Fréttablaðið - 28.08.2002, Page 16

Fréttablaðið - 28.08.2002, Page 16
16 28. ágúst 2002 MIÐVIKUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? FYRIRLESTUR 17.00 Cyrus Karingithi efnafræðingur heldur fyrirlestur í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísinda- deilda Háskóla Íslands. Yfirskrift fyrirlestursins er: Túlkun á þeim ferlum sem stjórna styrk gasteg- unda í jarðhitaferlinu í Olkaria í Kenýa. Fjallar hann um rannsókn- arverkefni Cyrusar til meistara- prófs í jarðefnafræði við raunvís- indadeild HÍ. Fyrirlesturinn er öll- um opinn. FUNDUR 17.00 Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð 8 í dag. Kaffiveitingar. FÉLAGSSTARF 11.00 Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Línu- dans kl. 11.00 og pílukast kl. 13.30. TÓNLEIKAR 21.00 Dúndurfréttir leika bestu lög Pink Floyd og Led Zeppelin á Gauk á Stöng. MYNDLIST Jón Sæmundur Auðarson hefur opnað sýningu í Gallerí Hlemmi. Sýningin stendur til 15. september og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl 14-18. Bandaríski listamaðurinn Holly Hughes heldur ljósmyndasýningu í kjallara Gall- erí Skugga, Hverfisgötu. Sýningin ber yf- irskriftina Choices. Á sýningunni eru ljós- myndum af samstarfsverkefnum Holly með bæjarbúum í íslenskum byggðar- lögum. Sýningin stendur til 8. septem- ber. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13 -17 og er að- gangur ókeypis. Berglind Björnsdóttir ljósmyndari sýnir í aðalsal Gallerí Skugga á Hverfisgötu. Sýningin nefnist Trufluð tilvera. Sýningin stendur til 8. september. Opnunartími Gallerí Skugga er kl. 13-17 alla daga nema mánudaga. Ókeypis aðgangur. Rebekka Gunnarsdóttir sýnir í Sjó- minjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafn- arfirði. Rebekka sýnir vatnslitamyndir og glerverk sem að mestu eru unnin á þessu ári. Aðal viðfangsefni myndanna er landslag, götumyndir og hús í Hafnar- firði. Sýningin stendur til 8. september og er opin alla daga frá kl. 13-17 á opn- unartíma safnsins. Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís- lands stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv- arar sýna. Sýningin er fjölbreytt og sýnir þá miklu breidd sem ríkir innan félags- ins sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Sýn- ingin stendur til 6. október. Sýning á nýjum verkum hafnfirska mál- arans Jóns Thors Gíslasonar er í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Á sýningunni eru málverk, grafík, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 9. september. Grafíski hönnuðurinn og myndlistarkon- an, Valgerður Einarsdóttir, sýnir verk sín á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 6. september. Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir sýna í rými undir stigan- um í i8, Klapparstíg 33. Verkið sem þau sýna nefnist „Við erum í svo miklu jafn- vægi“ og er innsetning með ljósmynd og spegli. Sýningin stendur til 6. sept- ember. i8 er opið þriðjudaga til laugar- daga frá kl. 13.00-17.00. Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33. Kristinn sýnir vatnslitaverk og útsaumað- ar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að auki sýna þeir myndbandsverk sem þeir unnu í sameiningu ásamt söngvaranum Sverri Guðjónssyni sérstaklega fyrir sýn- inguna. Sýningin stendur til 12. október. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17. Nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 sýningin Úr fórum gengins listamanns. Á sýningunni eru verk Jóhannesar Jóhannessonar (1921- 1998), vatnslitamyndir, pastel og teikn- ingar. Sýningin stendur til 28. ágúst. Í Gerðarsafni standa yfir tvær sýningar, í Austur- og Vestursal er sýning ber heitið Stefnumót. Á henni eru málverk eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara og höggmyndir og glergluggar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Á neðri hæð safnsins stendur sýningin Yfirgrip. Á henni eru eldri og nýrri verk eftir Valgerði Hafstað listmálara. Sýn- ingarnar standa til og með sunnudags- ins 8. september. