Fréttablaðið - 28.08.2002, Side 1

Fréttablaðið - 28.08.2002, Side 1
bls. 22 TÓNLIST Stærri Airways hátið bls. 14 MIÐVIKUDAGUR bls. 12 160. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 28. ágúst 2002 Tónlist 14 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Frestur rennur út SKIPULAG Frestur til að skila inn at- hugasemdum vegna fyrirhugaðrar byggðar í Norðlingaholti rennur út í dag. Byggingarsvæðið, sem er um 72 hektarar, afmarkast af Breið- holtsbraut, Suðurlandsvegi, Bugðu og Elliðavatni. Gert er ráð fyrir 1.100 manna byggð á svæðinu. Stef- án Hermannsson, borgarverkfræð- ingur, segir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Nánar bls. 2 Rabbað um krabbamein FUNDUR Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í dag. Fundurinn hefst klukkan 17.00 Íslensk myndlist á 20. öld MYNDLIST Á Listasafni Íslands stend- ur yfir yfirlitssýning sem gefur mynd af íslenskri myndlistarsögu á 20. öld. Tæplega 100 verk í eigu safnsins eftir 36 listamenn eru til sýnis á sýningunni sem lýkur næsta sunnudag. AFMÆLI Blótar stundum á laun ÍÞRÓTTIR Einn nýliði í hópnum Íslandsbanki hefur sölutryggtöll hlutabréf Orcahópsins að verðmæti yfir 11 milljarða króna. bls. 2 Deild fyrir minnisskerta áLandakotsspítala verður lok- að á föstudaginn vegna fjár- skorts. bls. 2 Flóðavarnir í Kína hafa staðistálagið nokkuð vel þetta árið. Öldum saman hafa Kínverjar þurft að glíma við flóðahættuna á hverju sumri. bls. 4 Aldraðir ökumenn eru vaxandivandamál í umferðinni að sögn Einars Guðmundssonar hjá Sjóvá-Almennum. bls. 8 STJÓRNMÁL „Hins vegar er mér óskiljanleg ofurvarfærni fram- sóknarmanna að ganga fram á veginn í þá átt sem aðrar Norður- landaþjóðir hafa markvisst stefnt að á síðustu árum, skjólstæðing- um og starfsmönn- um heilbrigðisþjón- ustunnar til góðs,“ segir Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Hún gagnrýn- ir að rekstur í heil- brigðiskerfinu hafi ekki verið færður frá ríki til einkaaðila og segir kreddur koma í veg fyrir framfarir. „Enda hafa þeir sem ráðið hafa málaflokki heilbrigðismála síðasta áratuginn eða svo, verið kaþólskari en páf- inn í þessum efnum:“ Ásta segir að ríkið eigi að sjá til þess að heilbrigðisþjónustan sé til staðar. Það þýði þó ekki að ríkið þurfi einnig að reka þjónust- una. Gera megi s a m k o m u l a g við einkaaðila um að veita þjónustuna. Sú leið hafi verið farin á Norður- löndum að semja við einkaaðila um rekstur ein- stakra þátta h e i l b r i g ð i s - þjónustu. Þessu hafi Framsóknarmenn staðið gegn hér á landi. „Ég get ekki tekið það til mín eða okkar Framsóknarmanna þeg- ar hún talar um kreddur varðandi einkarekstur í heilbrigðisþjónust- unni,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra. „Það er mikill einka- rekstur í heil- b r i g ð i s þ j ó n - ustu hér.“ Próf- að hafi verið að bjóða út rekst- ur heilsugæslu- stöðvar í Kópa- vogi, þjónustu- samningar séu við heilsu- gæslustöð í Lágmúla og samningar séu við sjálfstætt starfandi sérfræðinga utan sjúkrahúsa. „Það hefur ekki gengið betur að hemja kostnað í þeim geira en annars staðar nema síður sé. Sá liður hefur farið fram úr fjárlögum oft og tíðum.“ Hann segir vandann í heilbrigðiskerfinu ekki þann að starfsfólk afkasti ekki nægilega miklu. „Okkur vantar meiri fjármuni.“ Það séu ekki rekstrarformið eða afköstin sem hamli heilbrigðiskerfinu. Í grein sinni vísar Ásta til þess að nokkur sveitarfélög sjái sér hag í því að selja sjúkrahús og semja við einkaaðila um rekstur þjónust- unnar. „Ég hef ekki áform um að selja Landspítalann,“ segir Jón. „Ég hef enga trú á að Ásta eigi við það.