Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 1
bls. 6 FÓTBOLTI KR-ingur berst við KR bls. 12 LAUGARDAGUR bls. 22 163. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 31. ágúst 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Bikarúrslit hjá konunum FÓTBOLTI KR og Valur eigast við í úrslitum bikarkeppni kvenna. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn klukkan klukkan fjögur. Valur hefur sigrað sjö sinnum í keppninni en KR aðeins einu sinni. Búist er við skemmti- legum og spennandi leik. 30 ár frá útfærslu í 50 mílur TÍMAMÓT 30 ár eru frá því að fisk- veiðilögsögan var stækkuð í 50 sjó- mílur. Af því tilefni ætla núverandi og fyrrum starfsmenn Landhelgis- gæslu Íslands að minnast tímamót- anna í máli og myndum. Hátíðin verður að Bæjarlind 4 í Kópavogi og hefst klukkan fjögur. Sparkað um allt land FÓTBOLTI Margir spennandi leikir verða spilaðir í fótboltanum í dag. Á Akranesi mætast ÍA og Fram í Símadeild karla. Í Símadeild kven- na leika á Stjörnuvelli Stjarnan og Þór/KA/KS. Í 1. deild karla eru ein- nig spennandi leikir, en þar mætast á ÍR-velli ÍR og Afturelding, á Val- bjarnarvelli Þróttur og Sindri og á Dalvíkurvelli Leiftur/Dalvík og Stjarnan. Allir leikirnir hefjast klukkan tvö. MENNTUN Dýrt að vera í skóla TÍMAMÓT Í ævilöngu keppnisbanni REYKJAVÍK Vaxandi suðaust- anátt, 8-13 m/s og rigning nálægt hádegi, en suðlægari síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Rigning 7 Akureyri 5-10 Skýjað 8 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 10 Vestmannaeyjar 8-13 Rigning 9 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 21,6% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 51,7% 61,9% HEILSUGÆSLULÆKNAR Heilsugæslu- læknar í Hafnarfirði hafa gefið ráðherra frest fram til 20. septem- ber um að gengið verði til samn- inga við þá um að þeim verði heimilt að vinna á sama hátt og aðrir sérfræðingar. Í því felst að þeir geti gert gjald- skrársamning við Tryggingastofnun ríkisins en verði ekki bundnir af því að vinna eingöngu á heilsugæslustöð. Emil Sigurðsson heilsugæslulæknir og talsmaður lækn- anna segir að kraf- an sé að fá jafnræði á við sérfræðinga. „Við viljum fá frel- si til að opna stofur og sömu grunnlaun. Við höfum átt viðræð- ur við ráðuneytið og boltinn var skilinn efir í ráðuneytinu en það hefur ekki brugðist við enn.“ Allir læknar í Hafnarfirði hafa sagt upp störfum og taka uppsag- nir gildi í lok nóvember. Emil seg- ir að þeir ætli ekki að bíða lengur en til 20. september og hafa gefið ráðuneytinu frest fram að þeim tíma til að leysa málið. Eftir það muni þeir ganga til samninga um leigu á húsnæði með það fyrir augum að opna stofur úti í bæ. „Við höfum fundað með bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og fulltrúa ráðuneytisins þar sem við kynnt- um þeim stöðu mála. Við gerðum þeim grein fyrir að ef við færum á annað borð væri ekki hægt að gera ráð fyrir að við kæmum aft- ur daginn eftir.“ Jóna Dóra Karlsdóttir forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar seg- ir ekkert vandamál svo stórt að ekki megi leysa það. „Það leysast hins vegar engin mál þegar menn tala ekki einu sinni saman. Stað- reyndin er sú að heilsugæslu- læknar hafa beðið mánuðum sam- an en ráðuneytið hefur ekki einu sinni svarað læknunum. Ég lýsi bara fullri ábyrgð á hendur ráðu- neytinu því við getum í sjálfu sér lítið gert enda ekki í valdi okkar.