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11- 17. Á Listasafni Íslands eru sýnd tæplega 100 verk í eigu safnsins eftir 36 lista- menn. Verkin gefa yfirlit yfir íslenska myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir 1980. Sýningin skiptist í fimm hluta: Upphafsmenn íslenskrar myndlistar á 20. öld; Koma nútímans/módernismans í myndlist á Íslandi; Listamenn 4. ára- tugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda áratugarins. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga. Sýningin stend- ur til 1. september. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýn- ingar Listasafns Reykjavíkur í Ásmund- arsafni. Á sýningunni eru verk Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýn- ingin stendur til ársloka. SÝNINGAR Í Þjóðmenningarhúsinu standa þrjár sýningar. Sýndar eru ljósmyndir úr svo- nefndum Fox-leiðangri sem eru með elstu myndum sem teknar voru á Ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum, sýning er á vegum Landsbókasafns á bók- menntum Vestur-Íslendinga og loks er Landafundasýningin sem opnuð var árið 2000 og hefur nú verið framlengd. Að- gangur er ókeypis á sunnudögum. Í Grófarsal í Grófarhúsi við Tryggvagötu er sýning á íslenskum blaðaljósmynd- um frá árunum 1965 til 1975. Blaðaljós- myndir eru einn stærsti flokkur myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavík- ur, sem sýnir hér hátt á annað hundrað blaðaljósmyndir. Fjölbreytt myndavalið veitir innsýn í tíðarandann. Opið er frá kl. 12.00-18.00 virka daga og kl. 13.00- 17.00 um helgar. Í sýningarsal Handverks og hönnunar við Aðalstræti er sýning á íslenskum þjóðbúningum. Hún nefnist Með rauð- an skúf. Þar eru sýndir búningar í eigu Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Þjóð- dansafélags Reykjavíkur og Búningaleigu Kolfinnu Sigurvinsdóttur. MIÐVIKUDAGURINN 28. ÁGÚST SÖGUFERÐ „Ég hef lengi horft á húsið í Herdísarvík þar sem Ein- ar Benediktsson bjó síðustu átta ár ævinnar og hugsað með mér hvað væri gaman að fara með ís- lenska ferðamenn og segja þeim sögu þessa merka manns. Þetta er gamall draumur að rætast“, segir Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sem stendur fyrir sögu- ferð um slóðir Einars Benedikts- sonar, skálds og athafnamanns. Guðrún segist hafa mætt velvild þeirra sem hún leitaði til. „Ég fékk umsvifalaust lykilinn að húsinu í hendurnar frá rektor Háskóla Íslands og út frá því fór þetta að vinda upp á sig. Mér fannst áhugavert að hefja ferð- ina í Höfða þar sem Einar bjó og sýna fram á þessar stórkostlegu mótsagnir í lífi eins manns. Búa í Höfða og enda síðan ævina í litlu húsi í Herdísarvík.“ Ferðin um söguslóðir Einars tekur einn dag og segist Guðrún ekki taka fleiri í ferð en 20 manns. Hún hefjist í Höfða og eftir stutta dagskrá þar liggi leiðin um Kleifarvatn, Krísuvík og Herdísarvík. „Ég styðst við heimildir Sigurveigar Guð- mundsdóttur sem hafði farið til Herdísarvíkur sem ung kona ásamt systur Einars. Út frá þess- ari bók hef ég lýsingar á því hvernig var fyrir ungt fólk hér áður fyrr að mæta þessu stór- menni.“ Einar bjó í Herdísarvík ásamt Hlín Johnson sem Guðrún heim- sótti sjálf fimmtán ára gömul. „Fólki verður boðið upp á eftir- miðdagskaffi í anda Hlínar og upp á eitt brennivínsstaup. Það er gaman að segja frá því að Hlín bruggaði allt sitt vín sjálf og hafði fengið til þess sérstakt leyfi sýslumannsins á Selfossi.“ Meðan á dvöl stendur nýtur Guð- rún aðstoðar Eyvindar Erlends- sonar leikara. Flytja þau tvö ljóða Einars. Að því loknu er haldið í Strandakirkju þar sem ljóðið Messan í Mosfelli er flutt. Að því búnu liggur leiðin í kvöld- verð í Rauða húsið á Eyrar- bakka. „Þegar kemur að eftir- rétti flyt ég ferðalangana í alda- mótastemmingu í Byggðarsafnið á Eyrarbakka. Í plusssófunum er hlýtt á tónlist og tengsl Einars við húsið útskýrð.