Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.07.1971, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. júlí 1971 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, Lndriði G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Rit. stjómarskrifstofur i Edduhúsinu. simar 18300 — 18306 Skrif- storur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 10523. Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00 » máxravi Innanlands. í lausasölu kr 12,00 elnt — Prentsm Edda hf. Fóðuröflunin og heyverkunin Á siðasta þingi voru sett lög um að verja árlega 10 millj. kr. til framleiðnisjóðs landbúnaðarins á árunum 1972—76. Framsóknarmenn lögðu til, að þetta framlag yrði a.m.k. 25 millj. króna árlega og jafnframt yrði það ákvæði sett í lögin, að „tilraunir um innlenda fóðuröflun og heí'Verkun sitji fyrir öðrum verkefnum um fyrir- greiðslu“. Stjómarliðið felldi þessar tillögur Framsóknar- manna. í umræðum um þetta mál á Alþingi, færðu Fram- sóknarmenn þó glögg rök fyrir því, hve mikilvægt það væri að Mta fóðuröflunina og heyverkunina ganga fyrir Öðrum verkefnum. Það hefur nefnilega komið næsta glöggt í ljós á liðnum árum, hve bændur eru vanbúnir að mæta misjöfnu veðurfari, þrátt fyrir mikla ræktun og góðan tæknibúnað víðast hvar. í miklum óþurrkum, eins og voru sumarið 1969, stór- skemmdist og eyðilagðist mikið af heyi í stærstu land- búnaðarhéruðum landsins. Síðastl. haust urðu margir bændur að skerða bústofn sinn, og það verulega, vegna kalskemmda og sprettuleysis á liðnu sumri. En þrátt fyrir kalda veðráttu spratt víðast hvar grænfóður,' a.m.k. hafrar, væri þeim sáð nógu snemma. Við hljótum að stefna að því, að gera innlenda fóður- öflun árvissa, en þá þurfum við að breyta henni frá því sem nú er, eða vera við því búnir, þegar veðurfar eyðir gróðri úr túnum, eins og skeð hefur víða um land á síðustu árum. Og það er ekki síður áríðandi að finna leiðir til þess, að það sé ekki háð veðurfari, hvert fóður- gildi fóðursins er hverju sinni. Þar sem afkomuöryggi landbúnaðarins og gæði búvar- anna byggjast fyrst og fremst á þessum tveim þáttum, verður ekki séð, að önnur verkefni sé meira aðkallandi fyrir þjóðina að leysa. Á þessum sviðum er mörgum spurningum ósvarað og verður ekki. svarað á viðhlítandi hátt nema að undan- gengnum umfangsmiklum rannsóknum. Hraðþurrkun á heyi og grænfóðri er á byrjunarstigi. Margir bændur tengja við hana miklar vonir, ekki sízt þar sem jarðhiti er fyrir hendi í næsta nágrenni. Sumir telja, að það muni einnig svara kostnaði að hraðþurrka hey og græn- fóður með raf- eða olíuhitun. Það munu vera mörg at- riði í þessu sambandi, sem þarf að kanna af gaumgæfni og gera samanburðartilraunir með til að fá ódýrustu lausnina fram. Reynist þessi heyverkun hagkvæm við venjuleg skilyrði, mun hún valda gjörbyltingu í landbún- aði okkar og skapa honum öryggi. Á sviði votheysverk- unar þarf einnig að gera umfangsmiklar tilraunir með votheysgeymslur og tæknibúnað og fá samanburð á þess- um verkunaraðferðum^vað kostnað og gæði fóðursins varðar. Áföllin, sem landbúnaðurinn hefur orðið fyrir síðustu árin, ættu að hafa aukið skilning almennings á því, hvað þá Alþingis, að nú þurfi að bregða við og leita eftir úrræð- um til að koma í veg fyrir slík áföll, eftir því sem hægt or. Það verður ekki gert nema með víðtækum rann- suknum og leiðbeiningastarfsemi, sem kosta mikið fjár- magn. Vonandi mæta þessi mál því auknum skilningi á næsta Alþingi. Þ.Þ. A. Voznesenski, yfirm. rússnesku vatnamálastofnunarinnar: Dreifing vatns er eitt vandamál, sem Rússar gl Óhjákvæmilegt verður að beina stórfljótum frá norðri til suðurs í eftirfarandi grein er rætt um eitt mesta vanda- mál, sem Rússar verða a3 glíma við í framtíðinni, en það er nýtinjf vatns til neyzlu og ræktunar. Þetta stafar af því, að um 85% af árvatni landsins rennur til sjávar í ó- byggðum héruðum, langt frá helztu neyzlustöðunum, þar sem mikill vatnsskortur er fyrirsjáanlegur. Rússar ræða því m.a. að beina stórfljót- um, sem nú falla í Norður- íshafið, til suðurs. Yfirmað- ur rússnesku vatnamálastofn unarinnar A. Voznesenski, ræðir um þetta vandamál í eftirfarandi grein. GERT er ráð fyrir því að að vatnsnotkun í Sovétríkjun- um muni vaxa um 100—150% á næstu 15—20 árum. Áveitu- framkvæmdir munu hafa náð til 21 milljónar hektara lands fyr- ir 1985, og er það nær helmingi stærra svæði en nú er veitt á vatni. Afkastageta vatnsafls- stöðva mun aukast verulega, og þá yafnspotkun á heijniium og iðnaði. . . Sovétríkn ráða yfir miklu vatnsbirgðum. Um ár landsins streyma á hverju ári 4.700 rúm- kílómetrar vatns, en um 1000 rúmkílómetra mun mega finna neðanjarðar. í ýmsum iðnaðar- löndum er hætta á því að vatns- birgðir gangi til þurrðar innan fyrirsjáanlegs tíma, en í Sovét- ríkjunum skiptir það mestu að vatnið sé skynsamlega notað. Einkum ef tekið er tillit til þess, að vatnsbirgðum er mjög óhaganlega skipt á milli lands- hluta. 