudag. Mjög góð sundlaug er hér á staðnum og ættu keppendur ekki að þurfa að kvíða fyrir að synda í henni, en sundlaugarnar hafa oft háð Landsmótunum. Allt keppnissvæðið er vel merkt 50 til 60 skilti, standa hér og þar, sölu- skálar eru margir og snyrting virð- ist vera í bezta lagi. Slysavarnar- í dag deildin á Sauðárkróki og Slysa- varnardeildin í Njarðvíkum, hafa slysavakt mótsdagana, einnig annast þær gæzlu á tjaldbúðarsvæðinu. í kvöld verður fundur með flokk stjórum og starfsmönnum mótsins. Hefst þá einnig keppni í vélsaumi og tefld verður 1. umf. í skákkenpn inni. A morgun kl. 8.30 hefst hóp- ganga íþróttafólks, og verða í henni 600 til 700 manns, en kl. 9.15 verður mótið sett af formanni UMFI, Hafsteini Þorvaldssyni. Fjöldi heiðursgesta mun verða á mótinu, einnig mun Forseti íslands og forsetafrú heimsækja mótið. Verð aðgöngumiða er kr. 400 fyrir báða dagana, en 250 fyrir annan daginn. Árekstrar og slys OÓ—Reykjavík, föstudag. Fjölmargir árekstrar urðu í Reykjavík í dag og virðist það orðin regla, að eftir því sem veðrið er betra og akstursskil- yrði eins góð og bezt verður á kosið, fjölgar bílaárekstrum. Auk minni háttar árekstra, sem sam- anlagt kosta tryggingafélög stór- fé og færa réttingarverkstæðum verkefni, urðu nokkrir árekstrar þar sem slys urðu á fólki. Kl. 9 í morgun slasaðist kona er hún ók bíl á ljósastaur á horni Lömguhlíðar og Blönduhlíðar. Hlaut hún skurð á andliti og bíll inn, sem er af Taunus gerð er talinn ónýtur. í hádeginu varð kona fyrir bíl í Lækjargötu, rétt við Lækjar- torg. Meiddist hún ekki alvarlega. Rétt fyrir kl. 4 varð 17 ára piltur fyrir leigubíl í Stórholti. Meiddist hann aðallega á fæti og liggur á Borgarsjúkrahúsinu. Nokkru síðar varð mjög harð- ur árekstur á Skúlagötu. Jeppa var ekið niður Barónsstíg og út á Skúlagötu í veg fyrir vörubíl. Er talið að hemlar jeppans hafi bilað. Einn maður var í jeppan- um. Auk annarra meiðsla fótbrotn aði hann. Eru báðir bílarnir mik ið skemmdir, sérstaklega jeppinn. Um kl. 5 valt svo bíll á Njáls- götu. Einhver meiðsli urðu þar á fólki. Kaupfélag Rangæinga opnar nýtt útibú I dag, laugardag, opnar Kaup- félag Rangæinga nýja verzlun á Rauðalæk. Nýja verzlunarhúsið verður með kjörbúðarsniði, og er það mjög rúmgott. Um leið og nýja verzlunarhúsið verður tekið í notkun, verður í gamla verzlun- arhúsinu á Rauðalæk lokað Starfsfólk í verzluninni verður þrennt og verzlunarstjóri Eiríkur Isaksson. BÍLASÝNING Nýir og notaðir GM bílar Opið til kl. S e. h. Bílasalurinn í Ármúla 3, verður opinn til kl. 6 e.h. í dag, laugardag. — Sýnclar verða nýjustu gerðir af: VAUXHALL VIVA: Standard - : De luxe OPEL Kadett Rekord Gerið góð kaup í notuðum General Motors bifreiðum. Hagstæð greiðslukjör. — Samband tsl. samvtnnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvík. stmí 38900 3 IKrafa íhalds- andstæðinga í forustugrein Dags 7. þ.m. er rætt um stjórnarmyndunar- tilraun stjórnarandstöðuflokk- anna. í upphafi greinarinnar segir á þessa leið: „Fundur stjórnarandstöðu- flokkanna hófst um það leyti, er blaðið var fullbúið til prent- unar, og var fram haldið at- liugunum á stjórnarmyndun, sein staðið hafa um sinn. Hlýt- ur nú að draga til úrslita um myndun „vinstri“ stjórnar, eft- 1 ir að kannað hefur verið ástand stærri mála, svo sem efnahags- mála og fclld hafa verið saman í eina heild álitsgerðir flokk- i anna og stefnumál. Þá hafa og I farið fram umræður um skipt- 1 ingu ráðuneyta milli flokka. Ef ! svo heldur sem horfir um i stjórnarmyndunarviðræður, d ætti það að liggja fyrir innan 1 fárra daga, hvort ný vinstri ] stjórn tekur við völdum í land | inu eða ekki og hvemig skipt verður ráðuneytum ef sam- komulag næst og auðvitað stefna nýrrar stjórnar." | Dregur til úrslita „Hvar sem tveir menn eða flciri taka tai saman, er stjóm armyndun umræðuefni. Af öll- um íhaldsandstæðingum virð- ist til þess ætlazt af stjórnar- andstöðuflokkunum þrem, að þeir myndi stjórn og taki við forsjá þjóðarbúsins. Hins veg- ar era sum málgögn Sjálfstæð ismanna full óróleika og æs- inga yfir því, að völd flokks þeirra eru í hættu eftir ósigur stjórnarfiokkanna í kosningun- um. Alþýðuflokkurinn hefur verið settur upp að vegg til gegnumlýsingar, og er hans hlutur öðrum verri. f flokkn- um togast á þjónustulundin við íhaldið í landinu, sem rækt Ihefur verið af mikilli alúð f meira en tug ára, og hins veg- ar hinir gömlu hugsjónir flokks ins, sem upphaflega var stofn- aður til að berjast við íhald og auðvald í þessu landi." Erfltt að taka við Að Iokum segir Dagur: „Öllum er ljóst, að það er erfitt að taka við stjórnartaum- um eftir langa valdasetu nú- verandi stjómarflokka, en 5 bæði skylt og rétt að stjórnar- andstæðingar taki þá forystu f sínar hendur — og til þess er ætlazt. — Hörmulegt skip- brot „viðreisnar“, „hrollvekj- an“ í haust, óréttlát og lág launakjör, flóttinn úr dreifbýl inu vegna þess hve þrengdur er kostur fólksins þar, skatta-, skóla-, heilbrigðis og sain- göngumál eru öll í ólestri og óviðunandi, og í framkvæmd- um hefur handahóf, gróðasjón- armið fárra og algert skipu- lagsleysi verið látið ráða fram- vindunni. Svo að segja öll meginmál þ.jóðarinar kalla á nýja stefnu og nýja, óþreytta forystu, svo sem þjóðin óskaði eftir í kosn- ingunum.“ Vissulega er það rétt hjá Degi, að erfitt er að taka við Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.