“ Guðrún segir engu líkt að segja frá mönnum og málefnum í þeim húsum sem það bjó. „Það er engu líkara en að veggirnir tali með manni. Hreint ævin- týri,“ segir Guðrún að lokum. kolbrun@frettabladid.is Á slóðir Einars Benediktssonar Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur skipulagt ferðir sem leiðir fólk á slóðir Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Ferðin hefst í Höfða og endar með kvöldverði á Eyrarbakka. GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Guðrún segir þessa söguferð eiga erindi við alla. Þegar sé búið að fara í eina prufuferð sem hafi lukkast vel. Ef fólk hefur áhuga á að fara í ferðina getur sett sig í samband við Guðrúnu. Viktoría Jónasdóttir Mávahlátur eftir Kristínu Marju. Hún er frábær. Nóttin hefur þúsund augu: Gefin út í Þýskalandi BÆKUR Glæpasaga Árna Þórarins- sonar, „Nóttin hefur þúsund augu“, er komin út í Þýskalandi hjá forlaginu Verlagshaus No. 8. Þetta er fyrsta íslenska glæpasag- an sem gefin er út þar í landi. Áður hefur bókin verið gefin út í Danmörku þar sem hún hlaut góða dóma. Meðal annars sagði gagnrýnandi Berlingske Tidende að sagan gæfi „hinum harðsoðnu amerísku reyfurum ekkert eftir.“ „Nóttin hefur þúsund augu“ kom fyrst út hjá Máli og menn- ingu árið 1998. Hún er sú fyrsta af þremur útgefnum verkum Árna sem fjalla um ævintýri Einars blaðamanns. Þar er Einar rifinn timbraður upp úr rúminu til að flytja fréttir af morði á Flugvall- arhótelinu. Af tilviljun fær hann að heyra ýmislegt sem starfsfé- lagarnir heyra ekki og verður óvænt helsti heimildamaður þjóð- arinnar um þennan hrottafengna glæp.  TÓNLIST Vinafélag Íslensku óper- unnar opnar nú dyr sínar fyrir nýjum félögum. Af því tilefni bjóða Vinafélagið og Íslenska óperan félagsmönnum á hátíðar- sýningar á Rakaranum í Sevilla 29. og 30. nóvember. Þessar tvær sýningar eru þær einu þar sem Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson syngja báðir í óp- erunni. Einungis félagsmönnum í Vinafélaginu gefst kostur á mið- um og að því er aðstandendur Ís- lensku óperunnar segja er alls óvíst að slíkt tækifæri bjóðist aftur í bráð. Óperan verður frumsýnd 20. september. Krist- inn fer með hlutverk Don Basili- os í fimm sýningum og Gunnar syngur hlutverk Almaviva greifa í ellefu sýningum. Saman syngja þeir félagar þó aðeins í tveimur síðustu sýningunum. Sérstök kynning á Rakaranum verður fyrir félagsmenn í Vina- félaginu einni klukkustund áður en hátíðarsýningar hefjast. Gunnsteinn Ólafsson tónlistar- maður sér um kynningu en hann kennir einnig á námskeiði Vina- félagsins og Endurmenntunar Háskóla Íslands um Rakarann og Rossini. Matreiðslubækur: Beint úr eld- húsi Sopranos BÆKUR Er sjónvarpið orðinn svona stór þáttur í lífi fólks að mörk hins raunverulega og óraunveru- lega skarast? Ástæðan fyrir þess- ari spurningu er sú að í 3. sæti á lista amazon.com yfir mest seldu matreiðslubækurnar er að finna matreiðslubók Soprano fjölskyld- unnar. Þættirnir um mafíufjöl- skylduna hafa verið sýndir á RÚV við miklar vinsældir. Í kynningu um bókina segir að í henni megi finna uppskriftir sem komi beint úr eldhúsi Soprano fjölskyldunn- ar. Lesendur geti töfrað fram jafn girnilega réttir og hún Carmela á núll komma einni. Uppskriftirnar í bókinni á Soprano fjölskyldan að hafa tekið með sér frá Napólí til Bandaríkjanna. Bókin er mynd- skreytt Tony og fjölskyldu hans við matarborðið!  1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU MATREIÐSLUBÆKURNAR Á AMAZON.COM Rachael Ray 30-MINUTE MEALS Dean Ornish EVERYDAY COOKING Artie Bucco THE SOPRANOS FAMILY COOKB. Dean Ornish EAT MORE, WEIGH LESS Alton Brown I’M JUST HERE FOR THE FOOD Katie Brown KATIE BROWN ENTERTAINS Anthony Bourdain KITCHEN CONFIDENTIAL Lidia Matticchio Bastianich LIDIA’S ITALIAN-AMERICAN... H. Leighton Steward SUGAR BUSTERS Weight Watchers MAKE IT IN MINUTES ÍSLENSKA ÓPERAN Forgangsmiðasala fyrir félagsmenn Vinafélags Íslensku óperunnar á hátíðarsýningarnar er hafin og stendur til 7. september. Þeir sem áhuga hafa á að ganga til liðs við félagið geta haft samband á skrifstofu Íslensku óperunnar eða sent netfang á vinafelag@opera.is. Vinafélag Íslensku óperunnar: Sérstök hátíðarsýning á Rakaranum í Sevilla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.