Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 10. júlí 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Gestur á Hæli, hinn eldri, var eitt sinn á ferð með séra Jóhanni Briem í Hruna. Séra Jóhann, sem var feitur maður og þungur, reið lingerð- um hesti. Leið þeirra lá yfir fúna keldu lenti hestur prests ofan í og átti bágt með að hafa sig upp úr. Þá varð Gesti að orði: „Það er betra að ala hesta en presta." — Mér líkar það vel við hann, að hann veit alltaf, hve- nær haun á að hætta. A Sauðárkróki er og hefur verið sérstök auglýsingartafla, sem allir geta notað að vild, þurfi þeir eitthvað að tjá sig í gamla daga 'var hún mest not- uð af oddvita í hreppsins þágu. Annars kenndi þar alls konar grasa og æði misjafna. Eitt sinn var um árabil á Króknum oddviti, sem bar mynd arlegan hökutopp. Var höku- toppúrinn eins konar skjaldar- merki eða einkennisbúningur oddvitans, og því brá mörgum, þegar hann dag einn birtist án toppsins. Samdægux-s var kom- in skrautrituð auglýsing á töfl- una: Tapast hefur hökutoppur. Skilvís finnandi skili honum strax á hreppskontórinn gegn fundarlaunum. — Oddviti — —Geturðu ekki gefið mér heimilisfang klæðskerans þíns? Eitt sinn gat Ólafur Jóhanns- son, flugstjóri, ekki lent á Sauð- árkróki vegna þoku, þótt heið- skírt væi'i annars alls staðar á Norðurlandi. Þetta var eins- dæmi en Ólafur lét sér ekki bregða, flaug yfir staðinn og kallaði í talstöðina um leið og hann flaug á braut. Syngið þið nú, „skín við sólu Skagafjörður". — Þetta er mín veiði með sína veiði. Fyrir lýðveldishátíðina 1944 var sérhver lóð þrifin og lag- færð á Sauðárkróki og dyttað að öllum húsum. Þá heyrðist, hinn alkunni ,,súfflei'“ leikfé- laganna á staðnum, segja hátt og skýrt: — Sautjándi júní þyrfti bai'a að vei’a á hverju ári. ___ Pappi læsir sniíðagræjurnar sín 1 J CL i\I INI | ar í þessum kistli. Ég býst við, ___ __. , . . að hann sé hræddur viö inn- DÆ M A LA U SI brotsþjófa. Vonandi verður þetta stúlka, segja Gunter Sachs og Mirja kona hans, sem bíða í ofvæni eftir erfingjanum, eins og við höfum reyndar sagt frá áður hér í speglinum. Búizt var við, að barnið fæddist í maí, en nú um mánaðamótin var það að minnsta kosti ekki komið enn í þennan heinu Þetta verður'elfkj fyrsta. ba.rn Gunthers, því hajuj á fyrir Í5 ára gamlan son, af fyrsta hjónabandi. En hvort sfeii bai’nið verður drengur eða stúlka getur það tæpast orðið neitt tröllabarn, ef dæma rná af útliti móðurinnar, því á þessari mynd er tæpast hægt að sjá, að hún sé ófrísk. Ástæðan er sú, að Mirja óttast mjög að tapa sinurn fagra vexti, og hef- - ★ ur því verið í mjög ströngum matarkúr á meðan hún hefur gengið með bai’nið. Foreldrarn- ir hafa lengi verið að velta fyr- ir sér, hvar þau ættu að láta barniö sitt fæðast. Lengi vel hugsuðu þau sér, að það skyldi verða á Bahamaeyjunum, en nú fyrir nokkru tóku þau endanlega ákyjjifpn. í .málinu. Fæðingin á að-'eiga sér stað a ÍXÍestle sjúkra húsinu í Lausanne í Sviss. Mii’ju heítfi^FHð- höitíð; áð fæðingin gangi sársaukalaust fyrir sig, svo hún hefur ekkert að óttast og er hin rólegasta. Ekki er hægt að segja það sama um föðui’inn. Hjá honum hafa kom- ið í ljós einkenni, sem oft á tíðum eru sögð koma fram hjá verðandi mæði’um. Hann hámar — ★ — í sig sælgæti, og á það til að vakna um miðjar nætur til þess eins að salla einhverju í sig. Mörgum finnst nú orðið langt síðan glaumgosinn Gunther Sachs skemmti sér með heims- þekktum konum eins og Soraya prinsessu og Tinu Onassis, svo ekki sé nú minnzt á fyrrverandi eiginkonu hans Brigitte Bardot. Sænska stúlkan Mirja er sögð hafa gjörbi’eytt honum og lífi hans. Nú finnst Gunther ekki lengur óbærilegt að láta fyrir- berast um stundarsakir á sama stað, en það gat hann ekki þolað hér áður fyrr. Þá sögðu vinir hans: Gunther er mesti fyi’ii’myndar maður, en það er ekki hægt