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisrá- herra segir það rétt að viðræður hafi legið niðri í sumar en vilji ráðuneytisins sé að taka þær upp að nýju. Krafa þeirra um að verða viðurkenndir eins og aðrir sér- fræðingar hafi þeir tapað fyrir dómi. En eigi að síður vilji hann sjá fyrir endann á hvað áhrif það hefði á uppbyggingu heilsugæsl- unnar. „Ég hef þá trú að hægt verði að komast að samkomulagi og tel að það þurfi að brjótast út úr því kerfi sem þeir búa við á einhvern hátt. Það er ekki þar með sagt að niðurstaðan þurfi að vera sú sem þeir setja fram. Hvað sem öllu líð- ur mun það verða í forgangi að leysa þetta mál því heilsugæslan er ákaflega mikilvæg og sú þjón- usta sem þar er veitt.“ bergljot@frettabladid.is Heilsugæslulæknar gefa ráðuneytinu lokafrest Læknadeilan í Hafnarfirði. Eftir 20. september munu læknar þar hefja á fullu undirbúning að því að opna sínar eigin stofur. Þeir hafa þegar skoðað húsnæði undir starfsemina. HEILSUGÆSLULÆKNAR Í HAFNARFIRÐI SKOÐA HÚSNÆÐI UNDIR LÆKNASTOFUR Ef ekkert hefur heyrst frá ráðuneytinu fyrir 20. september mun ekki vera aftur snúið og læknarnir opna eigin stofur í Hafnarfirði. Þá verður enginn læknir við störf á heilsugæslustofunni eftir 30. nóvember. Hvað sem öllu líður mun það verða í for- gangi að leysa þetta mál því heilsugæslan er ákaflega mikilvæg og sú þjónusta sem þar er veitt. GENF, AP Heimsviðskiptastofnunin WTO veitti Evrópusambandinu leyfi til þess að leggja refsitolla á vörur frá Bandaríkjunum vegna bandarískra laga sem gera banda- rískum fyrirtækjum kleift að fá skattafrádrátt vegna viðskipta er- lendis. Heildarupphæð refsitoll- anna, sem Evrópusambandið get- ur lagt á Bandaríkin, má nema nærri 400 milljörðum króna. Talsmenn Evrópusambandsins voru í sjöunda himni yfir úrskurði WTO, enda var gengið að kröfum þess í öllum atriðum. Evrópusam- bandið undirbýr nú lista yfir þær vörur, sem refsitollarnir verða lagðir á. Ólíklegt þykir þó að Evrópu- sambandið muni beita þessari heimild. Hún verði frekar notuð til þess að semja við Bandaríkin um aðra lausn á deilunni. Bandaríkin þyrftu þá að breyta viðskiptalög- um sínum, þannig að Evrópusam- bandið gæti sætt sig við. WTO úrskurðaði á síðasta ári að bandarísku lögin brjóti í bága við alþjóðareglur stofnunarinnar um viðskipti.  Evrópusambandið fagnar: Fær leyfi til að refsa Bandaríkjunum FRÁ UTANRÍKISRÁÐHERRAFUNDI EVRÓPUSAMBANDSINS Utanríkisráðherrarnir voru á fundi í Helsingjaeyri í Danmörku þegar fréttir bárust af því að Heimsviðskiptastofnunin hefði fallist á kröfur Evrópusambandins um refsitolla á hendur Bandaríkjunum. Baugsmenn segja vanhæfnilögreglu muni kosti fyrirtæk- ið mikla fjármuni. bls. 2 Háleit markmið og endalausarþrætur er fyrirsögn frétta- skýringar um ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin er í Jó- hannesarborg. bls. 4 Stöðfirðingar hafa misst 76 pró-sent kvótans á einu ári. bls. 4 Vöruskiptin 21 milljarði betrien í fyrra. bls. 6 Samkeppnisstofnun er enn aðrannsaka meint samráð olíufé- laganna og óvíst er að verkinu ljúki á þessu ári. bls. 8 Mikilvægt er að treysta sam-band til útlána. Einungis Ís- lendingar og Færeyingar munu þurfa að treysta á Cantat-3 í framtíðinni. bls. 10 ÞETTA HELST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.