“ Breyta megi þó rekstrar- formi í einhverjum deildum. Gegn því hafi hann ekki staðið. brynjolfur@frettabladid.is FÁTÆKT Í JÓHANNESARBORG Helsta markmið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg er að draga úr fátækt í heiminum. Ólíklegt þykir þó að margir ráðstefnugesta leggi leið sína til fátækrahverfanna í sömu borg til þess að kynna sér ástandið þar af eigin raun. Á myndinni sést kona að nafni Rósa vera að brenna pappakassa til þess að halda á sér hita. ÞETTA HELST „Ég hef ekki áform um að selja Lands- spítalann. Ég hef enga trú á að Ásta eigi við það.“ AP /S AU R AB H D AS TRÚMÁL Búast má við því að presta- kallið í Árnesi á Ströndum verði fljótlega sameinað Hólmavíkur- prestakalli. Eins og kunnugt er hafa víðtæk- ir samskiptaörðugleikar sóknar- prestsins í Árnesi, Jóns Ísleifsson- ar, við sóknarbörn sín valdið því að biskupsstofa hefur boðið honum starfslokasamning. Árnessókn er með fámennustu prestaköllum landsins en íbúar þar eru aðeins um 100 talsins. Kirkju- þing samþykkti því fyrir nokkrum árum að prestkallið yrði í fyllingu tímans sameinað Hólmavíkur- prestakalli. Það skyldi verða þegar annar hvor þáverandi sóknar- presta léti af starfi. Það er nú yfir- vofandi að séra Jón hætti. Þá mun sér Sigríður Óladóttir, sóknar- prestur á Hólmavík, verða prestur sameinaðra sókna Árness og Hólmavíkur. Á milli þessara tvegg- ja staða eru 101 kílómetrar af fremur erfiðum vegi sem oftast er lokaður stóran hluta á hverjum vetri. Jón hefur hafnað tilboði um starfslokasamning en fékk frest fram í miðjan september til að afla nýrra gagna í málinu. Þess er vænst að þá verði gengið frá brotthvarfi hans úr sókninni. Ljós þykir að Jón muni ekki fara til annarra starfa fyrir Þjóðkirkjuna að sinni.  Árnesprestakall lagt niður í kjölfar óánægju sóknarbarna: Hólmavíkurprestur þjóni einnig Norðurströndum Kreddur hamla framför- um í heilbrigðiskerfinu Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í heilbrigðisnefnd Alþingis gagnrýnir Framsóknarmenn harkalega fyr- ir hægagang í heilbrigðiskerfinu. Vill meiri einkarekstur. Höfum ekki staðið gegn þessu segir heilbrigðisráðherra. Fjárskortur er vandinn en ekki rekstrarform. REYKJAVÍK Hæg breytileg átt og styttir upp síðdegis. Hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Rigning 10 Akureyri 8-15 Rigning 11 Egilsstaðir 8-10 Rigning 11 Vestmannaeyjar 5-10 Súld 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ ÁSTA MÖLLER Á Norðurlöndum hef- ur reksturinn verið færður til einkaaðila þó ríkið greiði enn reikningana. JÓN KRISTJÁNSSON Geri greinarmun á einkarekstri og einka- væðingu þar sem kostnaðurinn lendir á sjúklingnum. Alþjóðaráðstefnan í Jóhannesarborg: Frakkar gera sér litlar vonir PARÍS, AP „Við eigum ekki von á kraftaverki,“ sagði Tokia Saifi, þróunarmálaráðherra Frakklands, um tíu daga ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Suður-Afríku. Hún sagðist þó vonast til þess að á ráð- stefnunni verði samþykkt „áætlun með nákvæmum markmiðum, dag- setningum og fjármögnun.“ Margir fulltrúar á ráðstefnunni gera sér von um að á henni verði samþykkt hvernig takast á við ýmis helstu vandamál sem mann- kynið þarf að glíma við í orkumál- um, umhverfismálum, heilbrigðis- málum og næringarmálum. Umhverfisráðherra Frakka, Roselyne Bachelot, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega og sagði þá hafa „reynst mjög stífa“ í öllum undirbúningi ráðstefnunn- NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 14,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? 48,7% 61,3%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.