að búa með honum, til þess er hann of eii’ðarlaus. i í Baron Pontus Alexander Stainslaus von Langtinghausen von Garin var rétt að hefja fei’ðalag, frá Norðurlöndum til Suður-Evrópu, ásamt einkarit- ara sínum, sendiráðsi’itara og einkabílstjói’a, þegar herrskap- ið var stöðvað í Kaupmanna- höfn s.l. mánudag. Sitja þau nú öll fjögur, en einkai’itarinn er stúlka, í 14 daga gæzluvarð- haldi í borginni við sundið, og verða að öllum líkindum send til Svíþjóðar að fangavistinni lokinni. Var baróninn settur í gæzluvarðhald fyrir jafn /ó- merkilegan glæp og skjalafals. Baróninn og fylgdarlið hans fóru frá Svíþjóð 24. júní s.l. Settist hópui’inn að á Hótel Sheraton. Var ferðinni fyrst heitið til Þýzkalands og þaðan til Frakklands. Þar var búið að panta lystisnekkju og áhöfn til siglinga á Miðjarðarhafi. En svo langt kornst hópui’inn aldi’ei, heldur í fangelsið. I réttinum mæt.ti baróninn með einglyrni og í klæðskerasaum- uðum fötum. En höfðingssvipur inn fór af honunx þegar dómar- inn upplýsti að hann héti nú bara Holmberg og væri sænsk- ur tugthúslimur. S.l. mánudag var baróninn í verzlunarei’indum á Strikinu. Þar pantaði hann alls kyns varn- ing og sagði að bílstjónnn sinn næöi í hann og senda ætti reikn inginn til sendiráðsins. En í einni verzluninni fékk afgreiðslu stúlkan eftirþanka o? þegar bílstjói’inn 'kom til að taka pöntunina var lögreglan kom- inn á staðinn. Létu lögreglu- menn lítið á sér bera. Bílstjór- inn setti upp hrokasvip þegar hann ,var krafinn um stað- greiðslu og sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins svívirðu og strunsaði út. Lögreglan elti. Sendii’áðsi’itai’inn kom inn í aðra verzlun til að ná í varning sem baróninn hafði pantað. Þar kynnti hann sig sem fulltrúa Kanada hjá SÞ. Hann var eltur að Stoi’kagosbrunninum, þar sem fyrir voru bai’óninn, bíl- stjórinn og einkaritarinn. Voru þau í bíl, sem hafði norska ein- kennisstafi. Þarna var allt dótið handtekið. í íbúðinni, sem baróninn tók á leigu í hótelinu fundust ein- hver ósköp af fölskum pappír- um, vegabréfum og stimplum. mismunandi bílnúmer og skammbyssa. í skjalatösku var nákvæm áætlun urn fei’ðalagið suður á bóginn. í gestabók hótelsins var tugt- húslimurinn skráður sem am- bassador Vatikansins. Stói’kostlegum hljómleikum, með miklu bíti og rokki, lauk síðastliðinn mánudagsmox’gunn, þegar dyrunum á Fxl'more- east music Emporium var lok- að, eftir heillar nætur maraþon- hljómleika, en á hljómleikun- um komu frarn margar af þekkt us|.u hljómsvcitum Bandaríkj- anna. Fillmore hefur nokkur und- anfarin ár verið notað sem skemmtisetur fyrir bítlana á austurströnd Bandaríkjanna, titraði undan látum hljómsveit anna og áhoi'fendanna sjálfra á mánudagsnóttina, þegar hljóm- sveitir eins og The Beach Boys, Contry Joe McDonald og Albert King létu í síðasta skipti heyr- ast í sér. Bak við senuna stóð eigandi hússins Bill Gi’aham. Aðeins einu sinni lét hann sjá sig fram á senunni, og var um leið byi’jað að púa og pípa á hann úr yfirfullum áhorfenda- salnum. Graham ákvað í síðasta mán- uði að loka þessu húsi, eins og gert hafði verið við samskonar stofnun á vesturströndinni Fill- more west. Graham sagði að alltof dýrt væri að reka svona hús, mikið væri það hljómsveit- unum að kenna, en einnig áhorf- éndunum, þeir bókstaflega tættu húsið niðui’, þegar hljómleik- ar væru. Höfuðmeinið eru samt ''l'ómsv'i*'ii’nav. Á þessum mara- þonhljómleikum tóku hljóm- sveitirnar 50.000 dollara (4.4 millj.) Núna liggur Fillmoi’e east autt og yfirgefið, með eyði- lögðum stólsetum. rifna máln- ingu og sundurtætt teppin. T. d. gerðist bað á síðustu hljómleikunum, að áhorfencrur rifu upp nokkrar gipsstyttur sem stóðu út í salnum og köst- uðu þeim upp á senuna, þegar j Beach Boys léku Good vibi’at- ( ions, þeim t heiðurs. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.