Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 28.08.2002, Qupperneq 14
14 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Kim Cattrall, sem leikurSamönthu í sjónvarpsþáttun- um Sex And The City, ætlar að bregða sér í hlutverk lesbíu á leiksviði á Broadway. Cattrall mun leika á móti Mörthu Plimpton í leikritinu Boston Marriage eftir David Mamet. Verkið fjallar um lesbíur á Vikt- oríutímabilinu og var sett á svið í Lundúnum fyrir stuttu. Þar fór Zoe Wanamaker með aðalhlut- verkið. Leikstjórinn Kevin Smith leitarnú að leikurum í aukahlutverk fyrir myndina Jersey Girl á Net- inu. Með aðalhlut- verk fara Jenni- fer Lopez og Ben Affleck en auk þeirra kemur Jason Briggs, úr American Pie, fram í myndinni. Talið er að þús- undir manna muni leitast eftir aukahlutverk- inu en sá hinn heppni sem hrepp- ir það fær þó ekki að segja neitt í myndinni. Þeir sem vilja sækja um hlutverk geta farið á heima- síðu Smith, www.newsaskew.com. Verið er að leggja lokahönd áframhaldið af grínmyndinni Analyze This sem sló í gegn fyrir þremur árum. Í fyrri myndinni lék Billy Crystal sálfræðing sem þurfti að hjálpa mafíuforingja, leikinn af Robert De Niro, með öll sín vandamál. Vinurinn Liza Kudrow mun sem fyrr leika eig- inkonu sálfræðingsins. Myndin hefur fengið hið frumlega nafn Analyze That og verður frum- sýnd þann 7. mars. Chris Martin, söngvari Cold-play, hefur hafnað 85 milljón dollara tilboði frá fatafyrirtæk- inu Gap sem vill nota tónlist sveitarinnar í auglýsingaher- ferð. Margir tónlistarmenn hafa leyft notkun á verkum sínum í auglýsingar, þar á meðal Moby sem gaf leyfi á öll lög plötunnar Play. Martin segir það skipta miklu máli að tónlistin sé ekki notuð í auglýsingar og tekur leikarann Mike Myers sem dæmi. „Fyrir fimm árum gerði Myers grín að auglýsingum í kvikmyndum þegar hann gerði Waynes World. Nú er hann með auglýsingar í nánast hverju ein- asta atriði í Goldmember og það er það sem fer í taugarnar á mér. Hann notast við sömu brandarana en bætir bara við nokkrum kaffibollum til að aug- lýsa.“ Fleiri breskar sveitir hafa þó hafnað slíkum tilboðum, þar á meðal Blur sem vildi ekki leyfa bandaríska hernum að nota lagið Song 2 í auglýsingu. Martin virð- ist þó hafa húmor fyrir sjálfum sér og segir að ef allt fari í bál og brand hjá sveitinni eigi hún ábyggilega eftir að koma skríð- andi til Gap og bjóða þeim tón- listina til notkunar. TÓNLIST Icelandic Airwaves tón- listarhátíðin verður haldin í fjórða sinn dagana 16. - 20. októ- ber næstkomandi. Margar sveitir eru skráðar til leiks, innlendar sem erlendar. Að sögn Þorsteins Stephensen, hjá fyrirtækinu Hr. Örlygi sem stendur að hátíðinni, verður hátíðin í ár enginn eftir- bátur þeirra fyrri en verið er að leggja lokahönd á dagskrána. „Við höfum reynt að stækka há- tíðina frá ári til árs og ég held hún verði stærri nú en áður,“ seg- ir Þorsteinn. Hátíðin verður að vanda hald- in víðs vegar um Reykjavík svo sem í Iðnó, Nasa, Vídalín, Vestur- porti, Gauki á Stöng og Spotlight. Lokakvöldið verður hins veg- ar á laugardag í Laugardalshöll- inni og þar munu öll stærstu númerin troða upp. Af erlendum sveitum bera hæst nöfn Fat Boy Slim frá Bretlandi, The Hives frá Svíþjóð, Remy Zero og Blackalicious frá Bandaríkjunum og Xploding Plastix frá Noregi. Þorsteinn segir að verið sé að vinna í því að fá hljómsveit, sem er á mikilli uppleið, á hátíðina en vildi þó ekki gefa upp nafn sveit- arinnar að svo stöddu. Hátíðin hefur reynst ágætis stökkpallur fyrir íslenskar sveit- ir til að koma sér á framfæri fyr- ir erlend útgáfufyrirtæki. Í kjöl- far fyrstu hátíðarinnar var rapp/rokkhljómsveitinni Quaras- hi boðinn samningur ytra. Í fyrra komu um 60 íslensk bönd fram og hafa einhver þeirra verið að þreifa fyrir sér með tónleikahaldi í Evrópu og Bandaríkjunum. Í ár munu Gus Gus, The Leaves, Vinyl, Apparat Organ Quartet, Trabant, Singapore Sling, Fidel, Mínus og Silt meðal annars troða upp. Þorsteinn segir að þúsundir Íslendinga hafi lagt leið sína á há- tíðina í fyrra auk þess sem um 1.300 útlendingar hafi komið hingað til lands. „Ætli það séu ekki um 30% af útlendingunum að koma hingað vegna vinnu en hinir eru komnir til að skemmta sér og sjá íslenska tónlist.