85% af árvatni rennur til sjávar í óbyggðum héruðum, langt frá helztu neyzlustöðum. Að meðaltali koma 20 þúsund rúmmetrar á hvern íbúa af ár- vatni, en í suðurlýðveldunum er þetta magn aðeins 300— 1500 rúmmetrar á íbúa og 1900 rúmmetra á Svartahafssvæð- inu. Og meira en helmingur vatnsins streymir til sjávar for- mánuðina. Það er því mikil þörf á því að setja víðtækar reglur um meðferð vatns, vatnsmiðlun í ám, tilfærslu þess og ráðstafan- ir gegn mengun. ÞAÐ ER sérkenni á vatns- kerfi Sovétríkjanna, að 15% af árvatninu rennur út í lokuð innhöf, og að vatn er tekið úr þessum ám breytast allar að- stæður í þeim. Hefur allmikið verið gert til að nýta vatn betur en áður. Á síðasta áratug hefur miklu vatns magni verið beint til staða, þar sem áður var vatnsskortur — um t.d. mikla skurði, sem gerð- ir hafa verið bæði í sambandi við áveitur og raforkufram- kvæmdir. Skynsamlegri skipulagning vatnsnotkunar getur innan viss tíma bundið endi á vatnsskort í tilteknum héruðum, en þegar til lengdar lætur verður að auka birgðirnar. Það er fyrst og fremst í Evrópuhluta lands- Áveita i Tadslkistan. ins, þar sem þörf verður á að flytja vatn milli vatnasvæða, en þar er mikill hluti íbúa lands ins og iðnaðar saman kominn. Þar streyma allmiklar ár út í Norður- íshaf um mjög strjál- býl svæði. Sýnt hefur verið fram á að það er hægt að beina vatni úr norðuránum yfir á vatnasvæði Volgu, sem nemur 20—25 rúmkm. á ári. Þá mundi hækka í Volgu og ánum við Úral o gsvo í Kaspíahafi. Mið-Asía mun einnig fá á svip- aðan hátt viðbót við vatnsbirgð- ir sínar, en þar er þörfin mjög mikil. En þegar vatnseyðsla eykst þar mikið í sambandi við áveitur, þá er m.a. spurt að því hvað verður um Aralvatn, sem mun lækka og verða saltara en það er. Viðbótarvatn verður í reynd ekki fengið nema úr ám Síberíu. Það verður samstund is að gera áætlanir um breyt- ingar bæði í náttúru og efna- hagslífi þessa svæðis, því að svo ört lækkar í Aralvatni, að vart verður unnt að sækja í tíma vatn til Síberíu til að bjarga því. ÞÓTT erfitt sé að reikna það út hve langan tíma það tekur að framkvæma jafn stórfelldar áætlanir eins og að snúa við heilum fljótum, og þótt margt sé á huldu um afleiðingar slíks tiltækis á náttúruna, þá er það ljóst, að undirbúningsstarf verð ur að hefja mjög bráðlega. Auð- vitað verða rannsóknir allar að vera strangvísindalegar, því menn vita vel hvflíkan háska rask á jafnvægi í náttúrunni get ur haft í för með sér. Nú þegar verður að hverfa frá staðbundnum úrlausnum á þessum málum til heildarkerf- is, og vatnsbirgðir fyrir hendi munu verða æ stærri þáttur í því hvar fyrirtæki verða stað- sett og hvernig þau þróast. Á NÆSTU árum verður að nýta betur jarðvatn, sem er bæðf betra að gæðum og ekki eins háð sveiflum. A nokkrum stöðum getur það borgað sig að hreinsa sölt úr sjó og steinefna menguðu vatni og þá einnig þegar um meiriháttar notkun er að ræða. Stjórnvöld hafa sett reglur um rekstur fyrir- tækja, sem stefna gegn meng- un vatns. Sú rammalöggjöf um vatn, sem sett var fyrir skömmu hefur þegar haft góð áhrif, en samt er £standið í þessum efn- um víða alvarlegt. Gerfihnettir og geimstöðvar hafa reynzt koma að mjög góð- um notum við að fylgjast með ástandi vatnskerfisins. Vatnamýl tengd vatnsnotkun og vatnsmiðlun eru mörg og flókin, og við þau verður ekki ráðið nema með miklum fjár- framlögum og með öflugri leit vísindamanna að beztum lausn- um. Hér þarf að koma til sam- starf manna af ólíkum sviðum — og liggur þá einna mest á því að þeir finni sem beztar að- ferðir til að gera vatnsspár til langs tíma, sem teljast mega sæmilega áreiðanlegar. — APN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.