“ kristjan@frettabladid.is THE SWEETEST THING kl. 8 og 10 MEN IN BLACK 2 kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 STÚART LITLI 2 m/ens. tali kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10 kl. 6FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 6 ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30 kl. 10NOVOCAINE SCOOBY DOO kl. 4 og 6 VIT398 EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417 SUM OF ALL FEARS 5.30, 8 og 10.30 VIT420 MR. BONES kl. 8 og 10.10 VIT415 FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 og 6 VIT418 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 3.45 VIT410 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 426 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT 423 Feiti strákurinn mjói á leið til landsins Airwaves hátíðin verður haldin í fjórða sinn í október. Fat Boy Slim mun troða upp í Laugardalshöll á lokakvöldinu. Fjöldinn allur af út- lendingum leggur leið sína á hátíðina. THE SUGABABES Eru ekki orðnar ríkar þótt margir haldi það. Eru bara fátækar stelpur sem geta ekki keypt sér óðalssetur fyrr en um þrítugt. The Sugababes: Eru ekki ríkar TÓNLIST Stelpubandið The Suga- babes munu ekki fá krónu fyrir fyrstu tvær smáskífur sínar fyrr en eftir tvö ár eða svo. Að sögn stúlknanna verða þær að bíða þar til ársins 2004 eftir að fá peninga fyrir lögin Freak Like Me og Round Round. Ástæðan er víst sú að bókhaldsaðferðirnar sem not- aðar eru í músikiðnaðinum eru svo tímafrekar. „Við höfum ekki fengið krónu fyrir fyrstu tvær smáskífurnar sem báðar náðu toppsæti á vin- sældarlistum. Okkur hefur verið sagt að það taki nokkur ár áður en við fáum að sjá peningana,“ sagði Mutya, meðlimur Sugababes. „Það er rosalega pirrandi því fólk heldur að við séum ríkar af því að við erum í hljómsveit. En við erum það ekki. Við þurfum að leg- gja hart að okkur til að fá þá pen- inga sem við viljum. Ég mun ekki geta keypt mér óðalssetur fyrr en um þrítugt. Fjölskyldan mín var ekki auðug og því minnist ég þess að hún þurfti að leggja mikið á sig til að framfleyta sér.“  GÍTAR Gítar sem var í eigu Jimi Hendrix og hann kveikti tvívegis í á sviði, verður seldur á uppboði í Copper Owen Rock Legends Auct- ion í september. Búist er við að gít- arinn seljist á 400.000 dali, eða sem samsvarar 34 milljónum íslenskra króna. Hendrix lagði eld að gítarn- um á London Astoria árið 1967 og aftur á Miami pop-hátíðinni ári síð- ar. Frank Zappa, sem líka spilaði á Miami-tónleikunum, fann gítarinn, gerði við hann og notaði hann á plötu sinni, Zoot Allures, árið 1976. Eftir það gleymdi hann öllu um hljóðfærið, en sonur hans, Dweezil, fann gítarinn í pörtum undir stiganum í stúdíói föður síns og gerði við hann í annað sinn. „Þetta er stórmerkilegur gítar með einstaka sögu,“ segir Dwesil. „Þeg- ar ég fann hann árið 1971 og sagði pabba frá því sagði hann að ég mæti eiga hann. Nú finnst mér tímabært að gítarinn skipti um eig- anda.“ Jimi Hendrix var nýlega kos- inn besti gítarleikari allra tíma af lesendum bresks tónlistartíma- rits.  Brenndur gítar í eigu Jimi Hendrix: Seldur á uppboði fyrir milljónir RÁNDÝR GÍTAR Dweezil Zappa, sonur rokkstjörnunnar Franks Zappa, heldur hér á hinum sögu- lega Stratocaster-gítar, sem Hendrix kveikti tvívegis í. THE LEAVES Munu spila á Airwaves hátíðinni í ár. Þeir hafa verið að gera það gott á tónleikaferðalagi um Evrópu og eru með samning við Dreamworks.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.